Morgunblaðið - 23.12.2003, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.12.2003, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRHILDUR Líndal, umboðsmað- ur barna, hvetur menntamálayfirvöld til að beita sér fyrir rannsókn á streitu, orsökum hennar og afleiðing- um hjá börnum og unglingum á Ís- landi en niðurstöður kannana, sem Þórhildur hefur látið gera, gefa ákveðnar vísbendingar um að börn og unglingar á Íslandi lifi streitufullu lífi. Í tilkynningu frá umboðsmanni barna segir, að tíu, ellefu og tólf ára grunnskólanemendur telji helstu streituvalda vera of stutt hlé milli kennslustunda, mikinn hávaða og slæmt loft í skólastofunni, sem og miklar kröfur í skólanum, auk svefn- leysis. Þrettán, fjórtán og fimmtán ára nemendur telji helstu streitu- valda vera of mikinn heimalærdóm, prófkvíða, lífsgæðakapphlaupið og fé- lagslegan þrýsting frá samnemend- um, þ.e. áhyggjur af tísku og útliti. Börnin telja m.a. mikilvægt að efla vináttu innan bekkja skólans, lengja frímínútur og fjölga tækifærum til íþrótta og leikja, auka áhrif nemenda á ákvarðanir innan skólans og draga úr heimanámi og bæta andann í skól- anum og vinnuskipulag kennara. Umboðsmaður barna segir að nið- urstöðurnar gefi vísbendingar um mikilvægi þess, að skólayfirvöld og foreldrar taki höndum saman með unga fólkinu og leiti leiða til að sporna við þeim aðstæðum, sem valda börn- um og unglingum streitu. Jafnframt hvetur umboðsmaður barna menntamálayfirvöld til að beita sér fyrir sérstakri rannsókn á streitu, orsökum hennar og afleiðing- um hjá börnum og unglingum á Ís- landi. Streita barna verði könnuð ÞÓR Þormar, skipverji á fjöl- veiðiskipinu Vilhelm Þorsteinssyni, EA 11, sér nú fram á langþráð frí en Þór hefur verið stanslaust á sjó síðan 18. maí í vor, fyrir utan einn mánuð í haust þegar skipið var í slipp í Noregi. Vilhelm, sem er í eigu Samherja, kom til Akureyrar í gærkvöldi úr síðustu veiðiferð árs- ins með um 380 tonn af frosnum síldarflökum. Aflaverðmæti skips- ins á árinu fór þar með yfir einn milljarð króna, og er það þriðja ár- ið í röð sem skipverjar ná þeim áfanga. Þór fór til sjós 18. maí í vor, var tvo daga í landi vegna sjó- mannadagsins og var svo í fríi eins og aðrir skipverjar á meðan Vil- helm var í slipp í Noregi frá því snemma í september þar til í byrj- un október. Kom þá heim til Ak- ureyrar. Hann var því í nær stans- lausri vinnu frá miðjum maí þar til í byrjun september, í þrjá og hálfan mánuð, og svo frá því snemma í október þar til í gær, um tvo og hálfan mánuð. Þegar skipið kemur í land, með viku til tólf daga millibili, landa sjómennirnir sjálfir og halda til hafs á ný strax að því loknu eftir um það bil tólf tíma stopp. „Þetta er sennilega nánast eins- dæmi nú orðið,“ sagði Þór Þormar í stuttu spjalli við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Það hefur verið ágætis veiði í ár og gott að grípa svona tækifæri fyrst það gefst,“ segir hann spurður hvers vegna hann hafi ekki tekið sér frí allan þennan tíma. Hann segir að mannskap hafi vantað um borð á árinu, sem sé óvenjulegt, og því hafi skipverjar fengið tækifæri til þess að vinna eins mikið og þeir vilja. „Ég nýtti mér það því og hef þar líklega unn- ið upp tapið sem ég varð fyrir vegna þeirrar verðlækkunar sem orðið hefur á fiski.“ Hann er einhleypur og segist varla hefðu unnið svona mikið ann- ars. „Ég myndi sennilega ekki bjóða neinum upp á þetta.“ Þór kveðst ekki hafa verið mjög þreyttur; „þegar maður er svona lengi um borð verður maður ekki þreyttur fyrr en síðustu vikuna. Ég er því þreyttur í dag“. Nú ætlar hann að halda jólin há- tíðleg í rólegheitum. „Ég slappa að vísu sennilega ekkert af næstu tvo til þrjá dagana!“ Segir taka tíma að ná sér niður. En hann er ekki í vafa um hver besta jólagjöfin verður að þessu sinni: „Það verður gott frí!“ Vilhelm heldur til veiða á ný 2. janúar en Þór verður þá ekki um borð. Hann ætlar að taka sér frí allan janúarmánuð. Vilhelm hefur fiskað fyrir um 1.030 milljónir króna á árinu. Aflinn skiptist þannig að alls veiddust 21.815 tonn af loðnu fyrir 181 millj- ón króna, 7.811 tonn af kolmunna fyrir samtals 54 milljónir, 1.325 tonn af karfa að andvirði 98 millj- ónir króna, 13.700 tonn veiddust af síld úr norsk/íslenska stofninum fyrir 420 milljónir króna og 9.200 tonn af Íslandssíld veiddi áhöfnin á Vilhelm að andvirði 280 milljónir króna. Samtals gerir þetta um 1.030 milljónir króna og heildarafli ársins er 53.851 tonn. Gott frí er besta jólagjöfin Þór Þormar, skipverji á Vilhelm Þorsteins- syni EA, hefur verið nær sleitulaust um borð síðan 18. maí Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þór Þormar Pálsson, fyrir miðju, skipverji á Vilhelm Þorsteinssyni EA 11, í gærkvöldi. Hann er hér með bræðrum sínum tveimur, sem einnig eru í áhöfn Vilhelms, Garðar til vinstri og Ægir, tvíburabróðir Þórs, er til hægri. Akureyri. Morgunblaðið. FYRRVERANDI framkvæmdastjóri og stjórn- arformaður Íslenskrar útivistar hf. sem rak verslunina Nanoq í Kringlunni hafa verið dæmdir til að greiða heildversluninni Austurbakka hf. 9,2 milljónir króna vegna sviksamlegs athæfis þegar rekstur Nanoq hékk á bláþræði. Málið var rekið sem skaðabótamál á grundvelli þess að háttsemi stefndu hefði leitt til tjóns fyrir stefnanda, Austurbakka, þegar stefndu fengu af- greiddar vörur frá honum 18. apríl 2002, þegar þeim átti að vera ljóst að Íslensk útivist gat ekki staðið við skuldbindingar sínar við lánardrottna. Fjárhag félagsins hafi þá verið þannig komið að skylt hafi verið að gefa það upp til gjaldþrota- skipta. Um skaðabótaábyrgð vísaði Austurbakki til 134. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995 þar sem kveðið er á um persónulega ábyrgð stjórnarmanna á tjóni sem þeir valda félaginu, hluthöfum eða öðr- um í störfum sínum, hvort sem er af ásetningi eða gáleysi. Í niðurstöðum dómsins segir að stjórn félags- ins hafi verið ljóst a.m.k. frá því í október 2001 að rekstri Nanoq yrði ekki haldið áfram að óbreyttu. Er umrædd viðskipti urðu höfðu viðræður staðið í nokkurn tíma um sameiningu Útilífs og Nanoq, en ekkert lá þá fyrir um hvort af því yrði. Löngu orðið skylt að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta Af gögnum málsins var fjárhagsstaða félagsins með þeim hætti er umrædd viðskipti fóru fram, að forráðamönnum félagsins var löngu orðið skylt að gefa bú félagsins upp til gjaldþrotaskipta. Þá lá fyrir að allar eignir félagsins sem og banka- reikningur þess voru veðsettar SPRON sem hafði veitt félaginu yfirdráttarheimild í sex mán- uði frá áramótum 2001/2002. Félagið var því í raun svipt öllum ráðstöfunarrétti yfir fjármunum sínum. Með þessari veðsetningu urðu því vörur þær sem Austurbakki seldi félaginu þar með veð- settar SPRON frá því þær komu inn í verslunina. Við þessar aðstæður mátti stefndu vera ljóst að vörurnar yrðu aldrei greiddar af félaginu og var því að mati dómsins um sviksamlegt atferli stefndu að ræða, að gera umdeildan samning við Austurbakka og leyna hann um fjárhagsstöðu fé- lagsins. Með þessari framgöngu sinni bökuðu stefndu sér skaðabótaábyrgð á tjóni sem þeir ollu Austurbakka. Málið dæmdi Hervör Þorvaldsdóttir héraðs- dómari. Lögmaður Austurbakka var Helgi Birg- isson hrl. og lögmaður stefndu Ásgeir Þór Árna- son hrl. Fyrrv. forráðamenn Íslenskrar útivistar hf. skaðabótaskyldir gagnvart Austurbakka hf. Dæmdir til greiðslu 9,2 milljóna kr. fyrir sviksamlegt athæfi HAGSTOFAN vill herða reglur um umsóknir útlendinga um íslenskar kennitölur í kjölfar tveggja saka- mála sem upp hafa komið hjá lög- reglunni á Keflavíkurflugvelli í þessum mánuði. Fjórir erlendir menn sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa komið hingað til lands til að stunda fjársvik. Þeir urðu sér úti um íslenskar kennitöl- ur hjá Hagstofunni til að stofna bankareikninga og vill Hagstofan nú gera það sem í hennar valdi stendur til að fyrirbyggja misnotk- un á þessu sviði. Fyrirtæki biðji um kennitölur fyrir hönd útlendinga Að sögn Sóleyjar Ragnarsdóttur lögfræðings hjá Þjóðskrá er stefn- an sú að eingöngu stofnanir og fyr- irtæki sem nota á kennitölur hjá, biðji um kennitölur fyrir hönd út- lendinga. Ekki er hægt að stofna bankareikninga nema vera með ís- lenska kennitölu og er málum nú svo háttað að útlendingur getur sótt um kennitölu ef hann fær ís- lenskan ríkisborgara til að gerast kennitölubeiðandi á umsókn sinni. Vitað er um eitt tilvik þar sem út- lendingur fékk bláókunnuga mann- eskju til að gerast kennitölubeið- andi fyrir sig. Kennitölubeiðandi er ekki sá sem sækir um kennitölu eins og sagði í frétt blaðsins í gær. Notað var hugtakið stuðningsaðili yfir kennitölubeiðanda. Beðist er vel- virðingar á þessum hugtakarugl- ingi. Reglurn- ar hertar vegna sakamála Umsókn um íslenskar kennitölur HÉRAÐSDÓMUR Austurlands hefur dæmt skipstjóra Breka VE-61 í 600 þúsund króna sekt í Landhelgissjóð Íslands fyrir fisk- veiðibrot hinn 10. ágúst 2003. Einnig var ákærði dæmdur til að sæta upptöku á andvirði veiðar- færa fyrir 50 þúsund krónur og afla fyrir 249 þúsund krónur og skal andvirðið renna í Landhelg- issjóð. Ákærði játaði sakargiftir en hon- um var gefið að sök að hafa verið á togveiðum með fiskvörpu á Stokk- nesgrunni 7,5 mílur innan línu, þar sem allar togveiðar með vörpu án smáfiskaskilju eru bannaðar. Málið var dæmt hinn 12. desem- ber af Þorgerði Erlendsdóttur dómstjóra. Verjandi ákærða var Jóhann Pétursson hdl. Sækjandi var Anna Ragnhildur Halldórsdótt- ir fulltrúi lögreglustjórans á Eski- firði. Dæmdur fyrir fiskveiðibrot TVEIR erlendir karlmenn sem hafa setið í gæsluvarðhaldi frá 10. desem- ber vegna gruns um að hafa ætlað að stunda fjársvik hérlendis, voru úr- skurðaðir í áframhaldandi gæslu- varðhald til 12. janúar í gær. Þeir segjast vera frá Kongó og voru handteknir af óeinkennisklæddum lögreglumönnum í Leifsstöð 9. des- ember. Sakarefnið varðar meint fjársvik, sem grunur er um að menn- irnir hafi ætlað að stunda hér með fölsuðum kreditkortum. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Keflavík- urflugvelli. Gæsluvarð- hald framlengt ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.