Vísir


Vísir - 20.01.1981, Qupperneq 4

Vísir - 20.01.1981, Qupperneq 4
Olíumengunin í Skagerak vekur upp krðfur um ný úrræði Það þarf ekki mikla oliu til þess að drepa hundruð þúsunda sjó- fugla eins og Sviar og Norömenn hafa nýlega orðið áskynja sér til mikils hryllings. Um áramótin tók svartfug^ fil og máf að reka á fjörur fyrir norðan Gautaborg i Sviþjóð og að sunnanverðu i Noregi i tugþús- undavis, allir bjargarlausir þvi að fiður þeirra var gegnvætt i oliu. Skyttur kaiiaðar út Lögregla, strandgæsla og fuglaveiðimenn voru kallaðir út til þess að binda enda á þjáningar vesalings fuglanna með þvi að stytta þeim aldur. Sviar og Norð- menn horfðu á i sjónvarpi, hvernig haglabyssum var beitt i liknarskyni. Þegar hið versta var yfirstaðið töldu Sviar að um 30 þúsund fuglar hefðu verið skotnir á fjörum þeirra en Norðmenn héldu að milli þrjú og fimm þús- und hefðu verið skotnir inni á Oslóarfirði. Ætla menn að alls hafi nærri hundrað þúsund sjófuglar drepist i oliubrákinni á Skagerak, og bregður Svium illa við, en Norð- mönnum minna, þvi að þeir hafa siðustu árin orðið þess áskynja hve lif i fuglabjörgum norðan lands fer minnkandi og kenna um bæði mengun, sem snertir fuglinn beint og eins fæðu þeirra, sili, loðnu og smásild. Litlir oiíuflekkir Þessi mikli fugladauði varð auðvitað til þess að svipast var um eftir oliubrákinni á Skagerak, sem völd var að öllu saman og fundust þá ekki nema fáeinir flekkir. Var enginn þeirra stærri en fáeinir metrar að þvermáli. „Norðursjórinn er allur mor- andi i slikum oliuflekkjum, og að leita sökudólgs er eins og að leita saumnálar i heysátu”, sagði Arne Rönneberg, yfirmaður þeirrar stofnunar Svia sem hefur eftirlit meðað oliu sé ekki hleypt i sjóinn innan lögsagnar Sviþjóðar. „Straumurinn liggur úr Norðursjónum og inn i Skagerak. Með straumnum berst tvennt: Olian og sildin og fuglarnir elta sildina”, sagði Tor Schött yfir- maður strandgæslu Sviþjóðar, þegar fréttamaður Reuters var þar á ferðinni á dögunum. Um áramótin var hvöss vestan- átt á þessum slóðum, og fuglinn sem var i leit að lygnari sjó, lét ginnast af minna ölduróti oliu- flekkjanna. Svipað átti sér stað 1978, en þá drápust um 10 þúsund sjófuglar við vesturströnd Sviþjóðar af oliugrút. 1976 drápust um 30 þús- und fuglar af sömu orsökum svo að Sviar eru ekki alls óvanir fugladauða vegna mengunar, þótt enginn hafi hinsvegar fundist olian á reki 1976. oiía úr skipum Sviar og Norðmenn hafa skipst á sýnum af oliunni. sem fundist hefur á reki i Skagerak og Norðursjó. Eðlilega fengu menn i byrjun illan bifur á oliuvinnslunni i Norðursjó og lá beint við að fella grun á oliuborpallana eða leiðslurnar frá þeim. En rann- sóknirnar á oliusýnunum leiða i ljós að i langflestum tilvikum er um hreinsaða oliu að ræða en ekki hráoliu beint úr borholum. Það þarf ekki mikið til þess að skaðinn sé skeður. Dugir að eitt oliuskip skoli tanka sina og losi i sjóinn. Um siðustu áramót féll grunur strax á tvö grisk oliuskip sem á ferli voru á þessum slóðum. Náðist ekki nema til annars þeirra, Styles, þegar það kom til hafnari Bretlandi. Bresk yíirvöld voru fengin til þess að taka sýni Guðmundur Pétursson, fréttastjóri erlendra frétta. úr geymum skipsins og yfirheyra yfirmenn og áhöfn. Allir um borð i Styles þrættu fyrir að hafa sleppt oliu i sjóinn. Erfltt að sannprófa Norskir trillukarlar voru kvaddir út til þess aö stytta þjáningar- stundir oiiuataöra fuglanna. Það mun ekki miklum vanda bundið fyrir skipstjóra að leyna Fuglavinir lögöu sig fram viö aö bjarga á fjörum fugium, sem út- ataöir voru i oliu en sárafáum varö bjargað meö þvotti og þurrkun. Fuglafræöingar komu erlendis frá og reyndu aö glöggva sig á hvaöan sjófuglarnir voru. Einn skoskur sést hér að verki. þvi að slikur oliuflekkur sé frá hansskipi kominn. Hann þarf ein- ungis að verða sér út um aðra oliu, hreinsaða i geyma sina. Náist hinsvegar til skipsins áður má kannski sanna sök hans þó er það ekki óyggjandi. Með efna- greiningu á oliu má leiða sterkar likur að þvi frá hvaða fram- leiðanda hún er komin og kannski þannig safna glæðum að höfði skipstjóra oliuskips sem hefur verið með slikan farm á ferð um oliumengað svæði. Eystrasaltslöndin eiga við mikla mengun að striða i Eystra- salti og hafði verið nær gengið af öllum fiski dauðum þar um slóðir. Mest var um kennt meng- un úr landi, sem barst með fall- vötnum til sjávar en einnig oliu- mengun frá skipum. Þessi riki hafa gert tilraunir með ýmsar að- ferðir til að auðkenna oliu i geym- um hvers skips. Ein þeirra felst i blöndum ólikra málmefna i hvert oliuskip svo að þekkja megi „fingraförin” á þvi einu að taka sýni af flekknum og bera saman við skrár sem strandgæslan hefur um þessi auðkenni oliuskips- farma. En þessi aðferð þykir ill- framkvæmanleg af tæknilegum og pólitiskum ástæðum. Málmarnir blandast illa hreinsaðri oliu og hin ýmsu riki hafa reynst treg til samvinnu. Sérfræðingar segja þó að gréina megi oliu frá annarri oliu, þótt hún sé „ómerkt”, og hafa komið fram hugmyndir um aö setja á stofn sérstakan „oliu- s ý n i s h or n a b a n k a ”, sem auðveldað getur baráttuna gegn þeim skipstjórum, er enn láta eftir sér að sleppa oliu i sjóinn. Alpjóðasam- vinna og slrangarl vlðurlðg 1 umræðum um slysið i Skage- rak hafa vaknað á ný kröfur um, að hin ýmsu strandriki bindist sterkari alþjóðasamtökum um varnir gegn oliusóðaskapnum. Norðmenn ætla að þyngja viður- lög við sliku og jafnvel hefur komið til tals að þeir færi út mengunarlögsögu sina sem er ekki nema f jórar milur. — Griska skipið Styles sem grunurinn bein- ist aðallega að, er talið hafa verið utan 4 milnanna og þvi utan arm- lengdar norskra laga. Aðrar hug- myndir fela i sér merkingu oliunnar og strangari tak- markanir á siglingum oliuskipa sem verði þá að taka á sig króka til þess að vera á öruggari leiðum. Reykingar hæilulegar makanum lika Ekki-reykingarmenn eru lik- legri til aö fá lungnakrabba ef maki þeirra reykir mikiö — sam- kvæmt athugunum, sem greint er frá i breska læknaritinu. Þaö er japanskur visinda- maöur, Takeshi Hirayama, sem heldur þessu fram, en hann hcfur mikiö rannsakaö lungnakrabba. „Niöurstööur athugana gefa greinilega til kynna aö tiöni lungnakrabba hjá þeim, sem anda aö sér tóbaksreyk annarra er þriöjungur upp í helming i viö- miöun viö hina, sem reykja", segir hann. Sagöist hann hafa komist á snoðir um, aö tiönin væri helm- ingi meiri hjá mökum reykinga- manna, sem reykja meir en 20 vindlinga á dag, en þeim sem reykja minna eöa eru hættir. voko Ono bakklái lögreglunnl Yoko Ono, ekkja bitilsins John Lennons var svo þakklát samúöarkveöjum, sem henni bárustfrá lögreglunnii New York vegna morðsins á eiginmanni hennar að hún gaf 25 þúsund doll- ara i ekkna- og munaöar- leysingjasjóö lögreglumanna. Er þetta stærsta peningagjöf sem sjóönum hefur borist frá ein- staklingi en heldur ekki sú fyrsta sem Lennon-hjónin hafa látiö af hendi rakna viö lögreglusamtök i USA. í fyrra riöu þau á vaöiö meö þviaögcfa 1000 dollara til kaupaá skotheldum vestum fyrir lög- reglumenn New York og fylgdu þá margir fordæmi þeirra. Grænlandsiax Skoraö hefur veriö á Græn- lendinga aö taka upp eldi á laxa- seyöum i tjörnum, áöur en þeim er hleypt í sjóinn og verði þaö framlag þeirra tii viöhalds laxa- stofnum, cn þeir eru taldir þverr- andi. Þessi áskorun kemur fram i skýrslu fimm manna nefndar sem heimsótti Grænland siöasta sumar á vegum alþjóöasamtaka sem bera hag Atlantshafslaxins fyrir brjósti. Þcssi samtök segja Atlanlshafslaxinn útdauöan viö strendur landa eins og Frakk- lands, Spánar og Vestur-Þýska- lands. Pálinn messaði yflr waiessa Lech VValesa og Jóhannes Páll páfi tögöust á bæn saman um heigina i einkakapellu páfans en hans heilagleiki haföi boöiö þeim hjónum aö vera viö sunnudags- messu hjá sér. Var það önnur heimsókn þeirra hjá páfa sem þjónaöi þeim sjálfur tii altaris. /

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.