Morgunblaðið - 23.12.2003, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 23.12.2003, Qupperneq 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 49 SVÖLURNAR, félag núverandi og fyrrverandi flug- freyja, hafa gefið MS-félagi Íslands góðar gjafir. Svölurnar gáfu tæki til sjúkraþjálfunar, til að styrkja vöðva í fótum, þrekhjól og lyftara til að færa fólk úr hjólastól. Sigurbjörg Ármannsdóttir, formaður MS- félagsins, segir þessa gjöf rausnarlega, og að mikið muni um hana. Svölurnar hafi stutt vel við félagið und- anfarin ár. Svölurnar styrkja MS-félagið Morgunblaðið/Kristinn HELGIN var annasöm hjá lögreglu, mikið var um ölvun og þjófnaði. Nokkuð var um ölvunarakstur og mikið um árekstra. Alls voru 11 ökumenn grun- aðir um ölvunarakstur og 17 fyrir hraðakstur. 58 umferðaróhöpp voru tilkynnt þar sem eignatjón varð. Um kl. 13.30 á föstudag var til- kynnt um þjófnað á fimm kössum af fiski úr togara. Stolið var rúmlega 100 kg af ýsu meðan starfsmenn voru í hádegismat. Rétt fyrir kl. 18 var tilkynnt um ungling sem hafði hrifsað veski af konu í Austurborg- inni. Í veskinu voru skilríki, lyklar, farsími og peningar. Málið er í rann- sókn. Um kl. 6 á laugardagsmorgun var tilkynnt um handleggsbrotinn mann eftir átök í miðborginni. Manninum var ekið af lögreglu á slysadeild. Rétt fyrir kl. 9.30 á laugardag var tilkynnt um þjófnað í Hálsahverfi. Farið hafði verið inn um glugga og stolið ferðatölvu, myndbandstæki og DVD-spilara. Um kl. 15 óskaði starfsmaður verslunar aðstoðar lög- reglu. Hann grunaði mann um þjófn- að. Maðurinn var handsamaður stuttu síðar með þrjú læri að verð- mæti um 10 þúsund krónur. Um kl. 21.30 var bifreið stöðvuð á 131 km/klst. þar sem leyfilegur há- markshraði er 80 km/klst. Ökumað- ur var tiltölulega nýlega búinn að fá bílpróf og í bifreiðinni voru 11 og 12 ára gömul börn. Foreldrum öku- manns var tilkynnt um málið. Um kl. 4 aðfaranótt sunnudags var tilkynnt um innbrot við Snorrabraut. Þegar eigandi hafði komið heim um nóttina var útidyrahurð opin og búið að stela sjónvörpum, DVD-spilara, mynd- bandstæki, myndavél og fleiru. Mál- ið er í rannsókn. Rétt fyrir kl. 5 var tilkynnt um líkamsárás í miðborg- inni. Maður var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið, en sparkað hafði verið í hann liggjandi og ekki vitað hver þarna hafði verið að verki. Um hálftíma síðar var óskað aðstoðar lögreglu. Hafði fólk í Breiðholtinu neitað að borga fyrir pizzu, haft var samband við fólkið sem greiddi þá fyrir matinn. Úr dagbók lögreglunnar 19.–22. desember Ölvun og þjófnaðir um helgina Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.