Vísir - 02.12.1980, Blaðsíða 27

Vísir - 02.12.1980, Blaðsíða 27
Þriöjudagur 2. desember 1980 Afmælisoelraun vísis: NÚ ER AÐ FYLLA ÚT SEÐIL NÚMER TVÖ! Þá er komið að öðrum áfangan- um i hinni stórglæsilegu afmælis- getraun Visis. t dag birtum við getraunaseðil númer tvö og þið eigið þá aftur leikinn. Eins og viðhöfum itrekað, — þá aukast vinningslikur ykkar með hverjum seðli, sem þið sendið inn til-okkar, vegna þess að þegar að drætti kemur, verður dregið úr öllum réttum svarseðlum, sem borist hafa. Ef þið hafið aftur á móti ekki enn gerst áskrifendur, er sjálf- sagt að gera það hér og nú, með þvi að krossa i viðkomandi reit á seðlinum. Þið munið, að til mikils er að vinna, i boði eru hvorki meira né minna en tveir spiunkunýir bilar og heilt sumarhús.og fer vist ekki milli mála, að þetta eru verðmæt- ustu vinningar, sem um getur i nokkrum blaðagetraunum hér á landi. Fyrir þau ykkar, sem nú hefja þátttöku i afmælisgetraun Visis er rétt að rifja upp og birta örlitar leiðbeiningar um fyrirkomulagið. Fyrirkomulag Við spyrjum tveggja spurninga hverju sinni og tengjast þær þvi 70 ára timabili. sem Visir hefur starfað. Getraunaseðlarnir verða sjö og spurningarnar miðast hverju sinni við einn áratug, þær fyrstu við áratuginn frá 1910 til 1920. Þri'r svarmöguleikar eru gefnir við hvorri spurningu, en aðeins einn þeirra er réttur. 1 reitinn framan við það svar, sem þið telj- ið rétt, setjið þið kross. Si'ðan þarf að krossa i annan hvorn reitinn á miðanum i vinstra horni getraunaseðilsins eftir þvi hvort einhver á heimilinu er áskrifandi eða óskar eítir að verða áskrifandi og færa svo við- eigandi nafn og heimiiisfang inn á miðann. Þá er seðillinn tilbúinn og þið getið sett hann i póst til Visis og er hann kemur i okkar hendur hafið þið von um vinning. ii VISIR HVENÆR VAR FYRST FLOGKI YFIR HflFIÐ TIL ÍSLANDS? □ 1921 □ 1923 □ 1924 HVAÐA AR VAR ALÞINGISHÁTHHN Á ÞINGVÖLLUM? □ 1926 □ 1928 □ 1930 VITIÐ ÞID RÉTTU SVÖRIN? Þegar þið teljið ykkur vita réttu svörin við þeiin spurningum, sem við vörpum hér fram, eigið þið einfaldlega aö setja kross í þann reit, sem er framan viö viðkomandi svar undir hvorri mvndinni fvrir sig. Þvi næst krossið þið í þann áskriftarreit, sem við á hér fyrir neðan og skrifið svo á seðilinn nafn þess á heimilinu, sem skráður er fyrir áskriftinni að Visi. Vinsamlegast setjiö krossvið þann reit,sem við á: I 1 Ég er þegar \ 1—1 áskrifandi að Visi 1 I Ég óska aö gerast '—i áskrifandi aö Visi Nafn Heimilisfang Byggðarlag Simi Nafnnúmer Þegar þessu er lokið sendið þið svo getraunaseöilinn til Vísis, Siðumula 8, 105-Reykjavík, merkt „Afmælisgetraun” Sjö slíkir getraunaseðlar munu birtast i Visi á meðan afmælis- getraunin stendur yfir, einn I hverjum mánuði fram i mai. Vinn- ingarnir þrir verða svo dregnir út úr réttum svarseðium 50. janúar, 31. niars og 29. mai. Verðmæti þeirra er samtals um 25 inilljónir króna. Utanaskriftin er: VlSIR Siöumúla 8 105 Reykjavik, merkt ,, Af mælisgetraun". MISTOK I MILLJAR0INUM Ólafur Jónsson, menningar- postuli, tekur sig til alveg óvænt og fer að rifa niður leikrit i Þjóðleikhúsinu, eins og hann liafi aldrei verið samdauna þvi veislulífi utan listar, sem leik- húsmálin eru orðin. ólafur, skrifar leikdóma i rauðvíns- pressu, og finnst að verk Stopp- ards um blaðamennsku i svört- ustu Afriku sé svo klúðurslega unniðfyrir fjalir leikhússins, að aldrei hafi annað eins sést. Jónas Guðmundsson, sem þó vill fyrst og fremst bera fyrir sig velvilja i sinum leikdónvum, án þess að honum sé þó sérstak- lega umbunað með inntöku I veisluliðið, virðist hafa fyrir löngu séð að islenskt leikhús er orðið að einni stórri og dýrri prumpstofnun, þar sem silki- húfur margvislegar halda að þeir séu listamenn. Þessi ömurlega staða leikhús- anna stafar m.a. af þvi, að leikarar velflestir eru yfirleitt eitthvað annað að hugsa. Sósialismi og pólitik grasserer i röðum þeirra, eins og þeir hafi mikið frekar orðið háskóla- stúdentar og heimspekideildar- menn en leikarar.við að komast á fjalirnar. Fjölmarga leikara skiptir það meira máli að vinna kosningar i samtökum leikara en skila sæmilegri rullu. Þeir eru i pólitisku uppnámi. þegar þeir eiga að vera i leiklistarlegu uppnámi, og siðan kemur rikið með atvinnuprógramm sitt jafnt i fiski sem í leiklist og veit- ir milljarð eða meira til ÞjóÖ- leikhússins eins. Þótt endurtek- in mistök eigi sér stað innan i þessum milljarði.þarf enginn að hera ábyrgð á mistökum. t einn tima voru uppi raddir um það, að ráða ætti Þjóðleikhússtjóra til ákveöins tima I senn. Núverandi Þjóð- leikhússtjóri virðist ekki hafa miklar áhyggjur af þessu á meðan þess er gætt að hinir félagsfúsari meðlimir samtaka leikara fá leikrit við sitt hæfi á sviðinu. Hann hefur jafnvel bor- ið sig upp undan leikdómurum eins og æviráðinn rikisstarfs- maður, einkum hafi vinstri grúppan á ríkisjötu leikhússins fengið bágt fyrir hagræðingar, jafnvel á Holberg. Svo vill til, að þegar ólafur Jónsson ræðst loks á Þjóðleik- húsið, kýs hann að velja sýn- ingu, sem stjórnað er af Gisla Alfreðssyni, sem ekki verður kenndur við vinstra liðið. Hann kýs að ráðast á meðferð leikrits, sem skrifað er af Stoppard, sem er svona „underholdende” ntiðjumaður. Hann hefur ekki kosið að finna að mistökum og misnotkun vinstri manna i leik- húsinu á einu verkinu eftir öðru. Það eru hans skálabræö- ur þrátt fyrir allt, og auðvitað illt fyrir skoðanir einar aö detta út úr menningarpartium. Auk þess er heimilisbragurinn þann- ig, að hægt er að samþykkja leikrit til sýningar eftir byrj- anda dseð, ef byrjandinn er starfsmaður leikhússins. Þannig eru mistökin i milljarðinum margvisleg, og halda auðvitað áfram að vera það, þótt ólafur Jónsson komi með timabærar aðfinnslur og Jónas Guðmundsson sé með eitt og eitt rjúpnahaglaskot á stangli. Það stafar einfaldlega af þvi, að i leikhúsinu á enginn neitt á hættu. Menn fá i mesta Jagi aðvaranir vegna dreglu, en það tekur enginn mark á þvi, kannski fyrst og fremst vegna þess.að brennivinstárið er ef til vill hið eina sem eftir er af list- rænuin tiiþrifum, og þó aöallega vegna þess, að rikinu er sama hvort um fisk eða list er að ræða atvinnulcga séð. Stór prósenta þjóðarinnar fæst nú við leiklist eða er að læra hana. 1 viðtölum við leik- ara kemur fram, að ekki virðist mikið sitja eftir af starfinu I hugum þeirra. Þeir eiga erfitt með að tjá sig um verkin. Það erkannski vegna þess að ekkert hefur gerst. Eitt stendur þó ætið upp úr þeim i tima og ótima: „Þetta var óskaplega skemmti- legt”, en leikhúsgesturinn þeg- ir. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.