Vísir - 20.01.1981, Síða 15
VÍSIR
Þriðjudagur 20. janúar 1981.
Þriðjudagur 20. janúar 1981.
VÍSIR
Guðjón sagði að vistin I menntaskóla og Leiklistarskólanum væri
tvennt ólikt m.a. vegna þess að i hinum siðarnefnda er 100%
mætingarskylda.
Leiktúlkunín mikllvægur Dáttur í kennslunni:
Hver nemandi glímir við
ðað sem honum hentar
„Leiktúlkunin fer þannig fram,
aö nemendur eru látnir leika atriöi
úr leikritum”, sagði Sigmundur
Orn Arngrimsson, þegar VIsis-
menn litu inn i leiktúlkunartima
hjá nemendum i öðrum bekk.
Sigmundur Orn og Arnar Jónsson
sjá um aö leiðbeina nemendum i
leiktúlkun og eru 4 nemendur i
hvorum hóp.
„1 haust vorum við meö atriði úr
grisku leikriti, Antigonu eftir
Sófókles”, sagöi Sigmundur. „A
þessari önn vinnum við með stutt
einleiksatriði sem eru valin með
tilliti til þarfa hvers og eins á þess-
um tima. Þetta er eiginlega tilraun
sem við erum aö gera núna, þannig
að hver nemandi á að fá að glima
við það sem honum hentar”.
En þar sem blaöaspánar eru fá-
kunnandi i þeim efnum, sem snúa
að leiklist, var upplagt að spyrja
Sigmund hvert væri markmiöið
meö leiktúlkuninni.
„Það má segja, að meö henni
læri þau að leika og koma fram.
Þau læra að hagnýta sér þau tækni-
legu atriði sem kennd eru ásamt
fleiru i skólanum”.
Þá eru nemendur að vinna að
ljóöadagskrá, sem unnin er upp úr
verkum Jakobinu Siguröardóttur.
Er þar um að ræða flutning á ljóö-
um og texta og vinnur allur hópur-
inn, samtals 8 manns að þvi verk-
efni.
—JSS
Þau læra áreiöanlega sitt af hverju i þessari lotu, krakkarnir, meö ekki
óreyndara leikhúsfólk en Helga Skúlason og Þóru Borg í fararbroddi.
Hiutverk skóians er að
þroska lciklistarhæf ileika
nemenda og þjálfa þá til leik-
listarstarfa.
Námstlminn er 3 ár og eins
árs starf i nemendaleikhúsi
skólans. Hvert námsár varir
um 34 vikur, frá 1. september
til 15. mai. Timasókn nemur
um 45 (40 minútna) kennslu-
stundum á viku og nemendur
hafa 100% mætingarskyldu.
Námsgreinar skólans eru:
taltækni, framsögn, raddbeit-
ing, tónmennt, söngur, lík-
amsþjálfun, hreyfing, (dans,
akrobatik, hrynjandi-æfingar
o.fl.), skylmingar, spuni,
(improvisation), leiktúlkun
greining (analýsa), leikhús-
fræði, leiklistarsaga, islenska
o.fl. Auk þess koma inn i
námið skemmri námskeiö i
öðrum greinum leiklistar, svo
sem leikmyndateiknun, lýs-
ingu, förðun o.fl.
Námsárinu er skipt i annir
og á hverri önn er unniö aö
einu eða fleiri verkefnum. 1
lok annar eru þau verkefni
sem unniö hefur veriö aö,
kynnt innan skólans og nem-
endur fá umsagnir kennara.
Kennarafundur metur hvort
nemandi hefur staðist cin-
staka námsáfanga. A meðan
á náminu stendur vinna nem-
endur einnig sjálfstætt að
verkefnum og sýna kennur-
um. Að loknu 3ja ára námi
starfa nemendur i Nemenda-
leikhúsi og vinna að sýningu,
sem þeir sýna opinberlega.
1 skólanum eru cngin skóla-
gjöld, en nemendur þurfa aö
greiða handrita- og bóka-
kostnað og kaupa sér æfinga-
skó og æfingafatnað. Nem-
endur sem eru orönir 20 ára
eiga rétt á námslánum.
„Og ég sem er komin styst”
sagði Sigurjóna Sveinsdóttir, þegar
hún var beöin um að leyfa blaða-
mönnum að fylgjast með leiktúlk-
uninni. Samt var ekki annaö^að sjá
en aö henni færist þetta pryðilega
úr hendi. Eyþór Arnason var henni
til aöstoöar i þetta sinn.
Guöjón Pedersen nemandf á 4. ári:
„BJÓST EKKI
m AD SKðLINN
VÆRI SVONA”
„Ég vissi ekkert um skólann, og
bjóst raunar ekki við að hann væri
svona, þegar ég byrjaöi hér”, sagði
Guðjón Pedersen nemandi i 4.
bekk.
„Ég kom hingaö úr menntaskóla,
vann raunar eitt ár i millitiðinni, en
hóf svo nám hér. Ég átti satt að
segja ekki von á þessari ögun og
þeim langa skóladegi, sem hér er
enda ekki vanur sliku. 1 mennta-
skólanum gat maður verið fjarver-
andi svo dögum eða vikum skipti,
en hér dugir ekkert slikt”.
Guðjón kvaðst ekki hafa fengið
neina nasasjón af leiklist áður en
hann hóf nám við skólann, „lék i
mesta lagi jólasvein, þegar ég var
lOára”, eins og hann komst að orði.
En hvers vegna þá leiklistarskól-
inn?. „Ég hafði kynnst fólki, sem
var i skóianum og fékk þá „inter-
essu” fyrir þessu. Og hér er ég
enn”.
En hvað liggur fyrir hjá
nemanda sem lýkur námi i vor?
„Ég hef verið stórorður um bylt-
ingu i leikhúsunum þessi 4 ár, sem
ég hef veriö viö nám, en er e.t.v.
farinn að draga saman seglin i
þeim efnum núna.
En það er margt hægt að gera
með þessa menntun. Þá á ég viö að
menn geta allt eins unnið sjálfstætt
ef þvi er að skipta. Ég er ánægöur
með þaö sem ég hef fengið hér, en
jafnframt þykir okkur ágætt að
fara hvert i sina áttina núna, enda
búin að vinna náið saman i 4 ár”.
—JSS
,MiKið starf, sem krefsl
mikiis skipulags”
- segir Pélur Einarsson skólasljóri
Leiklistarskóli tslands er einn af
þeim skólum sem láta ekki mikið
yfir sér dags daglega, en þar eru
þeim mun meiri umsvif, þegar inn
er komið. Visismenn litu þar inn i
gær og birtist afrakstur þeirrar
heimsóknar að svo miklu leyti sem
plássið leyfir, hér á opnunni nú.
Skólastjórinn Pétur Einarsson
var fyrst tekinn tali og spurður
þeirrar sigildu spurningar hvað
fólk þyrfti að hafa til aö bera til að
komast inn i skólann.
„Umsækjandi þarf að uppfylla
ákveöin skilyrði”, sagöi Pétur.
„Þeir sem það gera gangast undir
inntökupróf sem er tviskipt. t fyrri
hlutanum eru allir kallaðir fyrir i
10 manna hópum og úr þeim váldir
þeir, sem mega taka þátt I siðari
hlutanum. Ýmis konar verkefni eru
lögð fyrir umsækjendur, einkum i
siðari hluta prófsins, sem stendur
yfir i um það bil tvær vikur. Að þvi
loknu tekur inntökunefnd ákvörðun
um hvaða átta umsækjendum skuli
hleypt áfram”. Aðsóknin hefur
verið þetta 45-55 nemendur, en nú
var hvorki tekið inn i vor né haust,
þannig aö við eigum von á 50-60
umsóknum”.
Leiklistarskólinn er til húsa á
þrem stöðum, og var Pétur spurður
hvort það stæði skólanum og starf-
semi hans ekki fyrir þrifum.
Litlð inn á æfingu a útvarpslelkriti:
„ÞAR VORII SÖGÐ
3 DÖNALEG ORÐ"
A 3ja ári vinna nemendur eitt út-
varpsleikrit i samvinnu við leik-
listardeildútvarpsins. Æfing á einu
sliku stóð yfir i gær I húsnæði skól-
ans og var leikstjórinn Helgi Skúla-
son tekinn tali.
„Þetta er unniö eins og venjulegt
útvarpsleikrit og tekið upp niðri I
útvarpi”, sagöi hann. „Núna erum
við með enskt leikrit, sem fjallar
um unglinga i London, sambands-
leysi þeirra viö foreldra og um-
hverfi. Hefur þaö hlotiö nafniö
„Börn barnanna okkar”.
Aðspurður um hvenær leikritið
yröi tilbúiö til flutnings sagði Helgi
þaö veröa 1 næstu viku „ef Guð og
samninganefndin lofar”.
Þetta er fyrsta leikritið sem
þessir nemendur vinna að og
veröur flutt opinberlega, en þeir
höfðu fengið nasasjón af vinnslu út-
varpsleikrita fyrr i vetur. Einnig
munu þeir vinna sænskt barnaleik-
rit sem verður farið með I skólana.
Þetta er i annað sinn sem slik
samvinna er milli Rikisútvarpsins
og skólans og sagði Helgi að freist-
ast væri til að velja leikrit sem
leyfði að nemendur gætu leikiö per-
sónur úr sinum aldursflokki. Leik-
ritiö sem nemendur fluttu I fyrra
vakti töluveröa athygli, þvi „þar
voru sö.göu 3 dónaleg orð”, eins og
einn nemenda sagði þegar þetta
bar á góma.
Þá hafa nemendur fengið reynt
leikhúsfólk til liðs við sig i þessi tvö
skipti aö þessu sinni fer ÞóraBorg
með eitt hlutverkiö. —JSS
„Þetta er auðvitað á engan hátt
heppilegt húsnæði. Lindarbær, þar
sem 4. bekkur eða Nemendaleik-
húsiö er staðsett er vandræðaleik-
hús. Við höfum leitaö að húsnæði,
en þaö er a.m.k. alltaf eitt vanda-
mál sem við rekumst á og það er
varðandi rýmið. Við þurfum mikið
rými og það segir sig sjálft að leik-
listin útheimtir slikt. Maður aðlag-
ar sinn leik aö þvi rými sem fyrir
hendi er hverju sinni og menn geta
lent I vanda I stórum leikhúsum,
séu þeir vanir öðru. Einnig hefur
þetta mikiö að segja upp á radd-
sviöið”.
En er lausn á húsnæðisvandan-
um I sjónmáli?
„Nei, þvi miður. Viö erum með
leigusamning til eins árs hér en vit-
um ekki hvað gerist eftir þann
tima. Þaö blasir við að við þurfum
að reisa nýtt húsnæöi, eigum við aö
fá það sem okkur hentar. Hins veg-
ar er biöstaða i þessu máli hjá okk-
ur nú, þar sem við erum að athuga
einn möguleika sem ekki er hægt
að greina nánar frá að svo komnu.
Þetta skýrist vonandi allt með vor-
inu”.
„Geta menn fallið i leiklistar-
skóla, eða kemst sá alla leiö sem
hefur það af i gegnum hreinsunar-
eldinn?
„Þaö er ekki um nein hrein próf
að ræða hjá okkur. í lok hvers árs
er gerö úttekt á stööu hvers nem-
anda og hvernig honum hefur
gengið aö tileinka sér námiö. Það
væri til i dæminu að einhver þyrfti
aö sækja sama áfanga aftur, eöa
honum yröi visað frá námi en til
þess hefur ekki komið enn”.
Nú mega nemendur ekki leika
opinberlega nema eftir ákveönum
reglum. Hvers vegna er það svo?
„Þaö er framkomubann hjá
nemendum og þeir mega ekki
flytja efni opinberlega nema skv.
vissum skilyrðum. Þeirgeta þó sótt
um undanþágur i sumarleyfum eft-
ir 2. námsáriö.
Það er ákveðin ásókn hjá leik-
húsunum, að ná i ný andlit. Við höf-
um hins vegar litið svo á að
ákveðinn greinarmunur sé gerður
á atvinnuástandi og námsástandi.
Nemendur vinna mjög mikiö
saman og ef þeir væru i vinnu út og
suður myndi það skapa vissa til-
hneigingu til aö kljúfa hópinn og
skapa erfiöleika i samvinnu hans.
Hins vegar útilokum við ekki dag-
skrárgerö i skólum o.fl. þviumlikt.
Þetta mál hefur mikið verið rætt
og ég held að það sé fullur
skilningur fyrir þessu meðal nem-
enda.
Hvernig er að gegna starfi skóla-
stjóra Leiklistarskóla íslands?
Þaö er bæði skemmtilegt og
leiöinlegt. Þetta er mikið starf sem
krefst mikils skipulags. Það eru
ýmsar hindranir i vegi eins og hús-
næðismálin. En þaö hlýtur hins
vegar aö vera gaman fyrir alla
„fagidiota” að fá aö kenna fagið”.
—JSS
Sólveig Pálsdóttir var að æfa lag úr Saumastofunni eftir Kjartan Ragnarsson, undir leiðsögn Fjólu
ólafsdóttur.
Byrja
Eitt af þvi sem nemendur veröa
aö leggja stund á er söngur og
raddbeiting. Sólveig Pálsdóttir
nemandi á 3ja ári var I söngtima
þegar við bönkuðum upp á i stofu 18
i Miðbæjarskólanum gamla.
„Þau byrja i söng og raddþjálfun
strax i 1. bekk og byrja gjarnan á
þjóðlögum eða léttum lögum”,
sagði Fjóla ólafsdóttir leiðbein-
andi, „Kennslan miðast ekki sist
við aö fá hljóm upp á sviöið og láta
röddina berast. Þetta atriði er
mjög mikilvægt fyrir leikarann”.
En hvað um þá sem eru lag-
Söngur og raddbeltlng:
strax í i. bekk
lausir? Verða þeir að fara á mis viö
þessa þjálfun, eöa standa á ein-
hvern hátt verr aö vigi en hinir sem
syngja eins og englar?
„Ef leikari er laglaus verður að
aðstoða hann þannig aö hann geti
lifað með þvi og sungið þrátt fyrir
það”, sagöi Fjóla. „En að þessu
leyti er um mjög mikiö þjálfunar-
atriði að ræða. Flestir þeirra sem
byrja i söngtimum syngja ekki
hreint. Þetta er i langflestum til-
fellum hægt að lagfæra en menn
þurfa vitaskuld yfirleitt lengri tima
en þrjú ár til að veröa verulega
góðir. Þetta ætti ekki að fæla neinn
frá”.
„Það er mjög mikiö atriöi fyrir
verðandi leikara aö fá raddþjálf-
un”, skaut Sólveig inn i. „Söngur-
inn er stór liður i þvi og raunar eitt
af hjálpartækjunum. Sumir ná bet-
ur fram i gegnum söng en tal,
þannig að þetta getur verið mjög
einstaklingsbundið”.
Söngtimarnir eru einkatimar,
þannig að aðeins einn nemandi er I
tima i einu. Og nú var sá næsti
mættur, svo að við þökkuðum fyrir
okkur. —JSS
15
Við gerum ekki upp á miííi
Aílir fá sama afsiátt
Litíð synishorn af
lágu vöruverði:
• Saltar rúl/upy/sur
kg-verð kr. 17,85
• Hangiframpartur
kg-verð kr. 25,40
s Hangiframpartur úrbeinaðir
kg-verð kr. 52,40
• Cheerios 425 gr
verð kr. 12,50
» Cocoa Puffs 480 gr.
verð kr. 20,60
• Bug/es 198 gr
verð kr. 9,60
» Kjúk/ingar 5 stk. i kassa
kg-verð kr. 32,00
» Lambahjörtu, vakúmpökkuð
kg-verð kr. 17,70
• Lambanýru, vakúmpökkuð
kg-verð kr. 17,70
Lambalifur, vakúmpökkuð
v kg-verð kr. 31,30
Coco-malt Benco, 400 gr
verð kr. 11,80
£99 kg kg-verð kr. 27,50
• Strásykur 25 kg.
kg-verð kr. 8,70
C-11 þvottaefni 3 kg pakkning
kg-verð kr. 11,05
OPIÐ: föstudaga kl. 9—22
laugardaga kl. 9—12
í Matvörudeild og Rafdeild
/A A A A A A
— _l 'j'!9
. Z JU''..IU34j J
■ UariHUUIlHllillli
Jón Loftsson hf.__________________
Hringbraut 121 Sími 10600
Fyrst um sinn er
opið í:
★ Byggingavorudei/d
★ Húsgagnadeiid
★ Teppadei/d
til kl. 19 á föstudögum,
en lokað á laugardögum
Allirfá
sama
afslátt