Morgunblaðið - 23.12.2003, Page 36

Morgunblaðið - 23.12.2003, Page 36
LISTIR 36 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ H vað bakar þú marg- ar sortir? Ertu bú- in að gera jóla- hreingerninguna? Hversu margar ljósaseríur ertu með uppi? Hvort geymir þú jólatréð inni eða úti fram að jólum? Ertu búin að kaupa jólakjólinn, gjafirnar, föndra kransinn og skrifa jóla- kortin? Úff! Það er alveg ótrúlegt hvað maður á/ætti að gera fyrir jólin. Um leið og aðventan hefst fara að dynja á fólki jólaspurningarnar. Fyrir utan að vera spurð að því hvenær ég ætli að draga fram svuntuna og hefjast handa við smáköku- bakstur, virð- ist mörgum vera hugleikið hvernig mað- ur ætli að bera sig að við að föndra jólakortin (sem rata síð- an yfirleitt í ruslatunnu viðtak- enda þrátt fyrir að augljóslega hafi verið lögð gríðarleg vinna í þau). Ég verð nú að viðurkenna að ég hef ekki föndrað jólakort frá því í barnaskóla. Þá þurfti maður skilyrðislaust að búa til kort, setja þau í póstkassa bekkjarfélaganna og bíða svo eftir stanslausu gríni sem gert var að listrænum hæfi- leikum manns (sem voru nota bene af mjög skornum skammti og eru enn). Smákökur baka ég ekki heldur. Uppgötvaði nefnilega fyrir nokkrum árum að hægt er að kaupa þessa litlu og gómsætu bita á slikk úti í búð. En ég er svo sem ekki algjör Skröggur þegar kemur að jóla- undirbúningi. Við systurnar höf- um t.d. yfirleitt hist fyrir jólin og gert saman aðventukransa. Þá hef ég bakað piparkökuhús, syk- urhúðað og sælgætisskreytt. Munurinn á mínum kransi og mínum bakstri og annarra, t.d. handlaginna systra minna, er sá að minn krans líkist ekki mjög mikið kransi á nokkurn einasta hátt og piparkökuhúsið mitt hrundi saman eftir fyrstu nóttina. Ástæðan var 5 sentimetra þykkt lag af sykurfroðu sem ég setti á þakið, „til að gera þetta raunveru- legra“. Ég er nefnilega ekkert sérstaklega lagin við að föndra, hvað þá baka. Piparkökuhúsið var keypt í ein- ingum. Tilbúnum einingum með leiðbeiningum um hvernig ætti að líma það saman með sykurbráð. En það fylgdi ekkert með í þess- um blessuðum leiðbeiningum að þakið myndi ekki þola íslensk snjóalög, en húsið var norskt að uppruna. Ég og sonur minn vor- um því heldur hrygg er við vökn- uðum morguninn eftir, eftir að hafa skreytt húsið og sáum að það leit út fyrir að hafa orðið fyrir snjóflóði. Það góða við þetta allt saman var að piparkökuhúsið var enn ferskt og bragðgott en ekki gamalt og fúið eins og piparköku- hús sem standa af sér jólasnjóinn vilja verða. Svo til að breiða yfir hörmungarnar voru sönnunar- gögnin étin. Mamma mín var vön að taka allt út úr eldhússkápunum fyrir jólin og þrífa þá. Þetta var hluti af jólahreingerningunni. Mamma er ekki eins brjáluð með tuskuna fyrir jólin nú og hún var fyrir nokkrum árum. Ég hef heldur aldrei tekið út úr skápunum mín- um fyrir jólin til að þrífa. Tíman- um sem í það myndi fara eyði ég nú frekar í að sitja í rólegheitun- um yfir kakóbolla með vinkonun- um og ræða hátíðina sem nálgast. Það er auðvitað afskaplega mis- jafnt hvað fólk tekur sér fyrir hendur í tengslum við jólin. Sumir baka út í eitt, skreyta hátt og lágt, föndra gjafir, kort og merkimiða, steypa sín eigin jólakerti og taka svo jólahreingerningu á Þorláks- messu. Ég kýs að hafa það sem allra náðugast í desember. Það þýðir í raun og veru að reyna að komast upp með sem allra minnst. Föndra sem minnst, baka sem minnst (lesist: ekkert), þrífa sem minnst og versla sem minnst. En það er líka heilmargt sem ég geri meira af í desember en aðra mánuði. T.d. borða ég sem mest, skreyti sem mest, hitti sem mest fjölskyldu og vini og get varla beðið eftir jólunum. Ég er nefni- lega sannfærð um að það sé hollt að vera skynsamlega rólegur í desember. Eyða meiri tíma í stof- unni og á kaffihúsum en í versl- unum. Norðmenn eru rólegri í desem- ber en Íslendingar, það þekki ég af eigin raun. Ég hafði svona fyr- irfram talið að flestar vestrænar þjóðir væru álíka galnar og við Ís- lendingar í desember en svo er í það minnsta alls ekki raunin með Norðmennina. Þeir sem ég kynnt- ist í heimalandi þeirra fyrir nokkrum misserum voru ekkert að hafa of miklar áhyggjur af jól- unum. Síðustu dagana fyrir jól var fólk röltandi um bæinn, sötr- andi jólaöl sem boðið var upp á á hverju götuhorni, hlustandi á tón- leika undir berum himni (þrátt fyrir kulda og smá vind) og virtist í alla staði áhyggjulaust sem kom jólatrekktum Íslendingi spánskt fyrir sjónir. Það var reyndar ekki fyrr en ég kom heim til Íslands, örfáum dögum fyrir jól, að ég átt- aði mig almennilega á því hvað við eigum það til að missa okkur af stressi og látum fyrir jólin. Það virðist líka vera þannig að jóla- stressið er bráðsmitandi. Þó að maður sé búinn að gera allt sem maður ætlar að gera, fyllist mað- ur samt einhverri furðulegri spennu við það að ganga í gegnum verslunarmiðstöðvar rétt fyrir jólin. Þetta blessaða stress virðist varla umflúið, orðið hluti af jól- unum okkar. Það er því skrambi erfitt að komast hjá því að finna fyrir því. Jólastressið virðist alltaf læðast aftan að manni þó að mað- ur leggi sig virkilega fram við að reyna að halda ró sinni. Það þarf nú samt ekki að eyðileggja jólin að fá smá fiðring í magann yfir því að vera alveg á mörkunum að senda kortin á réttum tíma eða ná að kaupa gjafirnar. Kannski má líka ímynda sér að jólin verði ein- mitt hátíðlegri og afslappaðri fyr- ir vikið þegar innkaupaæðið renn- ur loks af landanum á aðfanga- dagskvöld. Þegar pipar- kökur mistakast Það þarf nú ekki að eyðileggja jólin að fá smá fiðring í magann yfir því að vera alveg á mörkunum að senda kortin á réttum tíma eða ná að kaupa gjafirnar. VIÐHORF Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is RÆÐUR alþingismanna eru kannski ekki við fyrstu sýn eftir- sóknarverðasti lestur sem hægt er að hugsa sér. Leifur Hauksson hefur tekið sam- an bókina Með leyfi forseta sem hef- ur að geyma sýnishorn úr ræðum þingmanna allan lýðveldistímann og gefur þar að líta sýnishorn af um- ræðum og skoðunum allra helstu stjórnmálamanna þjóðarinnar á flestum – ef ekki öllum – þeim mál- um sem þjóðin hefur tekist á um frá því deilt var um sambandsslit við Danmörku í ársbyrjun 1944 og til vors árið 2000 þegar tekist var á um hálendið og kvótamál. „Mér fannst sjálfum þegar útgef- andinn stakk upp á þessu við mig að þetta væri galin hugmynd. En þegar ég fór að velta þessu betur fyrir mér og garfa aðeins í þingræðum þá átt- aði ég mig á því að þetta er auðvitað kjarni hinnar pólitísku samtímasögu okkar. Á Alþingi hefur verið tekist á um öll stærstu mál þjóðarinnar, auk fjölmargra smærri, og þingmenn hafa lýst skoðunum sínum á þeim, hver með sínum hætti og sumir af fljúgandi mælsku. Þingræður eru því ekki einungis fróðleg lesning heldur stundum hreinn skemmti- lestur,“ segir Leifur. „Þingmenn og orð þeirra á Al- þingi eru á sinn hátt spegill samtím- ans, í gegnum ræður þeirra birtast okkur atburðir hvers tíma túlkaðir með viðhorfum þess tíma. Þetta eru mennirnir sem þjóðin hefur kosið hverju sinni til að vera fulltrúar sín- ir, tjá skoðanir sínar. Þeir sýna okk- ur þjóðina skiptast á skoðunum við sjálfa sig.“ Leifur segir að hann hafi leitast við að gefa sýnishorn af ræðu- mennsku sem flestra þingmanna. „Nokkrir koma oft fyrir, sumir tals- vert og örfáir aldrei. Það er ekkert lýðræði í þessu vali. Þeir sem oftast er vitnað til eru Ólafur Thors, Einar Olgeirsson, Bjarni Benediktsson, Gylfi Þ. Gíslason og fleiri mætti nefna af leiðtogum stjórnmála- flokkanna, t.d. Jón Baldvin Hanni- balsson.“ Leifur kveðst hafa byrjað að lesa sig í gegnum allar umræður fyrstu tveggja löggjafarþinganna en síðan breytt um aðferð og lesið sig í gegn um framhaldið samkvæmt vali af málaskrá. „Annað var hreinlega ekki vinnandi vegur þar sem magn- ið er gífurlegt og mældist áður í hillumetrum en núna sennilega í terabætum! Ég hef staðið mig að því að finn- ast þetta stundum hörkuspennandi lesning, sérstaklega þar sem tekist hefur verið á um hugmyndir og ég hef oft lesið meira en ég ætlaði mér því ég hef orðið forvitinn um hvað þessi eða hinn þingmaðurinn hefur sagt um tiltekið mál eða hverju hann hefur svarað þegar orðum var beint til hans. Margar ræður eru hreinlega mjög skemmtilegar af- lestrar.“ Aðspurður segir Leifur að bókin hljóti að vera kærkomin öllu áhuga- fólki um íslenska samtímasögu. „Þetta er sá tími Íslandssögunnar þegar tíminn hefur verið hvað hrað- fleygastur og umbreytingar í sam- félaginu mestar. Það kom mér einn- ig á óvart hversu margir einstaklingar hafa í rauninni setið á þingi. Tengsl þjóðarinnar við Al- þingi hafa verið mjög bein og sterk og því er viðbúið að marga fýsi að vita hvaða orð hafa fallið af hvaða vörum í gegnum tíðina.“ Þegar Leifur er spurður hvað honum finnist sjálfum um löggjaf- arsamkunduna eftir að hafa pælt í gegnum þúsundir blaðsíðna af þing- ræðum segir hann að sér finnist óneitanlega sláandi hversu mörg mál hafi verið svæfð í nefndum hvað eftir annað. „Maður sér sömu málin tekin upp aftur og aftur og þetta er sér- staklega dapurlegt þegar um hrein þjóðþrifamál er að ræða og þröng- sýn flokkapólitík hefur ráðið ferð- inni.“ Spegill samtímans Morgunblaðið/Ásdís „Kjarni hinnar pólitísku samtímasögu okkar,“ segir Leifur Haukson. Almenna bókafélagið hefur gefið út bókina Með leyfi forseta í samantekt Leifs Haukssonar. SKÍN í rauðar skotthúfur, heitir nýr geisladiskur Skólakórs Kárs- ness og Kammerhóps Salarins, þar sem flutt eru jólalög í útsetningum Sigurðar Rúnars Jónssonar fyrir kór og kammersveit. Að tefla saman börnum og fagfólki í tónlist, er ákaflega skemmtilegt, en langt því frá að vera nýtt á Íslandi, þótt svo virðist sem Skólakór Kárs- ness hafi unnið sér inn ferð til Frakklands og söng með Útvarps- hljómsveitinni í París fyrir þau „ný- stárlegheit“, og frumflytja nýtt lag eftir Jón Nordal með hljómsveitinni, eins kom fram í fréttum liðinnar viku. Slíkan heiður verðskuldar þessi ágæti barnakór sannarlega, eins og glöggt má heyra á nýja geisladiskinum. Það sem best er í fari kórsins, er tær og hreinn hljómur; barnsradd- irnar fá að njóta sín og eru mátulega agaðar, en syngja tandurhreint fal- lega. Hvað músíkalska þáttinn snert- ir, laðar kórstjórinn, Þórunn Björns- dóttir, umfram allt fram eðlilegan og náttúrulegan söng, – og öll dýnamík; blæbrigða- og styrkleikabreytingar, tekur mið af músíkalskri þörf lags og ljóðs. Á nýju plötunni er söngurinn þó ekki alls staðar gallalaus. Það er sérkennilegt tra-la-la-ið í laginu Skreytum hús með greinum græn- um. Það er ekki eðlilegt að hafa sér- hljóðan langan í söng á þessum at- kvæðum, þótt raddirnar hljómi vissulega betur á sérhljóða en hljóm- litlum samhljóða. Í þessu tilfelli verður þó ellið, – í tra-la-la að fá að njóta sín líka. Það er nánast sungið trallalla, – enda talað um að tralla. Langa a-ið er all- tént tilgerðarlegt. Það er trúlega að bera í bakkafullan læk- inn að fara að blanda sér í umræðuna um það hvort jólasveinarnir gangi um gátt eða gólf. En ólíkt eru jólasvein- arnir nú betri með gyllta stafinn, Grýla með sópinn og kannan á stólnum. Það er eðli þjóðvísna og þjóðlaga að taka breytingum í munn- legri geymd kynslóðanna, og það er einmitt eitt af því sem gerir þjóð- legan arf allra þjóða svo skemmti- legan viðureignar, og breytingarnar endurspegla bæði ferðir lags og ljóðs, tíðaranda og hugarheim fólks hverju sinni. Þarna á hreinsunar- stefna ekki við. Útsetningar Sigurðar Rúnars Jónssonar eru flestar góðar; – ekki allar. Tvær eða þrjár þeirra eru full- þunglamalegar, og gera það að verk- um að söngurinn nýtur sín ekki til fulls. Fyrsta lagið, titillag plötunnar, er til dæmis ofhlaðið sem verður til þess að það er allt of hægt í flutningi. Þar hefði mátt létta aðeins á dýpri hljóðræraröddunum. Klukkurnar dingalingaling, er líka þunglamalegt og söngurinn daufur og líflaus, fyrst og fremst fyrir það hve flutningurinn er hægur. En ofangreindir hnökrar eru litlir á móti því sem vel er gert. Aðrar út- setningar eru virkilega góðar og sumar jafnvel betri en það. Þar má nefna sem dæmi lögin Á jólunum er gleði og gaman, og Þrettán daga jóla. Í því fyrra ræður léttleikinn ríkjum og sönggleðin sem þessi kór er ann- álaður fyrir skín í gegn. Forspil, millispil og eft- irspil eru bráðsnjöll, með lítilli módúlasjón á undan lokaerindinu, sem lyftir laginu bæði í orðsins fyllstu merk- ingu og í áheyrileika. Þrettán dagar jóla er líka létt og leikandi og hljóðfæraútsetning skemmtileg. Þar gefur Sigurður Rúnar ákveðnum „jólagjöf- um“ sitt hljóðfæri; – eins og svönunum sjö, sem fá sitt litla óbóstef og páfugl- inum á grein, sem líkamnast í flaut- unni. Þó er ekki dottið í þá klisju að hafa þetta alltaf svona; – bara stund- um, og það gerir útsetninguna spennandi og skemmtilega. Þar eru litlu kórarnir líka nýttir sem áhersluauki. Það má almennt segja um söng- inn, að sú viðbót að hafa yngri kór- ana með, gefur diskinum lit og ríkari blæbrigði en ella hefði verið. Það er með ólíkindum hvað litlu krakkarnir syngja vel. Það heyrist hvað best í lagi Ingibjargar Þorbergs, Hvít er borg og bær, og Bjart er yfir Betle- hem sem eru skínandi falleg í flutn- ingi þeirra. Leikur Kammerhóps Salarins er fyrsta flokks og styður vel við söng- inn. Þrátt fyrir þá hnökra sem að ofan eru nefndir er heildarsvipur disksins góður. Það er hlýr innileiki í falleg- um flutningi kórs og kammerhóps, sem segir manni, að þessi diskur eigi eftir að verða einn af þeim jóladisk- um sem eiga eftir að lifa, og verða mikið spilaðir. Innileiki í jólalagasöng TÓNLIST Skólakór Kársness og Kammerhópur Salarins Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur og Kammerhópur Salarins flytja jólalög í útsetningum Sigurðar Rún- ars Jónssonar. Litli kór, Miðkór, Stóri kór og Drengjakór Kársnesskóla syngja með Skólakór Kársness í nokkrum laganna. GEISLAPLATA Bergþóra Jónsdóttir Þórunn Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.