Vísir - 02.12.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 02.12.1980, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 2. desember 1980 Gunnar Thoroddsen, lorsætisráðherra: „Flarrl bví að endur- spegla vlðhorlin inn- an flokksins” „Það urðu mér vonbrigði, að sá sáttavilji, sem fram kom i tillög- unni skyldi ekki fá betri undir- tektir, en sumir valdamenn i flokknum hafa bitið það i sig, að engar sættir verði gerðar fyrr en rikisstjórnin fer frá völdum. Ég mun vegar að sjálfsögðu reyna að stuðla að þvi, að hún sitji út kjör- timabilið”. Þetta sagði Gunnar Thorodd- sen, forsætisráðherra, þegar blaðamaður Visis ræddi við hann i morgun um formanna- og flokksráðsfund Sjálfstæðisflokks: ins, sem haldinn var um helgina. Tillagan sem Gunnar gerir að umtalsefni hér að ofan, kom frá fjórtán fundarmönnum og var þess efnis að miðstjórn kysi þriggja til fimm manna nefnd til þess að leita allra ráða til sátta innan flokksins. „Formaður flokksins tálaði á móti tillögunni og lagði til að henni yrði vísað til þingflokks og miðstjórnar” sagði Gunnar. Á fundinum var kosið sérstak- lega um þann hluta stjórnmála- ályktunarinnar, sem fjallaði um andstöðu við núverandi rikis- stjórn, og var hann samþykktur með 120atkvæðum gegn 40, en um 200manns voru á fundinum þegar mest var. „Þessi samþykkt er fjarri þvi að endurspegla viðhorfin innan flokksins eins og margsinnis hefur komið fram, bæði i skoðanakönnunum og á annan hátt. Stuðningur sjálfstæðisfólks við stjórnina er miklu viðtækari en þessar tölur gefa til kynna”, sagði Gunnar Thoroddsen. — P.M. Geir Haiigpimsson, lormaöur siaifstæðistiokksins: .Sllórnarsinnar færrl en tðlurnar gefa lil kynna’ i mínum huga er þetta ekki spurning um styrkleikahlutfall milli manna, heldur afstöðu tii rikisstjórnar. Ég tel þó að stjórnarsinnar i Sjáifstæðis- flokknum séu færri en þessar tölur gefa til kynna, þvi margir þeirra, sem greiddu atkvæði á móti, gerðu það af forms- ástæðum”. Þetta sagði Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar blaðamaður Visis spurði hann hvort úrslit atkvæðagreiðsl- unnar um stjórnmálaályktunina á formanna- og flokksráðsfund- inum, gæfi visbendingu um inn- byrðis styrkleikahlutföll þeirra Gunnars i Sjálfstæðisflokknum. Aðspurður sagðist Geir ekki hafa talað á móti þeirri tillögu, að miðstjórn kysi nefnd til þess að leita allra ráða til sátta innan flokksins, heldur hafi hann gert tillögu um að visa málinu til mið- stjórnar og þingflokks. „Menn voru almennt sammála um, að ekki væri hægt að ná fullu samkomulagi eða sáttum innan flokksins meðan ekki væri ein- hugur um afstöðuna til rikis- stjórnarinnar. Það er þvi ekki hægt að koma á fullum sáttum fyrr en stjórnin hefur látið af störfum”. Geir sagðist þó telja að flokkur- inn stæði nær sáttum eftir þennan fund en áður, — andrúmsloftið hefði verið þannig. „En stjórnarþátttaka nokkurra sjálfstæðismanna er orsökin fyrir klofningnum og hún verður að hverfa, ef fullar sættir eiga að 1 nást. Skilyrðin til ýmiskonar samstarfs hafa þó batnað”, sagði Geir Hallgrimsson. — P.M. Formanna- og iiokksráös- lundur Slálfstæðisilokksins Lýsti andstððu við ríkisstjðrnina með 120 alkvæðum gegn 40 Formanna- og flokksráðs- fundur Sjálfstæðisflokksins, sem haidinn var um heigina, lýsti yfir andstöðu við núverandi rikis- stjórn með 120atkvæðum gegn 40, en um 200 manns voru á fundinum þegar flest var. Kaflinn i stjórnmálaályktun- inni, sem fjallar um ríkisstjórn- ina og sérstök atkvæðagreiðsla var um á fundinum, er á þá leið, að fundurinn „itrekar andstööu við núverandi rikisstjórn og stefnu hennar, sem brýtur i veigamiklum efnum i bága við yfirlýsta stefnu flokksins. Við myndun rikisstjórnarinnar var stefnu Sjálfstæðisflokksins hafnaö, en úrræði vinstri flokk- anna i þeim efnum valin. Þessi stefna rikisstjórnarinnar hefur beðið skipbrot. Ráðstefnan gagnrýnir harðlega þau vinnubrögð, sem viðhöfð voru við myndun rikistjórnarinnar, þar sem skipulagsreglur Sjálf- stæðisflokksins voru brotnar. Þau hafa leitt til ófarnaðar og sundr- ungar. Ráðstefnan harmar hið timabundna ástand i innanflokks- málum Sjálfstæðisflokksins. Þjóðarheill krefst þess að endir verði bundinn á þá sundrungu”. Einnig var svohljóðandi kafli úr ályktuninni borinn undir atkvæði og samþykktur með tiu mótat- kvæðum: „Ráðstefnan fordæmir þá aðferð að leiða kommúnista til æðstu valda á islandi með þeim hætti sem raun ber vitni”. t ' ' Frá formanna- og flokksráðsfundi Sjálfstæðlsflokksins: Gunnar Thoroddsen I ræðustól og honum á vinstri hönd situr Geir Hallgrlmsson. VÍSIR (Vfsismynd Ella) TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í ÍSLENSK FYRIRTÆKI1981 Elna uppsláttarrítið um íslensk fyrirtæki, félög og stofnanir ÍSLENSK FYRIRTÆKI1980 er uppseld íslensk fyrirtæki 1981 er væntanleg í ársbyrj- un 1981. Hafið samband og pantið ítarlega skráningu fyrir fyrirtæki yðar og aug- lýsingu í Vöru- og þjónustuskrá/Út- flutningsskrá/Dagbók/skipaskrá eða á þínum stað. ÍSLENZK FYRIRTÆKI Frjálst framtak hf.. Ármúla 18, símar 82300 og 82302 Hver er hvað? í bókinni verður að þessu sirini kynnt nýjung, skrá yfir leiðandi aðila í viðskipta- athafna- og þjóðlífi og helstu starfs- menn fyrirtækja og félaga. Hver selur hvað? í vöm- og þjónustuskrá er skrá yfir 1500 vöruflokka og hver selur hvað og hver framleiðir hvað. [tarlegustu upplýs- ingar sem til eru á einum stað. Umboðaskrá. í bókinni er yfirgripsmesta umboðaskrá sem gerð hefur verið hingað til yfir erlend og innlend merki og umboð. Skipaskrá. Fyrsta skipaskráin með við- skiptalegum upplýsingum um útgerðaraðila allra skipa og báta á íslandi niður að 12 tonn- um, nafnnúmer þeirra og hvar er hægt að ná í þá. Fyrirtækjaskrá. Gefur upplýsingar um öll starfandi fyrirtæki á landinu, nafn, heimils- fang, síma, nafnnúmer, söluskattsnúmer, tel- ex, stjóm, stjórnendur, helztu starfsmenn, starfsmannafjölda, starfssvið, tegund rekst- urs, viðskiptabanka ásamt margvíslegum öðrum upplýsingum. Iceland to-day. Viðskiptalegar upplýsingar á ensku um ísland í dag. Útflytjendaskrá gef- 'ur uppýsingar um útflutningsvörur og útflytj- endur. Dagbók með erlendum sýningum. í dagbók er skrá yfir kaupstefnur og sýningar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.