Vísir - 18.12.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 18.12.1980, Blaðsíða 8
8 VISIR Fimmtudagur 18. desember 1980 utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvxmdastjóri: Davlfi Guðmundsson. Ritstjórar: úlafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snxland Jónsson. Fréttast|óri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaftamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttlr. Gylfl Krlstjánsson, lllugi Jökulsson, Kristln Þor steinsdóttir, Páll AAagnússon, Svelnn Guðjónsson, Sxmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttlr. Blafiamaður á Akureyri: Glsli Slgurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson. Sigmundur O. Stelnarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elln Ell- .ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Kristján Arl Einarsson. ÚtUtsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Oreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúli 14, slmi 86611 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumula 8, slmar 86611 og82260. AfgreiftsU: Stakkholti 2—4, slmi 86611. Askriftargjald kr. 7.000 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 350 krónur eintak-. ið. Visir er prentafiur i Blafiaprenti hf 7Siðumúla 14. HATT REITT TIL HOuBS Upplýsingar iðnaðarrábherra vegna súrálverðsins hafa vakið gffurlega athygli. Annaöhvort er hér á ferðinni alvarlegasta fjármálahneyksli aldarinnar, ellegar iðn- aðarráöherra verður að segja af sér fyrir órökstuddar dylgjur. Ekki er of djúpt í árinni tekið þótt f ullyrt sé að upplýsingar iðn- aðarráðherra um súrálsverðið til islensku álverksmiðjunnar og meint svik Alusuisse í þeim efn- um séu eitt allra stærsta og al- varlegasta mál, sem fram hefur komið í langan tíma. Iðnaðarráðherra hefur uppi ummæli um það að 30 milljarðar króna hafi horfið ,,i hafi" á leið- inni frá Ástralíutil íslands.en er þó nægilega klókur til að f ullyrða hvergi beinlínis að (slendingar hafi verið prettaðir og sviknir. Það fer þó ekki framhjá neinum manni, að i rauninni er iðnaðar- ráðherra að gefa það eitt í skyn, að forsvarsmenn Alusuisse séu glæpamenn, sem beiti belli- brögðum og aðstöðu til að haf a af íslendingum milljarða króna. Þetta eru miklar ásakanir. Ef rétt reynist er hér á ferðinni eitt mesta fjármálahneyksli sög- unnar,.og iðnaðarráðherra á þá lof skilið fyrir uppljóstrun sína. Ef þessi ásökun reynist hins- vegar á röngum forsendum byggð, dæmist Hjörleifur Gutt- ormsson pólitiskur ofstækismað- ur, sem ekki er hæfur til ráð- herradóms. Á þessu stigi hef ur tvennt áhrif á mat manna. Nýlega hef ur þessi sami ráðherra lýst þeirri skoðun sinni að hagkvæmast væri fyrir Islendinga að leggja álverk- smiðjuna niður og þegar af þeirri ástæðu hefur hann gert sjálfan sig tortryggilegan. Alþýðubanda- lagið hefur alla tíð barist hatrammlega gegn stóriðju eins og í Straumsvík og sá grunur læð- ist að mörgum, eins og Ragnar Halldórsson forstjx3ri ISAL hefur sagt, að upplýsingar ráðherra séu pólitísk árás og atlaga að stóriðju almennt. Á hinn bóginn er engin ástæða til að umgangast forráðamenn Alusuisse með heilagri vel- þóknun. Þeir eru harðsvíraðir fjáraflamenn, sem líta ekki á samninga um fjárfestingar og verðlag sem góðverk eða örlæti. I þeirra augum er Alusuisse ekki hjálparstofnun fyrir Islendinga, heldur viðskiptaaðili þar sem hin hörðu lögmál fjármagnsins gilda. íslendingar eiga að vera á varðbergi gagnvart erlendum viðsemjendum sínum og taka fast á því, ef þeir telja sér mis- boðið. I þeim viðskiptum eigum við að sýna sjálfstæði og ábyrgð. Iðnaðarráðherra vill auðsjáan- lega ekki láta það á sig spyrjast að hann sýni stóriðjumönnum undirgefni. En hann má heldur ekki sýna stærilæti, hvað þá ábyrgðarleysi. Hið alvarlega í þessu máli eru afleiðingar þeirrar ákvörðunar að kunngera athugun iðnaðar- ráðuneytisins áður en öll kurl eru komin til grafar. Þær dylgjur sem fram eru settar, réttar eða rangar, munu að sjálfsögðu leiða til þess, að erlend stóriðjufyrir- tæki munu hugsa sig tvisvar um áður en þau ganga til samninga við íslendinga í framtíðinni. Að því leyti mun málsmeð- ferðin hafa afdrifaríkan eftir- mála. Þar er ekki spurt um æru ráðherra eða svissneska auð- hringsins, heldur f ramtíð íslands, trúnað og traust i alþjóðlegum viðskiptum. Ef upplýsingar iðnaðarráð- herra eru laukréttar,því mátti þá ekki doka við í nokkrar vikur þar til Alusuisse hafði gef ist tækifæri til að setja f ram sínar skýringar? Ef Alþýðubandalagið vildi koma höggi á ISAL,skipti það þá máli hvort það var gert deginum fyrr eða síðar? Þetta eru spurningar sem vakna ef menn vilja líta framhjá f lokkadráttum og pólitík og meta þá hagsmuni sem hér eru í húfi. I kjölfar þessarar athugunar hefur ríkisstjórn íslands óskað eftir endurskoðun allra samn- inga milli Alusuisse og íslenskra aðila. Með þeirri ákvörðun hefur hún einnig hálfkveðið þá vísu, að forsvarsmenn Alusuisse séu glæpamenn. Hér er hátt reitt til höggs, vonandi ekki of hátt. Púkablístran gellur Núerfjör framundan! Eitt af andlegum einkennum tslend- inga er að þeir þurfa að fá eitt- hvert mál til þess að rifast um i skammdeginu, helst svo þeir verði alveg snælduvitlausir. Slik mál hafa nær árlega tekið stór- an hluta af forsiöum blaðanna, stundum hefur varla verið unnt að mæla friðsamasta fólk máli út af æsingi og jafnvel alþingi hefur stöku sinnum farið á annan endann. Satt best að segja hélt ég að við yrðum búnir að fá okkar skammdegismál núna og sjálf jólavikan yrði stórtiðindalaus. Mál franska flækingsins hefur tröllriöið fjölmiðlum og þjóðfé- lagsumræöu undanfama viku. Það hefur lika komist inn á al- þingi og jafnvel þeir i dóms- málaráöuneytinu hrukku upp af miðdegisblundinum og kalla þó ekki allt ömmu sina. Vonandi hafa bréfbunkarnir á borðum deildarstjóranna ekkert ruglast við þetta.svo bréfin sem ekki átti að svara strax hafi ekki óvart lent efst —en nóg um það i bili. En þetta var rangt til getið hjá mér. Nú er komið upp mál, sem mun valda þvi að enginn tekur eftir þvi hvort franski flækingurinn er eða verður, hvort rikisstjórnin gerir eitt- hvaö i efnahagsmálunum eða ekki, jafnvel vafasamt aö nokk- ur myndi taka eftir þvi þótt bandariski herinn færi frá Keflavikurflugvelli. Hver stal hverju hvar? Það er iðnaðarráðherra sem kastað hefur mikilli sprengju inn i þjóðfélagsumræðuna núna. Ekki var hægri pressan einu sinni búin að jafna sig á um- mælum hans um álverið og virkjunarkostina, þegar hún fær yfir sig slikt mál að allt stór- skotalið hennar mun sitja kóf- sveitt nótt sem nýtan dag. Ráð- herrann hefur sem sé haldið þvi fram að ein af allra helgustu kúm islenska peningavaldsins hafi komist úr girðingunni og úöað i sig grængresi á kostnað islenskra skattborgara. Þessi kýr er svo ginnheilög að jafnvel einokunarfyrirtækið Flugleiöir kemst ekki nema rétt jafnfætis henni. Og það munu fleiri ham- ast en Mogginn og fylgitungl hans. Þjóðviljinn mun heldur betur taka til hendinni og skrifa leiðara eftir leiöara og forsiöu- frétt eftirforsiöufrétt. Rikisfjöl- miölarnir munu fylgjast með eftir bestu getu, en fljótlega finna fyrir því að þeir geta litlu áorkað, þvi' þetta veröur ekki rökföst deila heldur trúmála- strið. Iðnaöarráðherrann hefur sem sagt vogaö sér að halda þvi fram að sjálft alúsviss hafi stolið. Sjálf gullkýr gullkúnna! Uppáhaldið, sem kaupir nær helming raforku okkar á spott- pris, hafi þar ofan i kaupið sett reikninga áfna upp á vafasaman hátt til þess að losna við að borga skatta hérlendis. Svör hafa þegar birst frá alúsviss og álfélaginu hérlendis. Þeir segj- ast ekkert óhreint hafa i poka- horninu, heldur sé hér um full- komlega eðlilega reikninga að ræða. Hið heilaga skammdegisstrið Þótt hér sé að sumu leyti i uppsiglingu dæmigert skamm- degismál þá er það þó siður en svo hlægilegt. Raunar grunar mig að það verði i mesta lagi grátbroslegt um þaö er lýkur. Það mun snúast upp i eitt alls- herjar áróðursstrið milli svo- kallaðra hægri og vinstri afla i landinu, þar sem báðir verða sáriren hvorugur sigrar. Hægri pressan mun beita öllum þunga sinum gegn iðnaðarráðherra. Hann verður ekki öfundsveröur næstu vikurnar, ef ég þekki stórskyttur hægri pressunnar rétt, en mun sennilega varla depla auga sjálfur. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins munu snú- ast öndverðir gegn iðnaðarráð- herra i þessu máli, nema kannski blessaður varafor- maðurinn. Alþýðuflokkurinn er nauöbeygður til að dansa með, þvi Þjóðviljanum tókst að lokka ritstjóra Alþýðublaðsins i gildru nær samtimis þvi að sprengj- unni var kastað. Framsókn verður sennilega fyrst hissa og ringluö, ogsvo reiö, þegarhenni skilst að efnahagsráðstafanir verða bara ekki til umræðu næstu vikurnar! Alþýöubanda- lagið mun notfæra sér stööuna til hins ýtrasta. Þvi veröur haldiö þar fram að enginn skyldi nokkru sinni treysta er- lendu fjölþjóöafyrirtæki, þvi þar ráði peningasjónarmiðið eitt og enginn hafi þar samvisku af þvi þótt smáþjóð sé féflett. Hægri- öflin munu benda á að hér sé áróöursbragð kommúnista, sem vilji einangra þjóðina og hindra uppbyggingu stóriðju, og um- fram allt koma óorði á öll sam- skipti við vestrænar þjóðir. Hvoru tveggja verður erfitt að mótmæla, þvi báðir hafa rétt fyrir sér! Hverjir græða? IIla er ég svikinn ef það verða samt ekki iðnaðarráðherra og flokkur hans, sem græða á lát- unum. Þeir, sem til varnar verða á hægri vængnum, verða væntanlega svo flaumósa og reiðir fyrir hönd gullkýrinnar sinnar aö þeir munu skjóta langt yfir markiö, eins og þeim hætti til þegar hinar heilögu Flugleiðir urðu að opna dyr sinar i hálfa gátt fyrir stjórn- völdum landsins. Afleiðingin verður sú aö almenningur mun fá á tilfinninguna að fulltrúar rikiskapitalismans á Islandi séu hinir sönnu lýðræðissinnar, sem viljiopna kassa maurapúkanna, svo alþýðumenn geti skyggnst þar um. Og það sem meira er um vert fyrir Alþýðubandalagið: Það mun veitast býsna auðvelt að halda þvi fram næstu vikurnar að ekki þurfi að gera neinar þær efnahagsráðstafanir, sem á einn eða annan hátt komi við kjör.iaunþega.Nóg sé til af fjár- munum i' sjóðum stórfyrirtækj- anna og taka þurfi allt þeirra reikningshald til endurskoðunar áður en annað sé gert. Þannig mun þeim takast að koma i veg fyrir að nokkrar efnahagsráð- neöanmáls Magnús Bjarnfreösson fjallar um þá sprengju/ sem hann segir iðnaðar- ráðherra hafa kastað inn í þjóðfélagsumræðuna. Segir hann, að Alþýðu- bandalaginu muni veitast býsna auðvelt næstu vik- urnar að halda því fram, að ekki þurfi að gera neinar efnahagsráðstaf- anir, sem á einn eða annan hátt komi við kjör launþega. stafanir af viti séu gerðar og þeir eyðileggja um leiö mögu- leika annarra til aö taka i taum- ana, þvi þá mun um höfuð þeirra sett þyrniköróna úr áli. Magnús Bjarnfreðsson. BEH ltil’i -A4 4 (BB CSZ E3cS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.