Vísir - 26.03.1981, Blaðsíða 27

Vísir - 26.03.1981, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 26. mars 1981 27 Stjdrn, varastjórn og endurskoðendur: talið frá vinstri, sitjandi (stjórnin): Einar I. Sigurðsson, framkv.stjóri Heilbrigöiseftirlits Kópavogs, ritari: Kormákur Sigurðsson, heilbrigöisfulltrúi i Reykjavik, formaður: Valdimar Brynjólfsson, framkv.stjóri Heil- brigöíseftirlits Akyreyrar, gjaldkeri. Standandi frá vinstri: Oddur R. Hjartarson, heilbrigðisráðunautur viö Heilbrigðiseftirlit ríkisins, Reykjavík, endurskoðandi: Sveinn Guðbjartsson, framkv.stjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar, 1. varam. stjórnar: Matthias Garðarsson, heilbrigðisfulltrúi i Reykjavik, 2. varam. stjórnar: Hróbjartur Lúthersson, heilbrigöisfulltrúi í Reykjavik, endurskoð- andi. Heilbrigöisfulltrúar stofna landssamtök Heilbrigðisfulltrúafélag Is- lands var stofnað i Kópavogi á dögunum, og nær umdæmi þess yfir allt landið en heimili þess og varnarþing er i Reykjavik. 1 lögum félagsins segir m.a. að markmið þess sé að sameina heilbrigðisfulltrúana um áhuga og hagsmunamál stéttarinnar og auka gagnkvæm kynni fé- lagsmanna, aðviðhalda og auka menntun heilbrigðisfulltrúanna, að auka þekkingu og skilning á starfi heilbrigðisfulltrúa og að efla samvinnu þeirra um allt sem horfir til framfara i heil- brigðismálum þjóðarinnar og koma á samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir i landinu. Þeir sem hafa rétt til inn- göngu i félagið eru sérmenntað- ir heilbrigðisfulltrúar og þeir sem starfað hafa sem heilbrigð- isfulltrúar i 5 ár i fullu starfi, enda hafi þeir tekið fullan þátt i námskeiðum Heilbrigðiseftirlits rikisins og námskeiði fyrir heil- brigðisfulltrúa erlendis. 1 stjórn félagsins voru kosnir Kormákur Sigurðsson Reykja- vik formaður, Einar Ingi Sig- urðsson Kópavogi ritari og Valdimar Brynjóífsson Akur- eyri gjaldkeri. gk—. Nokkrir stofnenda Heilbrigöisfulltrúafélags Islands á stofnfundin- um talið frá vinstri: Ólafur Pétursson, heilbrigðisráðunautur við Heilbrigðiseftirlit rikisins, Reykjavik: Kormákur Sigurðsson, heil- brigðisfulitrúi i Reykjavik, Hróbjartur Lúthersson, heiibrigðisfull- trúi i Reykjavik, Hrafn V. Friðriksson, forstm. Heilbrigðiseftirlits rikisins, Reykjavik: Þórhallur Halldórsson, framkv.stjóri Heil- brigðiseftirlits Reykjavikur: Guðmundur Einarsson, heilbrigðis- fulltrúi i Reykjavik: Harald S. Holsvik, heilbrigðisráðunautur við Heilbrigðiseftiriit rikisins, Reykjavik. VÍSIR Slundakennarar Við H.I. Boða verk- fall um mánaðamót í Hrútfirðingar Hin árlega skemmtun okkar verður haldin á Hótel Heklu, föstudag- inn 27. mars, og hefst kl. 21.00. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Var þessi ákvörðun tekin á fundi Samtaka stundakennara við H.I. I ályktun fundarins segir, að þar sem stjórnvöld hafi hafnað öllum kröfum samtakanna um bætt kjör og aukin réttindi, feli fundurinn stjórn samtakanna að boða til verkfalls stundakennara við H.l. frá og með 1. april n.k. Hafa kennararnir einkum farið fram á aukna álagsprósentu og bættar aðstæður i kröfugerð sinni. Hefur fundur verið boðaður i fé- laginu 31. mars n.k. og er þess vænst að svör ráðuneyta liggi þá fyrir. — JSS Seðlaprufur fundust I fórum starfsmanns: Ekklí umferð? Verkakvennafé/agið Framsókn Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar- atkvæðagreiðslu við kjör stjórnar og önn- ur trúnaðarstörf i félaginu fyrir árið 1981, og er hér með auglýst eftir tillögum um félagsmenn i þau störf. Frestur til að skila listum er til kl. 12 á hádegi, mánudaginn 30. mars 1981. Hverjum lista þurfa að fylgja meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Listanum ber að skila á skrifstofu félagsins i Alþýðuhús- inu Hverfisgötu. Stjórnin. I frétt Visis i gær af frimerkja- málinu svonefnda, á þar sem starfsmaður Seðlabankans var staðinn að þjófnaði á ýmsum gögnum úr skjalavörslu bankans, kom fram að smávægilegt magn af peningaseðlaprufum hefðu einnig farið i umferð. Rannsókn- arlögreglan hefur óskað eftir þvi að birt sé, að ekkert bendi til þess að seðlaprufurnar hafi farið i um- ferð, heldur hafi prufur þessar fundist i fórum starfsmannsins. — AS Lánskjaravisitaia: Skal vera 232 í apríl Með tilvisun til laga frá 1979 hefur Seðlabankinn reiknað út lánskjaravisitölu fyrir aprilmán- uð 1981. Skal iánskjaravisitalan 232 gilda fyrir umræddan mánuð. Húseignin Klapparstígur 28 Til sölu Húsið er 3 hæðir og ris, samtals 716 fer- metrar. Allar nánari upplýsingar i símum 34527 og 23054 eftir kl. 13 næstu daga. svo mœlir Svarthöfði álfönM álþMbMdaIB Þegar dr. Gunnar Thoroddsen birti alþjóð um siðustu áramót, að vilji væri allt sem þyrfti, bjóst launþegahreyfingin i land- inu ekki við þvi, að hún þyrfti að éta þennan vilja lika á útmán- uðum. Nú eru horfur á þvi að al- fonsar Alþýðubandalagsins ætli að halda úti einskonar gleði- konuiítgerð á launþegahreyf- ingunni fram á næsta haust, ein- faldlega vegna þess að Sjálf- stæðisflokkurinn tók upp á þeim fjanda að fresta landsfundi. Alþýðubandalagið má ekki til þess hugsa að Sjálfstæðismenn nái saman aftur og taki upp sambýli á ný i pólitisku sam- lyndi. Þess vegna verður laun- þegahreyfingin að búa við það enn um sinn að vera einskonar markaðsvara á hinu pólitiska uppboðstorgi, svo að hægt verði að fara aö skipunum þeirra, sem eru Alþýðubandalaginu æðri, um upplausn og sundr- ungu borgaraflokkanna á islandi. Alþýðubandalagið hefur raunar ekkert fram að leggja i þeirri baráttu nema launþega- hreyfinguna. Nú skiptir ekki máli þótt laun séu skert á þriggja mánaða fresti, og mesta fásinna að halda að samningar þurfi að vera i gildi. Sighvatur Björgvinsson hefur upplýst á AÍþingi að hafnarverkamaður i Dagsbrún hafi þegar unnið kauplaust i þrjá mánuði aðeins til að koma fram pólitiskum hermdarverkum á borgara- flokkunum, nú siðast Sjálfstæð- isflokknum. Og hafnarverka- maður Dagsbrúnar verður bú- inn að vinna gott betur kaup- laust fyrir Alþýðubandalagið á haustdögum, vegna þess að frestun landsfundar fram á haust þýðir að Alþýöubandalag- iö verður að halda kaupinu skertu i sumar hvað sem tautar, svo dr. Gunnar hafi einhverja von um framhaldslif í pólitik- inni á landsfundi. Þetta fer þannig i taugarnar á Alþýðubandalaginu, að ekki má minnast á handatiltektir þess i politíkinni öðruvisi en þeir ætli að ganga af vitinu. Eins og al- kunna er þá neita þeir aö ræöa fyrirhugaðar aögerðir á Kefla- vi'kurvelli vegna þess að þær ganga þvert á stefnumið „her- námsandstæðinga”. Og nú skal launþegahreyfingin notuð eins og portkona á torgum i vor og allt sumar, einungis til að ^ þjóna i pólitiskum skollaleik, sem Alþýðubandalagið telur brýnt að heyja við Sjálfstæðis- flokkinn. Framundan er enn meiri kjararýrnun en orðið er. Það verður sérkennilegt að líta yfir svið launamála I haust, þegar hafnarverkamenn Dags- brúnar hafa gefið enn meira af launum sinum i þágu núverandi ríkisstjórnar. Þá mun Sighvatur Björgvinsson koma aftur og reikna launatap þeirra i nnfnuð- um minnugur þess, að launatap þetta er tilkomiö vegna aðgerða manna, sem heimtuöu samninga I gildi hvaö sem það nú þýðir. Portkonur eiga ekki margra kosta völ i höndum al- fonsa, en þó er yfirleitt meiri saga af þvi hyernig þær verða að portkonum. Sú saga er ein- mitt að gerast nú, enda má ekki oröinu halla, svo hinir tauga- veikluðu portkonustjórar fari ekki i kerfi. Vilji er allt sem þarf, var sagt um siðustu áramót. Siðan hafa oröið miklar verðhækkanir I landinu. Til þeirra hefur þurft ákveðinn vilja. Jafnframt hafa oröiö kauplækkanir og til þeirra hefur þurft ákveðinn vilja lika. Þær áttu aðeins að standa fram yfir landsfund Sjálfstæðis- manna i vor. Nú er fyrirsjáan- legt launalitið sumar af þvi landsfundi hefur verið frestað, og Alþýðubandalaginu þykir nauðsynlegt af pólitiskum á- stæðum að láta launþega- hreyfinguna borga brúsann við tilraun til sprengingar i Sjálf- stæöisflokknum. Það er þvfljóst að hagur launþegahreyfingar- innar skiptir ekki máli lengur. Hún hefur löngum veriö notuö sem afl i pólitiskum skæruhern- aði. Svo er enn. Alþýöubanda- lagið skortir ekki viljann. Hitt er svo annað mál hvort laun- þegahreyfingin i landinu hefur ekki aðrar og meiri þurftir en fyrirmælt stefnumið Alþýöu- bandalagsins. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.