Vísir - 02.12.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 02.12.1980, Blaðsíða 8
8 Þriöjudagur 2. desember 1980 VISIR utgefandi: Reykjaprent h.t. Framkvæmdastjóri: Davlð Guðmundsson. Ritstjórar: Olafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson. Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra Irétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttlr, Gylfl Krlstjánsson, lllugi Jökulsson, Kristln Þor- steinsdóttir. Páll Magnússon. Svelnn Guðjónsson, Sæmundur- Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttlr. Blaðamaður á Akureyri: Glsll Slgurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Stelnarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elln Ell- .ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Kristján Ari Einarsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Magnús Olafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúli 14, slmi 86611 7 llnur. Auglysingar og skrifstafur: Siðumúla 8, slmar 86611 og82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2—4, slmi 86611. Askriftargjald kr. 7.000 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 350 krónur eintak-, ið. Visir er prentaður i Blaðaprenti hf,,Siðumúla 14. FLOKKSRMSFUNDI Flokksráöfundur Sjálfstcöismanna var haldinn um helglna. Þar tdkust engar scttlr, sem ekki var von. Þar var heldur ekki rætt um forystumál, og stdö ekki til. Flokksráös- fundurinn markar engin timamót, aöeins leikur i biöstööu. Það kemur engum á óvart, þótt flokksráðsfundur sjálfstæðis- manna lýsi yfir andstöðu gagn- vart ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Það kemur heldur ekki flatt upp á neinn, þótt orða- lag á slíkum yfirlýsingum valdi ágreiningi. Það gat engin búist við því, að hin stríðandi öfl, sem myndast hafa i Sjálfstæðis- flokknum vegna stjórnarmynd- unarinnar, féilust í faðma á þessum fundi. Stjórnarsinnar þurfa lengri tíma til að viður- kenna mistök sín, og stjórnar- andstæðingar innan Sjálfstæðis- flokksins hafa ekki fengið ráð- rúm til að græða sár sín. Ríkisstjórnin hefur því miður litið aðhafst sjálfstæðisfólki að skapi. Efnahagsráðstafanir hafa engar orðið skattbyrði eykst at- vinnurekstur á undir högg að sækja og völd Alþýðubandalags- ins eru meiri en hver góður sjálf- stæðismaður getur sætt sig við. Ef sættir eiga að takast meðan núverandi ríkisstjórn situr, þarf flokkurinn sjálfur að eiga aðild að sfjórnarsamstarf i, og þá þarf að endurmeta verkaskiptingu og stefnumótun rikisstjórnarinnar. Sjálfstæðisráðherrarnir og stuðningsmenn þeirra eru ekki svo bláeygir að loka augunum fyrirþeim pólitíska veruleika, að«, allur hinn stóri Sjálfstæðis- flokkur getur ekki gleypt í einu lagi þá stjórnarstef nu, sem nú er ríkjandi og sætt sig við aukahlut- verk í þeim efnum. Minnihluti f lokksráðstef n- unnar vildi hlífa ríkisstjórninni í nafni sáttargerðar. Það er barnaleg afstaða. Stærsti f lokkur þjóðarinnar getur ekki dregið sig út úr pólitík og verið meiningar- la^us um ríkisstjórn af umhyggju fýrir sálarheill nokkurra mjanna. Ef núverandi ríkisstjórn stjarfar í andstöðu við hugsjónir og meginstef nu Sjálfstæðis- flokksins, þá á flokkurinn að álykta um það, hvað sem liður framtiðarvonum um sættir og samstarf innan flokksins. Sá slítur sundur friðinn, sem í upphafi rýfur griðin. Sú tíð er liðin, að menn séu teymdir í bandi til atkvæða- greiðslu af klíkum eða flokks- eigendaf élagi. I Sjálfstæðis- flokknum svellur mönnum móð- ur, og þeir láta skoðanir sínar ráða en ekki foringjatryggð. Enginn vafi er á því, að þær at- kvæðatölur sem fram komu varðandi afgreiðslu stjórnmála- ályktunar þar sem aðeins fjórð- ungur fundarmanna vildi draga ur gagnrýni á ríkisstjórnina, segir sina sögu um afstöðu sjálf- stæðismanna yfirleitt. Þær eru ekki próf kosningar um styrk Geirs eða Gunnars. Þær eru aftur á móti ótvíræð vísbending til sjálfstæðisráðherranna um, að stjórnarþátttaka þeirra njóti takmarkaðs fylgis hjá kjósend- um Sjálfstæðisflokksins. Hitt er annað, að sú stjórn- málaályktun sem fundurinn sendi frá sér, markar engin tímamót. Þar er að finna sömu góðu klisjurnar og áður, áferöarfal- legar en innihaldslitlar, háleitar en hetðbundnar. Ríkisstjórnin er gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi í efnahagsmálum án þess þó að bent sé á leið út úr ógöngunum. Ef til vill er f undur sjálfstæðis- manna ef tirtektarverðastur fyrir það, að framtíð f lokksins er enn í biðstöðu varðandi forystu hans. Enn er beðið átekta. Enn hafa engar dyr verið opnaðar. Enn eru menn of uppteknir af vopnaburði, hver gegn öðrum til að uppgötva, að þeir sjálfir eru leiksoppar örlaga og atburða- rásar. I lok ályktunarinnar standa þessi réttmætu orð: Ráðstefnan harmar hið tímabundna ástand í innanf lokksmálum Sjálfstæðis- flokksins. Þjóðarheill krefst þess, að endir verði bundinn á þá sundrungu." Það er táknrænt um öngþveit- ið, að þeir sem töldu sig vera | sáttamenn á fundinum, greiddu atkvæði gegn þessum ályktunar- orðum. Haustslldveiöin inni á fjörö- um austanlands hefir veriö á allra vitoröi aö undanförnu. Þaö er sumargotssildin okkar sem hefir fært sig noröur meö fjörö- unum og gæti allt eins haft þar vetursetu næstu árin. En þaö er nýtt fyrir mörgum aö sjá sild- veiðiflota aö veiöum inni i fjaröarbotnum. Fjölmiölar hafa upplýst landslýðinn um svo margt af þvf sem skeö hefir á þessu hausti, aö ekki er ástæöa til aö bæta þar um. Vist er aö sildin hleypir ólgu i blóö þeirra sem nálægt koma og veröur fróölegt aö fylgjast meö hvaöa áhrif þessi haustvertiö hefir, — á allan undirbiining aö þeirri næstu. Fyrir eitt hundrað ár- um SU var og tiöin aö haustsildin var nokkurnvegin árviss I fjörö- unum hér eystra. Norömenn hófu veiöarnar á Seyöisfiröi 1867 meö lagnetum en siöan I vax- andi mæli þar og á suöurfjörö- unum, meö landnót. Um þetta er viöa fróöleik aö finna, svo sem 1 Sildarsögu Islands eftir Matthias Þóröarson. Norsk kona, KARI SHETELIG HOV- LAND, er ættingi eins þess norska Utgeröarmanns, er hvaö mestu umsvif haföi hér á landi. Frúin hefir margsinnis komiö til Islands, aflaö sér upplýsinga um veiöiskap Norömanna og feröast á söguslóöir. Ot eru komin tvö rit hennar, „FIRMA J.E. LEMKUHLS IS- LANDS — FORRETNING” 1978 og „NORSKE SEIL- SKUTER PÁ ISLANDSFISKE” 1980. Hvemig var svo lifiö hér á fjöröunum fyrir eitt hundraö árum — 1880? Um þaö hefir frú L Hovland mikiö meira aö segja en hægt er aö hafa eftir I stuttri blaðagrein. „Allt sem sagt var um haust- sfldina viölsland benti til.aö þar væri um mikiö magn aö ræöa sem engum kæmi aö gagni” 1880' Jóma iún'riu] vantar salt” - 1980 ; skrifar hún, „Hver vill ekki vera meö og afla sins hlutar”? Júekkistóö á þvi. Hún telur upp fjölda útgerðarmanna og skipa, m.a. ætluöu 41 skip frá Hauga- sundi. en alls ætluöu 75 norskar skútur meö 28 nótalögum og 578 mönnum til veiöa viö Island. Þar með var Torvald Imsland meö fjölskyldu, sem selt haföi eignir allar i Noregi til aö flytj- ast á Seyöisfjörö frá Stafangri. Sorgmæddur kvaddi tengda- faöir Torvalds dóttur sfna og sagöi: ,,Veslings Kristin, sem þarft aö feröast svona langt til hins hrjóstuga og kalda ts- lands”. Mögur millisild Skipin leggja úr heimahöfn I maí og þann 17. kemur þaö fyrsta til Seyöisfjaröar, sföan hvert af ööru en flest til Seyöis- fjaröar og Eskifjaröar en á öll- um fjöröunum eiga Norömenn hús og aöstööu i landi. Flest Haugasundaskipin fara til Eskifjaröar og þar liggja 15 skip, þegar sumarsildveiöin hefst. Fyrsta sildin er send til Noregs I júlfbyrjun, — mögur millisild. Þeirsem skrifa heim láta vel af fólkinu á f jöröunum en eru ekki yfir sig hrifnir af landslaginu. En þaö aflaöist sæmilega, sér- staklega á Eskifiröi og Reyöar- firöi, samtals þar 10 þúsund tunnur um miöjan ágúst. Þetta var lfka betri sild. I byrjun september kemur mikil sildar- ganga inn Seyðisfjörö. Eitt nótalagiö veiddi á einni viku um 9.500 tunnur, — þaö er saltaö dag hvern.svo Wathne og fleiri vantar tunnur, salt.matvæli og peninga til að greiöa vinnulaun. Nielsen hefur 5 Islendinga i vinnu, daglaun eru 3 krónur og fæði. Griðarleg laun, segir sá sami Nielsen. Hvaðan kom stór- sildin? En stóra feita haustsildin kom fyrstinnáEyjafjörð þetta haust sem oftar, eða um 10. septem- ber. Nielsen á Seyöisfiröi er að veröa órólegur I lok september. Hannsiturvið bréfaskriftirhinn 30. Aöur en þeim er lokiö fær hann fréttir um, aö einn nóta- bassinn hafi kastað. Hann lofar Guö og telur horfur á að þeirra timi sé kominn. Sú varö á raunin. Allt haustiö var mok- veiöi á fjöröunum, — sjálfsagt ekki minna um að vera en nú, — 100 árum siöar. Dugleg sildarstúlka gat þá haft 10 krónur eftir daginn, — eflaust langan dag. Sfldin var upp á þaö besta, stórog feit 33-35 cm löng. Veiðunum lauk seint i nóvember og sfðustu skipin komu heim til Noregs 9. desember. Frú Hov- land telur, aö þetta ár hafi heildarafli Norðmanna hér viö land numiö 115 þúsund tunnum, þar af 70 þilsund á Seyöisfirði og 25 þilsund á Eskifiröi. (Matthfas Þórðarson gefur upp nokkuö aörar tölur). 1 minu ungdæmi heyröi ég oft gamla menn tala um sildarárin fyrir aldamót. „Þegar haust- sildin kom. þá var það alltaf stórsild”, sögöu þeir. En hvaöan kom þessi stórsfld? Stæröin, 33- 35 cm gæti raunar bæöi átt viö hina ísl. sildarstofna og norsk- islenska sildarstofninn, sem einmitt á þessum árum hvarf frá venjulegum gönguslóöum viö vesturströnd Noregs. Hver veit? Jóhann Clausen.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.