Vísir - 29.01.1981, Blaðsíða 15

Vísir - 29.01.1981, Blaðsíða 15
vísm Fimmtudagur 29. janúar 1981 Fimmtudagur 29. janúar 1981 WGANCIAR £fttslN/\DUR Heimilismaöur fjarverandi einstaklings er beðinn að gera skýrslu fyrir hann. vlsm . . MlHW v£R® KYRR rc\Wc . t. K V': AíAörm m mmá Hvað er manntal? Manntal er annað og meira en talning mannfólksins á landinu Manntal er hagfræðileg úttekt, sem hefur fólkið i landinu að við- fangsefni. Meginatriði serhvers manntals má telja þrjú: 1) Hvaö starfar fólkið i landinu? Þau störf, sem hver þjóð innir af hendi, sú vinna, sem lögö er fram i samfélagi fólks, er þriþætt: at- vinna, heimilisstörf og nám. 2) Hvernig skipar fólkið i landinu sér i frumhópa samfélagsins, fjölskyldur og heimili? 3) Við hvaða aöbúnaö býr fólkið i landinu, aö þvi er varðar húsa- kost og fleira. Manntalið þáttur í alþjóð- legu samstarfi Manntalið 1981 er hið 22. i röö svokallaðra aðalmanntala á islandi. Þaö er tekiö samkvæmt lögum nr. 76. 19. desember 1980. Manntöl eru svo mikilvæg undirstaða allrar vitneskju um stöðu þjóöar, að bæði Þjóða- bandalagið gamla og arftaki þess, Sameinuðu þjóöirnar, hafa staðið fyrir alþjóðlegu samstarfi um manntöl: til hvaða efnis skuli taka, hvernig ýmis hugtök skuli skýrgreind, o.s.frv. og siðast en ekki sist hvenær þau skuli fara fram. 1 samræmi við tillögur hag- stofu Sameinuðu þjóðanna eru manntöl tekin i flestum löndum heims 1980 eða 1981. Manntal var t.d. tekið i Bandarikjunum 1. april i fyrravor, i Sviþjóð, 15. september, i Noregi og Finnlandi 1. nóvember siðastliðinn, og manntal verður tekið i Efnahags- bandalagslöndunum i vor. 1 einungis fimm rikjum heims hefur allsherjarmanntal aldrei fariö fram. Þessi riki eru Eþió- pia, Ginea og Miðafrika i Afriku, og Laos og Óman i Asiu. Trúnaöarsky Ida mann- talsaóila. 9. grein manntalslaganna hljóðar svo: „Upplýsingar skráðar á manntal um einkahagi manna eru einvöröungu ætlaðar til hagskýrslugerðar og er ó- heimilt aö láta aðila utan Hag- stofunnar fá vitneskju um þær. Heimilt er þó að láta viðurkennd- um rannsóknaraöilum og opin- berum stofnunum i té upp- lýsingar skráðar á manntal, enda sé þá nöfnum og auökennisnúm- erum einstaklinga sleppt. Ur- vinnslu manntalsskýrslna skal Hagstofan ein annast, og hlutað- eigandi starfsmenn hennar bund- ir þagnarskyldu. Teljarar viö manntalið og starfsmenn sveitar- félaga, sem vinna aö framkvæmd þess, eru einnig bundnir þagnar- skyldu.” Manntalsupplýsingar er ekki hægt að nota neinum einstaklingi í óhag. Engar upplýsingar, sem ein- staklingar gefa um sig og sina hagi, verða notaðar á neinn hátt viökomandi eða öörum i óhag. Trygging fyrir þessu er i fyrsta lagi eðli manntalsatriðanna: Ekkert þeirra varöar fjármuni eða eignir, nema aö þvi er tekur til húseignar. Spurt er um eiganda ibúöar, en slikar upplýs- ingar eru i öðru samhengi ekki trúnaðarmál, samanber vottorð úr veðmálsbókum. Upphæð tekna kemur ekki fram i manntali, né hvernig einstaklingar eða heimili verja tekjum sinum. Manntals- skráning getur ekki oröið sönnunargagn um neins konar fjárhagsleg efni, enda trúnaðar- skyldan tekin fram á eyðublað- inu. Ekkert manntalsatriöanna getur talist nærgöngult persónu- legum högun fólks, enda alls ekki spurt um tómstundir fólks, áhugamál eða skoðanir. 1 öðru lagi er trygging gegn óhlutvandri meðferö upplýsing- anna veitt i þeirri lögvernd, er trúnaðarskylda manntalslaganna kveður á um, og skýrö var hér að framan. Liður i þeirri vernd er það, að enginn nema fram- kvæmendur manntalsins, þ.e. teljarar og aörir trúnaðarmenn sveitarstjórna, og starfslið Hag- stofunnar við úrvinnslu mann- talsins, hefur aðgang að frum- gögnum manntalsins þ.e. þeim eyðublöðum, þar sem manntals- atriðin eru skráð. Eftir úrvinnslu liggja upplýsingarnar fyrir sem slikar, sviptar öllum einstakl- ingsauðkennum, þannig að úti- lokað er að rekja þær til nafn- greindra manna. 1 þriðja lagi felst trygging i við- teknum hefðum við hagskýrslu- gerð, en þar er nafnleynd varð- andi upplýsingagjafa og hagi þeirra grundvallaratriði, enda brýnt hagsmunamál fyrir þá stofnun, sem að hagskýrslugerð- inni stendur. Störf Hagstofunnar byggjast öðru fremur á þvi, aö stofnanir, fyrirtæki og almenn- ingur geti treyst henni fyrir upp- lýsingum. Þeta gildir um mann- tal ekki siður en aðra upplýsinga- söfnun. Enn fremur má benda á, að manntalslög frá 1920 voru endurskoðuð 1980 og ný lög sett, meðal annars sérstaklega i þeim tilgangi að tryggja rétt einstakl- ings við manntal. Skipulag manntalsins. Manntalinu er nú hagað á nokkuð annan hátt en áður. 1960 og fyrr fóru manntöl þannig fram, að teljarar gengu i hús og skrifuðu sjálfir niöur eftir fyrir- sögn heimilismanna allar upplýs- ingar um fólkið, ibúöir og hús á eitt og sama eyðublaðiö fyrir allt húsið. Viö þetta manntal er fólki ætlaö að fylla sjálft út skýrslu sina. Formi eyöublaðanna er breytt þannig, að viðfangsefni mann- talsins er skipt á þrjú blöð: Ein- staklingsskýrslu, sem gera skal um alla 12 ára og eldri um siðustu áramót, ibúðarskýrslu og hússkýrslu. Svokallað krossa- prófskerfi er notað, en þaö gefur færi á aö orða spurningar nákvæmar og einhlitar en annars, og auöveldara verður að svara. Þessi aðferð er nú notuð viö manntöl i flestum löndum. T.d. getur gamall maður, sem er hættur að vinna og stundaöi ekki nám eftir fermingu, útfyllt sina Upplýslngar frá Hagstofu fslands: Salna mlkilsverðum upp- lýslngum um Móðlélaglð einstaklingsskýrslu einvörðungu með þvi að setja krossa, nema hvað hann þarf að skrifa heimilis- fang i 1. lið, og heiti lifeyrissjóðs, ef það á við. Sama á við alla aðra, sem stunda ekki atvinnu, hvort heldur það eru unglingar, hús- mæður, öryrkjar eða aðrir — þeir geta svarað einstaklingsskýrsl- unni á þennan einfalda hátt. Orvar á eyðublaðinu visa, hvernig svara skal, og hverju má sleppa, þegar svo ber undir. Auk þess sem hægt er að nota „krossapróf” leiöir sú tilhögun, að hver maöur gerir sina ein- staklingsskýrslu, til þess, að allir geta fyllt út skýrsluna samtimis, eftir leiðbeiningum i fjölmiðlum. Föstudagskvöld 30. janúar kl. 21.15 verður 30 minútna þáttur i sjónvarpinu, þar sem farið verður yfir spurningar einstakl- ingseyðublaðsins i þvi skyni, að hver og einn útfylli það fyrir sig eftir leiðbeiningum i þættinum. Hann verður endurtekinn i sjón- varpi kl. 16 á laugardag 31. janúar. Einstaklingsskýrslan Einstaklingsskýrslu á að gera um alla, sem fæddir eru 1968 eða fyrr. Hana þarf hver og einn að gera sjálfur, eða aðrir fyrir hann, þar sem hann á sólarhringsdvöl 31. janúar. Fyrir þá, sem dveljast annars staöar en á lögheimili sinu, þarf annað heimilisfólk að gera einstaklingsskýrslu. Sérstök áhersla er lögð á, að einstaklings- skýrsla skal ekki gerð á dvalar- stað fyrir þá, sem liggja i sjúkra- húsi til timabundinnar dvalar, og er þvi nauðsynlegt, að heimilis- menn, sé um þá að ræöa, vandi til einstaklingsskýrslugerðar fyrir þá, sem eru fjarverandi vegna sjúkrahúsdvalar. Gera skal einstaklingsskýrslu um alla Islendinga, sem eru I skólanámi eða öðru námi erlend- is, svo og fjölskyldu þeirra nema fyrir liggi, að þeir séu alfluttir til útlanda. A sama hátt skal skrá aðra Islendinga erlendis, ef talið er, að þeir muni setjast aftur að á Islandi. Nánustu venslamenn Islendinga erlendis gera ein- staklingsskýrsluna fyrir þá. Sam- kvæmt eðli máls er ekki krafist tæmandi útfyllingar einstaklings- skýrslublaðsins fyrir þá, sem dveljast erlendis, t.d. þarf engu að svara, sem varöar vikuna 24.- 30. janúar 1981. Eins og eyöublaðið ber með sér skal skýrslan auðkennd viðkom- andi einstaklingi efst meö náfni hans og fæðingardegi. í linuna, sem merkt er „Staður”, skal skrifa dvalarstað einstaklingsins, nema skýrslan sé gerð af öörum en honum sjálfum vegna fjarveru hans frá lögheimili 31. janúar, þá skal rita lögheimilið þarna. Séu fleiri en ein ibúö i húsi, þarf að til- greina hvaða ibúö skýrslan til- heyrir, t.d. 2. hæð til hægri eða þess háttar. 1 1. spurningalið á aö tilgreina, hvar viðkomandi átti heima á til- teknum timum. Séu menn i vafa um, hvernig skulli svara þessu, t.d. vegna þess aö þeir dvöldust annars staðar en á lögheimili sinu, eða muni ekki nákvæmlega, hvenær þeir fluttu :, nægir aö svara eftir bestu trú, enda er alls ekki ætlast til fullrar samsvör- unar með þvi, sem þarna er ritað, og skráningu i þjóðskrá á sinum tima. Tilgangur manntalsins Tilgangur manntalsins veröur skýrastur, ef við athugum hvað manntal er. Þaö var gerö grein Forstööumenn Hagstofu tslands kynntu blaöamönnum fyrirkomulag Manntals 1981 á fundi í gær. Vlsism: GVA. fyrir þvi i upphafi máls. Allir, sem á einhvern hátt þurfa að þekkja þróun mála og ástand á þeim sviðum, sem manntal tekur til, verða að reiða sig á niðurstöö- ur manntals, eða áætlanir byggð- ar á þeim. Einstaklingar, fyrir- tæki, félög og opinberir aðilar þurfa sifellt að vega og meta hin ýmsu mál, sem varða fólkið i landinu, ýmist til þess að fylgjast með breytingum sem veröa eða hafa áhrif á þær. — SPurningar sem lagðar eru fyrir almenning i þessu manntali miða allar að þvi, að afla þekkingar á þeim sviðum, sem manntal tekur til. Til frekari skýringar á einstökum spurning- um, skulum við athuga tilgang þeirra hverrar fyrir sig. Heimilisfangaspurningin Meö þessari spurningu fæst efniviöur til þess aö athuga ýtar- lega fólksflutninga milli sveitar- félaga, og milli hverfa innan sama sveitarfélags, t.d. Reykja- vikurborgar. Sveitarfélögin eru mjög áhugasöm um góðar upplýsingar um þetta atriði. Sambúðar- og hjónabands- spurningarnar (2-3) Hlutverk 2. og 3. liðs er fyrst og fremst að leiða i ljós umfang ó- vigðrar sambúðar á Islandi. Talið er, aö hún hafi farið i vöxt undan- farin ár. Hefur löggjafinn reynt aö tryggja réttindamál þeirra, sem eru ióvigöri sambúð, og er hún þvi nú lagalega viðurkennd aö nokkru leyti sem hjónabands- form. Það er mikilvægt að fá fram, hve margt fólk telur sig nú vera i óvigðri sambúð á íslandi, og hve lengi sú sambúð hefur staðið. Ýmislegtbendir til þess aö óvigð sambúð sé oft undanfari vigðrar sambúöar, þ.e. hjóna- bands i hefðbundinni merkingu. Einmitt þess vegna er spurt um upphafsár bæöi sambúðar og hjónabands, þar eð þá kemur fram, hvort óvigð sambúð er undanfari hjónabands, og hve lengi hún stóð. Athugið sérstaklega, að einung- is er spurt um sambúö og hjóna- band, sem er við lýði manntals- daginn. Ekkert skal upplýsa um sambúð og hjónaband, sem nú er lokið, hvort sem það varð við and- lát maka eða skilnað. Allir þeir, sem eru ekki i hjónabandi 31. janúar, ógift fólk, fráskilið fólk, ekkjur og ekklar, segja „Nei” i 3. lið. Veitið þvi enn fremur athygli, að viðkomandi aðilar meta það sjálfir hvort sameiginlegt heimilishald þeirra er með þeim hætti, að það teljist óvigö sam- búð. Þó mun verða að lita svo á, að fólk, sem býr saman i ibúð og hefur eignast barn saman, en er ekki gift, sé i óvigðri sambúð. Að sjálfsögðu er barn ekki skilyröi þess, að fólk teljist vera i óvigðri sambúð. Barnaspurningin Það er öllum kunnugt, hve miklar breytingar hafa orðið á fjölskyldugerð i tiö núlifandi fólks. Einn mikilvægasti þáttur- inn i þessum breytingum er tengdur tölu barna, sem konur eignast. Upplýsingum kvenna i 4. lið er ætlað að leiða i ljós, hverjar breytingar hafa orðið á barnatöl- unni með nýjum kvnslóðum. Námsspurningarnar (5-8) Nám er vinna, og þvi þarf aö telja það með störfum lands- manna. Þess vegna er spurt um yfirstandandi nám I 5. og 8. lið. En skólamenntun og verkmennt- un er lika þjóðarauður, og þvi er spurt um þá skólagöngu sem hafa lokið og próf sem þeir hafa tekiö (einungis starfspróf og stúdents- próf) i 5., 6. og 7. lið. Ekki þarf að orölengja það, að upplýsingar þær, sem eiga að fást um þessi atriði úr manntalinu, eru ákaflega mikilvægar fyrir alla skipulagningu vegna menntamála og vegna atvinnu- uppbygginar fyrir framtiðina. Heimilisstarfaspurningin (9). 9. liður er nýtt atriði i manntali hérlendis. Eins og tekið var fram i upphafi, eru heimilisstörf eitt þeirra þriggja starfssviða, sem eru undirstaða framfærslu fólks i landinu. Viö fyrri manntöl hefur, með réttu eða röngu, ekki þótt vera á- stæða til að spyrja um þann þátt þjóöarbúskaparins, sem heimilis- störf eru. Astæða þessa er vafa- laust sú, að verkaskipting var miklu meiri hér áður hvað snerti atvinnu annars vegar og heimilis- störf hins vegar. Nú sinnir fólk þessum verksviðum jafnari höndum, og er þvi nauðsynlegra en áður aö spyrja sérstaklega um heimilisstörfin. Það er lagt i mat hvers og eins að ákveöa, hvaða störf sin, sem hann innir af hendi fyrir heimiliö, hann telur heimilisstörf. Til al- menns samræmis er æskilegt að telja eftirtalin atriði til heimilis- starfa: 1) Innkaup á vörum og öðru til heimilishalds. 2) Eldhússtörf og þvottastörf. 3) Þrif hússins, lóðar og heimilisbils. 4) Fatagecð o.þ.h. fyrir heimilis- menn. 5) Umönnun barna og annarra, sem hennar þarfnast. Atvinnuspurningin fyrir manntalsvikuna (10) Þessari spurningu er ætlaö að leiða i ljós, hve stór hluti lands- manna það er, sem telst „virkur viö atvinnustörf” manntalsvik- una. Það, að spurt er, hvort mað- ur hafi haft tekjur i vikunni (ekki hverjar þær voru) stafar af þvi, að atvinna er skýrgreind sem sú vinna, sem maöur hefur tekjur fyrir. Vinnutima- og feröaspurn- ingarnar (11-13) Þessum spurningum er ætlað að upplýsa hve mikla vinnu fólk innir af hendi i atvinnustörfum, og hvernig það fer ferða sinna til vinnu. Þetta siöarnefnda er geysimikilvægt atriði i öllum skipulagsviðfangsefnum, og er hagsmunamál sveitarfélaganna aö góöar upplýsingar fáist um ferðir til vinnu. - Spurningarnar um upp- runa framfæris (14-15) Efni þessara spurninga lýtur að þvi, hvaðan menn höfðu framfæri sitt á liðnu ári. Þessar spurningar eru þjóðhagslegs eölis, og þri- skipting framfæris i 14. lið er i samræmi við flokkun i þjóðhags- reikningum. Efni þessa liðs hefur tilheyrt islenskum manntölum frá upphafi, en 15. liður er nýtt atriöi. Upplýsingagildi hans er mikiö fyrir þá umræöu, sem nú fer fram i þjóöfélaginu um skipan lifeyrismála. Atvinnuspurningarnar fyrir 1980 (16-19) I 16. liö er fengið fram, hverjir teljast skulu „virkir við atvinnu- störf” siöastliðið ár. Efni spurninganna er óbreytt frá fyrri manntölum, nema hvaö siðasti hlutinn, um veikindafjarvistir, er nýr. Um þær er spurt aö undirlagi landlæknis, en tilgangur meö þvi er sá, að samanburöargrundvöll- ur fáist við rannsóknarniöurstöö- ur Hjartaverndar. Sama spurning hefur verið lögð fyrir alla, sem rannsakaðir hafa veriö hjá Hjartavernd. Allir, sem teljast hafa veriö „virkir við atvinnustörf” 1980 þ.e. svarað upphafi 16. liðs játandi, þurfa að tilgreina i 17. lið, og i 18. og 19. lið ef við á, hvaða atvinnu þeir stunduðu. Um atvinnuna er spurt þrisvar vegna þess, að at- vinnuspurningarnar taka til alls ársins 1980, og það er algengt, að menn flytjist milli starfa hér á landi. Þá er einnig algengt, að menn sinni fleiri en einu starfi samtimis. Til þess að fá fram fullnægjandi mynd af atvinnu landsmanna fyir árið, þarf að spyrja svona ýtarlega. Beðið er um svo ýtarlegar upplýsingar, sem skýrslan ber með sér, til þess aö hægt sé að flokka atvinnugrein manna og starfstegund nákvæmlega eftir alþjóðlegum flokkunarreglum, sem hagstofa Sameinuðu þjóð- anna semur, og Hagstofan lagar að islenskum aðstæöum. Mikilvægt/ aðallir stuðli að árangursríkri framkvæmd manntalsins. Tilgangur manntalsins 31. janúar 1981 er að safna mikils- verðum upplýsingum um islenskt þjóðfélag, sem ekki er hægt aö afla meö neinu ööru móti. Niöur- stöður verða notaðar til hagnýtra verkefna, auk þess sem þær hafa mikið almennt fróðleiksgildi, bæöi i nútiö og framtið. Af þess- um ástæðum veröur að vanda manntalsnákvæmni manntals- stjóra og teljara, en mikilvægasti er þó, aö almenningur geri sér ljóst mikilvægi manntalsins og eigi sinn þátt i góöri framkvæmd þess um allt land. öll viljum við láta taka til- lit til okkar. Þeir, sem fylla eiga út einstakl- ingsskýrslu, þurfa að hafa i huga, hver tilgangur manntalsins er: aö auðvelda öllum, sem hlut eiga aö máli, aö taka tillit til réttra staö- reynda um islenskt samfélag. Þaö liggur i augum uppi, aö ekki verður ætlast til, að þeir, sem nota niðurstöður manntalsins, taki tillit til þess, sem undan fell- ur i manntalsskráningunni, og hvergi nær að komast á blað i niöurstöðum manntalsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.