Morgunblaðið - 23.12.2003, Side 14

Morgunblaðið - 23.12.2003, Side 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BREYTT hefur verið um nafn á Vanna saltfiskrisanum í Noregi eft- ir kaup GPG fjárfestinga á 40% hlut í því. Vanna heitir nú GPG Norge AS. Hlutafé þess er 216 milljónir ís- lenskra króna og hlutur Íslending- anna í því er því um 86,5 milljónir króna. Kaupverð fæst ekki uppgefið en ljóst er að það er lægra en sem nemur verðmæti hlutarins vegna gífurlegra skulda. Jón Þórðarson, sjávarútvegs- fræðingur frá Sjávarútvegsháskól- anum í Tromsö og fyrrum forstöðu- aður sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyri, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri GPG Norge. Hann segir í samtali við norska blaðið Nordlys, að það sé ætlun þeirra að reka fyrirtækið með hagn- aði, enda hefði annars verið heimskulegt að kaupa svo stóran hlut í því. Hann segir ennfremur að- spurður að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um frekari kaup í fyrirtækinu. Sparibankinn í Norður Noregi á 40% hlut í fyrirtækinu, en það er yf- irlýst stefna bankans að selja sinn hlut, helzt til heimamanna. Í tengslum við þá endurskipu- lagningu sem átt hefur sér stað, hefur verið gengið frá viljayfirlýs- ingu um að portúgalskt fyrirtæki kaupi eignir félagsins í Portúgal, en Vanna tapaði milljörðum króna á starfsemi sinni erlendis á síðustu árum og mun í framtíðinni einbeita sér að því að hagnast á rekstrinum heima fyrir. Það er með saltfisk- vinnslur í Troms og Finnmörku; Vifra, Vannamar, Vanna Fiskeind- ustri, Nordkapp og Bergsfjörd. Fyrirtækið hefur unnið úr allt að 30.000 tonnum af fiski á ári, þegar mest hefur verið. Fækkað verður í yfirstjórn félagsins og höfuðstöðv- arnar fluttar frá Tromsö til Karlsöy. Gunnar Örn Kristjánsson, for- stjóri SÍF segist svo sannarlega vona að Íslendingarnir nái mark- miðum sínum, en segist óttast að það verði erfitt að vinda ofan af langvarandi taprekstri í erfiðu rekstrarumhverfi. „Það er virkilega vel staðið að framleiðslunni hjá GPG á Húsavík og það verður því áhugavert að sjá hvernig þeim vegnar í Noregi. SÍF hefur selt töluvert af fiski fyrir GPG og er vissulega tilbúið til þess að selja fyrir þá eitthvað af framleiðslunni frá Noregi ef þeir óska þess,“ segir Gunnar Örn Kristjánsson. ÚR VERINU Hlutur Íslendinga í GPG Norge 86,5 milljónir Erfiður rekstur hefur verið í norskum sjávarútvegi síðustu misserin, en íslenzkir eigendur GPG Norge ætla sér að hagnast á rekstrinum. Aðaláherzlan verður lögð á starfsemina heima fyrir og eignir erlendis seldar. Sala íslenskra hljómplatna hefur að matihelstu útgefenda hér á landi gengiðóvenju vel á þessu ári og segir Skífan,sem er langstærsti aðilinn á markaðn- um, að sala ársins stefni í að vera 10% meiri en sala síðasta árs. „Tólfta desember sl. náðum við sömu söluverðmætum og allt árið í fyrra og mælt í magni fór salan fram yfir heildarfjölda seldra titla á sama tíma,“ sagði Eiður Arn- arsson, útgáfustjóri Skífunnar, í samtali við Morgunblaðið. Skífan hefur að sögn Eiðs 80% markaðshlut- deild á íslenska hljómplötumarkaðnum sé mælt í veltu, en 30% sé mælt í fjölda útgefinna titla. Eiður segir að verð hljómplatna hafi að með- altali lækkað aðeins á milli ára, sem skýrist af ýmsum tilboðum á eldri plötum meðal annars. Eiður segir söluna í ár ánægjulega, ekki síst í ljósi þessa að tónlistargeirinn barmi sér mjög vegna ólöglegrar dreifingar tónlistar yfir Net- ið. „Þessi netdreifing virðist hins vegar síður eiga við um heimamarkaði, það er alþjóðlegur markaður sem líður frekar fyrir þetta, t.d. sala á erlendum plötum hér á landi. Slík sala er alls staðar á niðurleið.“ Spurður um helstu ástæður þess að heima- markaður heldur sér jafn vel og hann talar um segist Eiður lengi hafa haft þá kenningu að á svona litlum markaði snúist þetta um hugarfar fólks, fólk sé feimnara við að „stela“ af inn- lendum listamönnum þar sem þeir standa því nær. Spurður um hvort áhrifa tónlistarvefjarins tónlist.is sem selur íslenska tónlist um Netið gæti segist hann ekki merkja það neitt sértak- lega. „Við vinnum með þeim. Þeir hafa aðgang að okkar efni og við lítum á þá eins og smásala, enda eru þeir það.“ Um samanburð við síðustu ár segir Eiður að árið 1999 hafi verið metár og árið í fyrra hafi reyndar farið fram úr því. Minnkun hafi orðið 2000 og 2001. „Í ár stefnir í að salan verði 10% meiri en í fyrra. Miðað við markaðshlutdeild Skífunnar má segja að ef Skífan setur met, þá er sett met á markaðnum, eða það eru allar lík- ur á því. Sú staðreynd að allavega þrjár af sölu- hæstu plötunum í ár eru ekki gefnar út hjá Skífunni er einnig vísbending um að salan í ár slái met.“ Um helstu skýringar á góðri sölu segir Eið- ur að það sé einfaldlega aukin útgáfa í tilviki Skífunnar, fleiri nýir titlar og gæði útgáfunnar. Þriðja skýringin gæti verið að í fyrra byrjuðu flestir útgefendur að nota afritunarvörn, þótt erfitt sé að sanna gagn hennar, að sögn Eiðs. „Hún kom þó af stað ákveðinni umræðu sem var í raun aðaltilgangurinn. Það hefur líklega haft í för með sér að fólk fer hægar í sakirnar en ella við afritun.“ Af einstökum titlum eru plötur Írafárs og Óskars Péturssonar langsöluhæstu titlar út- gáfunnar. „Í ár erum við með fleiri plötur en áður sem eru nærri því að ná platínusölu, eða fara yfir 10.000 platna markið, nokkrar plötur eru í um 7–8 þúsund eintökum en í fyrra var lengra bil á milli þeirra söluhæstu og hinna.“ Um það hvort salan nú gefi einhver fyrirheit um næsta ár segir Eiður að það sé ekki endi- lega svo. „Þetta snýst alltaf um nýjar vörur á hverju ári og hvað hittir í mark. En salan er ánægjuleg þetta árið.“ Þrjár heilsársplötur Steinar Berg Steinarsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri tónlistarsviðs Norðurljósa, sem rekur nú sitt eigið útgáfufyrirtæki, Steinsnar, gaf út þrjár hljómplötur á þessu ári. „Allar þessar plötur hafa gengið vel. Þær hafa fengið mjög góðar viðtökur almennt, og þykja góðar. Ég er að vona að þetta verði heilsársplötur, að þær standist tímans tönn. Íslensk ástarlög og Íslenska vísnaplatan eru að nálgast 4.000 ein- taka sölu og Ríó Tríó-platan er að nálgast 5.000 eintök. Ég er ánægður með að allar plöturnar skila sér vel í sölu, og vona að þær lifi lengi.“ Þar sem Steinar var ekki með útgáfu á síð- asta ári undir eigin merkjum hefur hann ekki samanburð milli ára. Hann segir aðspurður að salan sé þó samkvæmt væntingum. Ánægður og þakklátur Óttar Felix Hauksson hjá útgáfufyrirtækinu Sonet segist vera mjög ánægður með hvernig gengið hefði hjá sér í plötuútgáfunni, sem hófst sl. sumar með útkomu plötu KK og Magnúsar Eiríkssonar, Ferðalaga. „Ég er sáttur við minn hlut, og þakklátur því hvað fólk hefur tekið út- gáfum Sonet vel. Þar ber hæst plötu KK og Magnúsar Eiríkssonar sem selst hefur í 15.000 eintökum og þá er plata Hljóma að nálgast 10.000 eintök. Plata ítalska undrabarnsins Ro- bertinos hefur einnig gengið frábærlega og stefnir í gullsölu, eða 5.000 eintök. Svo má ekki gleyma samvinnuverkefni Sonet og RÚV en við gefum út geisladisk, DVD og vídeó með tónlist og textum Ómars Ragnarssonar í flutn- ingi margra fremstu söngvara og hljómlistar- manna landsins,“ segir Óttar Felix. Hann segir að allt í allt sé Sonet með um 20 titla í útgáfu og/eða dreifingu. „Þetta hefur gengið framar vonum. Nú er maður að sjóða saman útgáfuáætlun fyrir næsta ár, og ætlum m.a. að gefa Robertino út erlendis.“ Óttar segir að góð hljómplötusala í ár skýrist almennt af góðum titlum og góðu íslensku listafólki. Eivör gengur vel Plötubúðin 12 tónar gaf frá sér fyrsta disk- inn á þessu ári, disk Eivarar Pálsdóttur. Að sögn Lárusar Jóhannessonar, annars eigenda 12 tóna, hefur sala disksins gengið vel og þeir hjá 12 tónum himinlifandi með viðtökurnar. Að auki dreifir búðin á anna tug íslenskra titla. „Þetta er búið að vera mjög gott það sem af er. Eivör Pálsdóttir hefur selst í 4.300 eintök- um á Íslandi, og við erum búnir að selja 2.500 eintök í Færeyjum sem er mjög gott á 47.000 manna markaði.Við erum himinlifandi.“ Sú tónlist sem 12 tónar dreifa er á breiðri línu að sögn Lárusar, allt frá háklassískri tón- list niður í rokktónlist. „Sölutölur í ár eru mjög hagstæðar miðað við síðustu ár og salan byrjar að taka við sér miklu fyrr en áður. Plötuútgef- endur mega vel við una í ár, þeir hafa staðið mjög vel að sinni vinnu. Þeir byrjuðu snemma að vinna og voru skipulagðir og fengu þar með smáforskot á bækurnar.“ Svipað og í fyrra Ásmundur Jónsson hjá Smekkleysu segir að sala félagsins í ár sé svipuð og í fyrra. Hann segir að staðan sé önnur en í fyrra þar sem þeir listamenn sem Smekkleysa selur mest af alla jafna eru ekki með nýjar plötur í ár, Björk og Sigurrós. Hins vegar hefur tónlist fyrirtæk- isins selst ágætlega almennt séð, þó að enginn titill blandi sér í toppslaginn þessi jólin. Þær plötur sem best seljast fari í 2.500–3.000 ein- tökum. „Plötur sem eru okkar lykilútgáfur hafa selst vel, eins og Mínus og Maus. Þá hefur ver- ið góð sala í sígildri tónlist sem komið hefur út á sl. tíu árum. Þá fær útgáfa frá því fyrr á árinu mikla athygli í bresku pressunni.“ Ásmundur segir að félagið hafi ekki búið til sérstakar plötur ætlaðar jólamarkaðnum. Hann segir að sér virðist sem hér á landi eins og erlendis sé að verða til sérstök plötufram- leiðsla fyrir jólin þar sem t.d safnplötur séu áberandi. „Það er mín tilfinning að það sé nær vonlaust að ná nýju nafni í gegn á jólamark- aðnum. Til að selja vel í jólavertíðinni þarf að vinna í útgáfunni allt árið eða vera með titla sem hafa ákveðna hugmyndafræði stílaða inn á þetta tímabil ársins, s.s. barnaplötur, safnplöt- ur eða jólaplötur. Það er ekki mikil nýsköpun menningarlega séð á þessum jólamarkaði, nema þá í markaðssetningunni.“ Ásmundur segir að plötusalan hafi farið hægar í gang í ár en í fyrra, þá sérstaklega október og nóvember. Desember hafi hins veg- ar verið stærri hingað til en á sama tíma í fyrra. Spurður um stöðu tónlistar segir Ásmundur að sér sýnist geislaplatan halda velli, sérstak- lega í innlendu efni. „Þetta er misjafnt eftir tónlistartegundum. Við finnum fyrir því til dæmis að það er mikið brennt af Mínus-plöt- unni, hvert eintak fjölgar sér mikið. En al- mennt hefur íslenska tónlistin á geisladiskum haldið velli, þrátt fyrir einstaka undantekning- ar.“ Andartak söluhæst Franz Gunnarsson, framkvæmdastjóri 2112 Culture Company, sem er menningararmur 1001 nætur, segir að Margrét Eir eigi sölu- hæstu plötu félagsins um þessi jól. „Fyrsta upplag Andartaks með Margréti Eiri er búið hjá okkur. Ætli það séu ekki farin 2.500 eintök. Svo erum við líka með Bang Gang-plötuna sem gengur líka vel. Þá erum við með plötur sem eru kannski minni söluplötur, þ.e. plötuna Sándtékk með ungum og efnilegum flytjendum og svo djassplötu Ómars Guðjónssonar, sem við erum reyndar búnir með á lager. Svo hefur jólaplatan Frostrósir með íslensku dívunum selst vel, en hún var gefin út fyrir síðustu jól. Það er okkar heimspeki, að þó að plata komi út fyrir jólin sé hún ekki endilega dauð eftir jól. Hér á landi virðast plötur almennt eiga sér mánaðarlíf um jólin en erlendis lifa þær hátt á annað ár,“ segir Franz. Lítur út fyrir 10% meiri sölu hljómdiska Morgunblaðið/Sverrir Plata Eivarar Pálsdóttur hefur selst vel á Íslandi og í Færeyjum. Góðir listamenn, fleiri nýir titlar og tilkoma afritunar- varna hjálpa til við sölu íslenskrar tónlistar þetta árið. Þóroddur Bjarnason ræddi við helstu plötuútgefendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.