Vísir - 29.01.1981, Blaðsíða 16

Vísir - 29.01.1981, Blaðsíða 16
16 t * \ % » i Fimmtudagur 29. janúar 1981 lesendu-r haía oröiö „Kommúnistar urðu reiðir sannleikanum” Þorleifur Guðlaugs- son Langholtsvegi 122 skrifar: Þaö hafa veriö höfö orða- skipti i blöðunum undanfariö vegna ummæla Ellerts B. Schram i tilefni af rdðningu starfsfólks við Rikisútvarpið, þar sem útvarpsstjóri tók sér einræöisvald. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að kommúnistar séu imiklum meirihluta i störfum við útvarpið og sjónvarpið. Svo heldur Þjóðviljinn þvi blá- kalt fram að þar sé enginn i Alþýðubandalaginu. Hvilik hræsni! Jón Múli Árnason og Pétur Pétursson ættu að hlusta á þetta, Alþýðubandalagið vill ekki kannast við þá! Svona meta þeir sina menn oft og tið- um, kommarnir. Til dæmis kom Jón Múli fram i sjónvarpsþætti fyrir nokkru siðan og það gat eng- um dulist að hann sá ekkert nema rautt og málflutningur hans, ef svo skal kalla, var al- veg furðulegur. Ég veit um marga íleiri þarna sem fylgja Alþýðubandalaginu. Alþýðubandalagið er aug- ljóslega að reyna að ná sem flestum áhrifamestu stöðum i þjóðfélaginu til undirbúnings valdatöku siðar meir og þeir hika ekki við að beita ákveð- inni tegundofbeldis þegar þeir komast ekki lengra. Þetta ættu sannir íslending- ar að hafa i huga við næstu kosningar. Stefna kommúnista er að brotna niður i Kina og Pól- landi. Þar virðist vera að komast á lýðræðislegra stjórnarfar. Guðrún Helgadóttir ætlaði að færa Alþýðubandalaginu Gervasoni á silfurfati og afla mikils fylgis fyrir „gott hjartalag”. Svona eru aðferðir kommanna, nota tækifærið til að sýnast gæskufullir en nota svo hvert tækifæri sem gefst til þess að hundsa frelsið og sjálfsagðan rétt íólksins til sjálfstæðrar mótunar og fjöl- breyttra skoðana. Ellert á þökk skilið fyrir sin- ar ábendingar varðandi ráön- ingu starfsfólks við Útvarpið og hann lét ekki spyrjandann snúa á sig i yfirheyrslunni i Útvarpinu nú nýlega. Komm- únistar urðu lika reiðir sann- leikanum. „Engar súkkulaöi- Dlölur” 4913-1038 skrifar: Ég rakst á stórfurðulegt les- endabréf i Visi um daginn. Þar var fullyrt að snilld Lenn- ons væri ofmetin stórlega. 1 raun væri Lennon bara „súkkulaðigæi sem íramleiddi lélega músik”. Vist er það rétt aö á siðustu plötum Lennons hafa nokkur súkkulaðilög slæðst meö, þvi miður. Það breytir þó ekki þeirri stað- reynd að John Lennon var snillingur á músiksviðinu. Hann var óumdeilanlega frábær lagasmiöur, stórkost- legur söngvari.snjall útsetjari og meistaralegur textasmið- ■ur. Eftir hann liggja ótrúlega mörglögsem myndusóma sér hiö besta á lista yfir bestu tón- smiðar allra tima. Og sá sem heldur þvi fram að plötur eins og„Two Virgins”, „Life With The Lions”, „Wedding Al- bum”, „Live Peace In Tor- onto” eöa „Plastic Ono Band” sðu súkkulaðiplötur veit greinilega ekki um hvað hann er að tala. Réttara er að gæta aö hvort stöðuinælunum hafi veriö breytt áður en menn eyöa fé I þá. Eyddi mörgum nýkrónum í Dilaöa stöðumæia - fékk svo stoðumælasekt lóna Þóröardóttir hringdi: Ég þurfti að fara bæjarleið i gær og ók niður Laugarveg að Kjötbúðinni Borg. Þar lagði ég við stööumæli og setti krónu i hann. Þá kemur upp rautt merki um það að timinn sé útrunninn. Ég setti aðra krónu i en sama gerðist. Þvi spurðist ég fyrir um þaö hjá afgreiðslustúlku i kjöt- búðinni hvort stööumælarnir væru ekki komnir i lag þarna fyr- ir utan. Hún kvaö svo ekki vera. Þvi næst lá leiðin i sparisjóðinn og lagöi ég i stæði þar sem stöðu- mælir var. Ég sá aö gula merkið var uppi og taldi þvi mælinn vera i lagi og setti krónu i mælinn. Upp kom rauða merkið um aö timinn væri útrunninn. Ég treysti ekki á aö hér væru stöðumælarnir einnig óvirkir og reyndi þvi tvisvar i viö- bót, en ekkert dugði. Siðan þurfti ég að leggja hjá Tollstööinni við stöðumælana þar og voru öll spjöldin uppi til vitnis um að timinn væri útrunninn. Ég taldi þvi vist að stöðumælarnir væru heldur ekki komnir i lag á þessum stað og fór þvi frá bilnum i þeirri trú. Er ég kom aftur, reyndist vera búið að sekta alla rööina og þar á meðal mig. Ég haföi sem sagt sett 5 nýkrónur i bilaða stöðumæla, en var siöan sektuð við mæli sem hefur veriö talinn i lagi. Ég hef ekið i 7 ár og hef aldrei fengið stöðumælasekt og þykir þetta ill reynsla. Vísir haföi sambandi viö skrifstofu 4ögreglustjóra Þá kom fram að nú væri unnið að breytingum á mælunum og tæki það sinn tima. Þeir stöðumælar sem komnir væru i lag, væru merktir og ætti þaö þvi ekki að fara framhjá mönnum, hvort þeir ættu að greiða i mælana eða ekki. 149 NIANNA URTAK ER ÚMARKTJEKT Sérfræðingur skrifar: Alveg hefur gengið fram af mér að fylgjast með matreiðslu Dagblaðsins og rikisfjölmiðl- anna á svokallaðri skoðana- könnun Dagblaðsins um fylgi stjórnarsinna og stjórnarand- stæðinga i Sjálfstæðisflokknum. Ekki af þvi að mér sé svo sem ekki sama hvernig fylgið veltist á milli þessara fylkinga frá ein- um mánuði til annars, heldur vegna þeirra óvönduðu vinnu- bragða, sem viðhöfö eru. Dagblaðið hamrar sifellt á þvi, að könnun þess byggist á 600 manna úrtaki, sem er al- gjört lágmarksúrtak. En þegar grannt er skoðað kemur i ljós, aö könnun á innbyrðis afstööu sjálfstæðismanna styðst ekki nema við 149 manna úrtak. Þetta gerir það að verkum, að það er nákvæmlega ekkert mark takandi á niöurstöðunni, þvi að fráviksmöguleikarnir eru svo miklir, a.m.k. 50—60%. Ef kanna ætti afstöðu sjálfstæðis- manna, þyrfti minnst 600 manna úrtak, og væru fráviks- möguleikarnir þó 15—20%. Ég hef oft furðað mig á þvi, aö Dagblaðið skuli ekki gera grein fyrir frávikslikum i skoðana- könnunum sinum, eins og Visir hefur gert i seinni tiö. Frávikin er hægt að reikna út eftir tiltölu- lega einfaldri formúlu, og að sjálfsögðu dregur þaö ekki úr gildi kannananna þótt frá slik- um staðreyndum sé skýrt, miklu frekar eykst gildi þeirra. Yfir vinnubrögð útvarps og sjónvarps á ég engin orð. Svo mikið er þó búið að fjalla um ná- kvæmni skoðanakannana hér, aö fréttamenn þessara fjölmiðla eiga aö vera orönir kunnugir helstu atriðum, sem hyggja þarf aö. En engum dettur i hug að spyrja um fráviksmöguleikana (ekki einu sinni Morgunblaö- inu), heldur er Dagblaösóná- kvæmnin tekin hrá upp. NIÐURSTAfiAN KEMURMÉR EKKERTÁ lyalrekifyrii- þá sem sundra '!fe?Æ,fstæð'sflokknum flhf iiH ~ n fomaíurliiKgfiíikia „Dagblaðiðhamrar slfellt á þvi, aö könnun þess byggist á 600 manna úrtaki, sem er algjört lágmarksúr- tak. En þegar grannt er skoöað kemur i ljós, að könnunin á innbyröis afstöðu sjálfstæðismanna styðst ekki nema við 149 manna úrtak”, segir i greininni. f „Við skulum ekki gleyma þvi að vangefnir eru lika fatlaðir, þ.e. hugfatlaöir”. Ekki síöur ár hinna hugfötluðu Dúfa Einarsdóttir hringdi: Nú er ár fatlaðra runniö upp. Við skulum vona aö ekki verði bara umræður um þessi mál, heldur eitthvaö gert þessum einstaklingum til góða. Við gleðjumst öll yfir þeim gjöfum sem Dagsbrún og Verslunarmannafélag Reykjavikur gáfu á stór- afmælum sinum. En eru ekki fleiri fatlaðir en þeir liakmlega fötluöu? Við skulum ekki gleyma þvi aö vangefnir eru lika fatlaðir, þaö er að segja hugfatlaðir. Þeir eru oft miklu verr staddir og oft er verr að þeim búið vegna fjárskorts, þvi þeir geta ekki tjáð sig i blööum og fjöl- miðlum eins og hinir likam- lega fötiuðu. Þetta er ekki siður ár þeirra vangefnu (hug- fötluðu). Ég vona aö menn hafi það hugfast að ár fatlaðra á ekki siður við um þá.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.