Vísir - 26.03.1981, Blaðsíða 1

Vísir - 26.03.1981, Blaðsíða 1
Sumir Ólafsfiröingar þurftu aö grafa göng til þess aö komast út úr húsum sinum, eins og sjá má á þessari mynd. Visismynd: Ásta Helgadóttir. GRAFA SIG ÚT! „Það eru hér sjö vindstig af austri og færðin jafnt innanbæj- ar sem utan er erfið”, sagði Jó- hann Helgason, fréttaritari Visis á ólafsfirði i morgun. „bað er ekkert farið að moka MUlann, en eitthvað var farið að moka i sveitinni. Þá hefur ekki verið hægt að lenda á flugvellin- um frá þvi i fyrradag vegna roksins”. Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar, að færðin fyrir norðan hefði versnað til muna i nótt. Viða hefði verið mokað i gærdag, en i nótt fauk i förin aft- ur og auk þess snjóaði þar i nótt. Norðurleiðin er lokuð i Langa- dal, ófært er til Siglufjarðar og Þórshafnar, svo að eitthvað sé nefnt. Veðurhorfur eru ekki slæmar á Norðurlandi, að þvi er Veöur- stofan tjdði bíaðinu i morgun. Nokkur hætta er þó á éljum, en ekki er búist við miklu frosti næstu dagana. Þó má ekki mik- ið Ut af bera, þvi að um leið og kemur norðanátt, þá er hætta á grimmdarfrosti, þvi að fyrir norðan landið er mikið kulda- svæði um þessar mundir. — ATA Þrír stiðrnarbingmenn vilja lækkun vðrugjalds á gosdrykkjum: „ÞETTA KEMIIR MÉR A ÚVART” - segir Ragnar Arnaids „að menn skuli hlaupa pannig irá fyrrí samningum” „Ég vissi ekki betur en fullt samkomulag hefði verið um frágang málsins fyrir jólin, og mér kemur þvi nokkuð á óvart, að menn skuli hlaupa þannig frá fyrri samningum og samþykktum”. Þetta sagði Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, þegar blaða- maður Vísis spurði hann i morgun álits á frumvarpi þeirra Guð- mundar G. Þórarinssonar, Egg- erts Haukdal og Jóhanns Ein- varðssonar þess efnis, að vöru- gjald á gosdrykkjum verði lækk- að um helming, — úr 30 i 15%. Þegar vörugjaldið var ákveðið 30% á sinum tima, var það gert með stuðningi Eggerts Haukdal og Jóhanns Einvarðssonar, en Guðmundur G. Þórarínsson sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Ragnar Arnalds sagðist i morgun ekki eiga von á þvi, að frumvarp þremenninganna nyti stuðnings nokkurs ráðherra, né heldur að það fengist samþykkt á Alþingi. „Ég hef ekki gert það upp viö mig, hvort ég kem til með að styðja þetta frumvarp, en hitt er annað mál, aðmér fannst á sinum tima, og finnst enn, að þetta vöru- gjald sé óeðlilega hátt”, sagði Tómas Arnason, viðskiptaráð- Gifurlegir vextir vegna Krdfluvirkjunar: 36 MILLJÖNA LÁN VEGNA VAXTANNAl Hærrl upphæð en kaup- verð Þðrshalnartogaransl Rikissjóður mun á þessu ári taka um 36,5 milljónir nýkróna að láni til þess eins að greiða vexti af lánum, sem tekin voru vegna Kröfluvirkjunar. Þetta kemur fram i lánsfjáráætlun fyrir 1981, sem lögð var fram á Alþingi Þessi upphæð samsvarar um 66.200 gömlum krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu i land- inu og er heldur hærri en kaup- verð Þórshafnartogarans marg- fræga, aö meðtöldum öllum þeim breytingum sem gerðarverða á honum. Fyrir utan þessi lán til greiðslu á vöxum verða svo teknar að láni 33,6 milljónir til nýrra fram- kvæmda við Kröflu. — P.M. Skattskráín enn á lelðinnl -Skattskráin verður ekþi tilbúin i þessari viku sagði Ævar Isberg, vararikisskattstjóri, er Visir ræddi við hann. „En eftir hálfan mánuð ætti hún að verá það. Þá kemur hún til með að liggja fyrir hjá skattstjórum og umboðs- mönnum úti á landi, eins og áður”. herra, þegar blaðamaður ræddi við hann i morgun. Blaðamaður hafði einnig sam- band við Eggert Haukdal i morgun og sagði hann, að ekki þyrfti að ræða um neina fyrri samninga varðandi þetta mál. „Þetta vörugjald, sem kastað var inn á þingið i haust, hefur valdið stórkostlegum samdrætti i þessari iðngrein eins og við spáð- um, og þess vegna er eðliiegt, aö það verði tekið til endurskoðun- ar”, sagði Eggert. —p.M. Ræningjum Riggs sleppi en honum haldið eftir Sjá bls. 5 L---------------------------J Fæddist tvlhðlOa og llllr ennl Sjá ÖIS. 18-19

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.