Vísir - 26.03.1981, Síða 9

Vísir - 26.03.1981, Síða 9
Fimmtmiaenr 2fi. mars 1981 VÍSIR Fyrir riímum þrem vikum lauk i Kaupmannahöfn 29. þingi Noröurlandaráðs. Það var gleði- efni fyrir íslendinga, að Snorri Hjartarson fékk að þessu sinni bókmenntaverðlaun ráðs- ins fyrir ljóðabók sina, Hauströkkrið yfir mér. Fyrir fimm árum fékk annað islenzkt skáld, ólafur Jóhann Sigurðs- son bókmenntaverðlaunin fyrir ljtíðabækur sinar Að brunnum og Að laufferjum. Það er athyglisvert, að arftakar þeirra Islendinga, sem á miðöldum sögðu og skráðu sögur okkar um bardaga, hetjur og hrikaleg ör- lög, hljtíta nú frægð fyrir um- fjöllun annars konar yrkisefna, fyrir ljtíðræna meðferð á fín- gerðri fegurð náttúrunnar og trega haustsins. Sama fínleika var að finna i tónverki þvi, sem Manuela Wiesler og Snorri Birgisson fluttu i ráðhúsinu i Kaupmannahöfn 1976 og var eft- ir Atla Heimi Sveinsson, eina is- lenzka ttínskáldið, sem hlotið hefur ttínlistarverðlaun Norður- landaráðs. Listræn afrek samtiðar- manna okkar varpa birtu og yl i lif okkar. Þau bæta hugarástand ið. Mikil gróska hefur verið i tónlistarlifi i seinni tið. Nýlegt dæmi um afrek á þvi sviði var konsertuppfærslan á óperunni Óthello i Háskólabiói siðastliðið fimmtudagskvöld. Margt var þar gert af þeirri snilld, sem færír manni heim sanninn um það, að i listinni felst ein af orkulindum okkar, og gæta þarf þar vel að góðum virkjunar- kostum, þótt með öðrum hætti sé en við Blöndu, á Fljótsdal eða Sultartanga. Sumt er þar vitan- lega dýrt, eins og t.d. sinfóniu- hljðmsveitin, en hún er einmitt eitt af þvi, sem hjálpar þjóð okkar til að halda reisn. Nordsat Umræðurnar um norrænan sjónvarpsgervihnött eða „Nord- sat” eiga sér orðið áralanga sögu. Loksins, á siðasta þingi Norðurlandaráðs, féllu þær i þannfarveg, að liklegt má telja, að á næsta ári verði tekin endanleg ákvörðun og hilli undir framkvæmdir. Lýkur þar með þvi skeiði, sem sænska skáldið Per Olof Sundman hefur nefnt lengst hindrunarhlaup i sögu Norðurlandaráðs. Forseti ráðs- ins, Matthias A. Mathiesen veitti málinu mjög ákveðinn stuðning i setningarræðu sinni i Kaupmannahöfn, og eindregnir fylgismenn þess urðu i lok þingsins fleiri en menn höfðu á timabili búizt við. Fram skal tekið, að rikisstjórn Islands hefur ekki tekið afstöðu. I þeim takmörkuðu umræð- um, sem fram hafa farið um þetta mál hér á landi, er nokkuð misjafnt, út frá hvaða forsendu menn hafa gengið, er þeir hafa tekið afstöðu. Ýmist hafa menn gengið út frá, að send yrði ein, ritstýrð, samnorræn dagskrá eða að unnt yrði að senda út samtimis dagskrárnar i heild frá öllum löndunum, þannig að hlustandinn gæti valið þeirra i milli hverju sinni. Grundvallar- munur er á þessu tvennu. Er siðari kosturinn mun geðfelld- ari. Fyrir þvi eru m.a. eftirtalin rök: 1) Frelsi hlustandans til að velja og hafna eykst að mun. 2) Aukin samkeppni i dagskrár- gerð ætti að stuðla að meiri gæðum. 3) Skriffinnskukostnaður við samnorræna ritstýrða dag- skrá sparast. 4) Skilningur landanna i milli eykst með þvi að heildardag- skrár hvers lands gefa betri innsýn i daglegt lif borgar- anna. 5) Beinar fréttir frá öllum lönd- unum ættu að veita meiri fjölbreytni i upplýsingum og þarmeð hlustandanum betra tækifæri til að draga eigin á- lyktanir af eigin fréttavali. 6) Fjölbreytnin, sem fylgir heildardagskránum mun stytta öldruðum og hreyfi- hömluðum stundir. 7) Möguleiki listamanna, skapandi og túlkandi, til að koma list sinni á framfæri, gerbreytist til batnaðar. Hefur þetta ekki sizt þýðingu fyrir Islendinga. Vinstri menn á móti Ýmsir, trúlega mun færri þó, eru andvigir þessari leið heildardagskránna. Rökin, sem þeir hafa uppi, eru þau fyrst og fremst, að hún leiði til þess, að menn fari i eins konar kráku- stigum milli efnisþátta með vafasömu menningargildi eða að menn velji of einhæft efni. Aftur á mtíti væru i ritstýrðri dagskrá, samnorrænni, fremur tck á að halda fram efni, sem formælendur þessa sjónarmiðs telja sjálfir menningarlegt og „meðvitað”, en áhorfendum þykir allajafna heldur leiðin- legt. Ritstýrða dagskráin hefur helztátt sér formælendur meðal vinstri sinna, en vist má telja, að hún komi ekki til fram- kvæmda, þar eð allar áætlanir nú eru miðaðar við heildardag- skrárnar og Norðurlandaráðs- þing lýsti yfir fylgi við málið á grundvelli þeirra áætlana, sem fyrir liggja. Menn hafa stundum rætt um Nordsat sem þar væri um að ræða val milli þess að senda og taka á móti efni um Nordsat annarsvegar og svo hins að taka á móti efni frá öðrum Evrópu- löndum um aðra hnetti. En svo er ekki. Efni frá Nordsat myndi enganveginn útiloka efni frá öðrum gervihnöttum, ef geisla frá þeim væri beint svo vestar- lega og norðarlega, að við hefð- um tæknilega möguleika að ná þvi. Sannleikurinn er bara sá, samkvæmt upplýsingum fróð- ustu manna á þessu tæknisviði, að Nordsat er eini sjáanlegi möguleikinn til að taka á móti efni frá mörgum öðrum löndum á þann veg, að það nái til alls þorra landsmanna. Afstaðan til Nordsat hér á landi fer þá fyrst og fremst eftir þvi, hvort við viljum, að Islendingar sitjisvo sem unnt er við sama borð og aðrar Evrópu- þjóðir um frelsi til öflunar upp- lýsinga og við val á menningar- efni. Ljtíst er, að Nordsat- sendingar munu frá sjónarmiði áhorfandans brjóta sjálfkrafa niður þá einokun á sjónvarps- efni, sem við nú búum við. Almenn minningarósk Engir eru meira á móti Nord- sat í þeim farvegi frelsis, sem málið er nú, heldur en þeir, sem eruyzttil vinstri og yzt til hægri i norrænum stjórnmálum. Danskir ihaldsmenn vilja ekki, að Danir taki þátt i kostnaði við Nordsat, a.m.k. ekki eins og sakir standa, enda Danir þannig i sveitsettir, að ihaldsmenn þar i landi telja þá hafa ærið úrval af sjónvarpsdagskrám ná- grannaþjtíða nú þegar. Naumur meirihluti sænska þingsins var fyrr í vetur neikvæður gagnvart Nordsat, en sú afstaða er þegar farin að breytast i mun jákvæð- ari átt. Má ætla, að þar gæti á- hrifa frá hagsmunum i sænskum iðnaði. I Noregi er Nordsat ódýrasta aðferðin til að koma sjónvarpi til allra lands- manna. 1 Finnlandi eru rökin með Nordsat ekki sizt pólitisk, Nordsat muni styrkja tengsl Finna við Norðurlönd, m.a auka aðgang Finna að fréttum frá hinum löndunum. Finnskir ibú- ar i Sviþjóð muni þá einnig eiga kost á að sjá sjónvarp á móður- máli sinu. Á öllum Norðurlönd- um koma svo til hin almennu menningarrök, sem liggja til grundvallar allri norrænni sam- vinnu. Þegar viðtækt net sjón- varpshnatta verður tekið til starfa og sendingar frá þeim verða sjáanlegar á miklum hluta Noröurlanda, verður talin menningarleg nauðsyn, að hin norræna rödd fái að heyrast, ella geti og dregið úr sameigin- legum styrk Norðurlanda. Á tfmabili óx mönnum þýðingarkostnaður vegna Norð- sat nokkuð i augum. Sú niður- staða, sem lfklegast er, að komi til framkvæmda, er þýðing úr og á finnsku, þýðing úr islenzku á hin málin, norskar, danskar og sænskar sendingar verði ekki þýddar nema á finnsku, en hægt verðj að stilla á texta á skjánum á þvi máli, sem flutt er. Er þessi kostur vel álitlegur fyrir Islendinga og liklegur til að efla tungumálakunnáttu. Og hvað kostar svo Nordsat- ævintýrið fyrir Islendinga? Hlutdeild íslands i sameigin- lega norræna kostnaðinn verður i hlutfalli við þjóðartekjur, eins og þegar um annað norrænt samstarf er að ræða, eða 0.9 — 1%. Þetta þýðir, að ár- legur kostnaður íslands i 20 ár verði að meðaltali og reiknað á verðlagi i janúar 1979 2.5 — 3.1 milljónir islenskra nýkróna, eftirþvi' hve dýr þýðingarkostur verður valinn. Jafnréttismál A þessu ári eru liðin sjötiu ár siðan lög vöru sett á Islandi um jafnan rétt kvenna og karla til náms, námsstyrks og embætta. A hátiðlegum stundum hafa tslendingar minnzt þess með stolti, hve þeir voru snemma i tiðinni með réttsýnina að þessu leyti. En eftir framkvæmdinni að dæma virðist þetta ekki vera afgreitt mál. Nú fyrir skemmstu. bar svo við, að ráö- herra gekk við veitingu lyfsölu- leyfis framhjá konu, er sótti um það, og höfðu þó báðir lögmæltir umsagnaraðilar metið hana hæfasta umsækjenda. Að frum- kvæði Kvenréttindafélags Islands og umsækjanda sjálfs kom þetta mál til kasta Jafn- réttisráðs, sem átaldi leyfis- veitinguna. Jafnrettisráð komst m.a. svo að orði i greinargerð sinni, að þessi ráðstöfun væri sizt til þess fallin til að hvetja konur til að sækja um ábyrgðar- stöður. 1 þessum orðum felst álit á þvi, hve þessi leyfisveiting hefur langtum viðtækari afleið- ingar en þær, er varða um- sækjanda sjálfan. Hún tengist sviði, sem mikla fyrirhöfn hefur kostað að byggja upp, en gengur þó hægt, svið, sem hefur áhrif á allar framfarir og menningar- stig á Islandi, en það er mennt- un kvennanna i landinu. Þetta skildu ráðamenn fyrir sjötiu ár- um, þegar lögin voru sett. En heilbrigðis- og félagsmálaráð- herrann sér nú ástæðu til að halda upp á afmælið með þess- um hætti. I viðbrögðum ráðherrans við ávitum Jafnréttisráðs kom fram, að hann teldi, að ástæða væri til að endurskoða jafn- réttislögin og kæmi þá fram, hverjir væru raunverulegir jafnréttissinnar. Þykir mörgum það raunar fullreynt i þessu máli, að þvi er ráðherrann varðar. Vandséð er, hvernig tal um endurskoðun jafnréttislag- anna getur talizt röksemd i þessu máli, þar eð til veitingar leyfisins til handa konunni voru öll lagaskilyrði fyrir hendi, og hefði svo verið, þótt málið hefði borið að áratugum fyrr. Konan var ekki aðeins jafnhæf og karl- umsækjendurnir, heldur hæfust samkvæmt þeim álitsgerðum, er ráðherra bar,lögum sam- kvæmt að hafa til hliðsjónar. Þá gerðist það á dögunum, að kona sem stítti um embætti prófess- ors við Læknadeild Háskóla Islands og fékk flest atkvæði deildarinnar við atkvæða- greiðslu um meðmæli. Mennta- málaráðherra veitti konunni ekki embættið. I tilefni þessara mála hafa vaknað upp umræður um það, hvort lögleiða beri timabundin forréttindi konum til handa við stöðuveitingar. Væri það vissu- lega dapurleg afleiðing af úr- slitum þessara mála og ekki rökrétt. Forréttindi eru i eðli sinu mismunun. I málum sem þessum eru það ekki forréttindi, sem konur þarfnast, heldur réttlæti. Fjölmiðlar og öryggis- mál Ég vík nú aö öðru máli, sem er almenningsfræðsla um öryggismál landsins. Afstaða manna til þess, hvernig tryggja á öryggi og frið, hefur mjög mikla þýðingu. Sá farvegur, sem umræður falla i, getur haft úrslitaáhrif á þessa afstöðu. Þarna bera fjölmiðlamenn, sér- staklega rikisfjölmiðlar og aðrir þeir, sem annast upplýsinga- miðlun til fólks, ungs og gamals, mikla ábyrgð. Svo virðist sem upplýsingamiðlun þessi eða það, sem ætti að vera al- menningsfræðsla, falli um of i þröngan farveg. A skortir, að hún taki nægilega mið af Siðastliðinn mánu- dag flutti Ragnhildur Helgadóttir fyrrv. alþm. athyglisvert er- indi um daginn og veg- inn. Með leyfi Ragn- hildar er erindið birt hér, örlitið stytt. í þvi er fjallað um þing Norðurlandaráðs, Nordsat, sjónvarps- gervihnöttinn, jafn- réttismál, umfjöllun fjölmiðla um öryggis- mál og málefni fatlaðra. heildarsýn og staðreyndum, stundum af staðreyndum, sem við blasa, ef á er bent, en oft er þagað um. Afleiðing þessa getur orðið sú, að sjálft öryggi lands- ins verði útundan og menn geri sér ekki grein fyrir nauðsynjum i þessu sambandi. Ég nefni nú dæmi, þar sem betri upplýsingar hefðu gert málin ljósari. Fyrir skömmu stóð yfir eins konar yfirlýsinga- strið milli fréttamanna rikisút- varpsins og Utanrikisráðuneyt- isins um framkvæmdir á Kefla- vikurflugvelli. Þetta blandaðist svo umræðum um það, hvort rikisstjórnin hefði i fórum sin- um leynisamning með starfs- reglum, er kynnu að veita hvaða aðila rikisstjórnarinnar sem er neitunarvald um varnarfram- kvæmdir. Á meðan á þessu gekk hér heima, mátti svo lesa frétt eins og þá, sem birtist i brezka blað- inu Observer hinn 15. þ.m., þar sem skýrt var frá, að fram færu umræður um nýja hervarnar- stöð Atlantshafsbandalagsins á Hebrideseyjum eða Suðureyj- um. Varþess getið i fréttinni, að þetta þætti nauðsynleg öryggis- ráðstöfun, þar eð til þess gæti komið hvenær sem væri, að varnarstöðinni á Keflavikur- flugvelli yrði lokað fyrir póli- tiskan þrýsting. Allt þetta vekur til hugsunar um traustiðá bandamanninum i norðri, um þátt tslands I öryggi Evrtípu og þátt Atlantshafs- bandalagins i öryggi íslands. Kjarnorkuvopnalaust svæði Annað dæmi, þar sem betri upplýsingar hefðuþurfl að koma fram. Upp á siðkastið hefur verið haldið uppi umræöum, einkum af hálfu Norðmanna um að lýsa þurfi Norðurlönd kjarn- orkuvopnalaust svæði. Hug- myndin um svonefnda frið- lýsingu N.-Atlantshafsins virð- ist vera af svipuðum toga. Um það hefur verið minna fjallað, t.d. i rfkisfjölmiðlum við hvaða aðstæður slikar hugmyndir eru settar fram. Nauðsynlegt hlýtur að vera að gera jafnframt grein fyrir þvi, að varnarmálayfir- völdum Norðurlanda er full- kunnugtum, að Sovétmenn hafa mikið magn kjarnorkuvopnabú- inna tækja i næsta nágrenni Norðurlanda, á landi og i höfum úti fyrir ströndum þeirra. Enda hefur forstætisráðherra Noregs, Gro Harlem Brundtland, sagt, að slikar yfirlýsingar væru haldlausar nema að Sovétmenn undirgengjust slikar skuldbind- ingar einnig. Almenningur á Islandi þarf með eðlilegum hætti að fá betri upplýsingar um staðreyndir, er varða öryggismál íslands og umheimsins. Sérstaklega má ætlast til sliks af rikisfjölmiðl- um, og að þeir sjái til þess að upplýsingar séu frá þeim, er gerst þekkja hér á landi. Yrðu þá væntanlega minni likur til að óraunhæfar eða ótimabærar til- lögur í varnar- og öryggismál- um fengju þann byr, er leiða kynnu til aukinnar hættu fyrir Islendinga. Menn sæju þá væntanlega, að lokun varnar- stöðvarinnar hér eða einhliða yfirlýsingar um vopnleysi á Norðurlöndum væru álika skyn- samlegar og að ætla sér aö bægja frá eldhættu með þvi að henda slökkvitækjunum eða bæta veðrið með vi að draga fyrir gluggana. Ár fatlaðra A alþjóðadegi fatlaðra var tekin i' notkun við hús Sjálfs- bjargar að Hátuni 12 sundlaug, er stórbætir aðstöðu fjölmargra fatlaðra til þjálfunar. I málefn- um fatlaðra hefur á undanförn- um áratugum eitt nafn borið öðrum hærra, en það er nafn Odds Ólafssonar læknis og fyrr- verandialþingismanns, sem m.a hefur verið driffjöður og frum- kvöðull I byggingum heimila og aðstöðu fyrir öryrkja. Reykja- lundur er með merkustu stofn- unum landsins og framkvæmdir öryrkjabandalagsins tala sinu máli. Fjölmennasti hópur öryrkja er sá hópur, sem haldinn er ör- orku af völdum geðsjúkdóma. Algengasta orsök líkamiegrar fötlunar er umferðarslys á- fiamt vinnuslysum og slysum i heimahúsum. Ljóst er, aö i framtiðinni þarf að leggja aukna áherzlu á að leita leiða til að koma i veg fyrir slys og sjúk- dóma, er leiða til örorku eða fötlunar. Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað þetta ár málefnum fatl- aðra. Fjölmörg áhrifarik sam- tök hafa hlýtt kalli þeirra og standa á árinu að ýnsum að- gerðum til að greiða götu fatl- aðra og létta þeim lifið. Ragnhildur Helgadóttir. ■ 9 j ■ ■ « ;3 ■ ■ a a B ■ ■ fc £) uí

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.