Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 31
m 31 „Alæta getur aldrei verið góður sælkeri“ as Þótt það hljómi ef til vill dálítið klisjukennt að róma Frakkland sem sælkeraland er það alls ekki að ástæðulausu sem landið hefur fengið á sig þennan stimpil. Frakkland er hreinlega stútfullt af himnesku góðgæti! Í París t.d. eru óteljandi bakarí og kökuhús sem eru (flest) hvert öðru betra og þótt fólk hafi jú mismunandi smekk og ráð og geri mismunandi gæðakröfur ættu allir að geta fundið eitthvað sem gleður magann. Góð frönsk kökuhús hafa mikinn metnað í að nota eingöngu „ekta“ hráefni; smjör (ekki smjörlíki), „ekta“ súkkulaði (með 50–100% kakómagni), ferska ávexti og þar fram eftir götunum. Oft sérhæfa þau sig í einni ákveð- inni kökutegund sem „sérgrein hússins“ – sem þýðir ekki að hinar tegundirnar séu eitt- hvað lítilfjörlegar, þvert á móti. Mörg köku- húsanna hafa verið starfrækt í meira en öld og leggja sig fram um að varðveita orðspor sitt. Innréttingarnar eru meira og minna óbreyttar frá því að starfsemin hófst og þjónarnir oft klæddir í gamaldags ein- kennisbúninga. Konurnar eru sérlega smart, oft í svörtum kjólum með hvíta blúndusvuntu og kannski er þetta leyndarmálið við grannar og fínar línur Frakkanna – að þeir haldi sig við eina einstaklingsköku og leggi meira upp úr gæðum en magni. Á u.þ.b. kílómetrasvæði sem nær frá Louvre að Madalene-torginu eru mörg af bestu kökuhúsum Parísar og það er vel þess virði að leggja á sig dálítið gastrónómískt ferðalag til að smakka á mörgu af því besta sem París hefur upp á að bjóða. Það er tilvalið að byrja á að fá sér kaffi hjá Verlet (256, rue Saint-Honoré). Þetta kaffihús hefur verið í eigu sömu fjölskyldu síðan það var stofnað árið 1880. Þau flytja inn og brenna allt sitt kaffi sjálf og eru eingöngu með fyrsta flokks kaffi (grands crus). Eitt af frægustu kökuhúsum Parísar, Angel- ina (226, Rue Rivoli), er steinsnar frá Louvre- safninu. Innréttingin er dálítið eins og mar- enskaka en mjög skemmtileg. Oft þarf mað- ur að hinkra í nokkrar mínútur í röð eftir að fá borð en það gengur fljótt fyrir sig og er þess virði. Þeirra sérgrein er heitt súkkulaði sem er borið fram í litlum könnum með heilum haug af þeyttum rjóma og er alveg ótrúlega gott, sérstaklega á köldum haust- og vetrardögum. Önnur kraga; það gerist ekki miklu „franskara“ en það. Þessi múndering passar líka afar vel við kökurnar. Svo eru margir aðrir staðir þar sem grunnur er lagður að nýrri hefð; kökurnar ný- stárlegri og innréttingarnar léttari. Frakkar eru ekki einungis þekktir fyrir að búa í sælkeralandi heldur eru þeir líka meðal þeirra grennstu í Evrópu og ég hef oft velt því fyrir mér hvernig þeir fara að því að halda línunum í lagi með allar þessar kökur á boð- stólum. Það er hægt að fá flestar kökur í ein- staklingsstærðum – sem er sérlega heppilegt ef maður vill prófa margar tegundir og Lj ó sm yn d ir : Á sl au g S no rr ad ó tt ir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.