Morgunblaðið - 23.12.2003, Page 8

Morgunblaðið - 23.12.2003, Page 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það færi nú betur um hann hjá okkur á „bryggjunni“ hr. Bush. Við erum nýbúnir að skipta um allar dýnur. Styrkur Ludvigs Storr til vatnsrannsókna Upplýsingar í vatnsdropum Karl Grönvold, sér-fræðingur í Nor-rænu eldfjalla- stöðinni, sem hefur hlotið fimm milljón króna styrk úr Menningar- og fram- farasjóði Ludvigs Storr, stórkaupmanns. Styrkur- inn var afhentur í Nátt- úrufræðihúsinu. Styrkinn hlýtur Karl til efnagrein- ingar á vatni í sérstöku rannsóknartæki með svo- kallaðri Capillary Elect- rophoresis-aðferð. Aðferð- in og tækið gera kleift að efnagreina örsmá vatns- sýni sem eru allt að einn milljónasti hluti úr lítra. Féð verður nýtt til að kaupa rannsóknartækið og fjármagna rannsóknir meðal annars til þess að kortleggja gossögu Íslands með því að efnagreina ískjarna úr Grænlandsjökli. Hvað gerir jarðefnafræðingur við 5 milljóna nýtt tæki? „Efni og efnasambönd eru á stöðugu ferli í gegnum umhverfið, sum hættuleg en önnur nauðsyn- leg fyrir lífríkið. Að rekja ferli efna frá einum stað til annars snertir lykilspurningar um sam- býli okkar við umhverfið. Mörg þessara efna eru til staðar í mjög litlu magni en geta þó haft meiri háttar áhrif – samanber gróður- húsalofttegundir í andrúmslofti – önnur sem vart eru mælanleg veita undirstöðu upplýsingar um ótalmargt sem gerist í jörðinni. Það er hins vegar þumalputt- aregla að því minna sem sem er af efnum og efnasamböndum og því smærri sem sýnin eru sem mæla þarf þeim mun flóknari og dýrari eru mælitækin. Sama á við í eðl- isfræði, smærri og smærri kjarnaeiningar krefjast dýrari og dýrari tækja. Þessi styrkur gerir okkur fært að kaupa nýjustu gerð af tæki til þess að greina jónir í sýnum sem eru minni en einn vatnsdropi. Eldfallastöðin ræður þegar yfir góðum tækakosti og þetta er mjög velkomin viðbót.“ Til hvers að þekkja efnasam- setningu á einum vatnsdropa? „Jú, einstakir vatnsdropar geta varðveitt óhemju upplýsingar. Þeir mynda úrkomu og úrkoman er upphaf grunnvatnsrennslis. Slíkt er undirstöðuatriði fyrir okkur – þaðan kemur okkur bæði kalt vatn og jarðhitavatn. Að sjálfsögðu gerist margt á leið úr- komu til neysluvatns og margt skiptir þar máli.“ En Grænlandsjökull og eldgos á Íslandi? „Eldgosum fylgja súr gös, móða eins og hér er illræmd, og hún blandast andrúmsloftinu. Megnið af þeirri úrkomu endar í grunnvatni og hverfur en úrkoma sem fellur á hjarnjökul Græn- lands varðveitist. Borkjarnar úr jöklinum veita aðgang að þessari gömlu úrkomu og þar með merkj- um um fyrri eldgos. Við erum svo heppnir að Sigfús J. Johnsen, prófessor við HÍ og Hafnarháskóla, er framarlega í ískjarna- rannsókum og við er- um í náinni samvinnu við hann og hans hóp. Merki um eldgos á Ís- landi eru bæði öskukorn og súrt eldfjallagas í úrkomu. Með nýja tækinu verður okkur mögulegt að grandskoða ískjarna í leit að merkjum um eldgos og um leið fást upplýsingar um hvernig efni berast um lofthjúpinn. Þetta er svo framlag í um- ræðuna um breytingar á veður- fari.“ Frá Grænlandsísnum og í sprungumyndun í steinsteypu? „Veðrun er undirstöðu- fyrirbrigði í jarðfræði. Fjöll og fjallgarðar myndast við eldvirkni og fellingafjallamyndun, Hins vegar eru jarðlög ekki fyrr risin upp yfir umhverfið en þau byrja að molna niður. Sama á við um byggingar, hlaðin úr steini eða steinsteypt – veðrunaröflin byrja strax að brjóta þau niður. Og það sem fyrst og fremst vinnur á þeim er vatn og frost. Sum mannvirki springa þó lítið eða ekki, jafnvel ekki eftir áratugi á meðan nýlegar byggingar kross- springa innan nokkurra ára. Heil hverfi hér í borginni eru þannig að molna niður. Það hafa orðið miklar framfarir í steinsteypu- rannsóknum á seinustu árum en allur vandi er greinilega ekki leystur.“ Og nýja tækið? „Sprungur myndast fyrst vegna þess að veikleiki er í upp- hafsefninu, í því er líka vatn og vatn kemur utanfrá og ef þetta vatn nær að frjósa er voðinn vís. Okkur virðist skipta höfuðmáli að skilja hegðun á þessu fyrsta vatni. Hins vegar er þetta vatn aðeins þunnar filmur á milli korna og því vatnsýnin örsmá og þar gæti nýja tækið skipt sköp- um. Svipað er reyndar að segja um grunnvatn og jarðhitavatn. Vatn sem kemur úr lindum, hver- um og borholum er búið að renna í gegnum jarðlög og safnast svo saman og blandast. Fyrstu sam- skipti vatns og bergs eru hins vegar í ör- þunnum filmum á milli korna og ekki tiltæk nema í örsmáum sýn- um. Vatn getur líka varðveist sem örsmáar innlyksur í kristöllum. Með því að greina slík sýni vonumst við dýpka skilning okkar á efnaflutn- ingum milli vatns og bergs. Mikið er þegar vitað um efnaskipti vatns og bergs en hér vonumst við til að komast nær upphafsferl- inu. Fátt er okkur mikilvægara í landi vatns og jarðhita en að skilja slík efnaskipti.“ Karl Grönvold  Karl Grönvold, jarðefnafræð- ingur. Menntaður í jarðfræði við Edinborgarháskóla og með dokt- orspróf frá Oxfordháskóla. Starfaði fyrst á jarðhitadeild Orkustofnunar en frá 1974 hjá Norrænu eldfjallstöðinni. Hefur komið nálægt rann- sóknum á flestum eldgosum á Ís- landi frá Heimaeyjargosinu 1973. Ásamt Níelsi Óskarssyni annast rekstur á efnarann- sóknastofu Eldfjallastöðv- arinnar. Fjögur uppkomin börn og sex barnabörn. Heil hverfi hér í borginni eru þannig að molna niður MEÐALHEILDARLAUN vél- stjóra í septembermánuði sl. voru um 370 þúsund krónur á mánuði. Þetta kemur fram í kjarakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Vélstjórafélag Ís- lands. Könnunin var gerð 21.–28. októ- ber sl. og var svarhlutfall í könnun- inni 58%. Aðeins ein kona var í svar- endahópnum. Enginn munur kom fram í heild- arlaunum vélstjóra milli höfuðborg- arsvæðisins og landsbyggðarinnar. Föst laun voru að vísu heldur hærri á höfuðborgarsvæðinu en úti á landi. Könnunin leiddi í ljós að vélstjórar sem vinna í einkageiranum eru með 356 þúsund krónur í heildarlaun á mánuði, en vélstjórar í opinbera geiranum eru með 407 þúsund krón- ur á mánuði. Hæst heildarlaun eru greidd hjá Landsvirkjun eða 436 þúsund krón- ur á mánuði. Vélstjórar hjá ríkinu með hærri laun VÉLKNÚIN hlaupahjól verða talin til reiðhjóla og óheimilt verður að aka slíkum farar- tækjum á akbrautum, verði frumvarp sem dómsmálaráð- herra hefur lagt fram um breyt- ingar á umferðarlögum, lögfest á alþingi. Fram kemur í athugasemdum við frumvarpið að vafi hafi ríkt um hvernig skilgreina ætti vélknúin hlaupahjól og hvaða reglur ættu að gilda um þau í umferðinni, enda um nýja teg- und farartækja að ræða. „Bent er á að vél- eða rafknúin hlaupahjól sem ekki eru hönnuð til hraðari aksturs en 15 km á klst. eru of veigalítil tæki til að vera í almennri umferð og getur það skapað almenna slysahættu að skilgreina þau sem létt bif- hjól. Verður því að telja eðlilegra að skilgreina þau sem reiðhjól,“ segir í frumvarpinu. Vélknúin hlaupahjól skilgreind sem reiðhjól Vafi hefur ríkt um hvernig skilgreina eigi vélknúin hlaupahjól og hvaða regl- ur eigi að gilda um þau í umferðinni. Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.