Vísir - 29.01.1981, Blaðsíða 2

Vísir - 29.01.1981, Blaðsíða 2
Hvern telur þú hæfastan stjórnmálamann á íslandi í dag? Lára Vilhelmsdóttir, simastúlka: Gunnar Thoroddsen, hann hefur gert stærstu hlutina. Anna Gunnarsdóttir, afgreióslu- stúlka: Gunnar Thoroddsen. Eirikur Finnsson, matreióslu- maður: Ekki gott að segja, ég held þó, að það sé Gunnar Thor- oddsen. Hjalti Bjarnfinnsson, nemi: Ætli Gunnar Thoroddsen sé ekki skástur. Anton Kingenberg, verslunar maóur: Gunnar Thoroddsen. vísm Fimmtudagur 29. janúar 1981 r i i i i i i i i i i i i i l i i i i i i i i v i i i i i i i i i i i i i LlKLEGA MUNll MENN RÁÐA OPNUNARTÍMA SJALFIR Rætt við FriðriK Eyfjörð sem stundað hefur verslunarstörf f 53 ár Arið 1927 hóf 15 ára unglingur, Friðrik Eyfjörö að sendast fyrir fyrirtækið O. Johnson & Kaaber, yfirsumartimann. Alla tið siðan hefur Friðrik unnið við verslunarstörf og þótt starfsár- in séu oröin 53, og það 54. sé óð- um að bætast við, ber Friðrik ekki meö sér að hann sé að nálg- ast sjötugsaldurinn, þar sem við hittum hann aö máli i Leður- vöruverslun Jóns Bryjólfsson- ar, en þar hefur hann starfað i rúm 50 ár. Friðrik er kvæntur Fríðu Eyfjörð leikfimikennara og eiga þau eina dóttur Jórunni Erlu Eyfjörð. ,,Nei ég hef unað mér vel i þessu starfi og hefði ekki viljað velja annað æfistarf, ætti ég völ á”, sagði Friðrik. — Við inntum Friðrik eftir fyrstu kynnum hans af launþegasamtökum verslunarmanna. „Þegar ég hóf störf hér, gekk ég i launþega- samtök verslunarmanna, sem kennd voru við verslunarguðinn Merkúr. Þau voru liklega stofn- uð um 1913. Þarna var hinn ágætasti kór til staðar en hann var stofnaður sama ár og ég gekk i félagið.” sagði Friðrik. Og þar sem Friörik er mikill áhugamaður um söng, gekk hann að sjálfsögðu i karlakór- inn, hlaut stöðuna 2. tenór og undi sér hiö besta.” ,,A þessum tima var hugur i mönnum i slikum samtök- um. Það var litið um aðra af- þreyingu og þvi tók félagið aö sér ýmiskonar skemmtan, sem hægt er að fá annarsstaöar i dag. A þessum árum var hugur mikill i mönnum og þá strax rætt um að stofna byggingar- félag og reisa sumarbústaði, sem nýlega var svo hrundiö i fra mkvæmd.” — Voru margir karlakórar starfandi i félagasamtökum á þessum árum? „Nei, mig minnir að aðeins hafi verið karlakór KFUM og karlakór Reykjavikur. Viö náð- um svo langt að syngja i útvarp- ið og fengum 85 krónur fyrir, sem dugði i góöa máltið á Borg- inni, sem þá var nýopnuö. Annars lagðist félagsskapurinn niður nokkrum árum eftir að ég hafði gengið i hann, en þá var Friðrik Eyfjörö hefur starfaó yfir 50 ár hjá Leðurvöruverslun Jóns Brynjólfssonar. Verslunarmannafélag Reykja- vikur farið aö virka sem laun- þegafélag. — Við báðum Friörik að skýra frá þvi helsta varðandi þá breytingu sem hann fyndi á starfinu, frá þvi fyrr á árum. „Vinnutiminn hefur verið að smástyttast.Þegarég byrja var algengt að vinna frá 9-19 sex daga vikunnar en siöan fór smátt og smátt að skerast af laugardögunum. Ég held aö fólk almennt hafi það ólikt betra i dag. Og framtiðin? ,,Ég held að i framtiðinni muni menn liklega ráða þvi sjálfir hvenær þeir hafa opið, en það er jafnframt alvég ljóst að þótt opnunartiminn verði þannig frjáls, þá versla menn ekkert meira, þetta væri fyrst og fremst hagræði fyrir viðskipta- vini. Annars er þaö svo að menn geta nú oröið fengið hvað sem er i kvöldsölunum allt fram undir miðnætti, nema þá kjötvörur.” Varðandi starf sitt taldi Frið- rik að það hefði litið breyst i gegnum árin. 1 leðurvöruversl- uninni hefur heildsalan verið stærstur hluti i gegnum árin. Þar þarf að pakka inn varningi, sjá um sölunótur, bókfærslu, auk þess sem smásöluverslunin þarf sinn tima. Rétt i þessu kom viðskipta- vinur inn i leit að leðurreimum, og annar I leit að skinnpjötlum, svo i nógu var að snúast fyrir Friðrik. Viö tókum þvi þann kostinn að kveðja kappann enda komið að lokunartima. —AS I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I -J Flensa í Flensöepg Flensa herjar nú mjög á fóik á höfuðborgar- svæðinu og viðar um land. Nemendur fram- haldsskóla veikjast ekki siður en aðrir og veikindi þeirra ættu aö valda læknum ærnum verk- efnum. Nemandi I Flensborg kvaðst hafa lagst i flensu og ekki vitaö fyr'r en hann kom á fætur að honum ber skylda til aö framvisa læknisvottorði um að hann hafi verið veikur. Miðað við hvað flcnsan hefur verið skæð taldi nemandinn aö læknar i Hafnarfiröi hefðu ekki annað fyrir stafni en að aka á milli nemenda og skrifa vottorð. • Fréttir sjónvarps Fréttastofa sjónvarps hefur tekiö á sig rögg og hleypt nýju lifi I frétta- timana. Fréttaviðtöl eru fleiri en styttri sem er til mikilla bóta og þvi hægt aö segja frá fleiri málum I hverjum tima. Þá hefur aukin notkun bakgrunnsmynda, fyrir- gefið orðiö, gert frétta- lesturinn liflegri. Emil og hans menn byrja þvi nýja árið vel og vonandi verður framhaidið ekki síðra. „unsu skáldin yrkja kvæði...” Víkurblaðið á Húsavik heldur uppi ágætum visnaþætti og eftir þvi sem ég kemst næst er hann I umsjá Brynhildar þeirrar er gat sér gott orð i spurningaþætti Jónasar Jónassonar. I síðasta visnaþætti mátti lesa eftirfarandi: Guömundur Halldórs- son hafði verið að lesa svokallað „ljóð” eftir eitt af þessum svonefndu „skáldum” i Mogganum. Þótti Guðmundi litiö til k veðskaparins koma, þótti hann I meira lagi ruglingslegur og litt til eftirbreytni frekar en margt það sem úr pennum ýmissa sjálf- skipaðra skálda rennur. Varð þá Guömundi að orði: Hverri merking hvolfa við kalla fótinn hendi. Forarpyttinn fiskimiö og fjöllin akurlendi. Þorsteinn Jónsson Þorsteinn í glafahúslð Þorkell Valdimarsson stórgrósser gaf Alþýðu- sambandinu húseign á ^Vesturgötu á sinum tima og þótti gefanda við hæfi að það yröi I eigu ASt þar sem Ottó N. Þorláksson bjó þarna á sinum tima. Alþýðusambandið braskaði siðan með húsið i viðskiptum við Alþýðu- bankann og bankinn hefur síðan selt það Þorsteini Jónssyni kvik- myndagerðarmanni. Hvort að Þorsteinn á að gera heimildarmynd um Ottó eða Alþýðusam- bandið i staðinn er ekki vitað. Þorkell Valdimarsson Lagt upp í flugferð Afgreiðslumaður Flug- leiða á Keflavikurflug- velli átti i erfiðleikum með frú eina sem kvartaði undan þvi aö vélin til Kaupmanna- hafnar færi ekki fyrr en eftir tvo tima. Lét hún óspart i það skina að hún ætti mikið undir sér og vissara fyrir Flugleiðir að láta sig ekki biöa. — Ég þarf ekki annað en að sveifla annarri hendi og þá er ég komin til Kaupmannahafnar, másaði frúin. — Gjörðu svo vel. Flug- brautin er auð og þér er velkomiö að nota hana, svaraöi afgreiðslumaöur- inn án þess að bregða ró sinni. Sagan breytist Rússinn skoðar ein- kunnabók sonar síns og verður illur á svip: — Hvernig stendur á þvi að þú færö svona lága einkunn i sögu? — Það er vegna þess að ég las kennslubókina sem gefin var út i fyrra. Sæmundur Guðvinsson olaðamaður skrifar Kenna veiðar og fá olíu Útsendarar Gaddafis I Lígbiu voru staddir i Færeyjum á dögunum og þreifuðu fyrir sér um aö- stoð frá Færeyingum um kennslu i fiskveiðum. A móti bjóöa þeir eyja- skeggjum oliu og ávexti. Samkvæmt fréttum i færeyskum blöðum af þessu máli tæki þaö Libýumenn 12 tima að framleiða þá oliu sem Færeyingar nota á heilu ári. Viö höfum fyrir skömmu tekið upp stjórn- málasamband við Saudi- Araba og kannski væri ekki svo vitlaust að taka upp samband við fleiri arabaþjóðir og bjóða þeim aðstoð við fisk- veiöar gegn þvi að þær láti okkur i té ódýra oliu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.