Vísir - 24.11.1980, Blaðsíða 27

Vísir - 24.11.1980, Blaðsíða 27
Mánudagur 24. návember 1980 ■*#**k~' r~~j r Félagarnir úr Flækjufæti viðkomunatil Reykjavikur. Vfsism. BG. „Var alveg ógleymanlegt,” saaðl einn féiaganna í Fiækju- læn við komuna lll Reyklavíkur „Þetta var bara alveg ofsalega skemmtiiegt, alveg ógleymanlegt”, sagði ungur Skaga- maður, Jón Gu^munds- son, i samtali við Visi i gær, en hann var einn þeirra, sem ýtti kassabil frá Akranesi til Reykja- vikur nú um helgina. Unglingur úr ferðaklúbbnum Flækjufæti á Akranesi, sem er klúbbur á vegum æskulýösfélags- ins þar, ákváðu fyrir réttum mánuði að setja met I kassabfla- akstri með þvl að ýta heima- smlðuöum kassabil frá Akranesi til Reykjavikur. Þetta er 17 manna hópur, sem stóð aö þessu og var lagt upp frá æskulýðs- heimilinu klukkan 13.30 á föstu- dag og komið á Lækjartorg i Reykjavfk klukkan 11 á laugar- dag. ,,Jú, á vissan hátt var feröin erfið, þvi aö við sváfum náttúr- lega ekkert meðan á þessu stóð, en á hinn bóginn var þetta mun auðveldara en við gerðum ráð fyrir. Til dæmis þurftum við að hægja á okkur til þess að verða ekki alltof snemma á áfanga- stað”, sagði Jón. — Hvernig var framkvæmdinni á þessu háttaö? „Við vorum sautján, sem skipt- umst á um aö stýra bflnum og ýta honum, en fjóra menn þarf til þess í senn”. — Eigið þið sjálf kassabflinn? „Nei, það er skátafélagið hér, sem á hann. Við fengum hann bara lánaðan”. — Hafið þið hug á aö smiöa slik- an bfl? „Það er aldrei að vita. Ég gæti vel trúað þvi. Það var svo mikill hugur i fólki og menn alveg til- búnir i aðra ferð”. — Verður þ á eitthvaö fram- hald á þessu? „Já, við erum búin að ákveöa að fara aöra ferð og þá verður hún sennilega eitthvað lengri, annars vorum við að hugsa um aö renna einhvern daginn við á Bessastöðum og heilsa upp á Vig- disi”, sagði hinn eitilhressi Skagamaður. — KÞ í Innbrot f ! Eyjum Um helgina var brotist inn i ■ Krána, sem er verslun við I Bogaslóð i Vestmannaeyjum. | Þjófarnir höfðu á brott með ■ sér töluvert af sælgæti og öðru I sliku. Máliö er óupplýst, nema | hvað hluti þýfisinshefur fund- ist. —KÞ s Eidur í i húsl við ! Elliðavatn Um miðjan dag i gær I kviknaði i húsi við Elliðavatn. | Skjótlega tókst að ráða niður- 1 lögum eldsins og skemmdir | urðu litlar. Fjölskyldufólk býr | i húsinu. Tildrög brunans voru þau, | að verið var að þýða vatn i . vatnsrörum, þegar neisti I komst i spæni, sem húsið er | einangrað með. Slökkviliðið ! brá skjótt viðog tókst að koma I I veg fyrir að eldurinn breidd- I ist. —KÞ 1 I I I I I I I I I i I I I I I I I I I I I I ■Drengur fyrlr; i híl í Eyjum i Litill drengur á þriðja ári | . varð fyrir bil i Vestmannaeyj- | I um um helgina og lær- ■ | brotnaði. Slysið varð með þeim hætti, . I að drengurinn, sem var að leik ‘ | á Kirkjuvegi, hljóp allt i einu | J út á götuna og i veg fyrir fólks- . I bifreið, sem þar kom aðvif- I [_ andi._________________— Kl> J Níðsterku EXQUISIT þríhjólin fást i heistu leikfanga- vers/unum um land allt Heildsölubirgdir: Ingvar Helgason Vonarlandi v/ Sogaveg, Sími 33560 löásláKynbombanjapðsungin Langlifasta kynbomba Ameriku, hefur veriö borin til grafar. Hún hélt þvi fram, að kynlif efldi æskuþrótt með fólki, og mun vafalaust ekki hafa látið af þeirri Iþrótt sinni fyrr en nú fyrir þremur mánuðum, að hún fékk hjartaslag, áttatiu og átta ára gömul. Þessi kynbomba bar nafnið Mae West, þ.e. þaö var nafn hennar I kvikmyndum. Eins og alkunna er var og er til siðs að skira stjörnur nýjum nöfnum, þegar frægðarferillinn hefst. Þannig veit nú eflaust enginn lengur hvað þessi iátna kynbomba hét. Hún getur hafa heitiö Kanowsky eða Goldberg, \ án þess það skipti máli. Það er nokkurt þrekvirki að lifa f Imynd kynbombunnar framá nlræöisaldur. Það kostar auövitaö margar strekkingar, nokkrar giftingar og skilnaði og auðvitað gott og liöugt samband við fjölmiðla. Með andláti Mae West er miklum kynlifsiðnaöi lokið, eins og hann var rekinn á fyrstu tugum aldarinnar og allt fram til nýs frjálsræðis i ástum, sem kippti fótunum smátt og smátt undan iöngreininni, svo að f jölmiölar sátu uppi meö fólk á niræöisaldri f hlutverkunum. Þessi atvinnugrein, aö vera kynbomba, veitti ótölulegu fjár- magni til kvikmyndaiðnaöarins á tfmum, þegar fdlk lét sér nægja að iifa kynlifi i huganum, sitjandi á bekk i einhver ju kvik- myndahúsi og hafast ekkiannað að en hugsa sterkt tii fá- klæddrar mannveru á hvfta tjaldinu, sem borist hafði á þennan stað i örþunnum sello- losa. Iönaöurinn krafðist þess að þær mannverur, sem voru taldar helstar kynbombur á hverjum tfma, reyndu að haga lffisfnu isamræmi viö það. Auð- vitað varð árangurinn misjafn. En Mae West var ódrepandi I sfnu hlutverki. Þótt hún yröl fyrst og fremst fræg á tfmum þöglu myndanna, hélt hún stöðu sinni sem kynbomba hinna sjö- tugu fram aö dánardegi. Allir höfðu fyrir löngu gleymt henni sem kvikmyndastjörnu þegar hún gerðist hin eina og sanna kynbomba Ameriku. Sfðast fara sögur af henni I kvikmyndinni „I am No Angel” árið 1934. Þá varkreppa IBandarfkjunum, og þegar kynbomban lýsti þvi yfir f blaðaviötali, trú þvi timabili, þegar ginið var blandað f bað- körum vestra, að það væru ekki mennimir I llfi hennar, sem yllu henni áhyggjum, heldur Ufið f mönnum hennar, þótti læknaliði kreppunnar ndg komið af lff- fræðilegum bröndurum, og West hvarf úr kvikmyndunum. Um tima var fengist við alvar- legri mál undir stjórn New Deal-manna. Þótt Mae West tækist að lifa langan dag á þjóðsögunni um kynbombuna, og hefði uppi nokkra tilburöi meö andlitslyft- ingum og skilnuöum til að halda sér eilift ungri samkvæmt kenn- ingunni að fjörugt ástalif sé einskonar æskulyf, leikur vafi á þvi, að hún hafl nokkurntima veriö kynbomba nema I munn- inum. Seinna komu aörar konur á sjónarsviðiö, sem átti i miklu harðari samkeppni um kyn- svelta blógesti en Mae West. Seiiini heimsstyrjöldin gjör- breytti viöhorfi til ástalffs, og þaðsem áðurvarsótt ibfóhúsin til augnayndis og nokkurra hugaróra fékkst nú holdi klætt á hverju götuhorni. Fjötrar heim- óttæskaparins höföu rofnaö. Þess vegna þurfti meira til en vaxtarlag Mae West til að draga folk I bióhúsin.Þá voru fundnar upp stjörnur eins og Jane Russel.sem hafði svo löguleg brjóst, aö þaö tók Howard Hughes eitt sinn langan tima og 134 prufutökur aö fá þau titr- ingslaus á filmu, og þá raunar ekki fyrr en hann hafði fundiö upp hálfa brjóstah aldara. Norma Jean, eða Marilyn Monroe, höfðaði einnig svo sterkt til karlmanna, að ekki dugir minna en viöhöld hennar hafi veriö æðstu menn banda- risku þjóðarinnar á sfnum tima. Norman Mailer skrifaöi bók um Marilyn til aö fullkomna goö- sögnina. En nú hefur kyn- bomban veriö jörðuö fyrir fullt og allt og við getum snúið okkur að ofbeldinu. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.