Vísir - 02.12.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 02.12.1980, Blaðsíða 2
2 Finnst þér þú vera þyngri i skammdeginu en þú átt að þér? Guörún Jóhannsdóttir verslunar- maöur: „Já mér þykir mjög gott aölúra á morgnana i skammdeg- inu”. Valdis Danielsdóttir verslunar- maður: „Það hefur engin áhrif á mig, ég vakna alltaf i miklu stuöi á morgnana”. Dagný Indriöadóttir nemandi: ;,Mér gengur ágætlega aö vakna, annars held ég aö ég sé örlitiö þyngri svona yfirleitt”. Björg Gunnarsdóttir nemandi: „Mér gengur mjög vel aö vakna. 6g vakna alltaf klukkan 7 og þaö jr ekkert erfiöara en á sumrin”. - segjp nýbakaður Islandsmeistari í dlskóflansl „Mér hefur gengið of- boðslega vel,” sagði ný- bakaður tslandsmeist- ari i diskódansi, sem hefur tekið þátt i hverri einustu diskódans- keppni, sem háð hefur verið á tslandi. Hann varð i þriðja sæti i Háskólabiói, hætti i maraþonkeppninni, „gafst upp, sem maður segir;” i parakeppninni lenti hann i f jórða sæti, i undankeppni heims- meistarakeppninnar i fyrra lenti hann i öðru sæti og sigurinn kom núna. Ævar Birgisson Olsen fæddist 15. mai 1959 suður meö sjó, nánar tiltekiö i Njarðvikunum. Mentun aö hefðbundnum hætti, barna- skóli og siöan var lokiö gagn- fræöapró fi. Aö þvi búnu tók brauðstritiö við og „ég fór aö vinna i vélsmiöju hjá afa minum, Vélsmiðju Ola Olsen. Ég var aö hugsa um aö læra vélvirkjun en hætti viö þaö, og fór frekar út i kokksstarfiö.” — Af hverju? „Aégaö segja þér þaö? Égveit þaö eiginlega ekki, haföi liklega meiri áhuga á þessu, fannst betra aö sjóöa mat en aö sjóöa járn.” Og nú kokkar hann fyrir gesti Múlakaffis, sem mest hann má og lýkur námi þar um áramótin. Þann 12. desember fer diskó- meistarinn til Englands, þar sem hann tekur þátt i keppni um heimsmeistaratitilinn. Þar veröa keppendur sennilega um 30, ef aö likum lætur, frá öllum heims- hornum. — Hvab er markið sett hátt? „Ég ætla mér aö verða i einu af tiu efstu sætunum.” — Er ekki stórhættulegt að keppa i diskódansi? „Jú, þaö er óhætt aö segja það.” v — Sumir segja aö öll liöamót fari úr sambandi. Er það rétt? „Eins og ég hef kynnst þessu, get ég tekiö undir þaö. Þaö þýöir ekkert aö hlaupa inn á gólf, án þess aö vera vel hitaður upp. Maður veröur aö vera alveg sjóðrjúkandi heitur, þegar maður fer inn,og svo að gera sitt besta.” — Ertu farinn aö finna til i skrokknum? Diskómeistarinn Ævar Birgisson Olsen: „Þetta er mitt mál.” „Nei, ekki neitt, ég held mér i þjálfun. En þetta er stórskemmd á líkamanum.” — Hvers vegna gerir þú þetta þá? „Vegna ánægjunnar, gæti ég trúaö. Þetta er eins og fótboltinn, menn fara i löppunum, en halda samt áfram eins lengi og þeir geta.” — Hefuröu veriö í fótbolta? „Nei, ég var keppnismaður i sundi.” — Náöiröu árangri þar? „Ég á nokkra peninga. Ég keppti i öllum greinum, en náði bestum árangri i bringusundi.” — Er það keppnisskapið, sem rekur þig áfram? „Það er þrjóskan, ég er ekki i nautinu fyrir ekki neitt.” — Og svo er þaö spurningin, sem allar ungmeyjar landsins vilja fá svar viö: Ertu trúlofaður eða giftur? „Ég á unnustu. Viö búum sam- an, en erum ekki hringtrúlofuð.” — Hvað heitir hún? „Draumey Aradóttir og hún er danskennari.” — Hefur hún þjálfað þig? „Nei, alls ekki, það vil ég láta koma skýrt og greinilega fram. Þetta er mitt mál. En viö dönsum samkvæmisdansa saman.” — SV. Oröskrtpi, sagöi Vil- hjálmur með réttu Gott hjá ráðheminum Þaö var ánægjulegt að heyra núverandi mennta- málaráðhcrra og tvo fyrrverandi gata á spurn- ingum, sem Sigrún Stefánsdóttir. frétta- maöur. lagöi fyrir þá í ágætum fréttaspegli sjón- varpsá föstudagskvöldiö. Þeir voru spuröir um merkingu nokkurra oröa, sem Sigrún tók dr kennslubókum, sem nú eru i notkun. Báöherrunum Ingvari Gislasyni og Ragnari Arnalds sem og Vilhjálmi Hjálmarssyni, fyrrver- andi ráöherra, vaföist tunga um tönn og gáfust upp viö aö ráöa þessar gátur. Er þaö vel, aö þeir Þekki þetta ekki, sagöi Ragnar Ingvar var engu nær skuli ekki hafa látib glepjast af svona orö- skrfpum, eins og Vil- hjálmur nefndi þau rétti- lega. Þetta er i eitt af fáum skiptum, sem maöur hefur haft ástæöu til aö gleðjast yfir þvf aö ráð- herrar geti ekki svarað spurpingum, sém fyrir þá cru lagðar og taliö þá inenn meiri fyrir bragöiö. • Gamia myntin 1 þætti sinum um mynt i Morgunblaöinu á laugar- daginn ráöleggur Ragnar Borg lesendum aö vera ekki aö geyma gömlu myntina eftir aö skipt veröur um mynt um ára- mótin. Hann segir, aö margir hafi hugsaö sér aö geyma gömlu myntina i skúffum eöa pokum og selja siöar meir mynt- söfnurum fyrir okurfé. Ragnar bendir á hvaö myntin er litils viröii dag og álkrónan veröi jafn- einskis viröi eftir 50 ár og núna. Þaö sé miklu nær aö kaupa árssett hjá Seölabankanum meö ónotuöum völdum pen- ingum, ef menn vilja geyma gömlu myntina til minja. Þar sé einnig hægt aö kaupa sett af seölun- um, sem nú eru í umferö fyrir 6.600 krónur. Á bónus i verkfalli Bankamenn fengu út- borguð tveggja mánaða laun i gær, það er aö segja desemberkaupiö og svo lika fyrir 13. mánuöinn, eins og bónus þeirra er gjarnan nefndur. Þetta kemur sér vel fyrir starfsfólk bank- anna, ef verkfall þess kemur til framkvæmda á mánudaginn, eins og líkur benda til. Ætti þvi engin bankamaður aö fara i jólaköttinn vegna peningaleysis, en þaö er aftur á móti verra meö viðskiptavini bankanna, þaö er aö segja sparifjár- eigendur. Dugar nú litt að eiga peninga i bók, ef bankadyrum veröur i lás skellt og engin leið aö nálgast féö. Ein af barnum Górilluapi birtist skyndilega á barnum og baö um tvöfaldan viský i sóda. Barþjónunum brá nokkuö viö komu apans, en náöu sér brátt og rétlo honum umbeðinn drykk. — Hvaö kostar þetta? spuröi nú górillan. Barþjónarnir hvisluö- ust á og voru sammála um aö apinn vissi áreiðanlega ekkert um verö á vinföngum. — Þetta kostar 15 þús- und krónur, sagöi einn þjónanna og bætti svo viö: Þaö er ekki oft, sem viö fáum apa hingað á barinn. — Ég er ekki hissa á þvi' meö þessu okri, svaraði apinn aö bragði. Jðn ráðlnn yiirfiugstjöri Ráöinn hefur vcriö nýr yfirflugstjóri til Flugleiða i staö Jóhannesar R. Snorrasonar, sem lét af störfum á dögunum eins og kunnugt er. Eftir- maöur hans er þó enginn viðvaningur i loftinu, þvi að það er Jón R. Stein- dórsson, flugstjóri, sem búinn er að fljúga I ein 27 ár. Jón er traustur og vin- sæll flugstjóri og viö ósk- um honum til hamingju meö yfirflugstjórastöö- una. £ Kynmötun Salnrólfls „Jafnréttishópur félag: vinstri manna I Háskóla íslands” nefnist félags- skapur, sem auglýsir fund nú I vikunni. Aöal- umræöuefniö á aö vera „kynmótun og hvernig viö lærum kynhlutverk okkar”. Þaö fer að veröa nauð- synlegt fyrir fólk aö velja sér kyn i tima, ef nú á aö fara aö móta kyn eftir þörfum. Svo þarf eflaust aö stofna sérstakan kyn- hlutverkaskóla, svo aö öllu „jafnrétti” sé full- nægt. £ Elflur ð morgun Slökkvistjórinn á Akur- eyri auglýsir eftir hús- næöi fvrir varabil slökkviliösins i viötali viö Dag. Nú sé ástandið þannig, aö ef nota á bil- inn, þurfi aö þíöa hann upp fyrst, eöa aö slökkvi- liösmenn þyrftu aö vita um eldsvoöa meö góöum fyrirvara. Viö skulum vona, að húsnæöi fáist fyrir bflinn, þvi vart er hægt að treysta á aö tilkynnt sé um eld löngu áöur en hann kviknar. Jafnvel brennuvargar eru ekki svo huguls^nir. Á uppboði Maður nokkur, sem þekktur er fyrir aö greiða skuldir sinar bæöi seint og illa, var á uppboöi I Tollstöðinni ekki alls fyrir löngu. Þar var boðin upp ein- hver maskína og um- ræddur maður bauð 40 þúsund krónur. Annar kallaöi þá upp og bauö 45 þúsund. Hrópar þá upp- boðshaldari: Allt sem fer undir 50 þúsund krónur verður að staögreiöast. Við þessi tiöindi lifnaði vfir þeim skuldseiga og hann galar upp: — Þá býð ég 60 þúsund krónur. Q Farmaður kemur heim Nonni réöi sig sem messa á fraktara og kom alsæll heim eftir mánaöarútivist. — Hvaöa útflúr er þetta á handleggnum á þér, drengur? spurði móðirin. — Þetta er tattóvering. — Næst þaö af viö þvott? — Ég hef ekki hugmynd um þaö. Sæmundur Guövinsson blaöamaöur Iskrifar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.