Morgunblaðið - 23.12.2003, Page 38

Morgunblaðið - 23.12.2003, Page 38
MINNINGAR 38 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Rósa Jónsdóttirfæddist á Litla- Hálsi í Grafnings- hreppi 11. maí 1914. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudag- inn 16. desember síð- astliðinn. Foreldrar Rósu voru hjónin Aðalheiður Ólafs- dóttir f. á Gljúfri í Ölfusi 14. apríl 1885, d. 2. desember 1970, og Jón Ívarsson, f. 15. júní 1872, d. 18. ágúst 1952. Systkin voru alls sjö og eru fimm þeirra látin, þau Sigurpáll, Margrét, Ragnar, Ragnheiður og Ólafía en systkini sín lifir Ívar H. Jónsson. Rósa giftist 16. maí 1936 Aage Kristni Pedersen múrara, f. 4. júní 1912, d. 16. desember 1961. Foreldrar hans voru hjónin Ágústa Finn- bogadóttir og Niels Pedersen. Börn Rósu og Aage Kristins eru: 1) Aðalsteinn, f. 29. júní 1936, Hörður, f. 1. september 1942, og tvíburarnir Hrafnhildur og Haukur, f. 7. maí 1951. Rósa eignaðist fjórtán barnabörn og tuttugu og tvö langömmubörn. Rósa starfaði lengst af í mjólk- urbúðum Mjólkursamsölunnar í Reykjavík og síðar við önnur verslunarstörf. Útför Rósu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Amma mín fæddist umbrotaárið 1914 og má segja að hún hafi lifað tímana tvenna. Heimsstyrjaldirnar báðar, sjálfstæðisbaráttu Íslendinga að ógleymdum kreppuárunum. Þeg- ar birta tók í íslensku þjóðlífi giftist hún ungum manni og eignuðust þau fjögur mannvænleg börn. Ungu hjónin lögðu hart að sér til að eignast húsnæði fyrir fjölskylduna og lífið blasti við þeim. Nú tók lífið snögg- lega nýja stefnu, heimilisfaðirinn veiktist skyndilega og lést. Eftir stóð hin unga ekkja sem þurfti að sjá fyr- ir börnum sínum fjórum. Það þýddi ekki að gefast upp þó á móti blési heldur halda ótrauð áfram. Á þess- um tíma var ekki algengt að konur ynnu úti en eitthvað varð að gera. Hin unga kona fékk sér vinnu, lét eina ekki duga heldur skúraði á kvöldin til að endar næðu saman. Hún kom börnunum vel til manns enda lá þar að baki mikil vinna. Nú hófst nýtt tímabil í lífi þessarar konu. Börnin voru flogin úr hreiðr- inu, stritið varð minna og líf barna- barnanna tók við. Eitt þeirra tengd- ist henni sérstaklega sterkum böndum. Þetta barn er ég sem þetta skrifa. Segja má að frá fæðingu hafi hún tekið töluverðan þátt í uppeldi mínu. Ég þótti erfitt ungbarn og var ekki vinsælt að gæta mín. En hún amma var alltaf tilbúin að hafa mig hjá sér og það má segja að á þessum árum hafi grunnurinn að vinskap okkar verið lagður. Ég var mikið hjá henni og kenndi hún mér ýmislegt. Við spiluðum, lásum, skrifuðum, spjölluðum og fórum í boltaleik svo eitthvað sé nefnt. Það sem stendur uppúr í minningunni er þegar við vorum heima hjá henni við kleinu- bakstur. Hún hringdi oft í mig á laugardögum sem var hennar kleinubakstursdagur. Þá labbaði ég til hennar og við eyddum eftirmið- deginum við baksturinn. Ég gisti stundum hjá henni og þá spiluðum við saman heilu kvöldin. Daginn eftir undirbjuggum við eftirmiðdagskaffi fyrir alla fjölskylduna. Síðan fékk ég að vaska upp hjá henni en það þótti mér skemmtilegt. Það reyndist henni aldrei erfitt að vera með mér og smám saman fór mér að þykja sérstaklega vænt um hana. Hún var föst fyrir en jafnframt mjög blíð enda tókst henni vel að eiga við mig. Ástæðu þess tel ég vera þá að hún bjó yfir þessari stóísku ró sem því miður of fáir hafa. Hún var tilbúin að gefa mér allan þann tíma og þolin- mæði sem ég þurfti. Þegar ég varð eldri má segja að hlutverkin hafi hálfpartinn snúist við. Ég fór að hjálpa henni við ým- islegt sem hún réð ekki við aldurs síns vegna. Hún þurfti aldrei að biðja mig oftar en einu sinni. Það má segja að þarna hafi ég fengið tækifæri til að endurgjalda henni þann tíma og umhyggju sem hún hafði gefið mér. Á þessum tíma fann ég að vinskapur okkar var byggður á gagnkvæmri umhyggju og virðingu, sem enginn gat frá okkur tekið. Þegar fram liðu stundir fór sam- verustundum okkar fækkandi enda voru áhugamálin farin að taka drjúg- an tíma hjá mér. En það er ekki þar með sagt að sambandið hafi breyst. Síðustu ár var hún amma á Hrafn- istu í Reykjavík. Alltaf fylgdist hún með því sem ég var að gera og sam- gladdist þegar vel gekk. Þegar ég kom í heimsókn las ég það úr svipn- um á henni hversu stolt hún var þeg- ar ég hafði staðið mig vel. Við þurft- um engin orð, við þekktum svipinn hvort á öðru. Vinskapur minn við ömmu mína hefur verið mér ómetanlegur. Sá tími sem hún gaf mér og allt sem hún kenndi mér á eftir að reynast mér vel í framtíðinni. Það er ekki sjálfgefið að hafa einhvern sem er tilbúinn að gefa manni stóran hluta af tíma sín- um. Ég tel að sú sára sorg sem hún gekk í gegnum hafi hjálpað henni til að sjá hvað það er sem skiptir máli. Einnig er ég viss um að það vega- nesti sem hún gaf mér á eftir að koma mér vel í lífinu. Mér þykir vænt um þig. Þinn Kristján Hauksson. Hjartkæra amma, far í friði, föðurlandið himneskt á. Þúsundfaldar þakkir hljóttu, þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver, inn í landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Höf.ók.) Í dag verður til moldar borin hjartkær amma mín, Rósa Jónsdótt- ir. Það er gott að eiga góða ömmu þegar maður er ungur, en þegar maður eldist eru það forréttindi. Og þegar hún deyr, hverfur meira en gömul kona. Skyndilega er horfinn aðgangur að heimi sem var svo öruggur og heill. Það var alltaf gestkvæmt hjá ömmu, hún var sannkallað höfuð ættarinnar og hélt stórfjölskyldunni saman. Hún var höfðingi heim að sækja og engar hátíðir liðu án þess að stór fjölskylduboð væru haldin. Fyrir öll jól voru bökuð kynstrin öll af flatkökum, laufabrauði og smá- kökum og útdeilt til ættingja. Við systurnar hjálpuðum oft til og oft var mikið spaugað og hlegið. Í flatköku- bakstrinum setti maður bara á sig stór sundgleraugu og þurfti svo ekki að hafa áhyggur af því að reykurinn sviði í augun. Það var alltaf notalegt að heim- sækja ömmu. Ef maður var eitthvað órólegur þegar maður kom, fór mað- ur út með ró í hjarta. Og ekki kom maður að tómum kofunum hvað varðaði þjóðmálin og bókmenntir. Hún fylgdist vel með því sem var að gerast í kringum hana og hafði ákveðnar stjórnmálaskoðanir. Mikið gátum við spjallað saman stundum. Skoðanir okkar á stjórnmálum fóru reyndar ekki alveg saman, en í bók- menntunum vorum við dús. Ef mað- ur hafði misst af fréttunum í sjón- varpinu þá var bara að spyrja ömmu, hún hafði örugglega ekki misst af þeim og gat endursagt þær frá A til Ö. Og Nóbelsskáldið okkar kunni hún að mestu leyti utanbókar. Amma var mikil hannyrðakona. Áður fyrr hafði ég oft hannyrðir með mér þeg- ar ég heimsótti hana, en á seinni ár- um var ég fullkomlega sátt við að sitja bara og spjalla, þótt henni félli aldrei verk úr hendi. Líklegast á þetta sína rót að rekja til mismun- andi uppruna. Amma var ein átta systkina og oft þröngt í búi. Og seinna varð hún ekkja með þrjú börn á heimilinu. Það dugði ekki að sitja með hendur í skauti. M.a.s. eftir að hún hætti að vinna sökum aldurs fannst henni hún ekki geta setið við lestur á daginn, það varð að gera eitthvað nytsamlegra. Síðustu tvö árin bjó amma á Hrafnistu í Reykjavík. Þótt líkaminn væri farinn að gefa sig var hugurinn alltaf jafnskýr. Hún fylgist vel með og vissi allt um gang mála hjá öllum sínum börnum, barnabörnum og langömmubörnum. Ég kveð þig, amma mín, með sár- um söknuði, þú eftirlætur skarð sem ekki verður fyllt, en jafnframt er ég þakklát fyrir allt það sem þú hefur kennt mér í lífinu. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran) Takk fyrir allt og allt, elsku amma mín. Ég mun alltaf geyma dýrmætar minningar um þig í hjarta mínu. Þórey Aðalsteinsdóttir. Það er sárt að missa hana ömmu, sérstaklega svona rétt fyrir jól. Það er svo stutt síðan við systurnar vor- um að aðstoða hana við að taka til föt til að vera í á jólunum og að sjálf- sögðu var amma búin að gera ráð- stafanir varðandi jólagjafirnar. Amma mín var einstök mann- eskja. Hún var hlý og góð en sagði samt óhikað sína meiningu. Ég hef alltaf dáðst að henni fyrir það. Hún hafði svo góða nærveru og hafði allt- af áhuga á því sem við tókum okkur fyrir hendur og fylgdist vel með öll- um afkomendum sínum. Hélt vel ut- an um hópinn og bauð til sín meðan hún hafði heilsu til þess. Og var mér uppspretta upplýsinga um helstu at- burði í stórfjölskyldunni alveg fram í andlátið. Ég veit ekki hvernig ég á að fylgjast almennilega með frænkum mínum og frændum hér eftir. Nýlega var amma að rifja það upp við okkur systurnar þegar Kristján frændi var lítill og þau voru ýmislegt að dunda sér saman. Spiluðu talsvert og þegar það var ekki nógu fjörugt, lét hún sig hafa það að fara í bolta- leiki við hann, hún var í marki. Ég kímdi og hugsaði með mér að það væri synd að hann Atli minn skyldi ekki fá að kynnast henni á þennan hátt, þau hefðu verið góð saman. Það er erfitt að sleppa hendi af þeim sem manni þykir vænt um, en þetta er lífsins gangur. Ég kveð ömmu með innilegu þakklæti og söknuði. Auður Aðalsteinsdóttir. Elsku amma. Nú er komið að kveðjustund og ótal minningar streyma upp í huga okkar. Þú eyddir mörgum stundum hjá okkur í Þykkvabænum og það var alltaf svo gott að koma til þín í Stigahlíðina. Efst í huga eru öll jólin sem við átt- um saman þar, blómkálssúpan þín góða, kleinurnar og þínar einu sönnu flatkökur. Þér var svo margt til lista lagt og þú sast sjaldan auðum hönd- um. Á hillum okkar nú um hátíðarn- ar eru margir munir sem þú hefur gert og peysurnar sem þú prjónaðir eru ófáar. Þú naust lífsins til hins ýtrasta á meðan þú hafðir heilsu til. Alltaf varstu einhvers staðar úti, í danstímum, leikfimi eða handavinnu. Þú hafðir yndi af því að ferðast og það er einungis eitt og hálft ár síðan RÓSA JÓNSDÓTTIR Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, ÞÓRHILDUR ÞORSTEINSDÓTTIR frá Breiðabólstað Í Fljótshlíð, lést á dvalarheimilinu Lundi aðfararnótt sunnu- dagsins 21. desember. Fyrir hönd fjölskyldunnar. Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, Jón Kristinsson, Sváfnir Sveinbjarnarson, Ingibjörg Halldórsdóttir, Elínborg Sveinbjarnardóttir, Guðmundur Sæmundsson, Ásta Sveinbjarnardóttir, Garðar Steinarsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HJÁLMFRÍÐUR ÓLÖF ÞORSTEINSDÓTTIR frá Neðri-Miðvík í Aðalvík, síðast til heimilis í Skipholti 49, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 20. desember sl. Borgþór S. Kjærnested, Ragnheiður Kjærnested, Erna Kjærnested, tengdabörn, ömmu- og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍNBORG SIGURÐARDÓTTIR frá Árbakka, lést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, föstudaginn 19. desember. Guðríður Bjarnadóttir, Jóhann Bjarnason, Sigrún Bjarnadóttir, Pálmi Bjarnason og fjölskyldur. Elskuleg móðir mín og amma okkar, MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR, Stangarholti 3, Reykjavík, lést sunnudaginn 21. desember. Útförin auglýst síðar. Guðlaug M. Jónsdóttir, Tryggvi R. Guðmundsson, Magðalena Ó. Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Jón Trausti Guðmundsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, FINNBOGI FRIÐFINNSSON, Höfðavegi 4, Vestmannaeyjum, lést á heimili sínu að morgni sunnudagsins 21. desember. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Kristjana Þorfinnsdóttir, Friðfinnur Finnbogason, Inga Jónsdóttir, Ásta Finnbogadóttir, Ingólfur Grétarsson, S.Kristín Finnbogadóttir, Ingibergur Einarsson, Auður Finnbogadóttir, Oddur Guðmundsson og barnabörn Vinur okkar, JÓNATAN SVEINSSON, Hrafnistu Reykjavík, lést laugardaginn 20. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Rósa Björk Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.