Vísir - 02.12.1980, Blaðsíða 28

Vísir - 02.12.1980, Blaðsíða 28
Þriðjudagur 2. desember 1980 síminnerðóóll veðurspá dagsins Austur viö Lófót er 980 mb lægð sem þokast suðaustur, en 1038 mb hæð yfir Aust- ur-Grænlandi og hæðarhrygg- ur suður um fsland, Frost verður um allt land. Veður- horfur næsta sólarhring. Suðurland: Norðaustan kaldi og siðan gola, léttskýjað. Kaxallói og Breiðafjöröur: Austan og norðaustan goia, siðar hægviðri. Viðast létt- skýjað til landsins. en skýjaö á miðum. Vestfirðir: Hægviðri og siðan sunnan gola, skýjað að mestu. Strandir og Norðurland vestra: Hægviðri og viöast léttskýjað. Norðurland eystra: Norðvest- an gola, skýjað að mestu og él á stöku stað i fyrstu.en léttir smám saman til. Austurland að Glettingi og Austfirðir: Norðan og norð- vestan kaldi, bjart veður sunnan til á Austljöröum en annars skýjað að mestu og smáél á annesjum. Suðausturland: Norðan og norðvestan kaldi, siðar gola eða hægviðri. Veðríð hér og bar Veður kl. 8 i morgun: Akureyri léttskýjað -=-7, Berg- en skúr 2, lieisinki rigning 2, Kaupmannahöfn skýjað 2, Osló alskýjað 0, Beykjavik heiðskirt -j-5, Stokkhólinur léttskýjað 4, Þórshöfn slyddu- él 2. Veður kl. 18 i gær: Aþena skýjaö 18, Bcrlin létt- skýjað -5-2, F'eneyjarheiðskirt -5-1, Frankfurt léttskýjaö 13, Nuuk alskýjað -h2, London mistur 2, Luxemborg skýjað ■5-6, Las Palinas, skýjað 22, Mallorka súld 6, Montreal skýjað 5, New York alskýjað 11, Paris léttskýjað -=-2, Malaga léttskýjað 25. segir Fréttamenn sjónvarpsins sýna nú snilli sina á hverju kvöldi. i fyrrakvöld sýndi einn þeirra svart á hvitu I viðtali við Geir Hallgrimsson að h ann kynni margföldunartöfluna upp i 3x4, og I gærkvöldi sýndi annar hvernig á að spyrja gagnrýninna spurninga ef maður er I fan-klúbbi Gerva- sonis. Hvilik reisn! Fárviðrið tók Dak af íbúðabiokk oð lagði ijósastaura á hliðina: „Ofsaieg hviöa tók mig á loft” „Þegar ég kom fyrir horniöá Félagsheimilinu, kemur þessi ofsalega hviöa og tekur mig á loft og ég lendi upp á baröi, sem er tveir metrar á hæö. Ég kom hvergi viö, flaug bara í lausu lofti," sagöi Friðjón Þorleifsson fréttaritari Visis á Nes- kaupstað, þegar við röbb- uðum viö hann í gær um rokið, sem þá gekk yfir Austurla nd. Friðjón er m.a. fram- kvæmdastjóri Félagsheimilis- ins og var að aðgæta glugga hússins, en þar hafði ein rúða brotnað fyrr um morguninn, þegar hann lenti i hinni óundir- búnu flugferð. Hann meiddist ekki, sem orð er á gerandi, er aðeins litils háttar lerkaður. „Hérna var alveg snælduvit- laust veður, rokið var svo mikið að þak tók af fbúðarblokk i heilu lagi. Það lenti niðri i gili, þar skammt frá, sem blokkin stendur. Svo var hér auðvitað allt á fleygiferð eins og gerist i svona veðri, þakplötur og annað lauslegt á flugi, og úti á bökkum fauk sendiferðabill útaf veginum og fór á hliðina. Og svo mikil voru átökin að ljósastaurar brotnuðu i miðju og lögðust útaf. Þegar þessi norðvestanveður koma, standa þau út dalinn og fjörðinn og strengurinn verður svo mikill að ég veit ekki við hvað á að likja þvi. Veðrið fór svo að lægja um hádegisblilið og nú eru allir að reyna að bjarga eignum sinum, laga húsin og þessháttar.” SV/FÞ Neskaupstað. Brotnu rúðurnar I dómsmálaráðuneytinu. Sjá má Baldur Möller, ráðuneytisstjóra innan viö gluggann. Visismynd: ÞL Ráðist inn í dómsmáia- ráðuneytiö i morgun: RðÐIIR IRÁÐU- NEVTINU 0R0TNAR Þegar starfsmenn dómsmála- ráðuneytisins komu til vinnu sinnar i morgun, höföu nokkrar rúður þar verið brotnar. Er Visi bar að garði i morgun var bið- stofa dómsmálaráöuneytisins troðfull af fólki, sem sat á gólfinu. „Héðan förum við ekki fyrr en dómsmálaráðherra heiur veitt Gervasoni hæli hér á landi”, sagði Þorlákur Kristinsson sem virtist vera forsvarsmaöur hóps- ins. Vísir spurði, hvort brotnu rúðurnar væru i tengslum við hópinn, en fátt var um marktæk svör. A.S. KRANSÆBA- STÍFLA DANAR- 0RS0K Samkvæmtupplýsingum Rann- sóknarlögreglunnar var krans- æðastifla dánarmein mannsins sem fannst látinn við TBR-húsið nærri Glæsibæ á sunnudaginn. Erlendir saltsíldarkaupendur eru reiðir: Þeir segla ísiensk stlórnvðld helmskl ,,Þaö hafa verið látin falla svo mörg orö í garö okkar islendinqa frá er- lendu saltsíldarkaup- endunum vegna þessa siglingaævintýris, að ég held aö best sé að segja sem minnst um það" sagöi Gunnar Flóvenz, framkvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar, viö Visi. Gunnar gaf þetta svar við spurningum blaðamanns Visis um skeyti, sem Sildarútvegs- nefnd hefur borist frá dönskum saltsildarkaupanda, þar sem Is- lendingum eru valin hin verstu orð og islensk stjórn kölluð „dum” — þ.e. heimsk. Reiði hinna erlendu saltsildarkaupenda er tilkomin vegna sölu islenskra báta i Dan- mörku á nýrri sild, en sú sala var loks stöðvuð þegar verðið var komið niður úr öllu valdi. „Menn hafa nú vonandi áttað sig á þvi, að haga verður veiði- leyfum i framtiðinni i samræmi við vinnslu- og markaðsmögu- leikana en ekki öfugt,” sagði Gunnar Flóvenz.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.