Morgunblaðið - 23.12.2003, Side 29

Morgunblaðið - 23.12.2003, Side 29
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 29 ÖLL eigum við einhverja mynd af jólunum í huga okkar og víst er að sú mynd er jafn margbreytileg og mennirnir eru margir. Stundum kristallast þessi mynd í einhverri hefð, mat eða jafnvel einhverju skrauti sem er alveg ómissandi á jól- unum. Hver þekkir ekki að hafa sem barn mænt í aðdáun á glitrandi gersemar sem ár hvert voru dregnar upp úr köss- um ofan af háalofti og gerðu allt svo hátíðlegt á heimilinu eftir að þær voru komnar upp? Þetta sama skraut kallar fram jólabarnið í okkur ár eftir ár þótt barnskónum sé löngu slitið. Hver hlakkar ekki til þeirrar stundar þegar sest er niður við matarborðið og jólasteikin kitlar bragðlaukana betur en nokkur annar matur hefur gert þann tíma sem liðinn er frá síðustu jólum? Og stundum er það bara stemningin, einhver athöfn, sem bara tilheyrir þessum tíma og engum öðrum. Athafnir, matur og skrautmunir eru meðal þess sem kem- ur við sögu og kallar fram jólabarnið í Gróu Másdóttur, Hörpu Guðmundsdóttur og Þorleifi Magnússyni.  HEFÐIR | Sumt kallar alltaf fram jólabarnið í okkur þótt barnsskónum sé löngu slitið Ómissandi á jólunum… Morgunblaðið/Kristinn Góðgæti: Nóakonfekt, jólabland og góð bók eru nauðsynlegur eftirréttur að loknum hamborgarhrygg, sósu og kartöflum í morgunmat á jóladag, að mati Hörpu. Morgunblaðið/Ásdís Jólabjallan: Gróu þykir ógnarvænt um handmáluðu bjölluna sem hún fékk í jólagjöf frá ömmu sinni árið 1979 þó að á sínum tíma hafi henni þótt gjöfin hálfskrýtin. Morgunblaðið/Kristinn Endurnar: Þorleifur saknar stundum heimsóknarinnar til andanna á Tjörninni á aðfangadagskvöld en nú er fjölskyldan hans alfarið komin í þeirra stað. ben@mbl.is Kushani, sex ára stúlka fráSri Lanka, leikurBjúgnakræki af innlifun ííslenskri lopapeysu á meðan samnemendur hennar í nýbúadeildinni við Lækjarskóla í Hafnarfirði kynna jólasveininn á móðurmálum sínum. Þetta var liður í leikþætti sem börnin settu saman og sýndu foreldrum sínum nýlega. Kristrún Sigurjónsdóttir er deild- arstjóri nýbúadeildarinnar. Þar er athvarf 10-15 nemenda af erlendum uppruna sem eru tiltölulega nýflutt til Íslands og búa í Hafnarfirði. „Kosturinn við nýbúadeildir er þetta verndaða umhverfi sem börnin þarfnast fyrst í stað. Þau geta orðið fyrir menningarsjokki við að flytja til framandi lands og það er nauð- synlegt að þau fái að aðlagast hægt og örugglega,“ segir Kristrún. Lögð er áhersla á íslenskukennslu en einnig að börnin fylgi jafnöldrum sínum í öðrum greinum. Í nýbúa- deildinni eru börn í öllum bekkjum grunnskólans, 1.-10. bekk. Þau eru í nýbúadeildinni 8-20 tíma á viku en misjafnt er að hve miklu leyti þau fylgja sínum bekk. Íslensku jólasveinarnir Undanfarnar vikur hafa börnin tekið fyrir íslenska jólasiði í saman- burði við sína eigin jólasiði, hvort sem þau eru frá Sri Lanka, Póllandi, Litháen eða Rússlandi. „Markmiðið með leikþættinum er meðal annars að börnin kynni íslensku jólasvein- ana fyrir foreldrum sínum.“ Sum barnanna halda jól 6. janúar. Áramótin eru hátíðlegri tími en jólin hjá sumum og misjafnt hvort jólahá- tíðin er haldin 24. eða 25. desember. Jólasiðir landanna eru einnig mis- munandi. Menningarmuninum miðla börnin hvert til annars með aðstoð kennaranna og læra mikið af. Börn- in hafa einnig kynnt sína jólasiði fyr- ir íslenskum bekkjarfélögum og hafa í því skyni búið til veggspjöld þar sem m.a kemur fram hvernig á að segja gleðileg jól á þeirra tungu- máli og hvað jólasveinninn heitir í þeirra heimalandi. „Og það læra all- ir alveg heilmikið á þessu, nem- endur, kennarar og foreldrar,“ segir Kristrún. Kostic frá Rússlandi leikur Þvörusleiki með miklum sóma en hann hefur aðeins verið í skólanum í tvær vikur eins og Agnieszka og systkinin Elwira og Rafat frá Pól- landi. Öll spreyta þau sig á íslensk- unni í upplestrinum um jólasveinana auk þess að lesa upp á sínu tungu- máli. Michat frá Póllandi var sann- færandi sem Stúfur. Hann er í 8. bekk og Marlena systir hans í 3. bekk. Michat segir að jólasveinninn í Póllandi komi fyrst 6. desember og gefi börnunum í skóinn. Svo eru jól- in haldin hátíðleg 24. desember. „Við fáum fisk á jólunum og það eru tólf réttir,“ segir Michat. Monika er í 4. bekk og er frá Litháen. Henni finnst Gáttaþefur skemmtilegasti jólasveinninn. Í Litháen koma jólin 25. desember og jólasveinninn heitir Kaledu senelis á litháísku. „Kaledos ateina,“ segir Monika á litháísku og óskar þannig gleðilegra jóla. Að miðla menningarmun Morgunblaðið/Árni Torfason Leikræn tilþrif: Michat Þvörusleikir lætur til skarar skríða. Elwira, Kseniya og Agnieszka lesa upp á íslensku, rússnesku og pólsku. Bjúgnakrækir: Kushani, sex ára, sem íslenskur jólasveinn. Litháen: Monika sýndi hvernig gleðileg jól er skrifað á litháísku. Kristrún deildarstjóri: „Það læra allir alveg heilmikið á þess.“  MENNTUN steingerdur@mbl.is JÓLASTEMNINGIN virðist læða sér að Þorleifi Magnússyni í gegn um magann á honum því þegar hann er spurður hvað honum finnist ómissandi á jólunum nefn- ir hann velþekkta hluti: „Það er malt, appelsín og hangikjöt. Síðan er mikil stemning þegar fjölskyldan kemur sam- an og bakar laufabrauð. Og svo er það auðvitað skatan,“ segir hann með áfergju. Þá eru fjölskylduheimsóknir út um hvippinn og hvappinn mikilvægar fyrir jólaskapið, a.m.k. núorðið. Áður en hann festi ráð sitt hafði hann hins vegar svolítið óvenjulegan jólasið. „Þá bjó ég í Grjótaþorpinu hjá foreldrum mínum. Eftir mat á aðfangadagskvöld fór ég allt- af með hundinn minn Káinn niður á tjörn og gaf öndunum en það var hefð sem bróðir minn byrjaði á. Það var svolítil stemning yfir því enda var maður einn í bænum.“ Þorleifur hefur líka örugglega verið eini Íslendingurinn sem heimsótti end- urnar á aðfangadagskvöld þessi ár. „Við vorum bara tveir með öndunum og ég hafði meira að segja hundinn lausan sem var alveg í lagi,“ segir hann og bætir við að hvutti hafi ekkert haft áhuga á anda- steik eftir jólamatinn fyrr um kvöldið. En sækir ekkert að honum löngun til að heimsækja endurnar á aðfangadags- kvöld hin síðari ár? „Jú,“ segir Þorleifur. „Ég hef oft hugsað til þessara stunda. En í dag er fjölskyldan alfarið komin í stað- inn fyrir endurnar.“ Með öndunum á aðfangadagskvöld  ÞORLEIFUR MAGNÚSSON Í HUGA Hörpu Guðmundsdóttur er ekk- ert jólalegra en afgangar af jólamatnum í morgunmat á jóladag. „Við pabbi erum saman í þessu og í raun byrjum við að kroppa í kalda kjötið á hamborgar- hryggnum strax eftir desertinn á að- fangadagskvöld. Daginn eftir er alveg nauðsynlegt að fá hamborgarhrygg með kartöflum, sósu og öllu tilheyrandi í morgunmat. En þá er morgunmaturinn kannski ekki fyrr en klukkan tólf.“ Hún segir að þau hjónin borði heima hjá foreldrum hennar á aðfangadags- kvöld. „Við kynntumst í London þar sem við bjuggum lengi vel og þegar við vor- um heima um jólin bjuggum við hjá mömmu og pabba. Fyrstu jólin eftir að við fluttum til landsins uppgötvaði ég mér til hrellingar á aðfangadagskvöld þegar ég var að fara heim til mín að það yrðu engir afgangar þar. En pabbi, sem skilur þetta svo vel, tók til hluta af kjöt- inu, sósu og kartöflur til að ég fengi nú örugglega rétta morgunmatinn.“ Hún segir nauðsynlegan eftirrétt eftir þennan staðgóða morgunverð vera góða bók, Nóakonfekt og jólabland og hún sé jafnan á náttfötunum á meðan máltíðinni vindur fram. „Maður valsar um óklædd- ur fram eftir degi, les í bók , horfir á Shakespeare og fer ekki í föt fyrr en maður er tilneyddur út af jólaboðinu um kvöldið. Og reyndar höfum við maðurinn minn ansi oft komið seint í jólaboðið því við tímum ekki að sjá af þessari stund.“ Afgangar á jóladag  HARPA GUÐMUNDSDÓTTIR ÝMISKONAR skraut hefur í gegn um tíðina skipt Gróu Másdóttur gríðarmiklu máli í jólahaldinu. „Þegar ég var krakki urðu engin jól hjá mér nema mamma hengdi upp gyllt kúluskraut sem var ótrú- lega mikið drasl og var í eigu bróður míns. Sömuleiðis voru rauðar plastkúlur ómiss- andi á speglinum í forstofunni. Ég held að mömmu hafi fundist þetta alveg forljótt en hún hengdi þetta upp, bara fyrir mig.“ Þetta skraut og fleira er nú horfið úr jólahaldi Gróu en eitt er það sem hefur staðist tímans tönn og er enn ómissandi á jólunum að hennar mati. „Það er hvít, handmáluð jólabjalla úr postulíni. Ég fékk hana í jólagjöf frá ömmu þegar ég var lítil og mamma hengdi hana alltaf í ljósið fyrir ofan borðstofuborðið í stofunni. Á sínum tíma fannst mér voðalega skrýtið að fá svona bjöllu í jólagjöf en eftir að ég varð eldri þykir mér ofsalega vænt um hana enda var gefandinn mér kær. Nafnið mitt er skrifað á hana og ártalið 1979 en það var árið sem amma gaf mér hana.“ Gróa er nú búin að fá bjölluna til sín og finnst virkilega jólalegt hjá sér þegar hún er komin upp. „Að öðru leyti er það margt smátt sem gerir eitt stórt þegar kemur að jólastemningunni,“ bætir hún við. „Mér finnst t.d. verða að vera alvöru jólatré og þegar búið er að skreyta það finnst mér jólin vera byrjuð. Sömuleiðis eru jólalögin ómissandi og jólakveðjurnar í ríkisútvarp- inu á Þorláksmessu. Þessir litlu hlutir finnst mér æðislegir,“ segir hún. Postulínsbjalla frá ömmu  GRÓA MÁSDÓTTIR RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Handtalstöðvar VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Drægni allt að 5 km Verð frá kr. 5.900,- UHF talstöðvar í miklu úrvali w w w .d es ig n. is © 20 03

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.