Vísir - 22.11.1980, Side 8

Vísir - 22.11.1980, Side 8
8 Laugardagur 22. nóvember 1980 VÍSIR utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjári: Davlð Guömundsson. Ritstjórar: Ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfutltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfl Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Kristln Þor- steinsdóttir, Páll Magnússon, Svelnn Guð|ónsson, Saemundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaöamaöur á Akureyri: Glsll Sigurgelrsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Stelnarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elln Ell .ertsdðttir, Gunnar V. Andrésson, Kristján Ari Einarsson. útlitsteiknun: Gunnár, Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olatsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúli 14, slmi 866117 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúja jy slmar 86óll og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2—4, slmi 86611. Askriftargjald er kr. 5.500.- á mánuði innanlands og verö i lausasölu 300 krónur ein." takiö. Visirer prentaöur I Blaöaprenti h.f. Slöumúla 14. BJARHARGREIÐI FVRIRGREIÐSLUMANNA ibúar á Þórshöfn og Raufarhöfn eiga von á 3000 milljóna skuttogara um áramótin. Margir þar nyröra eru uggandi vegna þess aö ekki er útlit fyrir aö togarinn geti einu sinni fiskaö fyrir vöxtum af lánum vegna kaupanna. Meöalstór bátur heföi sennilega dugaö. En dæmiö hefur ekki veriö hugsaö til enda. Eins og fram kemur í frétt Vísis í dag er síður en svo nokkur ánægja ríkjandi á Þórshöfn með fyrirhuguð togarakaup til staðarins, sem talsvert hefur verið f jallað um síðustu daga hér í blaðinu. Ástæðurnar eru ofur skiljanlegar, annars vegar það, að f eikinóg atvinna er á staðnum og hefur verið frá því snemma á árinu og hins vegar hrýs mönnum hugur við að taka á sig þær f jár- hagslegu byrðar, sem fylgja kaupum og rekstri slíks stór- skips. I rauninni má segja, að skut- togari af þeirri stærð og gerð sem ætlunin er að kaupa til Þórshafn- ar sé mörgum númerum of stórt skip fyrir staðinn. Það sem þar hefði vantað er bátur, sem væri talsvert stærri en þeir smábátar, sem nú halda uppi atvinnulíf inu á staðnum um þessar mundir, þannig að hægt væri að sækja við erfiðari aðstæður og dýpra en hægt er á bátum, sem eru aðeins 20 til 30 tonn. Ef slíkur bátur hefði verið út- vegaður er ekki ósennilegt, að þeir einkaaðilar, sem nú stunda útgerð frá Þórshöfn, hefðu sam- einast um útgerð hans, og við kaupin hef ðu þeir ekki þurft á að halda öðru en eðlilegri fyrir- greiðslu fiskveiðisjóðs. í stað þess er af óhóflegri bjartsýni tekin ákvörðun um skuttogarakaup með naumum meirihluta í stjórn hraðfrysti- stöðvarinnar á staðnum að f rum- kvæði nokkurra hreppsnefndar- manna. Og samvinnuaðilinn við kaupin og útgerðina er nær gjald- þrota útgerðarfélag á Raufar- höf n. Flest bendir tii þess að þeir fyrirgreiðsluþingmenn norður- landskjördæmis eystra, sem hlupu til og keyrðu skuttogara- kaupin í gegnum kerfið fyrir sunnan, hafi alls ekki kynnt sér hver hugur heimamanna er al- mennt til þessa máls og hvaða afleiðingar það getur haft að færa þessum byggðarlögum svo stórbrotna gjöf á silfurfati. í einföldu reikningsdæmi má sýna fram á, að fjármagns- kostnaður vegna skips, sem kost- ar sem næst 3000 milljónum króna, mun verða 12-1500 milljónir á ári. Meðalaflaverð- mæti íslenskra togara í ár er áætlað sem næst 1000 milljónum króna og miðað við hrakfarar- sögu togarans Fonts, sem gerður var út frá sömu slóðum,sífellt með nýjum og nýjum áhöfnum,er þess ekki að vænta að nýr togari Þórshafnar- og Raufarhafnar- búa muni komast yf ir meðallagið í afla. Hann getur sem sagt ekki fiskað fyrir vöxtunum af því fé, sem í kaupin er lagt, hvað þá að útgerðin geti veitt upp í af- borganir af lánum,veiðarfæra- kaup, rekstrarkostnað skipsins eða fyrir launagreiðslum. Hvers konar bjarnargreiða eru þingmenn og ríkisstjórn að gera íbúum Þórshafnar og Raufar- hafnar? Er þetta mál hvergi í kerfinu hugsað til enda? Ríkisstjórnin og þingmenn hennar eydduj^ratíma í að skoða f járhagsstöðu Flugleiðaá dögun- um, þegar ákveða skyldi hvort veita ætti því fyrirtæki ríkis- ábyrgð fyrir lánum upp á sem næst 6 milljarða króna. Hefðu þessir ráðamenn þjóðarinnar ekki betur varið svolitlu af þeim tíma í að skoða f járhagsgrund- völl skuttogaraútgerðarinnar á Þórshöfn? Og var það ábyrg stjórnarathöfn að afgreiða með einu pennastriki ríkisábyrgð fyrir milljörðunum þremur í þau kaup? Er furða þótt spurt sé? helgarspjall BRAÐUM KOMA BLESSUÐ JOLIN Já, senn liöur aö jólum. Búöargluggar löngu fúllir af allskyns glysi. Sumir eru farnir aö henda frá sér gagnlegum hlutum og kaupa nýja, til aö gera fínt hjá sér fyrir jólin. Allt er breytt. Börn þurfa orö- iö svo dýrar gjafir, aö buddan kveinkar sér og stundum veröa gjafir svo margar aö barn græt- ur af þvi aö þaö veit ekki hverju það á aö leika sér aö. Samt segja liknarfélög frá sárri fátækt hér I borg. Einstæöings- skapur er algengari en fyrr. Aö- ur sáu menn kertiö sitt brenna á rúmstólpanum og horföu um leiö framan i annaö andlit. Nú situr margur einn og gleymdur og hugsar með trega um liöin bernsku-jól. Sumir eru fundvis- ari en aörir og þeir finna jólin sin, ekki meö þvi aö græöa á öörum og ekki meö auknum og óþörfum munaöi I mat og drykk, heldur meö þvi aö gleöja aöra. Ég ætla aö segja ykkur sögu af þvi, sögu sem aldrei iiöur mér úr minni þó hún sé sjálfsagt ekki stórfengleg. Ég var ein meö börnin, um 1960. Viö áttum ekki von á fburöarmiklum jólum. Ég gat ekki gefiö drengjunum þaö, sem þeir óskuöu eftir en eitthvaö þó, sem gæti glatt þá á aöfanga- dagskvöldiö. 1 næsta nágrenni viö okkur bjó miðaldra verka- maöur einn. Hann haföi vinnu- skúr þar sem hann var meö heimavinnu. Þvi miður samdi þeim ekki vel, honum og drengj- unum minum. Þeir striddu, hann klagaöi. Ég jagaöi dreng- ina, en var undir niöri sár viö karlinn. Svo kom þá aöfanga- dagskvöld. Viö hlustuöum á aftansöng i útvarpinu, borðuö- um og gengum frá. Siðan fórum viö inn aö taka upp iólagjafirn- ar. Viö mæögurnar fengum sina bókina hvor og drengirnir sættu sig viö sitt. Þá er bariö aö dyr- um. Ég fer ein til dyra og úti stendur verkamaöurinn og skúreigandinn. Ég stirönaði upp. Aö koma og klaga á þessu kvöldi, Hann bauö gott kvöld og gleöileg jól og spuröi eftir drengjunum. „Hvaö viltu þeim”? svaraöi ég herská I röddinni. Hann rétti fram, eins og afsakandi, báöar hendur,hélt Aöalheiöur Bjarnfreös- dóttir skrifar. á dálitlum pakka I hvorri hendi. „Mig langar bara aö rétta þeim smá jólapakka” svaraöi hann. Þaö leiö áreiöanlega góö stund þar til ég bauö honum aö ganga inn og afhenda gjafirnar sjálfur. Drengirnir voru lika hissa. Þeir horföu á mig og horföu á hann, tóku hikandi viö. Svo yfirvann forvitnin hikiö. Þeir settust hliö viö hliö og rifu upp pakkana sina. Og hvaö kom i ljós? Gljá- andi, sjálftrekktir bilar, sem þeir höföu oft óskaö sér aö eign- ast, en ég haföi engin efni á aö gefa þeim. Nú upphófst mikil gleöi, sem viö uröum öll aö taka þátt I. Svo kvaddi granni okkar, þvi hann þurfti aö fara i fleiri hús. Viö fylgdum honum öll til dyra og hann gekk hægum, jöfn- um skrefum út I jólanóttina. Drengirnir fóru aftur aö leika ■■■■■■ ■■ mm sér, en ég settist ein fram i eld- hús. Satt aö segja var ég ekki alveg búin aö jafna mig eftir þessa óvæntu heimsókn. Eftir dálitla stund heyrði ég mikiö hljóöskraf inni. Svo koma drengirnir báöir til min. „Mamma, við ætlum aldrei aö striöa honum D. oftar”. „Gott” segi ég. Aftur hikandi: „Mamma, við höfum stritt hon- um dálitib meira en þú veist. Hann klagaöi ekki alltaf. En viö gerum þaö aldrei aftur”, „Gott” segi ég. Og enn kemur: „Mamma, veist þú af hverju hann fór aö gefa okkur jóla- gjöf?” „Ég er ekki alveg viss, segi ég en ég held aö hann hafi fengiö litiö af jólagjöfum sjálf- ur, þegar hann var drengur og þvi langi hann nú aö gleðja þá, sem hann veit að hafa litiö.” „Hann er áreiðanlega góöur maöur” sögöu þeir. Og á meöan viö bjuggum saman i nágrenni uröu aldrei skærur þeirra i milli. Ég kynntist þessum manni lit- iö og veit litið um hann, annað en aö hann var hafnarverka- maöur. En þaö llður aldrei svo aöfangadagskvöld aö honum bregöi ekki fyrir i huga mér, þar sem hann stóö I dyrunum hjá mér, og rétti fram vinnulúnar hendur, sem lukust um pakkana og svaraöi, þegar ég spuröi um hvaö hann vildi drengjunum minum: „Mig langar bara aö rétta þeim smá jólapakka”. Meö þvi að gleðja þá, gaf hann sjálfum sér jólin. Þaö gerir sjálfsagt margt hljóölátt fólk enn I dag, eöa þvi vil ég aö minnsta kosti trúa. Aöalheiöur Bjarnfreösdóttir. ■ *•••••••••••••••••••••

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.