Vísir - 29.01.1981, Blaðsíða 28

Vísir - 29.01.1981, Blaðsíða 28
síminnerðóóll vtsm Fimmtudagur 29. janúar 1981 23. tbl. 71. árg. Loðnuskipstjórar loðnir um lófana: Fékk 30 mllliónlr á iveimur mánuðuml A tveggja mánaða timabili, frá 1. september til 1. október sl„ var skipstjórahluturinn á aflaskipinu Óla Óskars RE tæp- lega 30 milljónir gamalla króna, eða samsvarandi hálfri milljón króna á dag. Hásetahluturinn á sama tima var tæplega niu milljónir króna. Þess skal getið, að veiðar Óla Óskars gengu sérstaklega vel, og hann fyllti veiðikvótann sinn, sem var 12 þúsund tonn af loðnu, á ofangreindum tveimur mán- uðum. Skipstjóri á þessu tima- bili var Eggert Þorfinnsson, en eigandi skipsins er ólafur Oskarsson. Vegna vélarbilunar i Óskari Halldórssyni RE, sem einnig er i eigu Olafs Óskarssonar, fékk áhöfn þess skips að veiða upp i sinn kvóta á Óla Óskars, og fóru þær veiðar fram á timabilinu 8. nóvember til 4. desember. Skip- stjóri var Viðar Sæmundsson og fyrir þessa 26daga fékk hann 12 milljónir i sinn hlut. Hásetarnir fengu hins vegar 3,4 milljónir. — P.M Framtalseyðublöðin verða send út um helgina. Myndin var tekin á skattstofunni i Reykjavik. Visis- mynd: GVA Glaðningur í vændum: FRAMTALSEYÐUBLÖÐUM DREIFT UM HELGINA Skólatannlæknar I Reykjavík: veðurspá dagsins Nálægt Hvarfi er 995 mb lægð, sem fer hægt aust-norð- austur, en 985 mb lægð 600 km vestur af Hvarfi fer norður. Um 300 km suð-suöaustur af Hornafirði er 1005 mb lægð, sem fer norðaustur án þess að hafa veruleg áhrif á veðrið austanlands. Nokkuð mun hlýna, einkum sunnan og vest- an til á landinu. Veðurhorfur næsta sólarhring: Suðurland til Faxaflóa: Hæg- viðri og siðan austan gola eða kaldi og þykknar smám sam- an upp i dag, fer að snjóa sið- degis með suðaustan stinningskalda, rigning i kvöld. Oengur i suðvestan kalda með slydduéljum i nótt. Breiðafjörður og Vestfirðir: Sunnan gola og dálitil slyddu- él, einkum á miðum og ann- esjum i fyrstu, suðaustan og austan stinningskaldi og snjó- koma með kvöldinu, en siðan slydda. Gengur i nótt i suð- vestan kalda með slydduélj- um. Strandir og Norðurland vestra: Sunnan gola og skýjað i dag, suðaustan kaldi eða stinningskaldi og snjókoma i kvöld, en suðvestan kaldi og slydduél i fyrramálið. Norðurland eystra: Hæg breytileg átt, bjart veöur. Austurland að Glettingi: Hæg breytileg átt, skýjað til lands- ins og dálitil él á miðum i dag, en bjart veður með kvöldinu. Austfirðir: Norðaustan gola eða kaldi, smáél i dag en hæg- viðri og skýjað i kvöld og nótt. Suðausturíand: Norðaustan kaldi og dálitil slydda austan til i fyrstu, en gola og bjart veður vestan tii. Austan gola og smáél i kvöld, austan kaldi eða stinningskaldi og snjó- koma i nótt. veðríð par 09 hér Veöur ki. 6 i morgun: Akureyri léttskýjað 4-3, Bergen súld 4, Helsinki þoku- móða 1, Kaupmannahöfn súld 2, Osló þoka -3, Reykjavik léttskýjað 4-5, Stokkhólmur þoku'móða 4-1, Þórshöfn rign- ing 9. Veður kl. 18 i gær: Aþena hálfskýjað 2, Berlin súld 2, Chicago léttskýjaö 4-3, Feneyjar skýjað 0, Frankfurt þokumóða 0, Nuuk alskýjað 4-5, London þokumóða 8, Luxemborg þokumóða 0, Las Palmas mistur 20, Mallorka léttskýjað 10, Montreal létt- skýjað 9, Paris alskýjað 7, Róm heiðskirt 3, Malaga létt- skýjað 11, Vin léttskýjað 3, Winnipeg skýjað 4-15. Loki segir „Sjö h ækkunarbeiðnir samþykktar” segir i Moggan- um I morgun um ákvarðanir Verðlagsráðs. Þannig fram- kvæma stjórnmálamenn verð- stöövun eins og alitaf áður. „Skattframtalseyðublöðin hafa flest verið send frá okkur og eru komin eða eru á leiðinni til skatt- stjóranna”, sagði Kristján Össur Jónasson, skrifstofustjóri hjá rikisskattstjóra. „Ég geri ráð fyrir, að almennt muni dreifing eyðublaðanna hefj- ast núna næstu daga og um helgina”, sagði Kristján. Hjá skattstjóranum i Reykja- vik, Gesti Steinþórssyni, fengust þær upplýsingar, að þessa dag- ana væri verið að ganga frá eyðublöðunum i dreifingu og aö dreifing mundi hefjast um helg- ina. — Eru margar breytingar á framtalseyðublöðunum frá þvi i fyrra? „Nei, það er litil breyting á þeim. Helsta breytingin er vegna vaxtameðferðar, en að megin- uppistöðu eru blööin eins og i fyrra”, sagði Gestur. Hvað viðkemur skattaprósent- unni sagði Gestur, að i fjárlögun- um hefði skattvisifalan verið á- kveðin 145 miðað við-100 i fyrra, þannig að allar tölur i skattalög- unum, sem háðar eru skattvisi- tölu, hækka um 45% frá þvi i fyrra. Sagði Gestur, að á þessu stigi væri ekki vitað um frekari breytingar á skattheimtunni. Arslaunin 40 milljónir í fjárhagsáætlun Reykjavikur- borgar er gert ráð fyrir, að skóla- tannlæknar á vegum borgarinnar fái samanlagt 680 milljónir gam- alla króna i laun á þessu ári. Er þá einungis átt við launagreiðsl- ur, en annar kostnaður við tann- lækningarnar ekki meðtalinn. Starf skólatannlækna hjá borg- inni jafngildir sautján stöðugild- um, þannig að árslaun hvers tannlæknis miðað við fullt starf yrðu 40 milljónir. Langsamlega flestir tannlæknanna gegna þessu þó sem hlutastarfi og reka jafn- framt tannlækningastofu. —P.M. Fundur um Blönduvirkjun: „Málin rædd í vinsemd” - seglr Jón ísherg, sýsiumaður „Við ræddum málin i vinsemd og rólegheitum og ákveðið var að skipa nefndir, er komast skyldu að samkomulagi um jarðbætur”, sagði Jón Isberg, sýslumaður á Blönduósi, en i gær var haldinn fundur forsvarsmanna RARIK; fulltrúa iðnaðarráðuneytisins og hreppsnefnda þeirra sex hreppa, sem land eiga að Blöndu. ,,A fundinum var rætt almennt um Blönduvirkjun og leitað hóf- anna um samkomulag um bætur vegna taps á gróðurlendi. Gert var ráð fyrir því, að nefndin, sem ákveðið var að skipa, tæki til starfa næstkomandi miðviku- dag,” sagði Jón Isberg. -ATA -ATA Coltinn? Vertu strax áskrifandi Við fyllum út fyrir þig seðilinn VtSIR Simi 86611 Dregíö á morgun kl. 17. Dregió 31. mars n.k. Dregió 29. mai n.k.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.