Vísir - 17.10.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 17.10.1980, Blaðsíða 5
Föstudagur 17. október 1980 5 VÍSIR Eru gíslarnir falir fyrir hergðgn? Viö þvi er búist i dag, aö forsæt- isráöherra Irans, Mohammad Ali Rajai, krefjist þess á fundi örygg- isráösins, aö þaö viti írak fyrir striðið á hendur Iran, sem hófst yfirlýsingalaust fyrir 24 dögum. Forsætisráðherrann heimsótti aðalstöðvar Sameinuöu þjóöanna i New York i gær, og hefur komið upp kvittur um, aö hann muni nota tækifærið, meöan hann er I Bandarikjunum, aö taka upp viö- ræöur viö Bandarikjastjórn um örlög gislanna 52, sem enn eru i haldi i Iran frá þvi i nóvember I fyrra. Carter Bandarikjaforseti bauðst I gær til þess aö hitta Ra jai að máli, en hinn siðarnefndi lýsti þvi yfir i gær, áöur en hann fór frá Teheran, aö hann mundi ekki ræða viö bandariska embættis- menn. — Utanrikisráöuneytið bandariska hefur borið til baka kvittinn um, aö samningar væru á döfinni um lausn gislanna gegn afhendingu 400 milljón dollara hergagna, sem keisarastjórnin hafði keypt, en hafa ekki verið af- hent vegna viöskiptabannsins. A meðan berast áfram fréttir af höröum bardögum i nágrenni hafnarbæjarins, Khorramshahr. Segir Teheran-útvarpið, aö árás- arliö íraka hafi neyöst til þess aö hörfa frá borginni, en áfram væri þó barist á götum. transkar herþotur héldu uppi i gær loftárásum á Bagdad, þriðja daginn i' röö, og haröir bardagar voru viö iranska landamærabæ- inn, Mehran, i gær. Fraser spáð falli í kosn- ingum Ástralíu Þingkosningarnar i Ástraliu verða á morgun, og spá flestir verkamannaflokknum i stjórnar- andstöðunni sigri. Niðurstöður þriggja skoð- anakannana, sem allar voru gerðar núna i vikunni, þykja benda til fylgisaukningar Verka- mannaflokksins sem dugi honum til meirihluta. Gallupstofnunin, sem stóð fyrir skoðanakönnun um siðustu helgi, fékk hinsvegar þær niðurstöður, að mjög naumt yrði á mununum, og að samsteypustjórn frjáls- lyndra og NC-flokksins mundi jafnvelhanga áfram, en lafa þá á bláþræði. Nýjasta könnunin var gerð á miðvikudaginn af stofnun, sem hefur orð á sér fyrir skoðana- kannanir, er reynst hafa furðu nærri kosningaúrslitunum. Sýndu niðurstöður hennar, að Verka- mannaflokkurinn nyti 54,2% fylg- is, en stjórnarflokkarnir 45,8% . Umreiknað i þingmannatölu gæti það táknað, að 48 þingmanna meirihluti stjórnar Malcolms Frasers breyttist i 40 þingmanna meirihluta Verkamannaflokks- ins. Og það yrðu mestu stakka- skipti i kosningasögu Astraliu til þessa. 1 öllum könnunum er tekinn vari á þvi, að búast megi við tölu- verðri skekkju á kosningaspám vegna þess, að margir kjdsendur séu enn óráðnir. Hafa menn orðið þess áskynja, að stjcfrn Frasers sæki heldur á þessa siðustu dag- ana. Malcolm Fraser Enn er leitað I rústum borgarinnar E1 Asnam, en nú viku eftir jarðskjálftana eru menn vondaufir um, að lif geti leynst með þeim.sem ófundnir eru undir rústunum. Hoppa í rigningunni með heimilin í rúst Það fór að rigna á jarðskjálfta- svæðunum við E1 Asnam i Alsir i gær, jók það enn á eymd þeirra þúsunda heimilisleysingja, sem ráfa um borgarrústirnarog reyna að hrúga sér upp einhverju skýlistildri úr brakinu til að hir- ast I. Þaðer taliö, að milli tvö og þrjú hundruð þúsundir hafi misst heimili sin 1 jaröskjálftunum, og þótt alþjóðlegar hjáparstofnanir hafi lagt til þúsundir tjaldskýla hrekkur það hvergi nærri til. Um 6 þúsund manns eru nú fundin, liðin lfk, en menn uggir, að þúsundir leynist enn undir brakinu. Töluverð brögð eru aö grip- deildum i borgarrústunum, þrátt fyrir fjölda hermanna á verði. Ungur hermaður var særður lifs- hættulega i gær, þegar hann varð fyrir skoti ræningja. Sá var stað- inn að þvi aö stela bankaseðlum úr fjárhirslum banka, sem var i rústum. A miðvikudagskvöld voru þrir þjófar skotnir, þegar varðflokkur kom aö þeim. — En hin opinbera fréttastofa Alsir fullyrti samt i gær, að ekki væri minnsti flugu- fótur fyrir frásögnum fréttastofu einnar (aðallega Reuter, en einn- igþó AP) um gripdeildir i borgar- rústunum. — Þó greindi frétta- stofan um leiöfrá forsetalegri til- skipan, sem birt var i gærkvöldi þess efnis, að þjófnaöur á hjálp- argögnum á jarðskjálftasvæðinu eða gripdeildir úr ibúðarústum getu varöað 20 ára fangelsi, eða jafnvel dauðarefsingu, ef um mjögalvarlegt brot væri að ræða. Lögfeglan i E1 Asnam skýröi frá þvi á mánudag, aö töluvert væri um þjófnaði, og aö nokkrir heföu veriö teknir við þá iöju, en aðal- lega þá fyrir smáhnupl. Settur hefur veriö upp i snarhasti sér- stakur réttur til að fjalla um mál þessara þjófa og afgreiða i fljót- heitum. Prinsessan illa klædd „Með allar slnar tekjur (sem eru vel á annað hundrað milljónir islenskra króna) ætti Anna Bretaprinsessa að geta klætt sig betur” segir I bandariska tfma- ritinu „People Magazin” sem út- nendi prinsessuna á dögunum eina af verst klæddu konum heirns. Leikarinn heimsþekkti, Sammy Davis jr. er einnig á listanum yfir verst klædda fólkið og segir blað- iö um hann að hann gangi með allt of marga hringi á höndunum, allt of mörg armbönd og háls- klúta og sé oft eins og fuglahræöa útllts. I hópi þeirra best klæddu er leikkonan Jacqueline Bisset sem blaðiðsegir reyndar aö sé falleg f öllum fötum, og þar er einnig gamanleikarinn Woody Allen sem blaöið segir að klæðist ávallt föt- um sem eru i tisku og fari honum vel. Þá vitum við það. Keisari kemur I keisara stað Keisarinn er dauður, en það kemur maður i manns stað, um þaö verður ekki villst. Sem kunn- ugt er lést fyrrverandi transkeis ari i sumar I Egyptalandi og fór útför hans fram þar. Þar dvelur einnig elsti sonur keisarans Reza Pahlavi sem er 19 ára aö aldri og innan skamms mun hann taka við keisaratigninni viö hátiðlega at- höfn I Egyptalandi.En þaö er svo annað mál hvort hann fær ein- hvern tlma að nota þessa keisara- tign sfna i heimalandi sinu. Presturlnn reklnn heim ttatskur prestur sem starfar f Brazilfu og neitaöi aö flytja sér- staka hátiðaræöu á sjálfstæðis- degi Braziliumanna I fyrra mán- uði hefur veriö gert aö hypja sig úr landi. Þessi skipun yfirvalda hefur valdið kirkjunnar mönnum f Braziliu miklum vonbrigðum. og hefur biskupasamband iandsins mótmælt harölega, en án árang- urs. Lofar Karmal álramhaldandi varðgæslu Leonfd Brezhnev forscti Sovét- rikjanna tók höfðinglcga i gær á móti Babrak Karmal, sem sótti hann heim-frá Afghanistan. Attu þeir strax i gærkvöldi fund, þar sem Brezhncv hét Karmal og marxiskri stjórn hans i Afghan- istan áframhaldandi „hcrnaðar- stuöningi”. Sovétstjórnin „studdi” einmitt byltinguna i desember i fyrra, þégar Karmal var komið til valda, og hefur siðan „stutt” Afghanistan svo rækilega, aö öfl- ugur Sovéther réðist inn f Afghan- istan um áramótin og hefur ekki farið þaðan siöan. Þar hafa Sovétmenn enn 85 þúsuhd manna herliö, sem stöðugt herst viö skæruliöa. 1 Brczhnev hét þvi, að Sovétrikin nvundi „standa vörð um öryggis- hagsmuni beggja rikja okkar og gera alþjóðlcga skyldu sina gagn- vart afghönsku þjóðinni, gagn- vart stjórn íélaga Karmal....” siöpi potturinn Tveir menn frá Bermúda fengu stærsta „jackpot”, sem hirtur hefur verið úr spilakössum 1 Las Vegas. Var þetta úr eins dollara kassa og hafði annar mannanna matað kassann, sem heitir „pot of Gold”, á þrem dollurum, þegar upp rööuöust fimm sjöur á hjóiin. Þá var eins og brostið hefði stffla, og silfrið fiæddi út á gólfiö. Tald- ist það 325 þúsund dollarar. — Þrem vikum fyrr hafði kona frá Kaliforniu fengið á sama kassa 320 þúsund dollara. — Trúlega veröur kassinn ekki öllu langlffari i spilavftinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.