Vísir - 02.12.1980, Blaðsíða 21

Vísir - 02.12.1980, Blaðsíða 21
Þriöjudagur 2. desember 1980 VÍSIR 21 íiHII! „LISTAMAÐURINN í SINU BESTA FORMI” - ný bók um Halldðr Péiursson. llstmálara „Bókin sýnir listamanninn i sinu besta formi um leiö og hún er þroskasaga hans sem lista- manns,” sagöi Indriöi G. Þor- steinsson i tölu, sem hann hélt á blajðamannafundi i tilefni af nýút- kominni bók um Halldór Péturs- son, listmálara. Það er Prenthúsiö, sem gefur bókina út. Hún er skrýdd fjölda mynda og er hér um aö ræöa samantekt á öllu þvi, sem Halldór Pétursson fékkst við um dagana i uppsetningu Péturs, sonar lista- mannsins. Texta ritar Indriöi G. Þorsteinsson. Halldór Pétursson byrjaöi snemma aö teikna og klippa út myndir. Hann var ekki nema þriggja ára gamall, þegar listamaöurinn i honum sagöi til sin, og þaö meö góöum árangri, eins og dæmin sýna i bókinni, en móðir hans hélt öllum teikningum hans úr æsku til haga. Þá má einnig sjá, aö mannlífið i Eeykja- vik hefur haft mikil og eftirminni- leg áhrif á listamanninn, enda birtast okkur margir kunnir borgarar ljóslifandi á siðum bókarinnar. En þótt listamannsauga Hall- dórs Péturssonar væri næmt á til- brigöi mannlifsins, eins og það birtist i einstaklingum, sem voru og eru frægir i þjóölifinu á árun- um fyrir striö og siöar, eru ekki siður mikilsveröar þær myndir, sem birtar eru i bókinni af at- burðum og hreinum myndverk- um, þar sem hestar, land og menn fylla myndflötinn. Vegna hæfileika Halldórs aö muna fyrir- myndir er i þessari bók eflaust aö finna fjölda mannamynda sem fyrirmyndir hafa ekki hugmynd um aö hann hafi teiknað. I æsku átti Halldór heima viö Landa- kotstúnið, sem þá var mikiö stærra en nú. Þar hafði hann hesta fyrir augunum dag hvern, og þaö er eins og þessi æskukynni hans af hestinum hafi fylgt hon- um alla tiö siðan. Auövitaö var list Halldórs fjöl- breytileg, þótt hann sé þekktastur fyrir gamanmyndir sinar. Hann var einn af hæfustu manna- myndamálurum landsins, hann lýsti bækur og sótti efnivið sinn i þjóðsögur. Hann nam myndlist i Danmörku og Bandarikjunum, eins og fjölbreytni verka hans gefa til kynna, en i bókinni er aö finna allt frá auglýsingateiknun til málverka. Myndverkabók Halldórs er frábrugðin likum bókum, sem hérhafa komiö út, aö þvi leyti aö hún spannar ævisögu hans i texta og myndverkum. Á fimmta hundraömynda eru i bók- inni, fjölmargar i litum. Aftast er aö finna ágrip texta á ensku og þýsku. — KÞ Fjdla Sigmundsdóttir, ekkja Halldórs Péturssonar, færir Indriöa G. af- steypu af hesti eftir Halldór I þakklætisskyni fyrir samstarfiö, vegna útkomu bókarinnar. Visism. BG. Sýningum á uppfærslu Leikfé- lags Reykjavikur á Aö sjá til þin maöur eftir þýska leikrita- höfundinn Franz Xaver Kroetz - uutuuuimi t iaiii Advci l\iucu • fer nú senn aö ljúka. Verkiö veröur sýnt á föstudag og verö- ur þaö aö öllum likindum sið- j asta sýningin, jafnframt sem I þaö er sú 25. í leiknum koma fram þrjár I ofurvenjulegar persónur. I Faöirinn vinnur sem verkamaö- | ur hjá bilaverksmiöju — hann | skrúfar 14 skrúfur i BMW 525. j Fjölskyldan er ekki fátæk, en | heldur alls ekki rik. Eftir þvi I sem liður á leikritið, fara aö I gerast smáatvik i lifi og tilveru ■ þessarar f jölskyldu, sem sundra j heimilinu og þaö sem áhorfend- um finnst i fyrstu vera heldur hjákátlegur hversdagsleiki, fer J aö taka á sig allt aöra mynd i J huganum. 1 leikdómi, sem birtist hér i I Visi á dögunum um verkiö I komst Bryndis Schram svo aö I oröi: I „Full ástæöa er til aö óska j Hallmari Sigurössyni (leik- j stjóra) til hamingju meö þessa Margrét Helga Jóhannesdóttir og Emil Gunnar Guömundsson i hlutverkum sinum i Aö sjá til þín maöur. Að sjá tii þín maður að iiúka i | frumraun sina I atvinnuleikhús- I um höfuöborgarinnar. Hvert ■ atriöi er aödáunarvel unniö, fin- ■ pússaö þar til ekkert er eftir j nema þaö allra nauösynlegasta. j Nokkur eru sannkölluð J meistarastykki, svo sem eins og { sjónvarpsglápiö, atriöi 2 og J atriði 8, þar sem Ottó þykist hafa verið pressaöur á veitinga- staö.” Leikendur eru þau Margrét Helga Jóhannesdóttir, Sigurður Karlsson og Emil Gunnar Guö- mundsson og hafa þau öll hlotið hina ágætustu dóma. Leikstjóri er eins og áöur sagöi Hallmar Sigurösson. KÞ SIMI 18936 Risakolkrabbinn í X Islenskur texti Afar spennandi, vel gerð amerisk kvikmynd i litum, um óhuggulegan risakol- krabba meö ástriöu I manna- kjöt. Getur þaö i raun gerst að sllk skrimsli leynist viö sólglaðar strendur. Aðalhlutverk: John Huston, Shelly Winters, Henry Fonda, Bo Hopkins. Sýndkl. 5 —7 — 9 og 11. Bönnuö innan 12 ára TÓNABÍÓ Sími31182 í faðmi dauðans (Last Embrace) Æsispennandi „thriller” i anda Alfred’s Hitchcoch. Leikstjóri: Jonathan Demme Aðalhlutverk: Roy Scheider, Janet Margolin Bönnuö innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9 ABBY Óhugnanlega dularfull og spennandi bandarisk lit- mynd, um allvel djöfulóða konu. William Marshall — Carol Speed Bönnuð innan 16 ára Islenskur texti Endursýnd kl. 5-7-9 og 11 Sími 50249 i SVÆLUOG REYK Sprenghlægileg ærslamynd með tveimur vinsælustu grinleikurum Bandarikj- anna. Sýnd kl. 9. SÍÐASTA sinn LAUGARÁ8 BIO Simi 32075 Árásin á Galactica Ný mjög spennandi banda- risk mynd um ótrúlegt strlö milli siöustu eftirlifenda mannkyns viö hina króm- húöuöu Cylona. tslenskur texti Aðalhlutverk: Richard Hatch, Dirk Benedict, Lorne Greenc og Lloyd Bridges. Sýnd kl: 5 - 7 og 9 Leiktu Misty fyrír mig Endursýnum þessa einstöku mynd meö Clint Eastwood i aöalhlutverki. Sýnd kl.ll 1 /^Magnús E. BaldvinssonKj Laugavog. 8 - Raykjavih - Simi 22104 Ö 19 OOÓ — . i . » —sotoi? 'A— Trylltir tónar 05 ■ts*r VALERIE PERRINE BRUCE JENNER Viðfræg ný ensk-bandarisk músik og gamanmynd, gerö af Allan Carr, sem geröi „Grease”. — Litrik, fjörug og skemmtileg meö frábær- um skemmtikröftum. Islenskur texti. Leikstjóri: Nancy Walker Sýnd kl. 3-6, 9 og 11.15 Hækkað verö. _________i®------------------- Lifðu hátt — og steldu miklu Hörkuspennandi litmynd, um djarflegt gimsteinarán, meö Robert Conrad (Pasquinel I Landnemar) Bönnuð innan 12 ára Endursýnd kl. 3,05-5,05-7,05- 9,05-11,05 -sqIw-.C---- Hjónaband Maríu Braun Spennandi — hispurslaus, ný þýsk litmynd gerö af Rainer Werner Fassbinder. Hanna Schygulla — Klaus Lowitsch Bönnuð innan 12 ára tslenskur texti Sýnd kl. 3, 6, 9 og 11,15 §@l(U)ff. GALDRAHJÚIN Spennandi og hrollvekjandi litmynd meö Boris Karloff Bönnuö innan 16 ára Endursýnd kl. 3.15 — 5.15 — 7.15 — 9.15 og 11.15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.