Vísir - 26.03.1981, Blaðsíða 12

Vísir - 26.03.1981, Blaðsíða 12
AHEL 1 HUSVERKUNUM \ Holl ráð nanda ðyrlendum: ENGIN flSTÆÐfl TIL AÐ KVlBA ÞVOTTADEGINUM! Fataþvottur er engin ný visindi og sennilega varð Eva fyrst allra til þess að notfæra sér hann þegar hún skolaði sigrihrósandi af fikjublaðinu sinu i lindinni undir eplatrénu forðum. Siðan hafa bæði föt og þvottaaðferðir þró- ast og nú er svo komið hér á íslandi, að flest heimili hafa þvottavélar allar meira og minna sjálfvirkar. Nú er fataþvotturinn þvi leikur einn og þvottadagar, eins og þeir tiökuðust i gamla daga með mik- illi fyrirhöfn og amstri, úr sög- unni. Nú er bara að setja þvottinn i vélina, ýta á takka, og svo getur þvottamaðurinn lagt sig, lesið bók, eða á annan hátt slappað af. Eöa svo segja auglýsinga- bæklingarnir, sem fylgja þessum maskinum alla vega. Málið er bara alls ekki svona einfalt, Það fékk ég að reyna hér á dögunum, þegar ég var skilinn eftir einn og hjálparvana i óra- tima, með öll húsverkin á herðun- um. Þetta var erfiður timi en nú er ég reynslunni rikari. Ég trúði þvi varla hversu fljótt „óhreina tauið” var að hlaðast upp. Innan umtalsverðs tima var ég orðinn uppiskroppa með sokka, skyrtur, og nærföt, (ég vona að enginn fái kinnroða þó ég nefnihlutina réttum nöfnum). Til að mynda átti ég ekki aðrar nær- buxur hreinar • en brækur, sem gamansamurkunningihafði gefið mér og litu út eins og bandariski fáninn, og til að móðga engann vildi ég ómögulega nota þann fatnað. Ég varð þvi að gripa til róttækra ráðstafana! Valið er einfalt! Það tiðkast ekki lengur að snúa nærfötunum við (þeir sem voru sérlega spar- samir á þvottinn höfðu þann sið að snúa andhverfu fatanna út þegar þau voru fram úr hófi skitug, og þegar báðar hliðar þörfnuðust þvottar, muldu þeir fötin og gátu svo byrjað upp á nýtt') og búið var að loka Þvotta- laugunum, þannig, að svar mitt við vandræðunum var einfaldlega „þvottavélin”. Þvottavélin er dásamleg upp- finning sem sparað hefur ótal húsmæðrum og feðrum bæði tima og erfiði. Ég tók þvi tæknina i mina þjónustu og tróð skitugum fatnaðinum innum kýraugað á vélinni,ýttiá, „on”, tók'mér bók i hönd og beið eftir að fá tandur- hreinan þvottinn i hendur. Bókin hefur vist verið eitthvað leiðinleg, en hvað um það — ég sofnaði. Þegar ég vaknaði gekk ég spenntur að þvottavélinni og ætlaði að taka þvottinn út — ég gat sko bjargað mér — en sá strax, að eitthvað vantaði á hreinleikann. Ég fór að skoða vélina betur, gaf henni til að mynda gott spark (það dugar oft, þegar billinn fer ekki i gang), en þegar það gekk ekki, hringdi ég i verslunina sem hafði selt okkur þvottavélina og krafðistþess aðfá nýja þessiværi ekki i lagi. Þá spurði kurteis kvenmanns- rödd hvort ég hefði áreiðanlega dregið takka eitt út, stillt á fjóra og hitann á fjörutiu. Sanngjarnri spurningu minni um hvers vegna ég hefði átt að gera það, var svar- að með heimskulegu flissi og svo var mér sagt, að vélin færi ekki i gang fyrren hún hefði verið stillt. Ég sá strax i hendi mér að mér hefði orðið á skyssa en sagði samt Austurlenskar kótelett ur 4 svinakótelettur 2 appeisinur tabaseo 1 1/2 tsk salt 2 msk smjörliki 2 laukar l ds .tómatar (ca 400 g) 1 1/2 tsk.rosmarin Pressjðsafann úr appelsinunum og rifiðsiðan börkinn niður Setj- iö i skál safann og rifinn I I I I I I I I I appelsinubörkinn og blandið J tabascosaman við. Leggið kóte- | letturnar i blönduna og látið | liggja I minnst 15 minutur (má ■ gjarnan verayfir nótt). Þurrkið I kóteJetturnar vel og saltið áður I en þær eru svo steiktar i smjör- I likinu á vel heitri pönnu. I Skerið laukana smátt og brúnið | einnig á pönnunni. Heliið siöan j tómötunum úr dósinni (og einn- j ig safanum) yfir kóteletturnar j og laukinn á pönnunni og stráið j rosmarin yfir. Setjiðlok á pönn- i una og látið kóteletturnar og J sósuna malla við vægan hita i 10 J minutur. Berið fram soöin hris- J grjón meö. | „Skitugum fatnaðinum tróð ég innum kýraugað á vélinni” Rétt Axei. sisvona, að ég héldi nú engu að siður að vélin væri eitthvað lasin. Ég gaf þvottavélinni illt auga þegar ég kom i þvottahúsið og byrjaði að stilla ferlikið. Hvernig var þetta nú aftur? Aftur hringdi ég i verslunina. „Stilla á tvo og 40 stiga hita fyrir sokka og skyrtur — þvottaduft i hólf B og svo mýkingarefni i skol- vatnið i hólf C. — Fyrir nærfatn- að....” Ég skrifaði þetta samvisku- samlega hjá mér og fór svo i einu og öllu eftir ráðleggingunum, enda er það afar nauðsynlegt öll- um byrjendum að fara nákvæm- lega eftir öllum upplýsingum. Er ég ýtti á takkann, vissi ég að mér hafði tekist að koma maskinunni i gang — mér hafði tekist þetta. Það er einn litill eftirmáli. Þeg- ar ég tók fötin út úr þvottavélinni, voru þau skiljanlega dálitið blaut ennþá, en mér fannst sápulyktin af þeim i sterkara lagi. Þegar þvotturinn þornaði, varð hann eitthvað undarlega stifur og óþjáll. Til að mynda stóðu sokk- arnir sjálfir og ég þurfti ekki herðatré fyrir skyrturnar. Svo þegar ég viðraði mig, held- ur stoltur, i nýþvegnum fötunum, þefuðu kunningjar minir af mér og sögðu: „Þú lyktar öðruvisi!” Það var býsna óþægilegt að klæðast hreina þvottinum minum en það var ekki fyrr en nokkru seinna að ég skildi, hvað hafði mistekist. 1 stað mýkingarefnis- ins I skolvatnið, hafði ég notað „Ajax með salmiak-plús”, sem ku vera sérstaklega hentugt til að hreinsa skitug eldhús og óhreinar wc-skálar! —ATA Sjð goð ráð fyrir eiginkonur HVERNIG A AÐ HflLDfl LÍFIIEIGINMÖNNUNUM? Fjórir af hverjum fimm sjúklingum, sem fá hjartaslag eru karl- menn, segir i erlendum skýrslum. Og þvi er bætt við að eiginkonur gegni mikilvægu hlut- verki i að vernda heilsu manna sinna. Fyrir eiginkonur eru til sjö gullvægar reglur, sem þeim er bent á sem varúðarráðstafanir, en þær eru: .. verið glaðlegar i viðmóti. Takið hlýlega og glaðlega á móti eiginmanninum, þegar hann kemur úrillur heim á kvöldin. Flestir menn verða fyrir svo mik- illi taugaspennu I sinum daglegu störfum að afar nauðsynlegt er talið, að þeir hafi frið og ró á heimilinu á kvöldin og geti byggt upp kraftana fyrir næsta dag. Ef mjög ung börn eru á heimilinúm, komið þeim snemma i bólið, þau gætu raskað ró eiginmannsins ... hafið máltiðirnar ljúffengar og hollar, en forðist auðvitað fit- andi mat, svo að þeir geti bless- aðir eiginmennirnir verið grannir og spengilegir, þrátt fyrir gráu hárin (það eykur bara á sjarma þeirra). Og ekkert þras við matarborðið. ... hlaðið ekki á hann veislum á vinnudögum, þvi að þá nær hann ekki að byggja sig upp fyrir næsta dag. Hann þarf að fá sinn 7-8 stunda nætursvefn. ... trimm er nauðsynlegt, farið i göngur saman á kvöldin fyrir svefninn. Og þegar kalt er i veðri passið að hann hafi húfu, trefil og vettlinga með i kvöldgönguna. ... verið ekki eyðslusamar. Aukið ekki taugastrið hins hrjáða eiginmanns með þvi að tala sifellt um fallegu kápuna i búðar- glugganum og sólarlandaferðina i sumar. Þið vitið að þetta kostar allt svo mikið i dag. ... en auðvitað þurfa allir að fara i fri með reglulegu millibili. Best er að kveðja hann brosandi og litillát á flugvellinum og leyfa honum að fara einum til að byggja upp kraft... ... pantið fyrir hann tima hjá lækni a.m.k. einu sinni á ári og haldið i hendina á honum á bið- stofunni til að draga úr tauga- striði hans á meðan á bið stendur. Og hafið hugfast með reglunum sjö, hið fornkveða að betra er að byrgja brunninn áður en barnið dettur i hann. Við höfum leitað viða að öðrum sjö reglum til að gefa þeim mönn- um sem ekki hafa eiginkonur sér við hlið, hvað eiga þeir að gera? Ennþá ekkert komið i leitirnar. Og annað sem vantar — hvernig eiga eiginmenn að vernda heilsu eiginkvenna sinna, sjö gullvægar reglur óskast: —ÞG. HÚSRAO J Blek i kúlupennum vill | oft þorna mjög fljótt. I Dýfið þvi kúlupenna, j sem lengi hefur legið ó- j notaður i sjóðandi vatn. I Þá losnar um stifluna, j og penninn gefur blek j enn um nokkurn tima. I J ... og aðeins eitt litið l húsráð um blek i beinu J framhaldi, hrærið upp- { þornað blek út með ed- I iki, en ekki vatni. j Sápuafgangar fara oft- i ast beint i ruslakörfuna j á flestum heimilum. I En við viljum benda á ! eitt heillaráð, það er að j safna afgöngunum I saman, klippa bút af J sokkabuxum (nylon) j setja sápuafgangana i I sokkabútinn og hnýta L mmm mam mm mmm mmm mmm mmm mm mmm mmm mmm mmm mmm mmm I I I fyrir báða enda. Með! þvi fáum við 100% nýt- J ingu á sápunni. j ... og þá dettur okkur i J hug gott ráð til þess að l pússa glerið i gleraug- j unum. Það er að núa J fyrst þurri sápu á gler-1 ið báðum megin og J pússa svo vel með | þurri, mjúkri tusku. J og varðandi gömlu j sokkabuxurnar eða l nylonsokkana þa vitum [ við að þeir geta verið til l margra hluta brúkleg- [ ir. Til dæmis getum við J siað kornótta málningu I i gegnum þá, fægt með J þeim spegla og rúður, [ og pússað með þeim i skóna okkar til að fá j finan gljáa á þá. J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.