Morgunblaðið - 23.12.2003, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 23.12.2003, Qupperneq 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞREMUR dögum fyrir auglýstan fund stofnfjáreigenda Sparisjóðs Reykjavíkur, sem halda átti 28. júní 2002, buðust fimm stofnfjáreigendur til að kaupa allt stofnfé sparisjóðsins á fjórföldu nafnvirði. Búnaðarbank- inn ætlaði að fjármagna tilboðið og hafði gert samning við stofnfjáreig- endurna fimm um að selja bankanum öll hin keyptu stofnfjárbréf. Ef kaup á meirihluta stofnfjár SPRON gengi eftir átti að sameina sparisjóðinn Búnaðarbankanum. Var því haldið fram að bankinn ætlaði að greiða tæpa tvo milljarða króna ef all- ir seldu stofnfé sitt en um 1,3 millj- arða ef 67% stofnfjáreigenda sam- þykktu tilboðið. Sjálfir héldu fimmmenningarnir því fram að and- virði tilboðsins væri 5,7 milljarðar. Næstu vikur og mánuði tóku við há- værar deilur um lögmæti tilboðsins og framtíð SPRON, þar sem sjónar- mið fimmmenninganna og stjórnar- manna SPRON tókust á. Fyrir fundi stofnfjáreigenda lá fyr- ir tillaga stjórnarinnar um að breyta sparisjóðnum í hlutafélag í samræmi við samþykkt síðasta aðalfundar. Guðmundur Hauksson, sparisjóðs- stjóri, sagði í samtali við Morgunblað- ið 23. júní sama sumar, að markmiðið með breytingunni væri að opna dyr inn í nýtt umhverfi á fjármagnsmark- aði þar sem vexti SPRON og sam- keppnishæfni væru ekki settar skorð- ur. Verðmæti hlutabréfa stofnfjáreigenda yrði það sama að markaðsgildi og stofnfjárbréfin væru. „Við erum að reyna að gera það sem við getum til að tryggja framtíð sparisjóðsins með þessari formbreyt- ingu og það er í okkar huga skylda stofnfjáreigenda að hugsa um þau málefni miklu fremur en það ná- kvæmlega hvernig þetta snýr að þeirra eigin buddu,“ sagði Guðmund- ur. Misskilningur væri að líta á stofnfé sem ígildi hlutafjár, en stofn- fjáreigendur eigi ekki tilkall til vaxtar eigin fjár eins og í öðrum hlutafélög- um. Njóti velgengninnar Fimm stofnfjáreigendur, þeir Pét- ur Blöndal, Gunnar A. Jóhannsson, Gunnlaugur M. Sigmundsson, Ingi- mar Jóhannsson og Sveinn Valfells, töldu þetta ekki bestu lausnina fyrir stofnfjáreigendur SPRON. Þeir sögðust bjóða upp á betri lausn og á blaðamannafundi, 25. júní, hvatti Pét- ur Blöndal stofnfjáreigendur til að mæta á boðaðan fund stofnfjáreig- enda til að fella tillögu stjórnarinnar um að breyta SPRON í hlutafélag og samþykkja yfirtökuboð Búnaðar- bankans. Tilboðið fól í sér verulega hærri greiðslu til stofnfjárfesta en fólst í andvirði hlutabréfanna sem tillaga stjórnarinnar gerði ráð fyrir. Í bréfi til stofnfjárfesta kom fram að þeir sem ættu 15 hluti í SPRON myndu fá rúmlega 1,5 milljóna króna hærri greiðslu en fælist í tilboði stjórnar. Að meðaltali átti hver stofnfjáreigandi um 13 hluti. Strax sama dag sagði Jón G. Tóm- asson, formaður stjórnar SPRON, að sparisjóðurinn myndi bíða eftir áliti Fjármálaeftirlitsins á því hvort þetta tilboð Búnaðarbankans stæðist lög. „Stofnfjáreigendur hafa samkvæmt ákvæði gildandi laga aldrei getað vænst þess að öðlast hlutdeild í eigin fé sparisjóðs umfram verðbætta stofnfjáreign sína,“ sagði Jón. Tilboð Búnaðarbankans fæli í sér um það bil tveggja milljarða króna greiðslu til stofnfjáreigenda til að ná yfirráðum yfir eigin fé SPRON, sem sé bókfært á 3,2 milljarðar króna og metið á markaðsvirði fjórir til fimm milljarð- ar króna. Það var því strax ljóst að deilt var um lagalegar forsendur tilboðs stofn- fjáreigendanna fimm. Stjórnin tók þá ákvörðun að fresta fyrirhuguðum fundi stofnfjáreigenda þar til lagaleg staða væri skýrð af Fjármálaeftirlit- inu. Í fréttatilkynningu hvatti stjórn- in stofnfjáreigendur til að halda að sér höndum og samþykkja ekki fram- komið tilboð hver sem niðurstaðan yrði. Ef tilboðið færi ekki gegn lögum myndi stjórnin leita hagkvæmari kosta fyrir stofnfjáreigendur. Jafn- framt bárust mótmæli frá stjórn starfsmannafélagsins og almennum fundi starfsmanna þar sem lýst var yfir fullum stuðningi við stjórn og framkvæmdastjórn SPRON. Fimmmenningarnir mótmæltu frestun fundarins og sögðu það and- stætt lögum og samþykktum spari- sjóðsins. Stjórnin gæti ekki fallið frá því að halda löglega boðaðan fund af þeirri ástæðu einni að hún efist um framgang þeirra mála sem hún hygg- ist leggja þar fyrir. Sama dag og fundur stofnfjáreig- endanna átti að vera var öllum stofn- fjáreigendunum sent bréf frá fimm- menningunum þar sem þess var óskað að þeir aðstoðuðu við að boða annan fund svo fljótt sem kostur væri. Þurftu eigendur a.m.k. þriðjungs stofnfjár að fara fram á annan fund svo stjórninni yrði skylt að boða til hans. Þetta sögðust þeir gera til að tryggja að stofnfjáreigendur ættu möguleika á að selja stofnfé sitt. Fyrstu dagana eftir að tilboðið var gert opinbert gengu fréttatilkynning- ar á víxl frá aðilum málsins. Samband íslenskra sparisjóða hvatti til ítrustu aðgæslu og yfirvegunar vegna til- raunar Búnaðarbankans til yfirtöku á Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Sagði í tilkynningu að stæðist tilboðið lög væri vegið að tilverugrundvelli sparisjóðanna í landinu og samstarfs- fyrirtækja þeirra. Guðmundur Hauksson, sparisjóðs- stjóri, sagði þetta aðför að SPRON og gengi þetta eftir myndi sparisjóða- kerfið líða undir lok á skömmum tíma. Jafnframt sagði hann ljóst að stofn- fjáreigendur gætu ekki selt það sem þeir ekki áttu og samkvæmt lögum frá Alþingi og samþykktum SPRON væri ekki hægt að fara með stofnfé sem hlutafé við breytingu á sparisjóði í hlutafélag. Það var síðan laugardaginn 29. júní að pólitískir fulltrúar lýstu sinni af- stöðu til málsins í Morgunblaðinu. Kom fram að fulltrúar í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis væru sam- mála um að ekki hafi staðið til að af- henda stofnfjárfestum meira af eigin fé sparisjóðs en sem nemur verð- bættu stofnframlagi þegar lögum um viðskiptabanka og sparisjóði var breytt. Í þeim var sparisjóðunum gert mögulegt að breyta rekstrar- formi sínu í hlutafélag. Bæði stjórnar- og stjórnarandstöðuþingmenn efuð- ust um að yfirtökutilboð hóps stofn- fjárfesta stæðist lög. Ef svo væri þyrfti að vera nauðsynlegt að gera breytingar á lögunum þegar Alþingi kæmi saman til að skerpa á hinum pólitíska vilja í tæknilegri útfærslu eins og Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, orðaði það. Vilhjálmur Egilsson, þáverandi formaður efnahags- og viðskipta- nefndar, sagði að hugmyndafræðin að baki lögunum vera þá að stofnfjáreig- endur ættu ekki eignarréttarlegt til- kall til eigin fjár sparisjóðanna um- fram það sem stofnféð er. „Þetta atriðið var lagt til grundvallar þegar lögin um breytingu á sparisjóðum í hlutafélög voru samþykkt á Alþingi,“ sagði Vilhjálmur. Beðið eftir Fjármálaeftirlitinu Í byrjun júlí var enn beðið eftir nið- urstöðu Fjármálaeftirlitsins um lög- mæti tilboðs Búnaðarbankans með milligöngu fimm stofnfjáreigenda. Á meðan var deilt hart í fjölmiðlum um aðgang að skrá um alla stofnfjáreig- endur, en þær upplýsingar voru mik- ilvægar til að ná til allra eigenda stofnfjár í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Jón Steinar Gunnlaugs- son, lögmaður fimmenninganna, taldi stjórnina brjóta á rétti stofnfjáreig- endanna með því að takmarka aðgang þeirra að skránni á meðan stjórnar- menn hefðu óheftan aðgang að þess- um upplýsingum. Pétur Blöndal og Ingimar Jó- hannsson, tveir fimmmenninganna, sannreyndu svo 17. júlí 2002 í höfuð- stöðvum SPRON að þeir hefðu stuðn- ing eigenda þriðjungs stofnfjárs til að krefjast fundar stofnfjáreigenda sem fyrst. Pétur sagðist ekki hafa trú á öðru en boðað yrði til fundar og það fyrr en seinna en Jón G. Tómasson, formaður stjórnar SPRON, sagði að þetta breytti engu í sínum huga, rétt- arstaðan væri enn sem fyrr óviss. Fundur stofnfjárfesta myndi hins vegar verða boðaður. Áður en af því varð sendi Fjár- málaeftirlitið frá sér áfangaskýrslu vegna málsins. Taldi það að þágild- andi löggjöf fæli ekki í sér bann við að stofnfjáreigandi í sparisjóði gæti selt eða framselt þriðja aðila stofnfjárhlut sinn á hærra verði en endurmetnu nafnverði fái hann til þess lögmælt samþykki stjórnar. Hins vegar bæri stjórn að hafna framsali á stofnfjár- hlutum ef ekki væri sýnt fram á að sparisjóðurinn, þ.e. sá hluti hans sem ekki er stofnfjáreign, nyti hlutdeildar í verðmætaaukningu sem fælist í áformum fimmmenninganna. Samdægurs birtist yfirlýsing frá stjórn SPRON sem taldi að forsendur fyrir yfirtökuáformum Búnaðarbank- ans væru brostnar og í greinargerð Fjármálaeftirlitsins kæmi skýrt fram að stjórn SPRON hefði ekki verið heimilt að samþykkja framsal á stofn- fjárhlutum samkvæmt samningi Bún- aðarbankans og fimmmenninganna. Boðaði stjórnin til fundar stofnfjár- eigenda 12. ágúst. Jón Steinar Gunnlaugsson sagði hins vegar að samningurinn hafi verið lögmætur og undir það tók stjórn Búnaðarbankans. Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- ráðherra sagði í kjölfarið sjálfgefið að ræða þyrfti mál sparisjóðanna á Al- þingi vegna niðurstöðu Fjármálaeft- irlitsins. Hún vildi ekki kveða upp úr með það nú hvort lagabreytinga væri þörf en sagði að sér sýndist í fyrstu að áform stofnfjáreigenda gengi ekki upp óbreytt. „Ég tel að sá þáttur í upphaflegu tilboði og áformum Búnaðarbankans sem snýr að hlutafjárvæðingu SPRON og sameiningu SPRON sem hlutafélags við Búnaðarbankanna sé fallinn um sjálfan sig og gangi ekki upp,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, for- maður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, eftir að áfangaskýrsla Fjár- málaeftirlitsins var ljós. „Málið snýst að mínu mati ekkert um það lengur. Það er því ekkert gat í lögunum vegna þeirra breytinga sem gerðar voru 2001.“ Áður en fyrirhugaður fundur stofn- fjáreigenda var haldinn, þar sem ræða átti tilboð Búnaðarbankans, stofnuðu starfsmenn Starfsmanna- félag SPRON. Var tilgangur félags- ins að bjóða í stofnfé á sama hátt og Búnaðarbankinn hafði gert en á hærra gengi eða 4,5 í stað 4. Banka- ráð Búnaðarbankans lýsti því þá yfir að ef Fjármálaeftirlitið teldi þessa að- ferð hlutafélags starfsmanna SPRON löglega, myndi bankinn hækka til- boðsgengi sitt í 5,5 og jafnaði Starfs- mannasjóðurinn það boð. Upphófst mikið karp um lögmæti tilboðsins og grundvöll Starfsmannafélagsins, sem stofnfjáreigendurnir fimm settu stórt spurningarmerki við. Málið tekur nýja stefnu Í yfirlýsingu frá fimmmenningun- um tveimur dögum fyrir fund stofn- fjáreigenda sagði að stjórn SPRON hafi gefið til kynna að hún myndi samþykkja viðskipti með stofnbréf til Starfsmannasjóðs SPRON á genginu 5,5. Sögðu þeir að ef þetta gengi eftir væri tilganginum náð því aldrei hafi annað vakið fyrir þeim en að tryggja öllum stofnfjáreigendum í SPRON sanngjarnt endurgjald fyrir stofnfé sitt. Við þessar aðstæður væri því sjálfgefið að falla frá vantrausttillögu eins þeirra á stjórn SPRON og mæltu þeir með því að stofnfjáreigendur samþykktu fyrirliggjandi tillögu um breytingu á samþykktum í því skyni að afnema ákvæði um hámarkseign eins aðila á stofnfé. Á sjálfum fundi stofnfjáreigenda rakti Jón G. Tómasson, stjórnarfor- maður SPRON, ganginn um málefni SPRON vikurnar á undan. Pétur Blöndal, einn fimmmenninganna, kvaðst ánægður með tilboð Starfs- mannasjóðs SPRON og sagðist styðja stjórnina heils hugar í því að taka tilboðinu að fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins. Að loknum um- ræðum var samþykkt tillaga um að ekki væru sett takmörk á fjölda hluta í eigu einstakra stofnfjáreigenda, sem var m.a. forsenda þess að tilboð Starfsmannasjóðsins stæðist. Hinn 9. september svarar Fjár- málaeftirlitið stofnfjáreigendunum fimm og Búnaðarbankanum vegna áforma þeirra að eignast virkan eign- arhlut í SPRON. Höfðu þessir aðilar sent erindi þess efnis til FME, eins og lög gera ráð fyrir, 25. júní. Sögðu þeir að í svari sínu hafi Fjármálaeftirlitið fallist á umsóknina að uppfylltu því skilyrði að Búnaðarbankinn og aðilar sem hann framselur stofnfjárhluti til, skuldbindi sig til að standa að og ná fram breytingu á SPRON í hluta- félag. Þetta skilyrði ætti rætur að rekja til þess að hætta sé á hags- munaárekstrum á fjármálamarkaði. Töldu fimmmenningarnir sér ekki skylt að fara að þessum skilyrðum, m.a. þar sem FME hafi ekki svarað innan tilskilins frests og erindið því skoðað sem samþykkt. Til öryggis kærðu þeir málið til sérstakrar kæru- nefndar. Fimmtudaginn 24. október féllst Fjármálaeftirlitið svo ekki á að Starfsmannasjóður SPRON keypti meirihluta stofnfjár í SPRON. Taldi eftirlitið að kaupin tryggðu ekki hags- muni Sparisjóðsins með fullnægjandi hætti og að í áformunum hafi einnig falist hætta á hagsmunaárekstrum á fjármálamarkaði. Bæði Jón G. Tóm- asson, stjórnarformaður, og Ari Bergmann Einarsson, formaður Starfsmannasjóðsins, lýstu vonbrigð- um sínum með þessa niðurstöðu. Sáu þeir ekki annað í stöðunni en að kæra úrskurðinn. Kærunefnd um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi staðfesti 20. desember 2002 ákvörðun Fjármála- eftirlitsins þess efnis að Starfsmanna- sjóði SPRON væri ekki heimilt að kaupa virkan eignarhlut í sparisjóðn- um. Daginn eftir staðfesti nefndin niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins gagn- vart stofnfjáreigendunum fimm sem upphaflega fóru af stað með málið. Yfirtökuvarnir treystar Á meðan á þessu stóð lagði við- skiptaráðherra fram frumvarp þar sem lagt var til að ákvæðum um sparisjóði yrði breytt í því skyni að treysta yfirtökuvarnir þeirra. Kveðið var á um við hvaða aðstæður stjórn sparisjóðs skuli heimila framsal á virkum eignarhlut og tryggilegar var búið um að tengdir stofnfjáreigendur gætu ekki farið með yfir 5% heildar- atkvæðamagns í sparisjóði. Áform Búnaðarbankans um að sameinast SPRON gengu ekki upp í fyrrasumar Kaup á SPRON í óþökk stjórnar bjorgvin@mbl.is STOFNFJÁREIGENDUR eru þeir sem komu að stofnun sparisjóðanna, síðar meir ef til vill erfingjar þeirra en auk þess hefur fleirum, s.s. starfsmönnum sparisjóðanna og mökum, viðskiptavinum, verið gert kleift að eignast stofnfé á síðari tímum. Stjórnir sparisjóðanna hafa tekið ákvörðun um hverjir hafa getað eignast stofnfjárhlut. Hjá SPRON hefur þetta verið nokkuð opið hin síðari ár þótt formleg heimild þurfi að koma frá stjórn. Sparisjóðir eru annars veg- ar byggðir upp af stofnfé stofnfjáreigenda og hins vegar af sparisjóðnum sjálfum, sjóðnum sem sjálfs- eignarfélagið sem sparisjóðirnir teljast vera hefur myndað í áranna rás. Uppfært eða endurmetið stofnfé er einungis mjög lítill hluti af markaðsvirði sparisjóðs á borð við Sparisjóð Reykjavíkur og ná- grennis, SPRON. Stofnfé og stofnfjáreigendur Morgunblaðið/Arnaldur Yfir 500 manns mættu á fund stofnfjáreigenda á Grand hóteli í ágúst í fyrra og myndaðist löng biðröð. Fimm stofnfjáreigendur gerðu öllum stofnfjár- eigendum SPRON til- boð um að kaupa stofn- bréf þeirra á fjórföldu nafnvirði í fyrra. Stjórn- in sagði þetta aðför að SPRON og Fjármála- eftirlitið vildi hagsmuni sparisjóðsins tryggða. Björgvin Guðmundsson rekur gang mála.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.