Morgunblaðið - 23.12.2003, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 23.12.2003, Qupperneq 47
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 47 Allt frá því að Orri frá Þúfukom fram á sjónarsviðið1990 þá fjögurra vetragamall hefur alltaf andað nokkuð í baksegl hans og óhætt að segja að oft hafi þar hin síðari ár blásið hraustlega. Strax á sýningu stóðhestastöðvarinnar í Gunnars- holti 1990 þótti nokkuð ljóst að þar færi mjög áhugaverður hestur. Hann stóð efstur fjögurra vetra hesta þótt skeiðlaus væri en það þótti á þeim árum nokkrum tíðindum sæta ef kynbótahross kæmust upp á dekk án fulltingis skeiðsins, sér í lagi ef þetta voru ung hross. Orri hóf fer- ilinn með 8,20 fyrir sköpulag og 8,14 fyrir hæfileika, samtals 8,17 í aðal- einkunn. Í frumraun sinni fékk hann tvær níur fyrir brokk og fegurð í reið en á landsmótinu á Vindheimamel- um síðar þetta sama ár lækkaði hann í hæfileikum og níurnar teknar af honum. Ári síðar var Orri sýndur á nýjan leik á stöðinni og þá sló hann endanlega í gegn er hann hlaut fimm einkunnir yfir níu og þar af 9,5 fyrir tölt og fegurð í reið sem var það hæsta sem sést hafði í þeim efnum til þessa. Hann lækkaði nokkuð í sköpulagi, fékk 8,08 og sömuleiðis lækkaði hann aðeins fyrir hæfileika á fjórðungsmóti á Gaddstaðaflötum síðar um sumarið. Hátt metinn unghestur Þegar hér var komið sögu var nokkuð ljóst að Orri frá Þúfu stefndi hraðbyri í að verða vinsælasti stóð- hestur landsins. Félag var stofnað um hestinn að frumkvæði Braga Andréssonar sem þá bjó að Sperðli í Vestur-Landeyjum en hann hafði áð- ur stofnað slíkan félagsskap um stóðhest sinn, Pilt frá Sperðli. Var félaginu skipt í 60 hluti og var verð á hlut 100 þúsund krónur og hann því metinn á 6 milljónir króna sem var eftir því sem næst verður komist toppverð á stóðhestum um þessar mundir. Ljóst var að hinir fjölmörgu eigendur að hestinum myndu nota hann stíft næstu árin en auk þeirra 60 hryssna sem kæmust til hans á ári hverju voru tíu laus pláss sem kalla má rekstrartolla. Þessir tíu tollar voru seldir utan- aðkomandi aðilum og afraksturinn notaður til reksturs á hestinum. Fyrstu rekstrartollarnir voru seldir á 60 þúsund krónur sem var langt yf- ir þeim upphæðum sem reiddar voru af hendi fyrir tolla hjá næstdýrustu hestunum. Til að byrja með voru valdar hryssur á þessa tíu tolla undir hest- inn samkvæmt kynbótamati og skapaðist mikil spenna árlega í kringum úthlutun þeirra. Þetta val á þessum tíu hryssum leiddi til þess misskilnings að almennt var talið að aðeins úrvals hryssur fengju aðgang að Orra og oftsinnis nefnt í kapp- ræðum um ágæti hans að það væri ekki nema von að hann skilaði góðu því hann hefði eingöngu fengið valdar úrvals hryssur. Hið rétt er að hluthafar réðu sjálfir hvað þeir færu með til hestsins og víst er talið að þar hafi verið hryssur af ýmsum gæða- flokkum. Markaðslögmálin í hrossaræktina Eftirspurnin eftir að koma hryss- um til Orra var langt umfram það sem framboðið var og leiddi að sjálf- sögðu til þess að verð rekstrartolla fór ört hækkandi og þótti mörgum sem ekki skildu til fullnustu eðli markaðslögmálanna að hér væru hlutirnir komnir út í hreina firru og menn væru orðnir snarbilaðir í þessu Orraæði. Að kaupa toll undir Orra fyrir hitt eða þetta verð væri klikk- un. Þetta dæmi með Orra frá Þúfu er hið fyrsta í íslenskri hrossarækt þar sem markaðslögmálin setja mark sitt á með jafn skýrum hætti og raunin varð. Það sem vekur athygli og jafnvel furðu eftir á er að á þess- um tíma var Orri ekki farinn að sanna sig rækilega sem yfirburða kynbótahestur þótt glöggir hefðu greint að þarna færi vel brúklegur stóðhestur og kannski meira en það. En sem betur fer fyrir hluthafana reyndist Orri betur en sjálfsagt djörfustu vonir hefðu gert ráð fyrir. Upp úr þessu leið ekki langur tími þar til þær systur öfund og afbrýði fóru að blanda sér í leikinn og hefur birtingarform þeirra verið með ýmsu móti. Sitt sýndist hverjum um gullið Þótt ekki verði deilt um styrk Orra frá Þúfu í hrossarækt hafa skoðanir manna á honum og hans erfðaatgervi verið með ýmsu móti. Flestir þeir sem hafa haft aðgang að honum hafa að sjálfsögðu skynjað fljótt hans góðu áhrif þótt ekki sé það algilt. Dæmi eru til um að hlut- hafar hafi selt hlutdeild sína í hest- inum eftir að hafa ræktað út frá hon- um og kynnst afkvæmum hans og hreinlega ekki líkað. En hinir eru að sjálfsögðu miklu fleiri sem hafa skip- að sér í fremstu röð íslenskra hrossa- ræktenda með tilstyrk Orra frá Þúfu og má í því sambandi nefna Brynjar Vilmundarson í Feti, Holtsmúlabúið og Auðsholtshjáleigubúið. Þá hefur að sjálfsögðu hrossaræktin í Þúfu þaðan sem Orri er kominn komist með afgerandi hætti inn á kort hrossaræktar með notkun sinni á Orra. Og áfram mætti telja. En þeir eru líka nokkrir kunnir ræktendur sem hafa með öllu snið- gengið Orra og þar má fremsta telja Þorvald á Kjartansstöðum og Bjarna Þorkelsson á Þóroddsstöðum. Bjarni hefur reyndar notað Orrasyni en eft- ir því sem næst verður komist virðist Orra-atgervið ekki höfða til þeirra. Mjúkir hálsar og skásettir bógar Margháttuð gagnrýni hefur komið fram á Orra og allt tilstandið í kring- um hann. Ef seilst er í neðstu lág- kúruna þá kemur fyrst í hugann kjötbolluímyndin sem oft hefur verið tengd Orra og hans niðjum sem má tengja því að Orri þykir fremur háls- þykkur og draga sum afkvæma hans dám af því. Það er ekkert launung- armál að hin meinta hálsþykkt er komin frá föður Orra, Otri frá Sauð- árkróki. Þeir kostir sem fylgja hálsi niðja þeirra feðga hafa hinsvegar ekki farið alveg eins hátt í um- ræðunni. Hér er átt við þá óvenju mikla hálsmýkt sem margir hafa uppgötvað að er afar mikilvægt at- riði til að hross hafi möguleika til að bera sig vel. Þá gefa þessir hestar af- ar góðar herðar og í skásetningu bóga stendur vísast enginn Orra framar. Þrátt fyrir þessa gagnrýni á frambyggingu Orraniðja vekur það athygli að Orri er fremstur stóðhesta í kynbótamati í fegurð í reið þar sem háls og höfuðburður vegur afar þungt. Í þeim efnum vísast til þeirra sem matið leggja á hrossin, kynbóta- dómarana. Vaða þeir reyk í mati sínu á fegurð í reið? Þá hefur tölt afkvæmanna verið gagnrýnt og vekur það nokkra undr- un því Orri er og hefur verið til langs tíma hæstur eða með hæstu hestum í kynbótamati Bændasamtakanna fyrir tölt. Sú gagnrýni er öllu alvar- legri en hin léttvæga kjötbollusam- líking því þar eiga hlut að máli aðilar úr röðum hrossaræktenda, menn sem tekið er mark á. Vekur það vissulega spurningar ef mark er tek- ið á þessum röddum hvort þeir sem meta töltið í dómum á kynbótahross- um fari villu vegar. Það eru jú þeir sem leggja grunninn að kynbótamat- inu. Ágripin alvarlegasta gagnrýnin Alvarlegasta gagnrýnin á erfða- mengi Orra er án efa sú staðreynd að eitthvað hefur borið á ágripum í sumum afkvæma hans og er það kannski í bland ástæðan fyrir því að menn eru farnir að huga alvarlega að þessum þætti. Á það hefur verið bent að Orri gefi í sumum tilvikum stutt- vaxin hross og þegar það fari saman við snúna fætur og ef til vill langa aukist hættan á því að hross grípi á sig á tölti og skeiði. Það er ekkert launungarmál að Orri er undir með- allagi í réttleika í kynbótamati og að öllum líkindum er þar um hans helsta veikleika að ræða í erfðum. Ekki hefur verið gerð nein könnun á því hversu mörg afkvæmi hans hafa þennan veikleika og þá ekki heldur hitt hversu mörg eru fullkomlega laus við hann. Það að nokkur þekkt hross undan Orra hafi gripið á sig er engin tæmandi niðurstaða en ætla má að slíkar uppákomur geti komið af stað sterkum orðrómi og á þá kannski hér við hið fornkveðna að finnist fölnað laufblað eitt skuli for- dæma allan skóginn. En ef litið er á það sem til kosta má telja í kynbótahesti er af mörgu að taka hvað Orra varðar. Og það sem eykur enn á styrk hestsins er að flest af því eru mjög verðmætir eig- inleikar og skal þar fyrst nefna töltið sem að vísu er gagnrýnt af einhverj- um óræðum fjölda manna. Afkvæmi Orra þykja afar fljót að koma með gott tölt, jafnvægið er gott og fóta- burður einnig svo eitthvað sé nefnt. Þá er hann afar sterkur í erfðum fyr- ir fegurð í reið og kemur þar til góð- ur prúðleiki afkvæmanna, áðurnefnd hálsmýkt og vel settir hálsar, fóta- burður og fasmikil framganga í flest- um tilvika. Hófar og geðslag í sérflokki Þá hefur Orri bætt mjög hófa og hefur þar tekið við af föður sínum sem um tíma var þar fremstur stóð- hesta. Nokkur afkvæma Orra hafa fengið tíu fyrir hófa og enn fleiri 9,0 og 9,5. En það sem er líklega þyngsta lóð- ið á vogarskálum af kostum Orra er vilji og geðslag og þá einkum og sér í lagi geðslagið. Með notkun á Orra frá Þúfu hefur grettistaki verið lyft í að bæta geðslag í íslenska hrossa- stofninum. Trippi undan Orra þykja mjög þægileg í allri umgengni og at- hygli hefur vakið hversu fljót og auð- tamin þau eru. Slíkt þykir mikil verðmæti fyrir þá sem rækta og selja hross. Næstur Orra í þeim efn- um er óumdeilanlega forfaðir hans, Hrafn frá Holtsmúla, og sá fyrr- nefndi bætir um betur svo um mun- ar. Þá blasir við sú ánægjulega stað- reynd að synir og dætur Orra virðast í ótrúlega mörgum tilvikum skila þessum verðmæta eiginleika vel áfram. Hvenær er of mikið af góðum hrossum? En þrátt fyrir alla þessa sterku eiginleika virðast engir hestar fá eins harða og oft og tíðum óraunsæja gagnrýni og Orri frá Þúfu og fer vel á því að enda á þeirri klisju að nóg sé komið af þessu Orra-dóti og við hæfi fyrir íslenska hrossaræktendur að fara að snúa sér að öðrum hestum. Sigurður Sæmundsson, bóndi í Holtsmúla og sá aðili sem ræður flestum hlutum í Orra, var eitt sinn spurður hvort ekki væri komið nóg undan Orra og svaraði hann með annarri spurningu: „Ja, hvenær höf- um við fengið of mikið af góðum hrossum?“ Vissulega góð spurning sem flestir svara líklega á þá leið að seint verði of mikið af góðum hross- um. Hinu er ekki að leyna að ýmsir lærðir menn telja að nú sé svo komið íslenskri hrossarækt að skyldleiki gæti farið að verða vandamál gæti menn ekki að sér í tíma. Í þessum efnum á Orri stóran hlut að máli en þó ekki eins stóran og forfaðir hans í báðar ættir, Hrafn frá Holtsmúla. Hinsvegar má gera ráð fyrir því að Orri muni ná enn meiri útbreiðslu en Hrafn innan fárra ára. Þá kemur víða við sögu Sauðárkrókslínan sem er orðin geysilega útbreidd innan stofnsins og er Orri einmitt sá hestur sem leiðir þessar tvær línur saman. Alkunna er að erfðabreytileiki sé eldsneyti allrar ræktunar og tíma- bært talið að menn fari að huga að þessari þróun og segja megi að við- vörunarljós fari brátt að blikka. Sú þróun sem átt hefur sér stað í ís- lenskri hrossarækt sé mjög eðlileg. Eðli málsins samkvæmt leiti flestir eftir að nota bestu kynbótagripi sem völ er á hverju sinni og í framhaldinu muni slíkir gripir ná mestri út- breiðslu innan stofnsins. Þegar fram komi yfirburða sterkir einstaklingar eins og til dæmis Hrafn og Orri herð- ir enn frekar á þessari þróun. Þá hef- ur verið bent á að notkun kynbóta- matsins leiði óhjákvæmilega til vals á skyldum einstaklingum og víða er farið að leiðrétta fyrir þessu í kyn- bótamati í öðrum búfjártegundum í heiminum. Á Íslandi fæðast í kringum 4000 folöld í reiðhestaræktinni og af þeim hefur Orri átt á bilinu 60 til 70 þeirra sem er að sjálfsögðu mjög lítið hlut- fall en þar sem hann hefur gefið svo mörg afbragðs ræktunarhross af sér hefur hlutdeild hans vissulega aukist verulega ár frá ári. En hvað er til ráða kann einhver að spyrja og vís- ast kunna einhverjir svör við því. Hitt er þó víst að ekki verða málin leyst með því að einblína á Orra og hans notkun heldur þarf að fjalla um málið í faglegu samhengi. Fróðlegt væri til dæmis að vita hversu mörg vel frambærileg kynbótahross sem hlotið hafa dóm eru til sem ekki tengjast ofangreindum línum. Þá yrði það sannarlega mikið happ fyrir íslenska hrossarækt ef fram kæmi yfirburða stóðhestur sem ekki tengdist þessum línum. Eitt eista dugar vel Orri frá Þúfu á enn nokkur ár eftir að því er best verður séð. Hann er nú sautján vetra gamall við góða heilsu. Frjósemin þokkalega góð þrátt fyrir að aðeins sé eitt eista til framleiðslu sáðfrumna fyrir kynbótastarfið og dugði það til að fylja hundrað hryss- ur á árinu. Gera má ráð fyrir að eft- irspurnin eftir erfðaefni hans verði áfram mikil enda margir sem ekki hafa haft tækifæri á að koma hryss- um til hans og hver vill ekki bæta sinn stofn? Lærðir menn sem leitað var álits hjá telja enga ástæðu til að fara að takmarka notkun þessa mikla ræktunarjöfurs, við höfum jú enn ríka þörf fyrir hans góðu eig- inleika. Því hefur löngum verið haldið fram að kalt sé á toppnum og vissu- lega hefur kulað í kringum Orra. Hann hefur fengið allt frá réttmætri gagnrýni yfir í lágkúrulegt skítkast sem býsna oft minnir á söguna um refinn sem á sólríkum sumardegi gekk fram á girnilegan vínberja- klasa í háu tré. Hugðist Rebbi næra sig á berjunum en eftir ítrekaðar ár- angurslausar tilraunir gafst hann að lokum upp og strunsaði að endingu sárreiður burt og sagðist ekki langa neitt í berin enda væru þau örugg- lega súr. Hin „súru“ ber Orra frá Þúfu Orri frá Þúfu er óumdeilanlega fremsti stóðhestur landsins um þessar mundir en um leið hampar hann þeim vafasama titli að vera umdeildasti stóðhestur landsins. Ferill og frammistaða Orra hafa um langa tíð ver- ið hugleikin Valdimar Kristinssyni sem hér fjallar um umdeilanleika þessa kynbótajöf- urs íslenskrar hrossaræktar. Líklega er hlutskipti Orra frá Þúfu svipað hlutskipti Davíðs Oddssonar; að vera bæði sá vinsælasti og óvinsælasti, í röðum stóðhesta landsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.