Vísir - 17.10.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 17.10.1980, Blaðsíða 8
8 vlsm Föstudagur 17. október 1980 utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: DavlA Guömundsson. Ritstjórar: óiafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfl Krlstjánsson, lllugl Jökulsson, Kristln Þor- steinsdóttir, Páll AAagnússon, Svelnn Guðjónsson, Sæmundur Guövinsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaöur á Akureyri: Glsli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Stelnarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elln Ell ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Kristján Ari Einarsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúli 14, slmi 86411 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8, slmar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2—4, slmi 86611. Askriftargjald er kr. 5.500.- á mánuöi innanlands og verö I lausasölu 300 krónur ein- takið. Visirer prentaöur I Blaöaprenti h.f. Siöumúla 14. Samningsréttur eöa lögbinding Harla einkennileg staða er nú komin upp í samningaviðræðum aðila vinnumarkaðarins og vekur það nokkra furðu í fljótu bragði þar sem menn gætu haldið að í tíð vinstri stjórnar væri málefnum verkalýðshreyf ingarinnar vel borgið. Fyrir um það bil tveimur vik- um fóru Svavar Gestsson félags- málaráðherra og Alþýðubanda- lagsleiðtogarnir í verkalýðs- hreyf ingunni að gæla við þá hug- mynd að leysa samningahnútinn með því að lögf esta síðustu sátta- tillögu sáttanefndar. Astæðan fyrir þeirri hugmynd er meðal annars sú, að ráðherrarnir í vinstri stjórninni eru orðnir mjög órólegir vegna þess, hve samningarnir hafa dregist á langinn, og eiga erfitt með að sætta sig við að ekki takist að koma friði á vinnumarkaðinn í tíð vinstri stjórnar. Gamla þjóð- sagan um það, að bráðnauðsyn- legtsé að hafa Alþýðubandalagið innanborðs þegar ríkisstjórnir eru myndaðar til þess að tryggð- ur sé vinnufriður, gæti þá misst gildi sitt og ófriðargrýluna væri ef til vill ekki hægt að nota oftar, við stjórnarmyndanir/ ef ekki fengist botn í málin sem fyrst. Samningar hafa verið lausir frá því í byrjun desember í fyrra og samningaviðræður hafa staðið, Hvorki gengur né rekur i samningamálunum. Lögbinding slöustu sáttatillögu freistar verkalýösforystunnar, enda vinnuveitendur ekki tiibúnir til aö samþykkja þá 11% hækkun, sem i henni felst. Enn á þó eftir aö plægja jaröveginn betur fyrir lögin. með hléum þó, í eina níu mánuði. Verulegur árangur hefur náðst síðustu vikurnar við gerð svo- nefnds kjarnasamnings, þar sem grisjaður hefur verið sá frum- skógur launaf lokka, sem gilt hef- ur, og samningsgrunnurinn allur einfaldaður. Frá því að þessi áfangi náðist hef ur lítið gerst og málin eru nú i slíku strandi, að sáttasemjari tel- ur engan grundvöll fyrir því að boða deiluaðila til sáttafundar. Tvær tilraunir ríkisstjórnar- innar til þess að hafa áhrif á samningagerðina undanfarnar vikur hafa þegar farið út um þúfur. Fyrst sérviðræður við samvinnufélögin og siðan send- ing ráðherrabréfsins margfræga inn á samningaf und, sem félags- málaráðherrann varð að draga til baka. Þriðja og siðasta tilraunin, hugmyndin um lögfestingu sátta- tillögunnar, er nú um það bil að renna út í sandinn, aðallega vegna þess að Guðmundur J. Guðmundsson glopraði lög- festingarhugmyndinni út úr sér, áður en búið var að undirbúa jarðveginn hjá ASI nægilega vel. Forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar hafa aftur á móti verið að meta lögfestingar- möguleikann að undanförnu, og haf a því ekkert vil jað hreyf a sig í samningamálunum. Ef þeir semjaviðVSI yrðu þeir trúlegaað slá einhverju af sérkröfum sfn- um, en með lögbindingu sáttatil- lögunnar fengist margt, sem ólíklegt er að vinnuveitendur myndu nokkurn tíma samþykkja. Samkvæmt útreikningum sér- fræðinga VSI eru menn nú komn- ir að 7,5% kauphækkunarmark- inu með flokkatilfærslum og launahækkunum, — sem sagt upp fyrir hækkunarmark BSRB-sam- komulagsins. Forseti ASI stað- festi svo í Tímanum í gær, að i sáttatillögunni fælist 11% hækk- un. En ASI forystan á erf itt með að samþykkja lögfestingu sáttatil- lögunnar strax. Slíkt er ekki hægt að réttlæta nema að undangengn- um alvarlegri átökum en orðið hafa. Verkfall og verkbann plægja jarðveginn fyrir slíkt, og veita verkalýðsforystunni nauð- synlegan umþóttunartíma. Síðan getur Svavar komið með lögin sín. Var einhver að tala um frjáls- an samningsrétt? Nei, það gat varla verið. Stjórn hinna vinn- andi stétta vill hafa þetta svona. Gleymum ekkl geðsjúkum: Nauösyn áningarstaöar milli sjúkratiúss og heimilis neðanmóls Áningastaður milli sjúkrahúss og heimilis Geösjúkdómar og geökvillar leggja þungar byröar á þjóöfé- lag okkar og einstaka þegna þess. Geösjúkdómar og geö- kvillar eru miklu algengari en menn gera sér almennt grein fyrir. Þaö er haft fyrir satt, aö annar hver maöur mun eiga viö geökvilla aö strlöa um lengri eöa skemmri tima áöur en hann nær 75 ára aldri. Þaö er taliö á hverjum tíma þjáist 20-25 af hundraöi fulloröins fólks af geö- kvilla og á hverjum tima séu fjórir til fimm af þúsundi svo illa haldnir af geösjúkdómi, aö þeir þurfa vistunar á geösjúkra- húsi eöa öörm hentugum dval- arstaö. Hér á landi eru aöeins til um tvö vistunarrými fyrir geö- sjúklinga á hverja 1000 fbúa. Samfelld keðja. Meöferö og endurhæfing geö- sjúkra er mjög fjölþætt og til aö geta sinnt þeim svo vel sé, veröur aö mynda samfellda þjónustukeöju fyrir þá og fjöl- skyldu þeirra, allt frá fyrir- byggingu og frumþjónustu til langvarandi umönnunar, þegar hennar er þörf. Þaö veröur aö vera unnt aö sinna bráöum sál- kreppum án tafar, veita þeim sem haldnir eru alvarlegum geösjúkdómi fullnægjandi meö- ferö og gefa þeim, sem hafa átt viö langvarandi geösjúkdóm aö striöa, tækifæri til endurhæfing- ar. Þessi þjónustukeöju þarf mikiö húsrými I göngudeildum, á sjúkradeildum, endurhæf- ingadeildum, langdvalardeild- um, áningastööum milli sjúkra- húsa og heimila og I vernduöum heimilum. Til aö veita þjónustu i þessari keöju þarf mikinn mannafla meö margvislega menntun svo sem lækna, geö- hjúkrúnarfræöinga, sálfræö- inga, félagsráögjafa, iöjuþjálfa og marga fleiri. Endurhæfingu ábótavant Þau vandamál, sem eiga rót aö rekja til geösjúkdóma, eru svo mikil, aö engin von er til þess, aö starfsmenn geöheil- brigöisþjónustunnar geti leyst þau einir jafnvel þótt þeir heföu betri starfsskilyröi en raun ber vitni og þeir veröa þvi aö leita eftir samstarfi viö fjölmarga aöila. Þannig er mikilvægt aö starfsmenn geöheilbrigöisþjón- ustunnar leiti eftir samstarfi viö fulltrúa vinnumarkaöarins og meölimi félaga, sem láta mál- efni geösjúkra til sin taka, t.d. Geöverndarfélagiö, Geöhjálp og Kiwanis-hrey finguna. Einn af veikustu hlekkjum I þjónustukeöju geösjúkra er endurhæfingarhlekkurinn. Flestir þeirra, sem hafa átt viö langvarandi geösjúkdóma aö striöa þurfa á fjölþættri endur- hæfingu aö halda og gildustu þættirnir eru starfsþjálfun og félagsleg þjálfun. Til þess aö koma slfkri þjálfun viö er nauö- synlegt aö hafa rými á endur- hæfingardeildum. Til þess aö koma viö starfsþjálfun er auk þess nauösynlegt aö hafa svig- rúm á vernduöum vinnustööum og góöa samvinnu viö aöila á hinum aimenna vinnumarkaöi. Til þess aö koma viö félagslegri þjálfun er nauösynlegt aö hafa húsrými á áningarstööum milli sjúkrahúss og heimilis. Of lítiðrými Skilyröi til endurhæfingar eru slæm hér á landi. Rými á endur- hæfingardeildum er allt of litiö. Verndaöir vinnustaöir eru of fá- ir og sama máli gegnir um áningastaöi. Fjölmargir geö- sjúklingar, sem hafa átt viö langvarandi geösjúkdóma aö striöa, eiga þvi ekki kost á full- nægjandi endurhæfingu. Þeir veröa þvi aö hýrast lengur á geösjúkrahúsum en heppilegt er ellegar berjast i bökkum i sam- félaginu vegna skorts á starfs- legri og félagslegri færni. i3 Hér á landi eru aöelns til um tvö vistunarrými fyrir geösjúkiinga á hverja 1000 Ibúa. Oddur Bjarnason, læknir, fjallar hér um þörfina sem er hér á landi fyrir áningarstaði fyrir geð- sjúklinga á leiðinni milli sjúkrahúss og heimilis, sem séu hlekkur i þjón- ustukeðju, er til þurfi að vera innan heilbrigðis- kerfisins. Endurhæfingin sé nú veikasti hlekkurinn i þessari keðju. Þaö er þvi gleöiefni aö meö- limir Geöverndarfélagsins og Kiwanis-hreyfingarinnar hafa tekiö höndum saman um aö reisa áningarstaö. Borgaryfir- völd hafa gefiö vilyröi fyrir lóö og væntanlega hefjast fram- kvæmdir á lóöinni aö vori. Kiwanismenn munu eftir fáa daga leita eftir stuöningi hjá al- menningi til þessara fram- kvæmda meö þvi aö selja Kiwanis-lykilinn og gefa mönn- um þannig tækifæri til aö sýna, aö þeir hafi samúö meö geö- sjúkum og gleyma þeim ekki i vanda slnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.