Vísir - 26.03.1981, Blaðsíða 19

Vísir - 26.03.1981, Blaðsíða 19
í fyrsta skipti i 400 ár: Barn með tvö höfuð lifir „Læknisfræðilega mögulegt”, segir fæðingarlæknir á Landsspitalanum Eitt sjaldgæfasta fyrirbrigöi i sögu iæknavisindanna átti sér staö i Búlgarfu i byrjun febrúar sl. Þá fæddist stúlkubarn meö tvö eðlileg höfuö. Stúlkan hefur siöan veriö undir eftirliti lækna og var við gúða heilsu er siðast fréttist. Að sögn Dr. Atanas Maleev, forstöðumanns læknaakademi- unnar i Sofia, höfuðborg Búl- gariu, eru bæði höfuðin fullkom- lega eðlileg, en að auki hefur barnið tvo hryggi og aðskilda meltingarvegi. Barnið hefur ver- ið skýrt bæði Anne og Maria, en Anne, sem er með stærra höfuð, virðist vera sterkari. Báðum er gefið að borða þótt læknar telji að barnið myndi lifa þó aðeins öðru höfðinu yrði gefinn matur. Að öðru leyti en þessu er barnið eðlilegt, með eitt hjarta, tvo handleggi og fætur o.s.frv. Lækn- ar telja þó, að stúlkan myndi deyja ef annað höfuðið yrði fjar- lægt og þvi hefur verið horfið frá þvi ráði, þótt vissulega hafi það verið til umræðu i upphafi. Rúm 400 ár eru siðan siðast var vitað um fæðingu manns með tvö höf- uð.sem lifði af fæðinguna eins og búlgarska stúlkan. Það var i Skotlandi á 16. öld og sá maður lifði þar til hann varð 28 ára. Það skal viðurkennt, að Mann- lifssiðan átti bágt með að trúa frétt þessari jafnvel þótt mynd- irnar, sem við sjáum hér á sið- unni, fylgdu með. Við höfðum þvi samband við Arna Ármannsson, fæðingarlækni á Landsspitalanum og spurðum hann álits á máli þessu. Árni sagði að fæðing sem þessi væri læknisfræðilega möguleg, þótt hann hefði að visu ekki heyrt um þetta einstaka tilfelli. Hann benti á, að fyrirbrigði sem þessi væru ekki óalgeng meðal dýra og t.d. kæmi oft fyrir að kálfar fæddust með tvö höfuð. Röntgen-mynd af barninu sýnir m.a. hrygginga tvo. Ljótustu hund ar i Ameriku „Finnst ykkur ég vera Ijótur?” gætu hundarnir tveir á meðfylgj- andi myndum verið að segja eftir að hafa verið útnefndir sigurveg- arar i keppninni „Ljótasti hundur i Ameriku 1980” sem nýlega var haldin i Petaluma i Kaliforniu. „Snuffy” nefnist aniiar hundur- inn, litill og horaður með bognar lappir og beygluð eyru, en hann sigraði i „ræfils-flokknum” og i úrslitakeppninni bar hann sigur úr býtum yfir sigurvegaranum úr „svipljóta-flokknum”, „Archie”, sem er bolabitur af ensku bergi brotinn. Eigandi „Snuffys” er 11 ára gömul stúlka, Elaine Hibbs frá Kaliforniu en Ed Thompson frá Florida er eigandi bolabitsins „Archie”: „Snuffy” bar sigur úr býtum IrS „ræfils-flokknum” og i úrslituml^ hlaut hann sæmdarhcitiö „Ljót- asti hundur i Ameriku 1980” Annaö andlitiö myndar brosþegar hjúkrunar konan snertir þaö. Barniö hefur veriö skýrt tveimur nöfnum, — Anna er til vinstri, Maria hægri r f Frekja ' Ethel Kennedy, ekkja Ró- berts Kennedy, átti ekki upp á pallborðió hjá flugfarþegum sem biðu á vellinum í VVash- ington DC nú nvverið enda gekk hún fram af fólki með ó- trúlegri frekju sinni. Degar hún kom að afgreiðsluborðinu sagði hún afgreiðslumannin- um deili á sér og krafðist þess jafnframt að fá að fara án taf- ar um borð, — á undan hinum. \ ið þetta æstust þeir k sem höfðu beðið lengur og er Ethel hvarf inn i vélina fyigdu henni bölv og ^ formælingar hinna reiðu farþega...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.