Morgunblaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 30
LISTIR 30 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ UM þessar mundir eru jólalög í mis-andstyggilegum útsetningum spiluð linnulaust í matvörubúðum, lyftum, líkamsræktarstöðvum, í út- varpinu og annarsstaðar. Fárið hófst strax í desemberbyrjun eða fyrr, og núna þegar hin raunverulega jól eru að hefjast er maður að þrotum kom- inn. Jafnvel Heims um ból, sem í rauninni ætti aðeins að syngja á að- fangadag, er í eyrum mínum farið að hljóma eins og hvert annað leiðinda- popp og er alveg búið að glata sjarm- anum. Sem betur fer er jólatónlist ekki bara Heims um ból, Snæfinnur snjó- karl og Skín í rauðar skotthúfur. Bach og samtímamenn hans eru líka vinsælir, og þar er fjölbreytni tónlist- arinnar slík að ekki er hægt að verða leiður á henni. Þetta er hátíðleg tón- list, en jafnframt björt og lífleg, og það er einmitt lykillinn að jólaskap- inu. Talsvert hefur verið um þannig tónleika undanfarið, oftar en ekki í kirkjum, og óneitanlega er gott að setjast þar niður og slaka á í miðju kaupæðinu. Kirkjurnar eiga almennt undir högg að sækja, en þegar haldn- ir eru góðir tónleikar í þeim fyllast þær af fólki. Eru tónleikar kannski að koma í staðinn fyrir helgihald? Hugsanlega eru einhverjir tónleika- gestir fyrst og fremst að leita að and- legum upplifunum og næði til að hug- leiða tilgang lífsins, hver svo sem hann er. Einn yfirlýstur trúleysingi sagði við mig nýlega að ef eitthvað gæti fengið hana til að trúa á Guð þá væri það sálumessan eftir Fauré, sem væri svo fögur að það gengi kraftaverki næst. Segir þetta nokkuð um mátt tónlistarinnar. Mér datt þetta si-svona í hug þeg- ar ég leit yfir efnisskrá tónleikanna sem hér eru til umfjöllunar. Sónötur eftir Brahms, atriði úr Carmen eftir Bizet, jólatónlist eftir Vaughan Willi- ams, og sitthvað fleira. Bæði Brahms og Vaughan Williams sömdu „upp- hafna tónlist“, og er ekki óperan Carmen, sem á sér dapurlegan endi, holl áminning um fallvaltleika lífsins? Svoleiðis tónlist er líka „jólatónlist“, hún getur auðveldlega kveikt í manni löngun til að finna jafnvægi í öllum látunum, öðlast innri frið og ham- ingju. Og það er nauðsynlegt sálar- ástand þegar fjórtándi jólasveinninn, sjálfur Kortaklippir, kemur til byggða í febrúar. Sónötur eftir Brahms Á fimmtudagskvöldið var tónlist í dýpri kantinum á boðstólum; allar sónötur Brahms fyrir fiðlu og píanó. Flytjendur voru Sigurbjörn Bern- harðsson fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir, og voru tónleikarn- ir haldnir í Salnum í Kópavogi. Són- öturnar eru einhver mestu snilldar- verk meistarans, þrungnar sérstæðri náttúrustemningu, ljúfsárri nostalg- íu og öðru sem ekki verður komið orðum að. Ég efast um að til séu ynd- islegri tónsmíðar. Verkin voru kölluð „fiðlusónötur“ í tónleikaskránni, eins og Anna Guðný væri einhver undirleikari, sem hún alls ekki var. Sónöturnar, sem eru þrjár talsins, flokkast undir kamm- ermúsík, bæði hljóðfærin eru jafn mikilvæg og kröfurnar til píanistans ekkert síðri en þær sem gerðar eru til fiðluleikarans. Til að undirstrika þetta ætla ég að fjalla um Önnu Guð- nýju fyrst. Leikur hennar var ákaflega vand- aður, hver hending fagurlega mótuð og samkvæmt vilja tónskáldsins. Engin tæknileg fyrirstaða var fyrir hendi, hratt fingraspil var jafnt og hnitmiðað, og allskonar stökk eftir hljómborðinu nákvæm og örugg. Hið eina neikvæða var að hún var stund- um heldur hæversk miðað við fiðlu- leikarann; hún hefði vel mátt spila með meiri krafti þegar við átti, það hefði stutt rödd fiðlunnar betur og hefði aukið til muna áhrifamátt tón- listarinnar. Anna Guðný spilaði á Bösendorfer flygil Salarins, sem greinilega hefur verið tekinn í gegn og „uppfærður“, svo notað sé tölvumál. Hljómur hans er talsvert litríkari núna, en kannski hættulega mjúkur, t.d. heyrði ég illa í mikilvægum bassanótum hér og þar. Sennilega gætti Anna Guðný sín ekki á þessu. Hvað Sigurbjörn varðar þá er hann einstakur listamaður, svo laus við yfirborðsmennsku að óvanalegt hlýtur að teljast. Hann galdraði fram unaðslega breiðan, áreynslulausan og umframt allt hreinan tón úr fiðl- unni sinni, og var túlkun hans svo skáldleg og innblásin að maður féll í stafi. Allt það fallegasta í tónlistinni kom fram í leik hans, sem var bæði þróttmikill og agaður, og ætíð í anda Brahms. Verður að teljast listrænt afrek að flytja allar þessar sónötur á einum tónleikum, án þess að glata þræðinum nokkru sinni. Er þeim Sigurbirni og Önnu Guðnýju hér með þakkað fyrir djúphugulan og ljóð- rænan flutning. Jólatónleikar í Dómkirkjunni Anna Guðný kom einnig við sögu á tónleikum í Dómkirkjunni á sunnu- daginn. Þetta voru hefðbundnir jóla- tónleikar þar sem Dómkórinn og Unglingakór Dómkirkjunnar sungu hástemmda jólasálma. Jafnframt var fluttur Hugleikur um jólakvæði (Fantasia on Christmas Carols) eftir Ralph Vaughan Williams, og þar lék Anna Guðný á píanó, Steef van Oost- erhout sló á klukkuspil og Bergþór Pálsson söng einsöng. Óþarfi er að telja upp hvert einasta atriði tónleikanna; þetta voru Himn- anna drýpur döggin fróm, María fer um fjallaveg, María í skóginum, Hin fyrstu jól og annað í þeim dúr. Fyrir utan smá ónákvæmni karlanna í lagi nr. 2 var söngur Dómkórsins fallega mótaður, í ágætu jafnvægi og tak- mörkuð endurómun kirkjunnar virt- ist ekki há honum, því heildarhljóm- urinn var mjúkur eins og silki. Sérstaklega verður að nefna hljóðlát- an sönginn síðast í verki Vaughan Williams, sem var óvenju fagur. Ljóst er að kórstjórinn Marteinn Hunger Friðriksson hefur unnið frá- bært starf við undirbúning kórsins fyrir tónleikana. Sömu sögu er að segja um Kristínu Valsdóttur, stjórnanda Unglingakórs kirkjunnar, því söngur kórsins (sem samanstóð eingöngu af stúlkum), var svo til alltaf hreinn. Nokkrir meðlim- ir kórsins sungu stuttar einsöngs- strófur sem heppnuðust prýðilega, og kvartettinn í laginu Hin fyrstu jól var einnig öruggur á sínu. Hörpuleik- ur Sólveigar Jónsdóttur var jafn- framt markviss (Hátíð fer að höndum ein) og féll ákaflega vel að smekk- legri raddsetningu Marteins Hun- ger. Flutningurinn á verki Vaughan Williams var góður. Söngur Berg- þórs var bæði tær og hæfilega lát- laus, píanóleikur Önnu Guðnýjar var fullkominn og klukknaspilerí Steef van Oosterhout var eins og það átti að vera. Verri var stanslaus truflun barna á svölum kirkjunnar, en þau þrömm- uðu fram og til baka alla tónleikana eins og þau ættu þarna heima. Þar sem svalirnar eru úr tré var þetta pínlega áberandi og er einkennilegt að foreldrarnir skuli ekki hafa tekið í taumana. Þá má benda að e.t.v. er ekki heppilegt að koma með mjög lítil börn á svona tónleika, hjal og grátur hefur mjög truflandi áhrif, ekkert síður en hringingar úr gsm símum. Carmen í Iðnó Sem betur fer voru engar truflanir á tónleikunum í Iðnó á föstudags- kvöldið, en þar komu fram nokkrir söngvarar og fluttu atriði úr óper- unni Carmen. Inn á milli spjallaði Hrólfur Sæmundsson bariton við áheyrendur og fræddi þá um óp- eruna og tónskáldið sem samdi hana, Georges Bizet. Mörgum hefur örugg- lega fundist það bæði fróðlegt og skondið, Hrólfur notaði a.m.k. hvert tækifæri til þess að vera fyndinn. Ekki er eins fyndið að Bizet lést úr hjartaáfalli á fertugsaldri, sennilega vegna þess hve Carmen gekk illa er hún frumsýnd. Eiturpennarnir rifu óperuna í sig og einn þeirra sagði að hún hljómaði eins og Satan sjálfur hefði samið hana. Í hlutverki Carmen, sem er síg- auni og verkakona í sígarettuverk- smiðju, var Rósalind Gísladóttir mezzó-sópran. Hún er nýkomin úr námi og var þetta frumraun hennar á Íslandi. Hún stóð sig ágætlega, söng- ur hennar var hreinn og öruggur, en röddin enn dálítið bakstæð sem gerði að verkum að hún hljómaði helst til lokuð. Ennfremur var hún full stíf, sjálfsagt af taugaóstyrk, og því var túlkun hennar ekki alveg eins safarík og hlutverkið krefst. Þrátt fyrir þetta var greinilegt að Rósalind er efnileg söngkona og verður spennandi að fylgjast með henni er fram líða stundir. Snorri Wium tenór var í hlutverki hermannsins Don Jose, en hann er einn af óteljandi karlmönnum er falla fyrir Carmen. Snorri er mun reynd- ari söngvari en Rósalind, og því skaut skökku við að hann skyldi syngja einsöngsatriði sitt eins og hann væri að halda ræðu; hann leit varla upp úr nótnabókinni. Er það synd, því söngur hans var í sjálfu sér vel mótaður og hnitmiðaður, þó að fíngerðari blæbrigði tónlistarinnar hefðu mátt njóta sín betur. Þau Snorri og Valgerður Guðna- dóttir sópran sungu saman dúett Don Jose og Micaelu snemma á tón- leikunum, en Micaela er fyrrverandi heitmey hans. Það var ekki illa gert, en samt hefði atriðið orðið enn áhrifaríkara ef stígandin hefði verið markvissari. Varla getur talist spennandi að setja allt í botn strax í upphafi. Annars kom Valgerður á óvart á tónleikunum, hún söng verulega fal- legan einsöng og var frammistaða hennar aðdáunarverð, rödd hennar var sérlega þétt og hljómmikil; sömu- leiðis voru leikrænu tilþrifin sann- færandi. Hrafnhildur Björnsdóttir sópran stóð sig líka vel í veigaminna hlutverki og fyrrnefndur Hrólfur söng Nautabanaaríuna prýðilega, þó ýkt látalæti í upphafi aríunnar megi flokka sem fíflagang. Iwonna Jagla píanóleikari var í hlutverki hljómsveitarinnar og var leikur hennar öruggur og samkvæmt bókinni. Nautabanaaríuna, sem er nokkuð krefjandi, skorti samt skýr- leika og varð því ekki eins glimrandi og hún hefði getað orðið. En hvað sem öllum aðfinnslum líð- ur var sönggleði listafólksins smit- andi, tónleikarnir voru a.m.k. líflegir og andrúmsloftið í salnum var af- slappað og þægilegt. Maður sat við borð og sötraði drykk, sem eru kjör- aðstæður til að njóta fagurrar tónlist- ar; vonandi verður meira svona í framtíðinni. PS... Afhverju er ekki meira samstarf á milli lítilla, en framtakssamra söng- hópa og Íslensku óperunnar? Er eðli- legt að í svona smáu samfélagi séu starfandi tvær óperur? Þau Hrólfur og Valgerður (og sjálfsagt fleiri líka) hafa staðið fyrir Sumaróperunni undanfarin tvö ár; væri ekki heppi- legra ef sá hópur og Íslenska óperan sameinuðu krafta sína? Ég er viss um að slíkt samstarf myndi efla óp- eruflutning á Íslandi á ýmsa vegu. Morgunblaðið/Jim Smart Anna Guðný Guðmundsdóttir og Sigurbjörn Bernharðsson léku í Salnum. Morgunblaðið/Golli Marteinn H. Friðriksson, stjórnandi Dómkórsins í Reykjavík. Hvað ertu (jóla)tónlist? TÓNLIST Salurinn í Kópavogi SAMLEIKSTÓNLEIKAR Brahms: Sónötur í G-dúr, A-dúr og d-moll fyrir fiðlu og píanó. Sigurbjörn Bernharðs- son fiðluleikari og Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari. Fimmtudags- kvöld 18. desember. Iðnó SÖNGTÓNLEIKAR Valin atriði úr óperunni Carmen eftir Bizet. Rósalind Gísladóttir mezzó, Snorri Wium tenór, Valgerður Guðnadóttir sópr- an, Hrólfur Sæmundsson bariton, Hrafn- hildur Björnsdóttir sópran og Iwona Jagla píanóleikari. Föstudagskvöldið 19. des- ember. Dómkirkjan KÓRTÓNLEIKAR Jólasöngvar í Dómkirkjunni. R. Vaughan Williams: Hugleikur um jólakvæði og ýmis lög. Dómkórinn í Reykjavík; stjórnandi Marteinn H. Friðriksson. Unglingakór Dómkirkjunnar; stjórnandi Kristín Valsdóttir. Einsöngur: Bergþór Pálsson; píanóleikur: Anna Guðný Guðmundsdóttir; Klukkna- spil: Steef van Ousterhout. Sunnudagur 21. desember. Jónas Sen Í HÚSI málaranna á Eiðistorgi stendur nú yfir sýning á verkum Benedikts S. Lafleur og Þórs Magn- úsar Kapor. Sýningunni lýkur í dag og mun Benedikt verða með gjörn- ing sem nefnist Hvíti Indíáninn. Sýningin er opin í dag frá kl. 14-23. Þetta er jafnframt síðasti dagur Húss málaranna, sem hættir starf- semi sinni eftir þessa sýningu. Gjörningur í Húsi málaranna Menningarhúsið Aðalstræti 10 við Ingólfstorg kl. 14, 16 og 18: Fimbulvetur sýnir Ójólaleikritið. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is TILGANGUR lífsins og markmið- ið með yrkingum yfirhöfuð eru við- fangsefni sem sækja oft að ungum skáldum. Svo er með þann höfund sem kallar sig Óguð í nýrri bók sem hann nefnir Til dæmis … Þrátt fyrir listamannsnafnið er bókin ekki óguð- leg en miklu fremur grallaraspóaleg og erfitt að festa hendur á alvarleg- um boðskap í henni. Raunar er í henni að finna hendingar um guð- dóminn þótt ég viti ekki hversu alvar- lega ber að taka boðskapinn. Raunar ræðir skáldið sjálft um skáldskap sinn og segir hann tilraun ,,til inn- byggðs Babelsturns, sem dæmd er til að afbyggja sig í sífellu.“ Og niður- staðan er: ,,allsleysi nægtanna“. Hann segist vera leitandi þótt hann velti því fyrir sér hvort ekki sé búið að ,,drepa leitina alveg eins og það er búið að drepa guð.“ Þessar hugleiðingar finnst mér vel þess virði að taka til skoðunar og um- ræðu. Hitt er svo annað mál að skáld- skapur Óguðs telst varla hátimbrað framlag til þeirrar umræðu. Flest í bókinni minnir raunar á það sem í mínu ungdæmi var kallað mennta- skólaskáldskapur. Þó er að finna frambærileg kvæði innan um: Margtuggin tilveran sér mig alltaf beran. Aldrei tekst mér að klæða mig undana alsjáandi augnaráði hennar. Ég á mér heldur engrar undankomu auðið, því ég er sjálfur þetta augnaráð. Það er nefnilega vandkvæðum bundið að flýja sjálfan sig (allavega langdvalar- flótta). Allar mínar flóttatilraunir hafa endað í nýju fötum keisarans. Nú er ég fyrir löngu hættur að reyna að spinna mér ný klæði, enda er hold mold sama hverju ég klæðist. Skáldið myndast í töluverðum mæli við að yrkja hefðbundið með rími og ljóðstöfum þótt varla teldu hreinlyndismenn í kveðskaparmálum kveðskapinn dýrt kveðinn. Einhvern veginn finnst mér stuðlasetningin brotakennd þegar höfuðstafur er í upphafi smáorðs í áherslulausum for- lið. ,,Því alltaf má draga sturlun út / úr skúmaskoti dimmu.“ Stuðlasetn- ingin truflar hér beinlínis hrynjandi kvæðisins. Það má vissulega hafa gaman af ýmsu því sem ort er í þessari bók. En ég er þó ekki frá því að ekki hefði sak- að ef höfundur hefði gefið sér meiri tíma og leyft sér að þroskast betur sem skáld og kannski leitað betur að tilgangi lífsins og ljóðsins áður en hann réðst í útgáfu þessarar bókar. Hann er nefnilega á villigötum í vangaveltum sínum um að búið sé að drepa leitina. Hún er í mínum huga enn grundvöllur góðs skáldskapar. Óguðlegt spjall BÆKUR Ljóð eftir Óguð. Guðdómur. 2003 – 57 bls. TIL DÆMIS … Skafti Þ. Halldórsson ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.