Vísir - 26.03.1981, Blaðsíða 14

Vísir - 26.03.1981, Blaðsíða 14
VÍSIR Fimmtudagur 26. mars 1981 Fimmtudagur 26. mars 1981 Enn einu sinni varð islenski hesturinn eftirlæti sýningargesta á Equitana sýningunni i Essen i Þýskalandi. Equitana sýningin er stærsta hrossasýn- ing heimsins, haldin annað hvert ár, og þangað koma hestar frá öllum heimshornum. Sýningin, sem lauk nú fyrir skömmu, var sú fjórða frá upp- hafi, en islenski hesturinn hefur tekið þátt i þrem þeirra. 1977 var hann val- inn vinsælasta sýningaratriðið, hélt þvi naumlega 1979 en i ár hafði hann örugga forustu aftur. Sýninguna sóttu á þriðja hundrað þúsund gestir og fögnuðu islenska hest- inum meira en nokkru öðru atriði á sýningunni, meira að segja meira en sjálfu ólympiuliði Þjóðverja sjálfra i dressure reiðlist og fögrum disum frá Hollywood, sem sýndu margháttaðar listir á hestbaki. Þrir islenskir knapar voru meðal þeirra, sem sýndu islenska hestinn á Equitana og Visir náði sambandi tvo þeirra, Reyni Aöalsteinsson og Svein Hjörleifsson og bað þá að segja frá. Sá þriðji er Sigurbjörn Bárðarson, en til hans náðist ekki. Reynir hefur sýnt hesta oft og viða um Evrópu, m.a. verið i hópi sýnenda á þessum þrem Equitana-sýningum, sem fólkið felli pallana. Klaus Becker, sem stjórnaði okkar sýningu, sagði þá: Hér er kom- inn f jöldi fólks til að sjá islenska hestinn og ef þið látið hann ekki koma fram, verður fólkið vit- laust og þá er ekki siður hætta á að það felli niður pallana. Sýn- ingarstjórnin gaf sig þá, en spurði hvort við gætum þá ekki sýnt þannig að við vektum ekki alveg eins mikla hrifningu.” Sveinn Hjörleifsson og Reynir Aöalsteinsson islenski hesturinn hefur komið fram á, en Sveinn er minna reyndur og hefur ekki komið á Equitana fyrr. Getið þið ekki vakið svoiitið minni hrifn- ingu? — Hvernig var þetta Sveinn? ,,Það var alveg stórkostlegt.” — Reynir? „Það var það, sérstaklega þegar fór að liða á,” „Ég hefði ekki trúað, hvað islenski hesturinn er ofsalega vinsæll, fyrr en ég fór á þessa sýningu,” sagði Sveinn. „Við komum fram þrisvar á dag og allantimann var hesturinn okk- ar vinsælasta atriðið. Vinsæld- irnar eru mældar með þvi að mæla klappstyrkinn hjá áhorfendum.” „Ég skal segja þér smásögu af vinsældunum,” sagði Reynir. „A sunnudeginum var komið mjög margt fólk og var farið að troða sér undir og reyna að skriða uppá áhorfendapallana, aftanfrá. Sýningarstjórnin kom þá til okkar og segir að viö meg- um ekki sýna núna, vegna þess að þeir séu svo hræddir um að mesta áherslu á töltiö og skeið- ið, fánann og fánalitina og reynt að hafa hraða sýningu. Núna höfðum við lengri sýningu og reyndum aðsýna sem flest, sem hægt er að gera með hestinn. Við sýndum þá fyrir vagni, sýndum hlýðniæfingar, ferða- hestinn — þá sýndum við trúss- hesta og heybandslest og reynd- um að likja eftir fólki á ferða- lögum i islenskum lopapeysum Disir frá Hollywood 'Sveinn skaut inni: „Forstjóri sýningarinnar sagöi i setningar- ræðunni að islenski hesturinn væri einn af burðarásum sýn- ingarinnar,” Reynir: „Ég var hissa á einu. Það komu þarna stelpur frá Californiu Hollywood. reynd- ar voru fleiri i sýningunni, en þær báru hana uppi, og þetta voru professional stelpur i svona sýningum, og sýndu eig- inlega akrobatik á hestunum, og það var alveg geysilega vin- sælt. Þegar maður horfði á þetta datt manni ekki annað i hug en að þetta væri það allra hæsta. Inn á milli sýndu þær snöruleika og ein þeirra reiö um svæðið og söng lag sem varð svo vinsælt að þaö gekk alveg i gegnum sýninguna. Mér datt ekki annaö i hug en að þetta hlyti að verða það vinsælasta. En það varð ekki. Allt sýnt Það sem við reyndum að gera nú, i fyrsta skipti, var að sýna fram á möguleikana með islenska hestinn. Við höfum aldrei veriö með eins stóra sýn- ingu og nú, við höfum lagt ? ' wm I ■ ''+ím , Með fullar bjórkrúsir, og ekki dropi niöur. — við sýndum hindrunarstökk. Klaus Becker kom þarna með gamla Asa sinn, 25 vetra gaml- an, með fána Bandarikjanna — hann reið honum yfir þvera Ameriku, i Amerikureiðinni um árið og lét hann stökkva yfir borð, sem fólk sat við og þessum gamla klár fataðist ekki. Þetta var tilkomumikið. En við byggðum sýninguna upp á töltsýningu, komum inn á fimm góðum tölturum með skemmtilega litasamsetningu og svo kom hitt allt á eftir þar á meðal fjórir skeiðhestar, sem lágu á flugskeiði horna á milli i salnum.” Þá er gaman að lifa — Hvernig tilfinning er að vera svona áberandi eftirlæti áhorfenda? Reynir: „Það var á sýningu i Paris fyrir hálfu öðru ári, þá vorum viðaðná okkur upp allan timann og siðasta daginn var gert dálitið mikið með okkur. Við gátum svindlað inn nokk- urskonar móti og sýningin okk- ar kom svoá eftir. Viðlugumþvi að á hverju ári væri um þetta leyti Evrópumót i Berlin, en nú væri ekki hægt að halda það, þvi allir hestarnir væru i Paris, og við fengum ambassadorinn með okkur i þetta og hann spurði hvort við gætum ekki fengið staö og stund fyrir mótið, þann- ig komum við þvi að. Svo kom sýningin á eftir og þá hðldum viö að fólkið hlyti að vera búið að fá nóg af þessu, en það var nú aldeilis ekki. Þá fyrst var fólkið farið að átta sig. Eftir sýning- una vorum við með músik, sem bauð uppá að klappa i takt. Þarna var ekki minni fjöldi en i Equitana og þegar svona margt fólk klappar allt, þá fær maður tilfinninguna, þá tárast maður. Þá er gaman að lifa.” Það fór ekki dropi nið- ur Sveinn: „Eitt atriðið i sýning- unni var að við komum inná á þrem tölturum og riðum heilan hring með fullar bjórkrúsir i annarri hendinni. Það var gert til að sýna hvað töltið er þægi- legur og þýður gangur, aö hægt er að riða með fulla bjórkrús án þess að dropi fari niður.” — Og fór ekki dropi niður? „Ekki fyrr en fór ofani okk- ur.” — Sveinn, hvernig virka fagn- aðarlætin á þig, sem ert ekki eins vanur og Reynir, varstu tuugaóstyrkur? „Nei, ég var ekki tauga- óstyrkur, ég var með ágæta hesta og hafði stuðning af hin- um, þessum vanari, svo þetta varö ekkert erfitt. En þetta er gaman. Hér heima fær maður ekki þessa tilfinningu, það eru aldrei svona fagnaðarlæti hér á tslandi. Þetta er svo stórkost- lega sérstakt, að fólk gerir sér ekki grein fyrir þvi.” — Hvað er næst? „Kánada,” segir Sveinn. „Það voru margir sem höfðu áhuga á að fá svona sýningar,” sagði Reynir, „Berlin, Banda- Texti: Sigurjón Valdimarsson rikin, Kanada og fleiri. Við höf- um mikinn áhuga á að komast á sýningarnar bæði i Bandarikj- unum og Kanada, og þá með hesta héðan að heiman. En það eru ýms ljón á veginum, i sumar er fjórðungsmót hestamanna hér á Suðurlandi og Evrópumót- ið verður siðsumars, en þessar sýningar i Ameriku eru i júli og águst, svo það verður erfitt að koma þessu öllu heim og sam- an.” Rúsfnan „Og svo var það rúsinan. For- stjóri sýningarinnar heitir Kreuber,ungur maður, og hann var að skemmta sér með okkur i veislu, sem við heldum, óhemju mikið fjör. Þegar verið var að slútta sýn- ingunni finn ég að það er veriö að gera eitt hvað staut með okk- ur, það er alltaf verið að ýta okkur aftar og aftar, þegar hestarnir fóru inná siðast. Svo erum við orðnir siðastir og okk- ur er gefíð gott pláss og talað skemmtilega fyrir okkur, sagt að við séum eftirlæti Equitana ogsitthvaðfleira.og við vissum ekki vel hvaðan á okkur stóð veðrið. En það var þá Kreuber vinurinn, sem kom riðandi inn á Hákon, hans Walter Feldmann, riður einn hring við mikil fagn- aðarlæti, riður upp að hljóð- nemanum, heldur sina tölu, sitjandiá klárnum, slitaræðuna. Siðan reið hann að stórum skoskum vagni með stórum viskiflöskum, fékk sér viski- glas, eins og islenskur bóndi og siðan reið hann hring og út. Mér fannst þetta ein mesta viður- kenningin. Það hefur alltaf gengið illa að koma þvi inn hjá útlendingum að islenski hestur- inn geti borið fullorðið fólk. Sfðan riðu hóparnir út hver af öðrum,en við vorum látnir biða. Siðast riðum við svo út á fullu tölti og á eftir fylgdu skeið- hestarnir á fljúgandi skeiði viö svoleiðis fagnaðarlæti og öskur að allt ætlaði um koll að keyra. Og þá var sýningin búin.” SV Stööug umferð var um upplýsingabás tslendinganna. HUNDRUB ÞOSUNDA HVLLA ÍSLENSKA HESTINN A EQUITANA VÍSIR 15 isii Sumarhús Húsa fellsbóndans eru til sölu: „Engin uppgjöf af minni hálfu’ - segir Krístieifur bóndi á Husafellí. sem leigir kaupendum iand undir húsin i 20 ár „Það eru 16 hús sem ég hef rekið hérna sjálfur og leigt út á sumri og vetri, en er nú aö selja” sagöi Kristleifur Þor- steinsson bóndi á Húsafelli í Borgarfirði er Visir ræddi við hann i gær. Að undanförnu hafa birst i biöðum auglýsingar þar sem þessi hús eru til sölu, og við spurðum Kristleif hvort rekstur þeirra hefði gengið illa. „Nei, hann hefur fengið af- skaplega vel, vegna þess að við settum i þetta bústofninn okkar á sinum tima og með þvi móti að engar skuldir hvildu á þessu þá hefur gengið vel að reka þetta. En við erum að breyta um rekstrarform og þessvegna auglýsti ég húsin til sölu”. — Hefur verið mikil aðsókn í húsin? „Já, hún hefur verið mjög mikil. „Hver er þá ástæðan fyrir því að þú ætlar að hætta þessu og selja húsin? „Ég er alls ekki að hætta, þetta er breyting á leiguformi. Ég leigði landið undir húsin, sé um sundlaugina hérna og sel rafmagn i húsin auk þess að reka hér þjónustumiðstöð fyrir húsin. Fólk sem kaupir þetta verður þvi minir viðskiptavinir eftir sem áður og það er þá bara breyting að þvi leytinu til að i staðinn fyrir að kaupa hér viku- dvöl þá fær fólkið 20 ára dvöl, en það er sá timi sem ég leigi land- ið”. Fólkið kaupir eingöngu húsin og getur þvi flutt þau burtu ef því sýnist svo”. — Hvernig hefur gengið að selja þessi hús og hverjir hafa keypt þau? „Það hefur gengið vel og eru aðeins örfá hús eftir. Kaupend- urnir eru starfsmannafélög og Kristleifur Þorsteinsson, bóndi á Húsafelli verkalýðsfélög eins og t.d. Verslunarmannafélag Arnes- sýslu og Sjómannafélag Grinda- vikur”. „Svo er ég með að auki fullt af húsum sem ég hef land undir og þeir sem hafa leigt landið hafa byggt sjálfir, það eru hér 23 þannig hús. Það er orðið full- skipað i þau hús. Ég byggði hér rafstöð og er að fullnýta hana. Nú er fyrirhugaö að byggja hér aðra rafstöð og er að byrja að undirbúa það. Það er þvi ein- ungis um breytingar á rekstrar- fyrirkomulagi að ræða, þetta er engin uppgjöf frá minni hálfu eða neitt i þá veru”. — Hvað kosta þessi hús sem þU ert að selja núna? „Þau kosta frá 60 þúsund og upp i 175 þúsund og þá er um að ræða 50 fermetra hús og það fylgir þeim allt sem i þeim er”. gk—■ Alþjóöleg bílasýning -- international motor show í Sýningahöllinni aó Bíldshöfóa 27/3 - 5/4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.