Morgunblaðið - 23.12.2003, Side 32

Morgunblaðið - 23.12.2003, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. STJÓRNENDUR Kaupþings Búnaðar- banka og stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, undirrituðu síðast- liðinn sunnudag yfirlýsingu þess efnis að unnið verði að því að SPRON verði sjálf- stætt starfandi dótturfélag Kaupþings Búnaðarbanka. Til grundvallar eru lagðar sameiginlegar hugmyndir beggja aðila um að gera SPRON að öflugasta fjármálafyr- irtæki landsins í einstaklingsviðskiptum. Stefnt er að því að eigendur SPRON skipti á hlutum í sparisjóðnum og nýjum hlutum í Kaupþingi Búnaðarbanka. Kaup- verðið er um níu milljarðar króna. Það nemur um 8,4% af útistandandi hlutafé Kaupþings Búnaðarbanka, sé miðað við lokagengi föstudaginn 19. desember síð- astliðinn, en gengið var þá 221,5. Á blaðamannafundi sem stjórn SPRON efndi til í gær kom fram að til að af þess- um viðskiptum geti orðið þurfi stjórn SPRON fyrst að fá samþykki stofnfjáreig- enda fyrir því að breyta sparisjóðnum í hlutafélag. Að lokinni hlutafjárvæðingunni verður eign sjálfseignarstofnunarinnar SPRON-sjóðsins ses., um 81% af hlutum SPRON hf. Samkomulagið gerir ráð fyrir að Kaupþing Búnaðarbanki greiði um 6 milljarða króna fyrir þessa eign með hlutabréfum í sjálfum sér. Jafnframt er gert ráð fyrir að Kaupþing Búnaðarbanki bjóði stofnfjáreigendum kaup á 19% hlut þeirra í SPRON hf. fyrir tæplega þrjá milljarða kóna, sem einnig verða greiddir með hlutabréfum í bankanum. Með því býðst stofnfjáreigendum að selja hluti sína á ívið hærra gengi en reynt var í stofnfjár- viðskiptum sumarið 2002. Stofnfjáreigend- ur SPRON eru 1100 talsins. Áform þessi eru háð leyfi Fjármálaeft- irlitsins og því að samkeppnisyfirvöld geri ekki athugasemdir auk samþykki stofn- fjáreigenda SPRON og hluthafafundar í Kaupþingi Búnaðarbanka. Kom fram á blaðamannafundinum í gær að stefnt sé að því að niðurstaða liggi fyrir í lok febrúar 2004. Stenst lög og reglur að mati stjórnar Jón G. Tómasson greindi frá því á blaðamannafundinum í gær að eftir miklar umræður um breytingar á rekstrarfyrir- komulagi SPRON á síðasta ári hafi stjórn sjóðsins gert ítarlega könnun á möguleik- um til að styrkja stöðu SPRON og stofn- fjáreigenda hans. Ný lög um hlutafélaga- væðingu sparisjóða, sem samþykkt hafi verið á Alþingi í desember á síðasta ári, hafi haft mikil áhrif í þessum efnum, en samkvæmt þeim aukist verulega hlutur stofnfjáreigenda í heildarhlutafé spari- sjóðs við umbreytingu til að styrkja stöðu sparisjóðs og stofnfjáreigenda hans. Þá hafi Fjármálaeftirlitið úrskurðað að verð- lagning á stofnfé á hærra verði en upp- reiknuðu nafnverði sé leyfileg. Sérstök nefnd á vegum stjórnar SPRON var skipuð til að vinna að þessum málum. Hana skipuðu Guðmundur Hauks- son, sparisjóðsstjóri, Pétur Blöndal, al- þingismaður og stjórnarmaður í SPRON, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem situr í varastjórn SPRON. Hugmyndin að þeirri leið sem samkomulag hefur orðið um að fara við að SPRON verði hluti af samstæðu Kaupþings Búnaðarbanka var samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kynnt af Vilhjálmi í nefndinni. Jón G. Tómasson sagði á blaðamannafundinum að bæði nefndin og stjórn SPRON teldu að þessi leið stæðist lög og reglur í hví- vetna. Tryggt að SPRON verður sjálfstæð rekstrareining Að sögn Jóns hafði stjórn SPRON sam- band við viðskiptabankana þrjá, Íslands- banka, Kaupþing Búnaðarbanka og Landsbanka, um hugsanlegt samstarf við sparisjóðinn eða breytt eignarhald. Hann sagði að þá hafi þegar legið fyrir verðmat frá PriceWaterhouseCoopers. Af hálfu SPRON hafi skilyrði verið sett um áfram- haldandi rekstur sparisjóðsins, jafnframt því að hagur starfsfólks, viðskiptavina og að gangi áf hluti af sam styrkja mar arbanka í v landi. Bank hlutdeild á helstu kepp reka SPRO ingu og ste sjóðsins enn þjónustu. Enn frem samningavið SPRON og hafist um ný og framtíða að taka fram Fjármálaeft isyfirvalda, eigenda SP fundar Kau sem tillaga hlutafjár ve eru áform þ leikakönnun um SPRON stofnfjáreigenda væri tryggður. Viljayfir- lýsingin sem undirrituð var á sunnudaginn sé niðurstaða að loknum viðræðum við bankana þrjá undir þessum formerkjum. Jón segir að með viðskiptunum við Kaupþing Búnaðarbanka sé tryggt að SPRON verði áfram sjálfstæð rekstrar- eining. Það sé afar mikilvægt í þessu sam- bandi. Einstaklingsþjónusta efld Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri, sagði á blaðamannafundinum í gær að stefnt sé að því með sameiningunni við Kaupþing Búnaðarbanka, að efla einstak- lingsþjónustu SPRON enn frekar. Með sterkri stöðu SPRON á þeim vettvangi og aðgangi að ódýrara fjármagni en ella í krafti stærðar Kaupþings Búnaðarbanka ætli SPRON sér forystuhlutverk í marg- þættri þjónustu við einstaklinga á sviði fjármála. Gert sé ráð fyrir að kynna fyrstu nýjungar á því sviði um leið og samþykki allra hlutaðeigandi aðila liggur fyrir. Í tilkynningu frá Kaupþingi Búnaðar- banka til Kauphallar Íslands í gær segir SPRON verði ö í einstaklingsv Kaupþing Búnaðarbanki býður 1100 stofnfjár ur og nágrennis hlutabréf í bankanum að and Jón G. Tómasson, formaður stjórnar SPRON, og Guðmun í gær mikilvægt að með viðskiptunum við Kaupþing Búna ÞÓR Gunnarsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Hafnarfja segir að engar viðræður hafi verið hjá sparisjóðnum um fara svipaða leið og SPRON er að fara nú. Hann segir áhrifin af sölu SPRON á samstarf sparisjóðanna verði mikil, því að í áætlunum fyrir næsta ár sé ekki nema a mörkuðu leyti gert ráð fyrir SPRON í samstarfinu. Þór segist ekki vita til að aðrir sparisjóðir séu að íhu fara svipaða leið og SPRON, en kaup Kaupþings Bún- aðarbanka á SPRON geti haft áhrif þar á. Á meðan sta verði óbreytt hjá hinum stóru sparisjóðunum, Sparisjóð arfjarðar, Sparisjóði vélstjóra og Sparisjóði Keflavíkur samstarf sparisjóðanna hins vegar ekki í vanda. Ef ann sparisjóður hyrfi úr samstarfinu gæti þó hrikt í stoðun Hallgrímur Jónsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs vélstj segir að ekkert hafi verið rætt í stjórn sparisjóðsins um fara svipaða leið og nú sé verið að fara hjá SPRON. Ek þess háttar sé í gangi hjá Sparisjóði vélstjóra og engar legar viðræður hafi átt sér stað. Hann segir þó að miklar sviptingar séu í þessum má enginn viti hvað framtíðin beri í skauti sér, en stofnfjá endur sparisjóðsins hafi ekki leitað eftir því að slík leið farin. Þá segir hann að Sparisjóður vélstjóra sé öflugur sp Sala ekki rædd hinna stóru spa VILJI FÓLKSINS? Þegar Valgerður Sverrisdóttir,viðskiptaráðherra, mælti fyrirfrumvarpi til breytinga á lögum um viðskiptabanka og sparisjóði á 126. löggjafarþingi, sem stóð frá hausti 2000 til vors 2001, sagði hún m.a.: „Varðandi eignarhald kemur ekki til greina að afhenda stofnfjáreigendum eða einhverjum öðrum verðmæti, sem þeir geta ekki gert tilkall til. Það kem- ur skýrt fram í lögum um viðskipta- banka og sparisjóði að stofnfjáreig- endur skuli einungis njóta arðs af innborguðu stofnfé sínu. Þeir eiga ekki tilkall til uppsafnaðs hagnaðar sparisjóðsins. Þetta er lykilatriði í frumvarpinu.“ Viðskiptaráðherra hnykkti á þessu sjónarmiði síðar í umræðunum, þegar hún sagði: „...stofnfjáreigendur hafa engan fjárhagslegan ávinning af því, að breyta yfir í hlutafélag vegna þess, að þeir fá bara gagngjald, sem sam- ræmist því stofnfé, sem þeir eiga við breytinguna... ekki er verið að veita stofnfjáreigendum neitt viðbótarfjár- magn eða meira en þeir hafa nú þeg- ar...“ Þau viðhorf, sem viðskiptaráðherra lýsti með tilvitnuðum ummælum voru og eru bæði eðlileg og rétt. Í forystu- grein Morgunblaðsins hinn 27. júní 2002 sagði um þetta mál: „Þegar ein- staklingur gerist stofnfjáraðili að sparisjóði með því að taka boði stjórn- ar sparisjóðs þar um er honum ljóst á hvaða forsendum hann leggur fram fjármuni. Hann fær peningana verð- bætta og væntanlega eðlilega ávöxtun til viðbótar. Stofnfjáreigandi er hins vegar ekki að kaupa hlutdeild í eigin fé sjóðsins með þeim fjármunum, sem hann leggur fram. Hann á ekkert til- kall til slíkrar hlutdeildar.“ Þegar Alþingi setti lög til undirbún- ings áformaðri hlutafélagavæðingu sparisjóðanna sagði svo í 17. grein þeirra laga: „Stofnfjáreigendur skulu einungis njóta arðs af innborguðu stofnfé sínu.“ Og ennfremur: „Stofn- fjáreigendur hafa ekki rétt til ágóða- hlutar af rekstrarafgangi sparisjóðs umfram það sem mælt er fyrir um í lögum þessum.“ Í greinargerð, sem Fjármálaeftirlit- ið sendi frá sér hinn 19. júlí 2002, er ofangreindur skilningur Valgerðar Sverrisdóttur á markmiði og tilgangi laganna staðfestur með eftirfarandi orðum: „Með öðrum orðum gera lögin ekki ráð fyrir því, að stofnfjáreigandi fái hlutdeild í uppsöfnuðu eigin fé sjóðsins nema hugsanlega í gegnum arðgreiðslu enda eru stofnfjáreigend- ur ekki eigendur sparisjóðsins með líkum hætti og hluthafar eru eigendur að hlutafélagi.“ En Fjármálaeftirlitið sagði jafn- framt: „Verður ekki séð að í viðskipt- um stofnfjáreigenda við þriðja aðila um kaup á stofnfjárhlut setji löggjöf bann við því, að viðskipti þeirra fari fram á hærra verði en nafnverði end- urmetnu.“ Þegar þessi afstaða Fjármálaeftir- lits lá fyrir sagði Morgunblaðið í for- ystugrein hinn 30. júlí 2002: „Þetta er gatið í löggjöfinni. Viðbrögðin við því geta ekki verið þau að hundsa vilja og markmið Alþingis, sem Fjármálaeftir- litið segir raunar að megi rekja allt aftur til ársins 1915 og gefa færi á að nýta smugu í löggjöfinni, sem útsjón- arsamir menn hafa komið auga á. Við- brögðin hljóta þvert á móti að verða þau að bæta úr þeim galla, sem er á löggjöfinni, úr því hún megnar ekki að tryggja að markmið og vilji Alþingis nái fram að ganga.“ Haustið 2002 sagði Valgerður Sverrisdóttir á heimasíðu sinni: „Verði sú túlkun viðurkennd, að heimilt sé að selja stofnbréf á yfirverði er búið að gerbreyta eðli stofnfjárbréfa og gera þau að hlutabréfaígildi. Augljóst er af lestri greinargerða með lögum allt frá því að fyrstu lög um sparisjóði voru sett árið 1915 að það hefur aldrei verið markmið löggjafans.“ Jafnframt sagði ráðherrann: „Átök- in um SPRON og nokkur önnur mál, sem upp hafa komið í viðskiptalífinu hafa orðið kveikja að tímabærri um- ræðu um siðferði og græðgi í þjóð- félaginu.“ Ráðherrann beitti sér fyrir nýrri löggjöf um fjármálafyrirtæki, sem samþykkt var á Alþingi í desember 2002. Þar er ekki stoppað upp í það gat sem Fjármálaeftirlitið hafði með greinargerð sinni frá 19. júlí sl. talið að væri í gildandi löggjöf. Skýring Val- gerðar Sverrisdóttur á því kom fram í umræðum um hið nýja frumvarp. Hún sagði m.a.: „Við fengum lögfræðiálit, sem kveður á um að það stæðist að öll- um líkindum ekki ákvæði stjórnar- skrár að setja inn ákvæði í lög, sem útilokaði það að stofnfé væri selt á yf- irverði.“ Alþingi gafst með öðrum orðum upp við að setja lög, sem kæmu í veg fyrir að til yrði nýtt gjafakvótakerfi í tengslum við sparisjóðina. Afleiðingin af því kom fram á blaðamannafundi, sem efnt var til í gær vegna kaupa Kaupþings Búnaðarbanka á SPRON. Í frásögn Morgunblaðsins í dag af þeim blaðamannafundi segir svo: „Jón G. Tómasson greindi frá því á blaða- mannafundinum í gær, að eftir miklar umræður um breytingar á rekstrar- fyrirkomulagi SPRON á síðasta ári hafi stjórn sjóðsins gert ítarlega könn- un á möguleikum til að styrkja stöðu SPRON og stofnfjáreigenda hans. Ný lög um hlutafélagavæðingu sparisjóða, sem samþykkt hafi verið á Alþingi í desember á síðasta ári hafi haft mikil áhrif í þessum efnum en samkvæmt þeim aukist verulega hlutur stofnfjár- eigenda í heildarhlutafé sparisjóðs við umbreytingu til að styrkja stöðu sparisjóðs og stofnfjáreigenda hans. Þá hafi Fjármálaeftirlitið úrskurðað að verðlagning á stofnfé á hærra verði en uppreiknuðu nafnverði sé leyfileg.“ Það eru óneitanlega sérstakir af- reksmenn í lagasmíð og lagatúlkun, sem fá því framgengt með þessum hætti að yfirlýstur vilji Alþingis frá árinu 1915 sé hundsaður og að engu hafður. Það er merkilegt að sjálft lög- gjafarvaldið skuli láta sér nægja að taka mið af lögfræðiálitum í stað þess að setja sjálft lög á grundvelli eigin vinnu og láta á það reyna fyrir dóm- stólum, hvort þau standist ákvæði stjórnarskrár. Eins og allir vita eru lögfræðiálit af margvíslegu tagi. Niðurstaðan er eftirfarandi: nýtt gjafakvótakerfi í tengslum við spari- sjóðina. Þeir verða nánast allir á upp- boði næstu mánuði og misseri. Fá- keppni eykst stórlega í íslenzka fjármálakerfinu, þar sem augljóst er að bankarnir þrír munu skipta spari- sjóðunum í landinu upp á milli sín og skiptir þá engu, þótt þeir haldi áfram að reka þá um tíma sem sjálfstæðar einingar undir þeirra hatti. Er þetta vilji fólksins í landinu?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.