Vísir - 29.01.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 29.01.1981, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 29. janúar 1981 VÍSIR útgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Ástvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sig- jxirsdóttir, Kristfn Þorsteinsdóttir, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir, Blaðamaður á Akureyri: Gfsli Sigurgeirsson. iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Safn- vörður: Eirlkur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Síðumúli 14, simi 86611, 7 Ifnur. Auglýsingarog skrifstofur: Síðumúla8, Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, slmi 86611. Áskriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð í lausasölu 4 nýkrónur eintakið. Vísir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14. STJOMMALAMENN ISJONVMPI Umræöur um stjórnmál I sjónvarpi I fyrrakvöld leiöa hugann aö þvi, hvort karp milli stjórnmálamanna af því tagi, sem tiökast hér á landi, skili einhverjum árangri. Sjónvarpið getur gert menn landsþekkta á einu kvöldi. En sú kynning þarf ekki alltaf að verða til góðs. Það hefur margur maðurinn mátt reyna. Skermur- inn er miskunnarlaus dómari og þá ekki síst fyrir þá, sem þar eru tíðir gestir. í hverri viku eru stjórnmála- menn leiddir fram í kastljósið — inn á hvers manns heimili. Yfir- leitt er umræðuef nið hið sama og viðmælendurnir einnig. Orðræð- ur tiltölulegra fárra manna kalla á endurtekningar í málflutningi og gerir almenning leiðan á stjórnmálaforingjunum. Enginn vaf i er á því, að margir mætir stjórnmálamenn undan- farins áratugs hafa goldið sjálfs sin í sjónvarpinu. Ekki hef ur það bætt úr skák, að einkenni þeirrar umræðu hefur verið skæklatog, dæmalaust karp, sem hvorki hefur upphaf né endi. Auðvitað er nauðsynlegt að menn skiptist á skoðunum. Það er eðli stjórnmála. En stagl i stað rökræðu fyllir menn tor- tryggni og andúð á stjórnmála- umræðum. Hversu oft heyrum við ekki stjórnmálamanninn hefja ræðu sína með eftirfarandi orðum: „Sannleikurinn er sá", eða „staðreyndin er sú". Þá eru flestir vissir um, að bæði sann- leikanum og staðreyndunum er snúið við. Áallra síðustu misserum hefur mikill f jöldi ungra manna komið fram á sjónarsviðið í stjórnmál- um. Lúðvíkar, Gylfar og Ólafar, andlitin á sjónvarpskerminum undanfarinn áratug, hafa dregið sig í hlé. Ný kynslóð er að taka við. Gera mátti ráð fyrir, að hinir nýju menn tileinkuðu sér annars- konar málflutning, lærðu af reynslunni. Þetta hefur þó tekist misjafnlega. í sjónvarpinu í fyrrakvöld leiddu saman hesta sína tveir al- þingismennaf yngri kynslóðinni. Báðir hafa getið sér orð sem upp- rennandi og hæfir menn. Halldór Blöndal er kappræðumaður góð- ur og frumlegur í hugsun, Guð- mundur G. Þórarinsson sýnist ábyrgur og hávaðalaus stjórn- málamaður. Umræðan þeirra í milli endaði í gamalkunnu karpi, enda tókst þeim ekki einu sinni að koma sér saman um forsendur. Þeir skiptust á skotum og þáttur- inn varð líflegur, ef menn iíta á slíka kappræðu sem skilmingar og vopnfimi, en ekki rökræðu. Þetta er ekki sagt þeim Hall- dóri og Guðmundi til hnjóðs eða vegna þess, að þeir séu einir um að falla í gryf ju þrætubókarinn- ar. Þetta er ályktun, sem dregin verður af flestum þeim sjón- varpsþáttum, þar sem stjórn- málamenn leiða saman hesta sína. Það má jafnvel halda því fram með réttu, að leiðarar dag- blaðanna séu undir sömu sök seldir. Andstæðingurinn er sjald- an látinn njóta sannmælis, mis- munandi forsendur gefnar og ein hlið máls túlkuð. Vera má, að málf lutningur af þessu tagi sé fylgismönnum til forherðingar svo að menn geti sagt: Sástu hvernig ég tók hann? En hann hefur ekki sannfærandi áhrif á fjölskylduna í stof- unni, hinn hlutlausa áhorfanda sjónvarpsins. Ef til vill er erfitt að láta af þessum sið. Ef til vill eru stjórn- málamenn og leiðarahöfundar svo vissir í sinni sök og trúaðir á ágæti málstaðarins, að annað komist ekki að. Hitt er þó líklegra, að menn haldi, að það sé besta ráðið að gefa aldrei höggstað á sér, vera skotheldur fyrir gagnrökum. Því hefur verið haldið fram hér í blaðinu, að verðbólguvand- inn væri ekki efnahagslegur, heldur stjórnmálalegur. Sá stjórnmálavandi er meðal ann- ars sprottinn af þeirri sannfær- ingu stjórnmálamanna, að sann- leikurinn sé ávallt þeirra megin. Það er ekki nóg, að stjórnmála- maðurinn sé sannfærður um málstað sinn. Kjósandinn þarf einnig að vera það. HVERS VEGNA FARA ÞEIR? Umræður um landflótta hafa orðið býsna háværar siðustu vikurnar eins og ég minntist á i siðustu grein minni. Arlega flýja þusundir manna tsland, rétt eins og viðreisnarvofan sællar minningár grasseri sem utanfaraagent enn i dag. Menn hafa hrokkið dálitið við, þegar fréttir hafa birst af þvi aö helstu keppinautar okkar á fiskmörk- uöum vestan hafs sæti nú lagi að ná i sérþjálfað fólk héðan til þess að standa betur að vigi i samkeppninni við okkur, enda helst að stóra þjóðarhjartaö bif- ist, þegar á fisk er minst. Hvers vegna vill fólk fara? Eölilegt er aö spurt sé. Einn ráðherrann okkar, formaður Aiþýöubandalagsins, skoraði i útvarpinu d fólk aö gæta still- ingar og hófs í þessum efnum. Hann benti fólki á að brott- flutningur af landinu og búseta i nýju landi hefði mikil áhrif á fólk, ekki síst börnin, og mörg félagsleg vandamál biöu fólks- ins i nýju umhverfi. Þetta-er hárrétt hjá ráðherr- anum. Við þettamá svo bæta að i mörgum þeim löndum, sem fólk flyst nú helst til, er sam- keppnin miskunnarlaus. Þar biða fólks gullog grænir skógar, ef vel gengur, en þegar illa árar er minna um samhjálpina, tryggingarkerfiö er ófullkomn- ara að ýmsu leyti en hér heima, einstaklingurinn er eins og peð i mannhafinu, ættingjar og vinir viðs fjarri til þess að hlaupa undir bagga með þeim, sem standa höllum fæti. Samt fer fólk. Og flest gerir það sér ljósa grein fyrir öllu þessu. Það veit frá hverju það fer, og það veit að margs konar óvissa biður þess. i framandi löndum. En það fer samt. Hvers vegna i ósköpunum? Það skyldi nú aldrei vera að það sé búiö að missa trúna á þetta land? Þetta er ljót uppá- stunga, það veit ég vel, en hún er ekki sett fram alveg út i loft- ið. Ég hefi heyrt það svo sorg- lega oft undanfarið á fólki, sem er að hugsa sér til hreyfings, að það sé best að koma sér brut af þessu skeri sem allra fyrst, þvi spilaborgin fari hvort eð er fljótlega að hrynja. Ekkert sé gert til þess að sporna gegn verðbdlguþróuninni nema i munninum, ekkert sé gert til að tryggja atvinnu, nema á papp- irnum, og ekkert sé gert til að treysta íyöræðið nema i skála- ræöum. ótti við eymd og at- vinnuleysi Fólk er búið að heyra svo lengi talað um nauðsyn þess að tryggja þurfi atvinnu fjöl- mennra árganga, sem séu aö koma á atvinnumarkaðinn, að það skilur ekki hvers vegna ekkert er gert til þess. Fólk veit Magnús Bjarnfreösson gerir landflóttann aö um- talsefni/ og veltir fyrir sér hugsanlegum skýr- ingum og ástæöum fyrir því/ að islendingar sæki til annarra landa í aukn- um mæli. að ny tækni mun stórminnka þörf fyrir vinnuafl i mörgum starfsgreinum miðað viö afköst og skilur ekki hvers vegna enginn virðist vilja taka á þvi máli. Það skilur hvorki að stjórnvöld skuli ekki framfylgja neinni raunhæfri ákvöröun til þess að byggja upp atvinnu«né heldur að stjórnarandstaða skuli ekkert merkilegra hafa til málanna að leggja þegar tryggja þarf tugum þúsunda n ý störf á næstu árum en að fimbulfamba endalaust um ein- hver stóriðjuver, sem veita nokkrumhundruðum atvinnu og tekur hátt i áratug að koma i gagnið. Fólk er orðiö langþreytt á þvi að sjá rikisstjórn eftir rikis- stjórn koma og fara án þess að gera nokkurn skapaðan hlut til þess að tryggja framtið þess og stjórnarandstöðu eftir stjórnar- andstöðu gera sig að viðundri með ábyrgðarlausu glamri án þess aö leggja fram raunhæfar tillögur og axla ábyrgð. Það er búiö að biða áratugum saman árangurslaust eftir þvi að heyra einn einasta valdsmann, sem stendur á brókinni eftir mis- heppnaða valdatið, segja: Mér skjátlaðist. Fólk veit yfirleitt mætavel, að það er engum hollt að rifa sig upp með rótum og flytja i fram- andi umhverfi. Það gerir það fæst aö gamni sinu. Einstaka eru kannski að flýja sjálfa sig en aðrir eru haldnir ævin- týralöngun. En flestir gera dæmið upp við sig. Þeir vilja ekki biða lengur, þvi þeir treysta engu lengur. Frelsi hér og þar Það er athyglisvert að straumurinn liggur nú fyrst og fremst vesturá bóginn, rétt eins og fyrir hundrað árum. Þá var predikað yfir langsoltnum landslýö að land tækifæranna væri handan Atlantshafsins, og vissulega var það þar i raun fyrir marga. Enn i dag er þetta sterkasta aödráttaraflið. Menn trúa þvi að þar geti þeirhafist af sjálfum sér. Þar sé mönnum ekki refsað sérstaklega fyrir að vera útsjónarsamir og duglegir og þar sé börnum ekki bannað að skara fram úr i skóla. Samhjálp okkar er mikils- verð, og sist skal ég hvetja til þess að úr henni sé dregið. Miklu fremur þarf að efla hana, eða að minnsta kosti tryggja það að hún komi rétt niður. Afætur i skjóli samhjálpar okk- ar eru of margar, það eru þvi miður nógir til, sem þurfa hennar með. En þessi mikla samhjálp má ekki ganga svo nálægt okkur, að allt ein- staklingsfrelsi verði i dróma drepið. Við megum ekki ganga svo langt að enginn telji sér hag i þvi að beita kröftum sinum og hugviti. Það verða alltaf ein- hverjir til meðal okkar, sem vilja gera það, og þeir fara þá annað. Og þá veröur þungt fyrir fæti á landinu, ef allir þeir áræðnu og kjörkuðu leita á önn- ur mið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.