Vísir


Vísir - 28.01.1981, Qupperneq 27

Vísir - 28.01.1981, Qupperneq 27
Mi&vikudagur 28. janúar 1981 27 vtsm Sundlaugin er hið glæsilegasta mannvirki. Sundlaug við Fjölbrautarskólann í Breiðholti vígð: Byggingarkostnaöur var yfir 2 milljarða gkröna Útisundlaug vi& Fjölbrautar- skdlann i Breiöholti va;- vlgð fyrir skömmu. t upphafi var gert ráð fyrir aö byggingu laugarinnar og til- heyrandi húsa skyldi lokið I oktöber 1976. Af þvi gat þó ekki orðið vegna fjárskorts, en inni- laug var tekin i notkun I janúar 1977. Byggingin er I heild 9940 rúm- metrar. Þar eru tvær sundlaug- ar, innilaug 12,5 x 7,5 metrar og útilaug 12,5 x 25 metrar, tveir hitapottar, vaðlaug fyrir börn, gæsluturn, sólbaðsaðstaöa, steypiböð, gufuböö, þurrkher- bergi og búningsklefar fyrir 600 gesti. í kjallara er gert ráð fyrir aö nemendur Fjölbrautarskól- ans fái nokkra aðstöðu til Ungir Brei&hyltingar biðu ekki bo&ana að breg&a sér í sund (Visism. Emil) félagsstarfa. Lóð er aö fullu íra- gengin og girt. Gert er ráð fyrir að Iþróttaað- staða Fjölbrautarskólans nýtist almenningi og iþróttafélögum, þegar skdlinn þarf ekki á þeim aðhalda. Haft var i huga að fólk I hjólastólum og aðrir fatlaðir gætu notað sér það sem sund- laugabyggingin hefur að bjóöa, en þtí þarf enn að gera lítilshátt- ar lagfæringar i gufuböðum, til aö fatlaðir eigi þar greiðan að- gang. Kostnaður við bygging- una var á núgildandi verðlagi um 22 milljtínir Nýkróna, eða um 2,2 milljaröar gamalla krtína. Verktaki var Sveinbjörn Sig- urðsson trésmiðameistari. Byggingar nefnd útvarpshússins Menntamálaráðherra hefur skipað eftirtalda menn i bygg- ingarnefnd Rikisútvarpsins: Vilhjálm Hjáimarsson, for- mann útvarpsráös, Ólaf R. Einarsson, varaformann út- varpsráðs, Benedikt Bogason, verkfræðing, og Hörö Vilhjálms- son, framkvæmdastjóra, sem jafnframt var skipaöur formaður nefndarinnar. Verkefni nefndarinnar er að hafa á hendi framkvæmdastjórn og yfirumsjón með byggingu út- varpshúss fyrir starfsemi Rikis- útvarpsins. Geysissiysið: Leiðangur á Bárðarbungu Frásögn af leiðangrinum, sem sótti áhöfn flugvélarinnar ,,Geys is” á Báðarðarbungu árið 1960, er meöal efnis i nýjasta tölublaði- timaritsins Súlur, sem Sölufélag Eyfirðinga gefur út. Af margvislegu efni i þessu blaði, sem er á þriðja hundrað blaðsiður að stærð, má nefna grein um 100 ára byggð i Glerár- þorpi, kafla úr endurminningum Daviðs Ketilssonar frá Mikla- garði i Eyjafirði, frásögn af Jóni Jónssyni bónda á Siglunesi, grein um Grýlukvæði Grimseyinga, refaleit i riki Náttfara, Staðar- byggð og margt fleira. Margar myndir eru i ritinu, sem kostar 70 nýkrónur. Leiðrétting Fyrir skömmu birtist i Visi frá- sögn af nýrri laxeldisstöð við Straumsvik, en hún er rekin af fýrirtækinu Pólarlax h.f. 1 grein- inni var sagt að þeir Magnús Björnsson og Róbert Pétursson væru stærstu hluthafar i fyrirtæk- inu, en það er ekki rétt heldur mun einn aðili eiga stærri hlut en þeir. Þetta leiðréttist hér með. Að fresta raunveruleikanum Ekki linnir vandkvæðum og þrasi út af raunvaxtastefnu. Stjdrnmálamenn ræða gjarnan um þetta eins og vinnukonur um friheitin sin um siðustu alda- mtít. Þeir lýsa þvi yfir, a.m.k. stjdrnarmenn, að enginn vandi sé að halda vöxtum á sparifé háum á sama tima og hægt sé að lækka vixilvexti i viðskiptum og storlækka vexti á lánum til lengri tima. Þessir hugum kiofnu stjórnmálamenn gæta hins vegar ekki að þvi að banka- starfsemi verður að standa undir sér. Au&vitað er hægt fyrir bankana að ganga á eigið fé um ti'ma, en hvað við tekur, þegar það er uppurið, veit eng- inn og allra sist þeir snillingar stjornmálanna, sem haida að enginn vandi sé að tryggja háa vexti sparifjár á sama tima og útlánsvextir eru lækkaöir. Annars er fyrrgreind vaxta- stefna alveg í samræmi við ann- að, sem nú er uppi á teningnum hjá stjórnarliðum. Stjórnar- stefnan i fjármálum byggist á innansleikjum. Ein af þessum innansleikjum er að neyða bankana til að nota eigiö fé til greiðslu á vaxtamismun. Siðan má f jandinn hirða þessar stofn- anir. Ljtíst er að allt vaxtaspil- verkið hangir uppi á verðbólg- unni, sem nú er talið að nema muni 55% á ársgrundvelli. Með frávikum hefur vöxtum þó verið haldið neðan við þessi mörk. Þannig er alveg ómögulegt að viðhalda verðmæti sparifjár, enda þarf mikla hækkun útláns- vaxta tilþess. Útlánsvextir hafa aftur á móti bein áhrif á vöxt verðbdlgunnar, svo að I þessu efni er vitahringurinn fuiikomn- aður. Með þvi að neyða bankana til að gefa með útlánsvi&skipt- um af eigin fé frestast raun- veruieikinn aðeins um sinn. En það er eins og allir vita helsta viðfangsefni stjórnarinnar að fresta raunveruleikanum. Húsbyggjendur fara hrika- lega út úr þeim vaxtaævintýr- um, sem stjórnin hefur leitt þjóðina út i. Nú er auðvelt að fá húsnæði á leigu fyrir upphæðir, sem nema tveimur prósentum af vaxtagreiðslum af samsvar- andi húsnæði ef ieigutaki ætlað ah byggja. Vitað er um fyrir- tæki, sem hafa sagt upp hús- næði, vegna þess að þeim þótti leigan of há. Þegar þau höfðu byggt yfir sig kom á daginn að þau stóðu ekki undir vaxta- kostnaði, og ramba nú á barmi gjaldþrots, e&a eru að auka við sig vaxtaaukalánum, sem nóg er af um þessar myndir. Dæmin eru auðvitað enn verri hvað einstakiinga snertir, sem eru aö byggja húsnæði yfir sig. Þar blasir ekkert annað viö en algjör stöðvun bygginga meö samsvarandi atvinnuleysi i byggingariönaði. Tillögur I þessum efnum hafa hingað til ekki miðað að ööru en reikn- ingsfæra skuldir fram i timann, éða ganga á eigið fé lánastofn- ana, sem er svona álika a&gerð og pissa f skóinn sinn. Sannleikurinn er sá, að tslendingar hafa aldrei átt fjár- festingersjóði á sama tima og þeir byggðu yfir sig varanleg hús. Húsbyggingar einstakl- inga. sem að mestu hafa verið fjármagnaðar með víxillánum, hafa siðan kallað i gifuriegan kaupþrýsting, sem hefur verið eitt af okkar stóru meinum I efnahagslifinu. Enn er ekki of seint að koma upp fjár- festingarsjóði, sem leysir okkur a.m.k. undan þessum þrýstingi. Til þess þarf að taka erlent lán, sem yfirtekur allar fasteigna- skuldir landsmanna, kemur þeim á viðunandi vexti og eykur lánstrm^nn minnst upp I fjörtiu ár. Þessum fasteignasjtí&i yrði a& halda utan við annað fjármálaástand, annað en það sem stafar af gengishreyfingu, og yrðu þtí þar að vera einhverj- ar takmarkanir á. Meö þessum hætti losná&i þýðingarmesti hluti skuldamála út úr öngþveiti stjdrnariðju hverju sinni, og þrýstingurinn i fjármálakerfinu mundi óðar minnka og verða eðiiiegri. En þess er au&vitað ekki að vænta, að svona mannlega verði tekið á málum, heidur verður ungt fólk aö horfa framan i húsnæðisleysi enn um sinn. Svarthöföi.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.