Vísir - 24.11.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 24.11.1980, Blaðsíða 9
Mánudagur 24. nóvember 1980 vtsm 9 f I ! 1 hí * «1$' 1 \ u u : „Þegar bllvél er aö sextlu hundrabshlutum oröin tengd rafmagni, sjá allir heilvita menn, aö iönfræöslan veröur aö taka miöaf þeirri staöreynd. Aristoteles gerir litla stoö i frumskógi rafmagnsvlra...” segir Indriöi. Eini ljósi punkturinn hvað bilaeign okkar varðar er hið kyrrláta uppbyggingarstarf, sem Vegagerð rikisins stendur fyrir með miklum ágætum. Undir yfirskini tilrauna hefur Vegagerðin annast lagningu rúmra fimmtiu kilómetra af varanlegum vegi á þvi ári sem nú er að liða, og stefnir i rúma hundrað kilómetra næsta ár. En vegir með slitlagi eru einhver mesta kjarabót, sem bilaeig- endur geta fengið, auk þess sem varanlegir vegir verða óbeint til að minnka vegalengdir til muna og efla með ýmsum hætti at- vinnuuppbyggingu byggðar- laga. Að visu eru þeir til, sem ekki finnst nógu hratt að unnið i þessum efnum, en þá ber að geta þess að landið verður til eftir okkar dag, og þó að hart sé fyrir hundrað þúsund bila þjóð framtiðarinnar að eiga von á þviað þurfa að aka að einhverju leyti á malarvegum, verður ekki til baka snúið með, að helztu ökuleiðir landsins verða komnar með slitlag innan skamms tima. Vonandi verður Vegagerðin látin ráða þvi, sam- kvæmt athugunum hennar um notagildi, hvaða vegir hafa for- gang i þessum efnum. 80% steinolia En fleira er i húfi fyrir hundr- að þúsund bila þjóð en vegirnir og verðið á farartækjum og ben- zini. Vegna þess að við ausum ekki af birgðum járngrýtis og orku sem hæfir bilum fyrr en timi kemur til að aka á vetni eða öðru ámóta, skiptir viðhald bila okkur miklu og þekking á þvi sviði. Þar sem dollarinn er á tvö þúsund krónur i hverjum bil, skiptir auðvitað máli aö hann endist lengur en yfirleitt er talin þörf fyrir, þar sem verði er stillt i hóf og tið skipti á bilum er talin vottur um gott efnahagslif og er jafnvel nokkur nauðsyn fyrir þjóðarhag. Viðhald bila hér- lendis er með ýmsu móti. Það berstundum keim af þeirri spá- dómsgáfu, þefvisi og puttalip- urð, sem einkenndi meistara bilaviðgerða upp úr nitján hundruð og þrjátiu. Fyrir þann tima var jafnvel leyst úr benzin- skorti með þvi að blanda stein- oliu á tankinn, sem kostaði mik- ið sót og miklar hreinsanir og tiðar á vél. Það mun hafa verið á þeirri tið, þegar máltækið fræga varð til um þann, sem ók svo að blár loginn stóð aftur úr honum. Stefán á Reykjum var einn af þessum steinoliubænd- um, og er sagt að hann hafi komist upp með að aka á blöndu, sem var allt að 80% steinolla. Aristoteles og Freud Bilvélar eru enn i dag byggð- IIIOTIITFI pA AHIalulcLtd UNDIR HÚDDINU Bilaeign landsmanna nálgast óðum hundrað þúsund. Margt veldur þvi að við erum að verða i hópi mestu bilaþjóða heims. Má þar fyrst telja að við erum fólk, sem kjósum áð bera okkur vitt yfir á skömmum tima, unn- endur útivistar og sumarferðalaga, og þurfum auk þess að afkasta miklu i margháttuðum verkum, þar sem billinn kemur i góðar þarfir. Þrátt fyr- ir þessa miklu bilaeign lita stjórnvöld svo á, að billinn sé lúxus, enda er gengisskráning i bilakaupum langt fyrir ofan skynsamleg mörk. Það er gott dæmi um þá nauðsyn, sem við teljum vera á bilaeign og bilanotkun, að þótt dollarinn sé i raun um tvö þúsund krónur þegar bill er keyptur, hefur það ekki hindrað stöðuga aukningu bilaeignar i landinu. Fólk hefur þolað þessa gifurlegu skattheimtu nokkurn veginn möglunarlaust. Þá er skattheimtan i raun litið minni þegar kemur að olium og benzini. Hún hefur ekki létzt við þær sviptingar, sem orðið hafa á oliumörkuðum allt frá árinu 1973. ar á sömu grundvallarreglu og steinoliuvél Stefáns á Reykjum. En utan á þær hefur verið hlaðið ýmsum hjálpartækjum, sem m.a. eiga að miða að þvi að spara eldsneyti. Hafi rafmagns- útbúnaður verið sem svarar 10% af vél I kringum nitján hundruð og þrjátíu, verður hann varla minni en 60% af vél innan tíðar. Iðnskólar landsins eiga að útskrifa bifvélavirkja og hafa gert það siðan greinin fékk nokkra löggildingu. Nú hefur komið á daginn að kennarar við iðnskóla hefur skort töluvert á lögleg kennsluréttindi, og er veriö að bæta úr þvi með tveggja ára námskeiðum um þessar mundir, enda yrði ann- ars að skipta um kennaralið i iðngreinum, þar sem löglega menntaðir kennarar óska eðli- lega eftir kennslustörfum i iðn- skólum, þótt ekki sé til þess vit- að að kennaranám snerti nokk- urn tima eðli og inntak bilvéla, svo dæmi sé tekið. Námskeið þau, er kennarar iðnskóla sitja nú, eru með hefðbundnum hætti kjaftafaga. Þar þurfa þeir að lesa um Freud og Aristóteles, væntanlega til að skýra hugsun og atferli við bilvélar og raf- magnsbúnað. 1 framhaldi af þvi má ætla að útskrifaður bifvéla- virki skuli leita að Aristoteles undir húddinu og sjálfum Sig- mund Freud i rafmagnskerfinu. Hundrað þúsund bila þjóð hefur auðvitað ekkert með svona neöanmóls Indriði G. Þorsteinsson gerir hér að umtalsefni viðhald bila hér á landi og segir. að brjóstvit hafi löngum verið talið duga best í bílaviðgerðum. Segja megi að iðnfræðsl- an hafi fyrst og fremst veitt undirstöðufræðslu i brjóstviti fyrir utan hrafl i ensku og dönsku. Hér þurfi að verða breyting á. hundakúnstir að gera, og sam- kvæmt framangreindu er þetta námskeiðaþvarg meira og minna gagnslaust, nema hvað löggildingu snertir. Undirstöðumenntun i brjóstviti A hitt ber að lita að iðnskólar hafa verið að útskrifa bifvéla- virkja, sem verða engu að siður að læra af reynslunni eftir að úi I atvinnulifið er komið, ekki sið- ur en gömlu mennirnir með þef- visina og puttalipurðina i kring- um nitján hundruð og þrjátiu. Brjóstvit hefur löngum verið taliðduga bezt i bilaviðgerðum, og segja má að iðnfræðslan hafi fyrst og fremst veitt undirstöðu- fræðslu i brjóstviti fyrir utan hrafl i ensku og dönsku. Þegar bilvél er að sextiu hundraðs- hlutum orðin tengd rafmagni sjá allir heilvita menn, að iðn- fræðslan i landinu verður að taka mið af þeirri staðreynd. Aristóteles gerir litla stoð i frumskógi rafmagnsvira, og kennararéttindi raunar lika, ef þau eru fengin með stifum lestri i sálfræöi. Jafnframt er eflaust timi til kominn fyrir iðnsveina að læra eitthvað um sjálfskipta girkassa, en fram að þessu hafa það einkum verið einstaklingar með sérgáfur, sem hafa getað tjaslað i slik undur tækninnar. Velflestir bilar, sem nú flytjast til landsins, eru með sjálfskipta kassa. Og þegar spurt er um viðgerðamenn fréttist af ein- stöku völundum i greininni, sem hafa þreifað sig áfram kassa eftir kassa.þangað til þeir verða sérfræðingar. Bifvélavirki, ný- útskrifaður úr iðnskóla, mundi ekki einu sinni fást til að taka lokið af slikum kassa. Aftur á móti mætti prófa, eftir að kennaranámskeiðum iðnskóla- kennara lýkur, hvort bifvéla- virkinnvissieitthvaðum Freud. Finnst Volvo i Kádil- ják? Að visu munu kennsluyfirvöld i iðngreinum hafa haft einhverj- ar áhyggjur af þvi hvað iðn- fræðsla i bifvélavirkjun er fá- brotin. Gripið var til þess ráðs að senda kennara i bifvélavirkj- un til Sviþjóðar til að læra á Volvo. Nú er Volvo ágætur bill og samsettur eftir öllum kúnstarinnar reglum. En sem betur fer hefur hann sin frávik i þýðingarmiklum greinum frá öðrum bílategundum. Það þýðir t.d. ekkiað ætla að kikja á Volvo undir húddinu á Kádilják. Siðan Volvo var skoðaður i Sviþjóð má telja vist að bifvélavirkjar séu fyrst og fremst útskrifaðir i þessari ágætu bifreiðategund. Það er út af fyrir sig litil huggun fyriralla hina, sem eiga saman- lagt ótölulegan grúa af öðrum bilategundum. Og Voivonámið batnar auövitað litið við að bæta ofan á það nokkurri þekkingu á Aristoteles og Freud. Ég er ansi hræddur um að hundrað þúsund bila þjóð hljóti i framtiðinni aö gera kröfur til þess að bifvélavirkjar verði menntaðir i bifvélafræðum al- mennt. Og er þá ekki nóg að stöðva kennsluvisindin við eitt- hvert ákveðið ár, eins og nitján hundruð og þrjátiu plús Volvo, heldur þarf stanzlaust að taka nýja þætti til kennslu og allar helztu viðbætur og nýjungar frá ári til árs. Með þeim einum hætti verður hægt að svara i viö- gerðarþjónustu þeim gifurlegu breytingum, sem eru að verða á böum og bilvélum með tilkomu aukins rafbúnaðar. Eins og er virðist iðnnámið i þeim grein- um, sem varða bila, hafa staðn- að. Og I stað þess að efla þekk- ingu kennara bifvéiavirkja með námskeiðum, i helztu fram- leiðslulöndum bifreiða þeirra, sem hingað flytjast, er nú keppzt við aö troða I þá einu um Aristoteles og öðru um Freud, svo þeir geti öðlast lögleg kennararéttindi til jafns við aðra útskrifaða i kjaftafögum. Þannig er þess freistað með ein- um og öðrum hætti að viðhalda þvi brjóstviti, sem hefur alltof lengi kostað okkur ótölulegar fjárhæðir i mistækri viðgerðar- þjónustu. IGÞ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.