Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 35
m 35 Vinkonurnar og leikkonurnar Katla Mar- grét Þorgeirsdóttir, Linda Ásgeirsdóttir og Edda Björg Eyjólfsdóttir hittust á hlýlegu heimili þeirrar síðastnefndu, dekkuðu borðið og drógu fram sína bestu náttkjóla. Til hvers líka að vera með sítt hár ef maður setur það ekki stundum upp með fuglum og fjöðrum til skrauts? Andi sjötta áratug- arins svífur yfir borðum – túrkisblátt og föl- grænt, túberað hár og bleikar pífur og í þessu umhverfi er ekki hægt annað en að vera kátur og glaður með lífið. Vinkonurnar „spekúlera“ í því hvort heimiliskötturinn verði ekki að fá blóm í feldinn svo hann passi inn í boðið eða fái að minnsta kosti hársprey. Blóm verður ofan á og Kjáni köttur er hæstánægður með það ef hann bara fær að kúra í fangi húsmóður sinnar. Meðan dömurnar laga á sér hárið og athuga hvort fölgræna blómið fari bet- ur bak við eyrað eða við hliðartoppinn verður Eddu að orði að þær, svona fínar, minni á ljóð, já, gott ef ekki á japanska hæku og flytur hátíðlega af munni fram þessa ódauðlegu ljóðlínu; „blómið – og fuglinn – saman í straumlínu hársins“. Katla kemur fram á litríkum sloppnum og segist bara hafa „hent einhverri dulu yfir sig“. Hún veit manna best hvernig skapa skal heimilislega stemmningu enda meðlimur í gleðisveitinni Heimilistónum sem skipuð er fleiri stórleikkonum og eru einmitt að spila þegar þetta blað kemur í hendur lesenda. Það er komið að því að setjast við borðið og bæta sér í munni einhverju af því góð- gæti sem prýðir kaffiborðið. „Ó, þetta er nú bara eitthvert lítilræði sem ég setti saman“, segir húsfreyjan enda er hóg- værð dyggð. Vinafundurinn verður varla huggulegri en í „kompaníi“ með stjörnusnittum og röndóttri súkkulaðiköku. Heimili húsráðanda, Eddu, er sérstak- lega notalegt og persónulegir munir í hverju horni. Edda er mikill safnari án þess að einskorða sig við eitt tímabil eða einn ákveðinn stíl. „Öll tímabil hafa eitthvað við sig,“ segir hún og málið er bara að vanda valið við hvern hlut. Hennar stíll er „nos- talgía“ í bland við það nýja, Fríða frænka við hliðina á nýmóðins græjum, hlutir sem hafa erfst, fundist á skrítnum stöðum – merkið skiptir ekki máli svo lengi sem hlut- irnir hafa til að bera einhverja viðbótarvídd. Fölbleikar skeljar, útsaumuð fiðrildi, „bródering“, skeljar og blóm – „more is more“, eins og Edda segir kát. Hún dregur fram fugla og hjörtu úr gull- akassa sínum merktum „Mjög brothætt“ og hver gripur hefur sína sögu á bak við sig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.