Vísir - 17.10.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 17.10.1980, Blaðsíða 13
13 Föstudagur 17. október 1980 vtsm Konur við störf: mG upi eng i ai ur al i loki lll” iim” - segir Sólveig öiafsdóllir. sem stundar laganám h|á eiginmanni slnum „Ég sótti tima hjá eiginmanni minum i tvo vetur og mér fannst alls ekkert undarlegt eöa óþægi- legt vió þaö” sagði Sólveig Ólafs- dóttir laganemi en eiginmaöur hennar er Jónatan Þórmundsson lagaprófessor. Sólveig var niður- sokkin i aö lesa kröfurétt, þegar viö hringdum og trufluöum hana meö þessari spurningu. Hún sagöi aö vera mætti aö ýmsum samnemeridum sinum hefði þótt þetta undarlegt til aö byrja meö, en hún kvaö þau hjón- in vön aö vinna saman aö öllum mögulegum hlutum og þvi heföi ekki veriö neitt ööruvisi aö fræö- ast af bóndanum en að ræöa viö hann ýmis önnur mál. „Hvers vegna ég fór i laga- nám? Éghafðiunniöá skrifstofu i átta ár eftir aö ég lauk stúdents- prófi frá Verslunarskólanum og þaö var kominn leiöi i mig. A þessum árum tók ég mikinn þátt i félagsmálum og þau afskipti beindu mér inn á brautir laga- námsins, þótt viöskiptanám hafi reyndar einnig komiö til greina” sagöi Sólveig. Skilningur og samstarf Þau Jónatan og Sólveig eiga einn átta ára gamlan son og þá vaknar auövitaö þessi sigilda spurning, hvernig gengur aö samræma móðurhlutverkiö, heimilisstörfin, eiginkonuhlut- verkiö, laganámiö og félagsmál- in? „Þetta gengur allt meö skipu- lagningu og góöri samvinnu” seg- ir Sólveig” og allt gengur upp aö lokum. Allar ákvarðanir eru teknar I samráöi viö aöra i fjöl- skyldunni. Dagurinn er skipu- lagöur. Skólinn fyrir hádegiö og þá er sonur okkar lika i skólan- um. Jónatan er i sinni vinnu allan daginn en eftir hádegi er ég heima viö lestur og kvöldin nota ég til félagsstarfa þegar þarf. Heimilisstörfin eru unnin þegar timi er til og af þeim sem hefur tima”. Landsfundur og ráð- stefna Sólveig fæst viö fleira en laga- námiö. Þessa dagana er hún einn- ig önnum kafin viö aö undirbúa landsfund Kvenréttindafélags tslands sem veröur dagana 23.-24. október og I kjölfar lands- fundar veröur ráöstefna á vegum K.R.F.I. meö konum i sveita- stjórnum. „Já, þaö veröur litill timi til aö stunda laganámiö á meöan á landsfundinum og undir- búningi hans stendur, en þaö vinnst upp siðar. Viö ræddum áö- ur um samstarf okkar hjóna og kennslustundir minar hjá bóndanum — til gamans má geta þess aö hann prófar mig ekki, ég fæ mitt próf sér i brúnu umslagi” sagöi Sólveig ólafsdóttir laga- nemi og formaöur Kvenréttinda- félags tslands. —ÞG. r~---------- I eldhúsinu # PÖNNUKÖKUTERTA Sem ábætisréttur Búiö til nokkrar pönnukökur eftir eigin uppskrift og leggiö þær samaní stafla meö frystum jaröarberjum á milli. Ofan á efstu pönnukökuna er látinn þeyttur rjómi og skreytt með jaröar- berjum. Þeyttur rjómieinnig borinn meö ef óskaö er. 0AVAXTASALAT 1 ávaxtasalat getum viö notaö þá ávexti sem til eru I húsinu eöa fariö eftir þvi hvaö fæst I verslunum á hverjum tima. En hér komum vib meö eina uppástungu, sem bragöast vel: 2 bananar 2 appelsinur 2 epli 200 gr. vinber 1/2 dós ananas rauö coctaiiber hesilhnetukjarnar Allt skoriö i bita og blandaö saman I skál. Mjög gott er að hafa brytjaöa melónu i ávaxtasalat, hella nokkrum msk. af sherry yfir salatið og láta þaö standa i isskápnum um stund og strá 1 msk. af flórsykri yfir áöur en það er borib fram. # MARMELAÐI Við getum búiö til marmelaöi úr appelsinum eingöngu eöa úr blönduöum ávöxtum til dæmis 2 greipaldinum, 6appelsinum og 2 sitrónum eöa úr 6 appelsinum og 2 sitrónum. Best er aö nota ofurlitið súrar appelsinur. Þvoiö appelsinurnar og skerið i þunnar sneiöar. Séu notuð greipaldin og sitrónur þarf aö afhýöa þessa ávexti og skera á sama hátt og appelsinurnar. Sjóöiö til dæmis 1 kiló af ávöxtum i 1 1/21 af vatni i ca. 2 tima. Látiö biöa til næsta dags. Vigtið. 1 1 kg. þarf ca. 800 gr sykur. Sjóðiö i 1 1/2-2 tima. Gott er aö setja i 1 tsk. af sitrónusýru, þá stifnar marme- laöið fyrr. Ef appelsinurnar eru súrar, þarf marmelaðið styttri suðutima og þykknar fyrr. l Húsráö • Sandkorn úr auga eöa ööru, sem upp i það hefur fariö, er ekki alltaf auðvelt aö ná. Oft hjálpar að skola augað vel úr volgu vatni, helst meö augnsprautu. Einnig hjálpar oft að draga efra • augnlokiö niöur yfir þaö neöra, eöa öfugt, eftir þvi undir hvoru augnlokinu korniö er, og láta þaö renná hægt til baka. Draga þá I augnhárin korniö út meö sér. • AÐ ÞEYTA RJÓMA veröur auöveldara ef sett er ögn af sykri saman viö hann til dæmis 1 teskeið I 1/2 litra, þaö varnar þvi aö rjóminn veröi aö | smjöri. I # ÞEGAR MEGRUNARKÚRINN hefur gengiö vel og viö veröum að fara aö þrengja pilsiö, er lang einfaldast aö sauma nýja I sauminn, áöur en viö sprettum upp þeim gamla. | # BLEK t KÚLUPENNUM vill oft þorna mjög fljótt. Dýfið þvi j kúlupenna, sem lengi hefur legiö ónotaöur, I sjóöandi vatn. Þá j losnar um stifluna og penninn gefur blek enn um nokkurn tlma. I Einkabíóið í fullu giidi Ef þú vilt halda þitt einkabió einhverja helgina eöa kvöldiö ætti þaö ekki aö þvælast fyrir þér. Þótt videotæknin ryöji sér nú mjög til rúms er ekki þvi aö heilsa aö slikt sé komiö inn á hvert heimili. En gamla góða kvik- myndavélin er enn i fullu gildi. Hægt er aö fá leigöar filmur i ýmsum lengdum og geröum I einn sólarhring eöa lengur ef geö stendur til. Hjá Filmuleigunni i Breiöholti fengum viö þær upplýsingar, aö algengasta lengd á mynd væri um tiu mlnútur og kostar slik filma ekki nema 950 krónur á sólar- hring. Lengstu myndir eru allt að eins og hálfs tima langar og kosta þær um 5000 krónur á sólarhring og er þá átt viö litfilmur með tali. Sýningarvélar er lika hægt aö fá leigðar og er verðið á þeim um 4.500 krónur á sólarhring. Þeir hjá Filmuleigunni sögöu okkur aö aösókn I myndir og vélar heföi litiö sem ekkert minnkaö eftir aö videotæknin hélt innreiö sina en mest væri aö gera um helgar og á öörum fridögum. —g- Tollar á gleraugum Þaö er ekki alveg sama I hvaöa formi gleraugu eru flutt inn i landiö, þvi tollar eru mis- jafnir eftir þvi hvaö og hvernig er flutt inn. Venjulegt ferli viö pöntun glerja er I gegnum lækni. Glerin sjálf eru afgreidd meö 50% tollien á þau kemur ekkert vörugjald aö- eins 23,5% sölukattur ofan á álagningu. Umeeröin er hinsvegar með 15% tollálagningu auk 24% vöru- gjalds. Kaupiröu hinsvegar gleraugu umgerö og gler samsett er tollálagningin 50% auk 24% vöru- gjalds. Ef menn kaupa sér tilbúin gleraugu úti, setja á nef sér og koma til landsins, kostar þessi nauösynjahlutur ekki nokkrar tollálögur eöa vörugjald, en lik- lega er slikt ekki samkvæmt lög- um. „Það er pilluátið sem leiðir mann ót í afbrotin" SAMÚEL rœðir við afbrotamann um óstœður þess að hann gerðist brotlegur Missið ekki af nýjasta SAMÚEL ______ —""“""Áíind

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.