Vísir - 02.12.1980, Blaðsíða 15

Vísir - 02.12.1980, Blaðsíða 15
vtsnt Þriöjudagur 2. desember 1980 Þriöjudagur 2. desember 1980 vlsm Jólaösin aö hef|- ast (bókaverslunum Fdlk er nú farið að huga að bókakaup- um fyrir jólin, samkvæmt þeim upplýs- ingum sem Visir fékk hjá nokkrum bóka- verslunum i gær. Hjá Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar fengum við þau svör, að ekki hefði verið hægt að merkja, að jólaundirbún- ingur væri hafinn hjá fólki fyrr en i gær, en þá var verslað allmiklu meira en venjulega. Sú bók, sem mest hefur selst þar, er Valdatafl i Valhöll. Þó þykir ekki með öllu vist, að hún verði söluhæsta bókin um þessi jól, þar sem ný bók Halldórs Kiljans Laxness hefur fylgt fast á eftir og selst jafnt og þétt. Fleiri titlar eiga sjálfsagt eftir að koma inn i dæmið, þegar liða tekur á mánuðinn. Verðlag á bókum er ákaflega misjafnt. Þýddar skáldsögur kosta um 10.000 krdnur, islenskar skáldsögur eru á bilinu 12.000—15.000 krónur og bækur um is- lenskan fróðleik kosta frá 19.000—59.000 krónur. Þá kosta nýútkomnar ævisögur allt að 22.0000 króna. — JSS Ferðalag bdkarinnar hefst f setningunni. t baksýn er tölvan sem tekur við textanum að henni lokinni. Textinn er brotinn um... Það kostar rúmlega 2800 kr. aö prenta venjulega" bókl M Því verður ekki neitað, að bæk- ur þær, sem streyma á mark- aðinn um þessar mundir, eru ákaflega misjafnar að útliti og innihaldi. Þær eru stórar eða litl- ar, góðar eða vondar, og allt þar á milli. Eitt eiga þær þó allar sameiginlegt, þær þykja dýrar! Ekki hafa legið á lausu upplýsingar um hvernig verð bókar verður til, enda sjálfsagt um allflókið mál að ræða. Hins vegar má nefna dæmi um prent- unarkostnað, sem Vísir fékk í prentsmiðjunni Odda. Forsendurnar, sem gef nar eru, miða við rúmlega 2000 eintaka upplag. Bókin, sem um er að ræða, er ríflega 200 blaðsíður að stærð, prentuð á góðan pappír. ( henni er aðeins texti, engar myndir né litur.Samkvæmttaxta frá 1. september sl. kostaði rúmlega 2800 krónur að prenta eitt eintak af slíkri bók. Þar af kostar setning, prentun, pappír og kápa tæpar 1300 krónur og bókband og plast tæplega 1600 krónur. — JSS Vlðhafnarúlgáta af islenskum slávarháltum 23 karala guii (kill Kilir bóka eru ákaflega misjafnlega úr garði gerðir og mismikið borið ? þá. Eitt eiga þeir þó oftast sameiginlegt og það er gyllingin, mikil eða litil eftir atvikum. En skyldi fólk vera að kaupa gull, án þess að vita af þvi, þegar það festir kaup á bók? íflestum tilvikum er svo ekki. Til að skreyta kjöl bókar er notuð málmblanda, búnar eru til gylltar „klisjur”, sem settar eru i vél. Skreytingin er siðan þrykkt á kjöl bókarinnar við 115-120 stiga hita, og eftir situr gullfalleg skreyting, sem sómir sér vel i hvaða bókaskáp sem er, þótt ekki væri annað. Undantekningarnar eru þó til þarna eins og annars staðar. Þegar viðhafnarut- gáfur eiga i hlut, er meira viöhaft og not- að gull i skreytingu á kili. Þannig er til dæmis um viðhafnarútgáfu af Islenskum sjávarháttum og er hún skreytt með 23 karata gulli. Til þess að slikt megi takast vel verður kjölurinn að vera úr skinni eða öðru náttúrulegu efni, en flestar bækur eru bundnar i pappaspjöld, klædd gervi- efnum. Þaðeru forlögin, sem panta slikar skreytingar hverju sinni. — JSS Viðar Þorsteinsson, starfsmaður í Odda með guilvafninginn gdða, sem fer að hluta til I skreytingu á „tslenskum sjávar- háttum” I ár. (VisismyndirElla) utið inn I prentsmlðiuna ÞAR HEFST J0LAB0KA- FLÓÐID A MIÐJU SUMRI síis Nú er einmitt sá tími, sem bylgjur jólabókaflóös- ms risa hvað hæst. Nýjar bækur streyma í verslanir og auglýsingar dynja á landsmönnum frá morgni til kvölds. Þetta er sú mynd, sem snýr að almenningi, en fæstir gera sér trúlega grein fyrir, hvernig jóla- bókin verður til, það er að segja eftir að hún er komin úr kollinum á viðkomandi rithöfundi og á blað. Fæsta grunar hversu gífurlega mörg handtök það kostar frá því að handritið kemur i prentsmiðju og þar til að bókin siglir kápuklædd í verslunina. Til þess aö fræða lesendur örlitið um þessa hlið málsins. lögðu fréttamenn Vísis leið sína í prent- smiðjuna Odda og fengu sér til ágætrar leiðsagnar Þorgeir Baldursson framkvæmdarstjóra. Þorgeir Baldursson, framkvæmdastjóri I prentsmiðjunni Odda. 1 við- talinu viðhann kom m.a. fram.að Oddi prentar allnokkuð fyrir Færey- inga, þar sem þeir anna ekki öllu þvl, sem þarf að koma út á þessum tima. i gær var t.d. verið að prenta færeyska bdk fyrir forlag er nefnist „Bdkagaröurinn”. Þegar handritin berast inn á borð i prentsmiðjunni, eiga þau að vera tilbúin til setningar”, sagði Þorgeir. „Viðeigum ekki að þurfa að hafa neinar áhyggjur af þessari hliö málsins og það heyrir raunar til undantekningar, sé handriti breytt hér i prentsmiðj- unni. Setning og prentun. Þegar ákveöið hefur verið i samráði við viökomandi útgef- anda, hvernig handritið skuli sett, hefst ferðalag þess um prent- smiðjuna i gegnum margar vélar og hendur. A 2. hæð fer setningin fram. Að henni lokinni er text- anum rennt gegnum tölvu, hann siöan prófarkalesinn og leiðréttar þær villur, sem kynnu að slæöast með fyrir einhverra hluta sakir. „Það eru útgefendur, sem sjá um prófarkalesturinn og eins sjá þeir um að textinn sé lesinn vel og vandlega saman við handrit, þannig að ekkert skolist til i þeim efnum”, sagði Þorgeir. Textinn er siðan limdur upp á siður, brotinn um, eins og sagt er á máli fagmanna, og þær siöan myndaðar og plötusettar. Þá er ioks komið að prenturinni sem fer fram á 1. hæð byggingarinnar. Þegar okkur bar þar aö, var verið að prenta myndauöuga bók frá Almenna bókafélaginu, og skal hún bera heitið „Island á 18. öld”, ein af jólabókunum i ár. „Prentaö er af offset-plötunum 16 siður i senn”, upplýsti Þorgeir „örkin er prentuð báðum megin i einu þannig, að hún er tilbúin i brot, þegar hún kemur úr prent- un”. örkin er siðan sett I þar til gerða vél, sem hamaðist af kappi, meðan viö stöldruðum við og skil- aðiaf sér hverjum . 16siðunum á fæturöðrum. Þeim ersiðan raöaö og bókin saumuð saman. Þá á eftir að skera utan af henni, sem kallaö er, þvi að ella myndi hún lita út eins og mörg þeirra tima- rita, sem beita þarf blaðahnifnum á af mikilli kúnst, svo að hægt sé að hefja lesturinn. Loks er bókin „rúnskorin” á kili, limd á hana grisja og kjörkragi til að styrkja hana og skreyta. Að siðustu er hún bundin inn, sett I kápu og plast og keyrð i verslun. ... og hér er örkin komin á filmu Eftir ýmsar krdkaieiðir Ikerfinu er hægtaðraða bdkinni saman, ef svo mætU segja, og slðan fer hún i saum. Það vakti athygli, hversu mikið af þvi sem að ofan er talið var unnið i höndunum, án þess að aö- stoðar véla nyti þar við. Að- spurður um þetta atriði, sagði Þorgeir, að smátt og smátt væri verið að vélvæða prentsmiðjuna meir en þegar væri. Til dæmis væri vélin, sem notuð væri til að sauma bækurnar saman, ný af nálinni. Hins vegar mætti benda á, að jólavertiðin svokallaða stæði ekki nema nokkra mánuði á ári. þ.e. frá miðju sumri og fram að jól- um. Þannig að i annatima yröu afkastamiklar vélar verkefna- litlar. Þá sagði Þorgeir það afar mis- munandi.hversu langan tima það tæki bókina að fara i gegnum prentsmiðjuna. Kvaðst hann giska á, að það tæki að meðaltali 2 mánuði. Færi þetta nokkuð eftir þvi hvenær handritið bærist, þar eð mikið lægi við að koma út þeim bókum, sem kæmu seint til prentunar, og gæti vinnslutimi þvi farið allt niður i 1. mánuð. — JSS Hér er bdkastaflinn tilbúinn I verslunina. Ósagt skal látið, hvaða bdk hér er um að ræða, en allnokkrir bdkatitlar voru i vinnslu I Odda I gær og koma þeir væntanlega ítæka tið á jdlamarkaðinn. Prentararnir voru að búa vélina undir prentun,en I annarri minni vél rúlluðu vixlaeyðublöð frá Búnaðarbankanum, enda má þau ekki skorta eins og alþjdð veit.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.