Vísir - 20.01.1981, Blaðsíða 1

Vísir - 20.01.1981, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 20. janúar 198L 15. tbl. 71. árg fttvlnnuástand á Suöurnesjum „orðiö hrflkalegt”: FISKVINNSLUFOLK FLÝR TIL KANADA! ,,Það er töluvert af fólki á þessu svæði sem er að flýja land og margt af þvi fer til Kanada”, sagði Karl Steinar Guðnason, alþingismaður og formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavikur, i samtali við blaðamann Visis i morgun. „Hér er um að ræða hæfa fisk- vinnslumenn, sem ílytja með sér þekkingu og reynslu, og það kem- ur sér auðvitað mjög illa fyrir okkur i samkeppninni við Kanadamenn”. Karl Steinar sagði, aö nú væru á annað hundrað manns atvinnu- lausir i Keílavik og Njarövik, og ekki væri fyrirsjáanleg nein bót i þeim efnum. „Ástandið er orðið svo hrika- legt og eymdin svo mikii, að fólk veit ekki hvað það á að taka til bragðs. Dugmikiö fólk gefst upp á þessari óvissu og vill þá írekar flytjast til þeirra landa. þar sem vinnuafl þess er eftirsótt. Kanadamenn skortir áræðið og dugmikið fólk til íiskvinnslu og fiskveiða, —sem dæmi má nefna að þeir hafa ekki íarið á sjó núna að undanförnu vegna þess að það er svo l.alt,” sagði Karl Steinar. bess má geta að heyrst hefur að Kanadamenn hafi sent „agenta” hingað til lands i þvi skyni að fá vant fiskvinnslufóik til þess að flytjast út, og einnig hafa þeir auglýst eftir sliku fólki i islensk- um blöðum aö undaníörnu. —P.M. Fengu is- björn í vörpuna Skipverjar á Akureyrartog- aranum Kaldbak fengu óvenjulegan afla í vörpuna vestur á Kögurgrunni á dög- unum þegar bjarndýr kom upp i einu haldinu. Kaldbakur kom til hafnar i gærmorgun með 280 tonn af fiski og bjarndýrið. Það var dautt þegar það kom um borð en skipverjar töidu það ekki hafa iegið lengi i sjó. Allstórt gat er á feldinum og þvi vart hægt að nýta hann, en hins vegar hefur Náttúrugripa- safnið á Akureyri látið i ljós áhuga á að fá beinagrind dýrs- ins. Giskað er á að hér sé um ungt dýr að ræða. —SG/GS Akureyri Björninn hékk uppi um borð i Kaidbak á meðan iöndun fór fram. (Y'isism. GS) Flugvél með tveim- ur mdnnum er týnd Flugvélar með tveimur mönn- um innanborðs, sem væntanleg var til Islands um klukkan 22 i gærkvöldi er saknað. Vélin sem er af gerðinni Chesna 402 8 sæta hélt frá Goos Bay á Labrador um klukkan 13.30 i gær, áleiðis til Reykjavikur. Vélin flaug i 11 þúsund feta hæð. Síðast heyrðist til flugmanns vélarinnar við Hvarf á Grænlandi en ekkert eftir það. Aftakaveður var þá á Rúta fór út af veginum Langferðabill, sem var á leið- inni máð hóp af börnum upp i Kópasel, fór út af veginum við Lögberg á morgun. Árbæjarlög- reglan var á leiðinni á slysstaðinn þegar Visir fór i prentun i morg- un.enaðsögn varðstjóra var ekki talið að slys hefðu orðiö á fólki. P.M. þeim slóðum. Samkvæmt flug- áætlun var eldsneyti uppurið um klukkan 1.30 i nótt. Flugvélar voru sendar frá Keflavik og Landhelgisgæslunni i áttina vestur, um 2-300 miiur frá Irlandi, en veður hamlaði leit, svo vélarnar snéru við i nótt. Nú er ein vél á lerð frá Kefla- vikurflugvelli og önnur frá Syðri Straumfirði til leitar við Hvarf. Samkvæmt upplýsingum flug- umsjónar á Reykjavikurflugvelli, hafðiCesna vélirr aldrei samband hingað. — AS Ronald Iteagan lekur við lor- setaembættinu i Bandarikjun- um i dag. Mikið um dýrðir í washington í dag: Reagan tekur við forseta- emðættinu Washington skartar lánalit- um Bandarikjanna i dag i til- efni embættistöku Reagans siðdegis. Tugir þúsunda gesta utan af landi eru komnir til höfuðborgarinnar i tilefni há- tiðarhaldanna. ólikt þykir halt meira viö nu við forsetaskiptin en þegar Jimrny Carter settist aö i Hvita húsinu, en Reagan er fertugasti forseti Bandarikj- anna. Eiðtökuathölnin sjáif, sem fram fer á tröppum þínghall- arinnar, stendur ekki nema klukkustund, en siöan verður farið i viðhafnarskrúögöngu til Hvita hússins. Boöaöir hafa verið niu stórdansleikir i höfuðborginni i kvöid, en viða annars staöar eins og i Holly- wood og i New York hafa vinir Ronald Reagans undirbúiö dýrar veislur. Eins og undaniari þessara hátiðarhalda, var elnt i gær- kvöldi til tveggja stunda skemmtidagskrár til heiöurs Reaganhjónunum, og styrði henni Frank Sinatra, en dag- skránni var sjónvarpaö. Sjá nánar á bls. 3. Sjómenn taka ákvörðun um aðgerðir á flmmtudaginn „Það heiur veriö akveöiö aö kalla saman stjórn sambands- ins og samninganefnd á fimmtudaginn og þar verður tekin ákvörðun um, hvað gert yerður”, sagði Óskar Vig- fússon, forseti Sjómannasam- bands íslands, i viötali viö Visi i morgun. Kvaðst Óskar ekki búast við, að neitt gerðist i deilunni fram að þeim tima. „Málið er i einum hnút og það verður okkar að taka ákvöröun um frekara framhald”, sagöi hann. — JSS.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.