Vísir - 26.03.1981, Blaðsíða 2
1
Hvað eru margir ráð-
herrar i rikisstjórninni?
(10)
Magnús Jónsson, vinnur hjá
Kristjáni Siggeirssyni:
Ég held þeir séu niu.
Sturlaugur Björnsson, kennari.
Þeim var fjölgað um einn, eru
þeir þrettán?
Aðalheiður Kristinsdóttir,
„bara” húsmóðir:
Ó, ég man það ekki.
Stefania Valgeirsdóttir, hús-
móðir:
Eru þeir ekki ellefu?
Sigurður Hauksson, leirkera-
smiður:
Þeir eru niu.
VÍSIR
Fimmtudagur 26. mars 1981
PP
Klúbbfélagar hafa sjálf-
ir hannað lyííurnar
- ræll vlð Trausta Eyjðlfsson formann Kötlu, sem gaf tvær lyftur í hlna
nyju sundaðstððu fatlaðra
Kiwa nisklúbburinn Katla I
Reykjavik gaf þarfa gjöf til
Öryrkjabandalagsins i tilefni
opnunar sundlaugar bandalags-
ins i Hátúni. Hér er um að ræða
tvær lyftur, aðra við sundlaugina
sjálfa en hin mun verða staðsett
við heitu pottana. i tilefni af þess-
ari góðu gjöf, slóum við á þráðinn
til forseta klúbbsins, Trausta
Eyjólfssonar.
„Frumdrögin að þessum iyft-
um gerðu þeir klúbbfélagar Gisli
Kristjánsson, og bræðurnir
Trausti og Þorlákur Jóhannssyn-
ir, og siðan hafa þeir þremenn-
ingar smiðað þetta sjálfir.” Hug-
myndina um gjöf þessa sagði
Trausti hafa orðið til þegar ljóst
var að laugin yrði að veruleika i
ár, og var þvi haft samband við
forráðamenn öryrkjabandalags-
ins. Lyftur sem þessar kosta um
200 þúsund innfluttar, stykkið, en
með þvi að vinna lyfturnar á þann
hátt sem gert var, verður kostn-
aður margfalt minni, að sögn
Trausta.
„Við höfum hugsað okkur að
fjármagna þetta á ýmsan hátt og
má þar benda á „klukkuna á
Lækjartorgi”, sem viðtreystum á
að geti f jármagnað þetta að mikl-
um hluta”.
Eins og kunnugt er, er þetta
ekki i fyrsta skipti sem Kiwanis-
„Við höldum uppá 15 ára afmæli klúbbsins hinn 4. aprfl næstkomandi
sagði Trausti Eyjólfsson formaður Kiwanisklúbbsins Kötlu.
hreyfingin, leggur góðum málum
lið, og má i þvi sambandi minna á
Kiwanisbilinn, sem er sérhann-
aður fyrir fatlaða.
Katla er ekki margmennur
klúbbur, þótt verkin gætu bent til
annars, en 4. april næstkomandi
munu þeir Kötlufélagar halda
úppá 15 ára afmæli klúbbsins.
„Skipulagi er þannig háttað hjá
okkur að árlega er skipt um for-
seta. Ég tók við i októberbyrjun i
fyrra og verð i ár”, sagði Trausti
er við spurðum hann hversu lengi
hann hefði setið i formannsstæti.
Trausti er fæddur i Reykjavik
22. nóvember 1927. Hann er lærð-
ur rakari og starfar enn við það
auk ökukennslu, en við hana hef-
ur Trausti verið viðloðandi frá
1957.
Ekki þarf að óttast að Trausti
sé vannærður á heimili, sinu, en
eiginkona hans Gréta Finnboga-
dóttir kynnti einmitt mat vikunn-
ar i Visi, ekki alls fyrir löngu. Þau
hjónin eiga 5 börn á aldrinum 16-
28 ára.
Hann gekk i Kiwanisklúbbinn
Kötlu 1968, og hefur áhugi hans
mjög beinst að störfum félagsins i
gegnum árin.
Þá er ekki annað en óska þeim
Kötlufélögum til hamingju með
afmælið 4. april.
Jóhanna S. Sigþórsdóttir
iblaðamaður skrifar:
Övænt
helmsðkn
Vaxandi umsvif
ýmissa trúarhreyfinga
hér á landi hafa valdið
kirkjunnar mönnum tals-
verðuin áhyggjum. Hafa
fulltrúar hreyfinganna.
að sögn, einkum lagt
snörur sinar fyrir ungt
fólk og unglinga. Hafa
margir foreldrar haft af
þessu ærnar áhyggjur og
komið kvörtunum sinum
á framfæri við yfirmenn
þjóðkirkjunnar.
Er það til dæmis haft
fyrir satt, að „trúboöar”
einhverrar hreyfingar-
innar, sem kennir sig við
indverska speki, hafi
heimsótt skóla einn fyrir
austan fjall. Voru þeir
þar með unglingana á
leynilegum fundum og
gáfu þeim m.a. einhver
austræn nöfn, sem þeir
áttu að hugsa um, ef þeir
lentu i vandræðum. Það
má nærri geta um viö-
brögö foreldranna, þegar
þau komust að þessu.
•
Krökudiia-
skórnlr
Þeir Hansen og Jensen
fóru einhverju sinni inn f
skóverslun til að kaupa
sér skó úr krókódila-
skinni. Þegar til kom
reyndust skórnir rándýr-
„Og þá ber hún Grána”
ir, svo þeir ákváðu að
fara til Egyptalands og
útvega sér sjálfir krókó-
dflaskó.
Þrem vikum siðar sá-
ust þeir félagarnir staul-
ast rifnir og tættir á bökk-
um Nilar.
„Andsk... ólán hefur elt
okkur, félagi”, sagði Jen-
sen. „Næst verðum við að
finna krókódil, sem er i
skóm”.
•
Nú verða sagð-
ar veður-
tregnir
Einkennileg ritdeila
virðist i uppsiglingu milli
Þjóðviljans og Alþýðu-
blaðsins. Ileiluefnið er
ákaflega viðkvæmt og
vandmeðfarið. Það er
sumsé islensk veðrátta.
Þagall, en svo heitir
ólafur Bjarni Guðnason á
aftari siðu Alþýðublaðs-
ins byrjaði með sakleys-
islegum skrifum um
veðrið. Kjartan var svo
ólánssamur að skrifa um
veðrið i leiðara sama dag.
Og þar með var fjandinn
laus.
Strax daginn eftir ham-
aðist Þagall á leiðara
Kjartans og sagði:
„Guðrún frá Lundi og
Frank Slaughter hefðu
aldrei látið svona texta
frá sér fara”. Landflótt-
inn er dreginn inn i deil-
una og segir Þagall boð-
skap Kjartans vera þenn-
an: „Þegar við (Þ.e.
Alþ.bl.) fáum meiri-hluta
á þingi, verður alltaf gott
veður og aumingjarnir
geta komið heim”.
Við sem heima sitjum,
segjumbara: Afram með
smjörið. Við biðum
spennt eftir frekari
veðurfregnum.
Arans
neitóbaklð
i boði einu, sem haldið
var fyrir skömmu tóku
gestirnir að ræða um
ncftóbak og notkun þess.
„Þetta er bannsettur
áþverri. Það sáldrast um
allt, þegar kallarnir eru
að fá sér i nefið og sjálfir
eru þeir útbiaöir i andliti
og á höndum" sagði ein
frúin og var mikið niðri
fyrir. „Og ég vil nú bara
helst ekki minnast á
vasaklútana".
Húsfreyjan tók undir
þetta og sagði góðlátlega:
„Já, og svo fer þetta i
augun á manni”.
Gisli Þorsteinsson lög-
regluþjónn i Reykjavik.
Ytirvinna
lengir iltið
Sú gegndarlausa yfir-
vinna, sem margir leggja
á sig, er löngu orðið
viðurkennt fyrirbæri,
sem rætt er um eins og
sjálfsagðan hlut.
1 Asgarði er viðtal við
Gisla Þorsteinsson, lög-
regluþjón i Reykjavik, og
ber yfirvinnu lögreglu-
manna að sjálfsögðu á
góma.
„Þetta cr jafnvel
spurning um 100 tima i
mánuði og stundum
miklu ineira”, segir Gísli
„og þó að það sé alltaf
jafngott að fá peninga, þá
bitnar þetta á svo geysi-
lega mörgu”.
Það má nærri geta,
hvernig laganna vörður
með slika yfirvinnu á
hakinu er i stakk búinn til
að starfa við ýmislegar
aðstæður, að hlutum, sem
krefjast nákvæmni og
einbeitingar. Ég myndi
a.m.k. ekki biðja neitt
sérstaklega um að fá að
mæta lögreglubil á-fullri
ferð, ef ekiUinn væri i
„miklu meira” flokknum.
•
Hjá vanda-
lausum
í kjölfar fóstrudeilunn-
ar á Akureyri voru stofn-
uð sterk foreldrasamtök.'
Hafa þau meðal annars
beint þeim tilmælum til
bæjaryfirvalda að bygg-
ingu dagvistarstofnunar
skuli hraðað.
Rögnvaldur Rögn-
valdsson „Ráðhúsherra”
á Akureyri hefur sina
skoðun á dagvistunar-
málum. Óþarfi er að ti-
unda hana i löngu máli.
þvihún kemur skýrt fram
í eftirfarandi stöku, sem
að sjálfsögðu er eftir
„Ráðhúsherrann”.
Nýjan sið skal nú
upp taka,
nýtist vit i glöggum
hausum.
Meðan blessuö börnin
vaka,
búi þau hjá vandalausum.
RJúpnaveiðar
Tveir Hafnfirðingar
fóru á rjúpnaveiðar og
skutu eina rjúpu. Þegar
kom að því að skipta
fengnum lentu þeir i
mestu vandræðum. A
endanum komust þeir að
þeirri niðurstöðu, að ann-
ar þeirra skyldi halda
rjúpunni fyrir aftan bak,
og hinn „velja sér hendi”.
„Hvora hendina viltu?”
spurði Hafnfirðingurinn
með rjúpuna.
„Þá, sem að rjúpan er
i”, svaraði hinn.
„Æ, alltaf er ég jafn
óheppinn”.