Morgunblaðið - 23.12.2003, Page 10

Morgunblaðið - 23.12.2003, Page 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR Hauksson, spari- sjóðsstjóri SPRON, segist sjá mörg tækifæri til sóknar í kjölfar þess að SPRON verður hluti af samstæðu Kaupþings Búnaðarbanka. „Hag- ræðingin af þessari sameiningu mun því koma fram í auknum tekjum án þess að útgjöld muni endilega fylgja á eftir. Ljóst er jafnframt að ýmis tækifæri myndast til að hagræða í rekstrinum,“ segir Guðmundur. Hann segir að ekki sé gert ráð fyrir fækkun starfsfólks vegna hins breytta eignarhalds. Ýmsar leiðir verði hins vegar skoðaðar til hag- ræðingar, svo sem með auknum um- svifum án nýráðninga, hugsanlegum tilfærslum á milli starfsstöðva og starfssviða o.fl. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON Ýmis tæki- færi til sóknar ÁGÚSTA Ástráðsdóttir, formaður félags starfsmanna Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, segir starfsmenn taka almennt vel í þær breytingar sem framundan eru hjá SPRON. Um 160 starfsmenn eru í starfsmannafélaginu. Stjórnendur SPRON gerðu starfsmönnum grein fyrir fyrirhuguðum kaupum Kaupþings Búnaðarbanka á SPRON á fundi snemma í gær- morgun. „Það átti að tilkynna okkur þetta áður en þetta færi í fjöl- miðla, en það er víst þannig að þjóð veit er þrír vita,“ útskýrir Ágústa. Hún segir að flestir hafi því vitað tíðindin áður en á fund- inn var komið. Hún ítrekar að við- brögð starfsmannanna hafi al- mennt verið jákvæð. Engar uppsagnir hafi verið boðaðar en einhverjir starfsmenn kynnu þó að verða færðir til í starfi. „Það er um að gera að vera jákvæður. Þessar breytingar eiga sér stað hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Hún segir að málin hafi verið mjög vel útskýrð á fundinum og segir starfsmenn treysta stjórnendum SPRON mjög vel. „Starfsmennirnir eru einnig fegnir því að stofnfjármálin séu leyst. Það er kominn farsæll endir á það hvernig hægt er að selja bréfin og fá gott verð fyrir þau.“ Hún bætir því við að nú geti starfsmennirnir farið að einblína á viðskiptavinina og hvað best sé fyrir þá. Formaður starfsmanna- félags SPRON Starfsmenn taka tíðind- unum vel BJARNI Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir að það hafi lengi verið skoðun Íslandsbanka að bankakerfið hér á landi þurfi hagræðingar við. Hann líti á þetta sem fyrsta skrefið á lengriferli og bankinn fagni þeirri þróun. Hann segir áhrifin væntanlega verða þau að einhverjir aðrir sparisjóðir muni leita sömu leiða og SPRON hafi ákveðið að fara. Ef Fjármálaeftirlitið heimili þessa eignatilfærslu sé líklegt að afleið- ingarnar verði víðtækar. Spurður að því hvort Íslands- banki hafi átt í viðræðum við sparisjóði um slík kaup, segir Bjarni að bankanum hafi verið boðið að skila inn hugmyndum til SPRON um framtíðarrekstur sparisjóðsins og bankinn hafi gert það ásamt fleiri bönkum. Stjórn sparisjóðsins hafi ákveðið að ganga til samstarfs við Kaupþing Búnaðarbanka og Íslandsbanki hafi ekkert um það að segja annað en að bankinn treysti því að það sé vegna þess að Kaupþing Bún- aðarbanki hafi boðið best. Hann segir að viðbrögð Íslands- banka verði fyrst og fremst að nýta þau sóknarfæri sem þetta skapar og bjóða nýja viðskiptavini velkomna í hóp þeirra sem vilja njóta þjónustu Íslandsbanka. Spurður að því hvort Íslandsbanki sé farinn að ræða við aðra spari- sjóði um svipaða hluti segist Bjarni ekki geta tjáð sig um það. Áhugi sé fyrir hendi af hálfu Ís- landsbanka. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka Fyrsta skrefið á lengra ferli „ÞETTA mál er í raun ekki á mínu borði, heldur eru þetta hlutir sem eru að gerast úti á markaðinum. Hins vegar get ég sagt að mér finnst allt annar svipur á þessu heldur en var í fyrrasumar. Þarna virðist vera samvinna um málið á milli Kaupþings Búnaðarbnaka og SPRON og ekki annað að sjá en það sé samstaða hjá stjórn SPRON að vilja láta þetta ganga eftir. Það finnst mér vera mikið atriði,“ segir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hún segir það hafa verið viðbúið að dregið gæti til tíðinda í mál- efnum sparisjóðanna í kjölfar breytinga á lögum um þá. „Eftir að Fjármálaeftirlitið gaf þann úrskurð að það væri heimilt að selja stofn- fjárbréf á yfirverði þá var nokkuð ljóst að það gæti dregið til tíðinda. Þótt sú lagasetning sem átti sér stað í fyrra, hafi gengið nokkuð langt í að „verja“ sparisjóðina, ef svo má segja, þá verður það auðvit- að ekki tryggt af hálfu löggjafans hvað varðar rekstrarform og rekst- ur ef stofnfjáreigendur eru sam- mála um að vilja breytingar. Eins þegar lögin voru sett um að heimila hlutafjárvæðingu þá er þar gefin ákveðin leið til þess að breyta sparisjóðunum,“ segir Valgerður Sverrisdóttir. Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra Allt annar svipur á þessu samstarfi ÁFORM um að SPRON verði hluti af samstæðu Kaupþings Bún- aðarbanka eru í samræmi við þá stefnu sem mörkuð var við samein- ingu Kaupþings og Búnaðarbanka, að sögn Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra bankans. Hann segir að þá hafi því verið lýst yfir að ætlunin væri að efla viðskiptabankaþáttinn í starfsemi hins sameinaða banka. Kaupþing Búnaðarbanki sé minnst- ur viðskiptabankanna þriggja í ein- staklingsviðskiptum en bankinn efl- ist töluvert með því að SPRON verði hluti af samstæðu bankans. „Nákvæm útfærsla á sameining- unni liggur ekki fyrir, en ekki er gert ráð fyrir því að breytingar verði í starfsmannahaldi Kaupþings Bún- aðarbanka í kjölfar þessa.“ Spurður hvort Kaupþing Bún- aðarbanki sé að kaupa SPRON fyrir of hátt verð í ljósi þess að tilboð bankans hafi verið umtalsvert hærra en tilboð Landsbanka og Íslands- banka segist Hreiðar Már telja verð- ið töluvert hátt. „Það er hins vegar vel réttlætanlegt miðað við þau sam- legðaráhrif sem hægt er að ná út úr rekstrinum. Stjórnendur Kaupþings Búnaðarbanka eru því ánægðir með verðið,“ segir Hreiðar Már. Hreiðar Már Sigurðs- son, forstjóri Kaupþings Búnaðarbanka Samlegðar- áhrif rétt- læta hátt verð ÆSKILEGT hefði verið að gefa aukinn tíma til að fjalla um sam- starf við SPRON að mati Halldórs J. Kristjánssonar, annars banka- stjóra Landsbanka Íslands. „Aðdragandi að svona málum þarf að vera töluverður. Hins vegar er það mál stjórnar að taka ákvörð- un um málsmeðferð. Samskipti við stjórnendur SPRON út af þessu máli hafa í sjálfu sér verið ágæt en okkur fannst tíminn nokkuð naum- ur. Við í Landsbankanum erum mjög ánægð að sjá aukinn vilja hjá stjórnendum sparisjóða að breyta sjóðunum í hlutafélög og gera þeim kleift að taka þátt í hagræðingu á fjármálamarkaði með því að taka upp samstarf við viðskiptabanka. Við erum þeirrar skoðunar að það muni tryggja best hagsmuni við- skiptavina, stofnfjáreigenda og starfsfólks sparisjóðanna að breyta félagaforminu og taka upp eigna- legt samstarf við eða sameinast við- skiptabanka.“ Halldór telur að möguleikar séu á samstarfi fleiri sparisjóða við ein- hverja af viðskiptabönkunum. „Það er hægt að styrkja forsendur spari- sjóðanna svæðisbundið. Við höfum þegar lýst yfir áhuga af hálfu Landsbankans á að taka þátt í slíku samstarfi, í samræmi við aðstæður á hverjum stað. Við rituðum öllum sparisjóðum landsins bréf sumarið 2002 og óskuðum eftir auknu sam- starfi en við lögðum áherslu á að fyrst þyrftu stjórnir þeirra að móta stefnu varðandi félagaform og sam- starf sem getur verið mismunandi eftir aðstæðum á hverjum stað.“ Hann segir viðbótarskref hafa verið stigið í samstarfi bankans við sparisjóði haustið 2002 með kaupum Landsbankans á helmingshlut í SP fjármögnun. „Landsbankinn rekur SP fjár- mögnun í góðu samstarfi við hóp sparisjóða. Það er mjög góð reynsla af því samstarfi og við teljum að það megi meðal annars byggja á því í framhaldinu. Ég tel að með sam- starfi við viðskiptabankana sé fram- tíðargrundvöllur sparisjóðanna best tryggður. Í því felast tækifæri bæði fyrir sparisjóðina og fyrir viðskipta- bankana. Landsbankinn er reiðubú- inn til þátttöku í slíku samstarfi í góðri sátt við stofnfjáreigendur, starfsfólk og viðskiptavini á hverj- um stað,“ segir Halldór J. Krist- jánsson. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans Tíminn nokkuð naumur til viðræðna JÓN G. Tómasson, formaður stjórn- ar SPRON, segir að í kjölfar nýrra laga um hlutafélagavæðingu spari- sjóða, sem tóku gildi um síðustu ára- mót, hafi skapast grundvöllurinn að því að þau viðskipti yrðu að veru- leika sem stjórn SPRON og Kaup- þing Búnaðarbanki hafi orðið ásáttir um. Hann segir að Fjármálaeftirlitið hafi á síðasta ári úrskurðað að hvorki Búnaðarbanki Íslands né starfsmannasjóður SPRON væru hæfir til að fara með virkan eign- arhlut í stofnfé SPRON, eins og tal- að hafi verið um á síðasta ári. Þegar tilboð hafi borist í stofnfé sparisjóðs- ins hafi stjórnin hætt við þau áform að breyta SPRON í hlutafélag. Það sem gerst hafi síðan í kjölfar nýrra laga um hlutafélagavæðingu spari- sjóða, hafi verið það að endurmeta skuli stofnfé sparisjóðs ef honum er breytt í hlutafélag. Það skyldi gert þannig, samkvæmt hinum nýju lög- um, að í stað þess að vera nákvæmt hlutfall gagngjalds, eins og stofnféð hafi verið í sparisjóðnum, skuli ann- ars vegar miða við mismuninn á arðsvon hlutabréfa og stofnfjárbréf- anna, og áhættu hins vegar. „Þar sem SPRON hefur hagnast svo vel er þetta hlutfall hátt hjá okk- ur,“ segir Jón. „Þetta breytir þeirri stöðu að stofnfjáreigendur fá veru- lega hærri hlutdeild í heildarverði sparisjóðsins, þegar hann er metinn með tilliti til breytingarinnar yfir í hlutafélag. Því þarf fyrst að breyta SPRON yfir í hlutafélag og bæði stofnfjáreigendur og SPRON- sjóðurinn fá hlutafé í SPRON hf. Þá verður ekki lengur talað um að verið sé að versla með stofnfjárbréf held- ur með hlutabréf. Og verslun með hlutabréf er að sjálfsögðu frjáls. Í þessu liggur munurinn sem skýrir af hverju þessi viðskipti eru fram- kvæmanleg nú en voru það ekki í fyrra.“ Jón G. Tómasson, formaður stjórnar SPRON Aukinn hlutur stofnfjáreigenda í kjölfar nýrra laga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.