Vísir


Vísir - 26.03.1981, Qupperneq 28

Vísir - 26.03.1981, Qupperneq 28
síminner 86611 veðurspá dagsins Um 500 km suð-suðvestur af Reykjanesi er 965 mb lægð sem þokast norðvestur en 1018 mb hæð yfir Grænlandi. Smá saman hiynar i veðri. Veður- horfur næsta sólarhring. Suöurland til Breiðafjarðar: Austanátt, viða allhvasst eða hvasst en sumstaðar stormur á miðum, skýjað en dálitil slydda en siðar rigning öðru hverju. Vestfirðir: Allhvöss austan eða norðaustan átt en stormur á miðum, dálitil él. Strandir til Norðurlands eystra: Austanátt, hvöss og sumstaðar stromur á miðum, en hægari til landsins. Skýjað að mestu en úrkomulitið, viða skafrenningur. Austurland að Glettingi: All- hvass austan, skýjað og dálitil él, einkum á miðum og ann- nesjum, viða skafrenningur. Austfirðir: Allhvass eða hvass austan, dálitil él og siðar slydda með köflum. Suðaustui land: Austan strom- ur eða rok og slydda en siðar rigning með köflum, heldur hægari er liður á daginn. veðriö hér og par Veður kl. 6 i morgun: Akureyri skýjað -í-l, Bergen rigning 2, Helsinkiskýjað -^4, Osló snjókoma 1, Reykjavik slydda 2, Stokkhólmur slydda 1, Þórshöfn alskýjað 4. Veður kl. 18 I gær: Aþena léttskýjað 13, Berlin skýjað 15, Chicago skýjað 10, Feneyjar þokumóða 14, Frankfurt skýjað 18, Nuuk heiðrikt -^8, London rigning 12, Luxemborg skýjað 17, Las Palmas skýjað 21, Mallorka léttskýjað 19, Montreal létt- skýjað 19, N-York skýjað 10, Paris skýjað 20, Róm þoku- móða 13, Malaga skýjað 18, Vfn skýjað 16, Winnipeg al- skýjað 1. segjp Sumir iþróttafréttaritarar eru sifellt með stórfyrirsagnir um að einhverjir séu að pissa i skóinn sinn, siðast þeir á Þjóð- viljanum i morgun. H'vað veldur þessum mikia áhuga á skópissi? Vinnuslys í álbræðslunni í StraumsvTk: Fékk éunsan lofi- hamar á höluðlð Vinnuslys varð i Alverinu i Straumsvik i gær, þegar 50 kilóa þungur lofthamar féll á höfuð, starfsmanns. Hann var fluttur á slysadeild, en eftir rannsókn var ekki talin ástæða til þess að leggja manninn inn á sjúkrahús, og talið, að öryggishjálmur, sem maðurinn bar, er hann fékk höggið hafi bjargað honum frá stórslysi. Verið var að grafa gryfju ofan i gólfið í svonefndri skaut- smiðju, en þar er nú unnið að skipulagsbreytingum. Maður- inn var niðri i gryfjunni við að slétta botninn, þegar lofthamar, sem staðsettur hafði verið á 2.30 metra háum barmi gryfjunnar, féll á höfuð honum. Eins og áður segir, bjargaði öryggishjálmur- inn honum, en skylda er að bera slika hjálma á vinnusvæðinu. —AS ' ' Hafsteinn Hauksson, framkvæmdastjóri AUTO '81, sést hér undir stýri Rolls Royce bilsins, sem er til sölu á sýningunni og kostar um 283 milljónir gkr. Vísismynd GVA ftUTO '81 opnuð á morgun: Veir Rolls Royce og .skruggukerra” itolsk - að verðmætl um 850 milllðnlr gkr. á meðal sýnlngargripanna [ ,,Við verðum með þrjá bila sem viðfáum sérstaklega erlendis frá til að hafa á sýningunni, einn Rools Royce frá verksmiðuunni aðverðmæti um 283 milljónir gkr. og er hann til sölu, og svo fáum við tvo bila frá dönskum bila- áhugamanni að nafni Lars Bang, annar er Rolls Royce en hinn italskur sportbill af gerðinni Lamborghini Countach Lp. 400S” sagði Hafsteinn Hauksson fram- kvæmdastjóri AUTO ’81 sem opnar i Sýningarhöllinni Bilds- höfða kl. 19 á morgun. — Þessir þrir glæsibilar sem eruað verðmæti um 850 milljónir gkr. samtals verða skrautfjaðrir sýningarinnar, og gefst nú i fyrsta sinn tækifæri til að sjá Rolls Royce hér á landi. Þeir sem hafa áhuga á að skoða þessar glæsikerrur og þá meö kaup á Rollsinum i huga ættu þó að var- ast að spyrjast fyrir um bensin- eyðslu, þeir sem kaupa Rolls Royce velta nefnilega svoleiðis hlutum ekki fyrir sér. Á sýningunni sýna öll bifreiða- umboðin hér á landi það mark- verðasta sem þau hafa á boð- stólnum, en einni verða sýndir varahlutir, verkfæri og fylgi- hlutir: Ýmislegt annað verður á boðstólnum fyrir sýningargesti, m.a. verður á klukkustundar- fresti dreginn út vinningur, utan- landsferð, 10 gira reiðhjól og ýmislegt fleira, en verðmæti þessara lukkuvinninga nemur um 8 milljónum gkr. — Sýningin stendur yfir til 5. april. gk-. Fjúrir á sjúkrahús eftir harð- an árekstur Harður árekstur varð um klukkan 17 i gær, er tveir fólksbil- ar rákust saman á blindhæð við Syðra-Gil i Eyjafirði. Fjórir voru fluttirá sjúkrahús á Akureyri, hjón með barn sitt úr öðrum bilnum, en stúlka úr hin- um. Ekki er talið að meiðsli þeirra séu alvarleg. en bilarnir eru gjör-ónýtir. —AS Dekkjamálið í sakadómi „Dekk jamálið” svonefnda, sem upp kom á Keflavikurflug- velli 1979, er nú til meðferðar i sakadómi Reykjavikur. Væntan- lega verður dæmt i málinu i mai eða júni, að sögn Haraldar Henrýssonar. 1 máli þessu voru nokkrir islenskir starfsmenn á Kefla- vikurflugvelli ákærðir fyrir að hafa dregið sér fé á þann hátt að láta varnarliðið greiða fyrir hjól- barðasendingar sem aldrei bár- ust til landsins. Akæran hljóðaði upp á rúmar 30 milljónir gkróna, eða um 150 þúsund dollara. —AS Rætt við Daníel A fundi rekstrarstjórnar Sjúkrahúss Suðurlands var samþykktað stjórnin i heild hæfi viðræður við Daniel Danielsson, yfirlækni, vegna þeirra deilna sem geisað hafa um sjúkrahús- mál á Selfossi. Aður hafði Daniel sent rekstrarstjórninni bréf. þar sem hann tjáði sig fúsan til þess að taka upp sllkar viðræður i tengsl- um við opnun nýja sjúkrahússins. —P.M. .næst SUZUK/...og svo bústaðurinn Dreginn ut i þessum manuði afmælis- Mars - seðillinn getraun laugardag. VeuSand' vísm áSW’" sími 86611 Dregið 29. mai n.k.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.