Morgunblaðið - 23.12.2003, Side 50

Morgunblaðið - 23.12.2003, Side 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR jólahátíðin er að ganga í garð fer fólk oft að velta því fyrir sér út á hvað hún gengur. Þegar ég er spurð að því hvenær jólin byrji hjá mér þá svara ég iðulega að þau hefjist klukkan sex á Þorláksmessu, í frið- argöngunni niður Laugaveginn. Í ár verður gangan haldin í 24. skipti en að henni stendur samstarfs- hópur friðarhreyfinga hér á landi. Þessi hefð er nú orðin fastur liður í jólaundirbúningi margra. Tilgangur- inn með göngunni er að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að við sem einstaklingar tökum ábyrgð á gangi mála í heiminum og séum með- vituð um að við getum lagt af mörk- um til að skapa betri heim. Það getur oft verið erfitt að trúa því að við höf- um áhrif á heiminn, sérstaklega núna í ljósi þess sem hefur verið að gerast í heimsmálunum á þessu ári. Þá getur verið auðvelt að efast um hvaða áhrif friðarganga sem þessi hefur. Ég fór að velta þessu fyrir mér í byrjun ársins þegar ég gekk ásamt hundruðum þúsunda manna í friðar- göngu um götur London, í átt að Hyde Park, til þess að mótmæla árás- inni á Írak. ,,Ætli þetta hafi nokkur áhrif?“ Þessi hugsun hvarf um leið og ég leit í kringum mig. Við hlið mér gekk hópur Palestínumanna með fána sinn á lofti og við hlið þeirra gengu Ísraelar með þjóðfána sinn. Báðir hóparnir voru að syngja sama lagið, hrópa sömu kröfuna: ,,Friður núna takk!“ Ég hef aldrei séð eins gríðarlegan hafsjó af mismunandi fánum og þjóðbúningum. Prestar gengu við hlið rabbína, búddamúnka og hóps af tattóveruðum unglingum. Öll báðu þau á sinn hátt, brostu og sýndu hvert öðru stuðning. Það sem skipti máli við þennan atburð voru ekki sjálf mótmælin, heldur hitt að með því að ganga saman vorum við í raun þegar að lifa þann frið og það umburðarlyndi sem við vorum að biðja um. Friður er nefnilega ekki bara stund á milli stríða heldur lif- andi afl sem við þurfum að skapa með jafnmiklu erfiði og stríð eru háð. Það er ekki nóg að vilja frið, við þurfum að lifa hann með því að sýna samhug og friðarvilja. Fyrir mér er það þetta sem þessi hátíð ljóss og friðar gengur út á. Því vil ég enn og aftur minna á friðargönguna á Þorláksmessu. EYRÚN ÓSK JÓNSDÓTTIR, leiklistarnemi og þátttakandi í samstarfshópi friðarhreyfinga á Íslandi. Friðargangan á Þorláksmessu Frá Eyrúnu Ósk Jónsdóttur Morgunblaðið/Sverrir Clifton - Kóbrukossinn Svínið mitt framhald ... © DARGAUD © DARGAUD KOMNAR NIÐUR! OG EF þÚ ERT HÆTTUR ÞESSU FLAÐRI Í SÍM-ANN, ÞÁ BÍÐUR LEIGUBÍLLINN EFTIR ÞÉR. ÞÉR ERUÐ SANNKÖLLUÐ PERLA UNG- FRÚ! ... HVERNIG FÆRI ÉG AÐ ÁN YÐAR? GÆTIÐ NÚ ALLS VEL Í FJARVERU MINNI! ... HAFIÐ SAMBAND ÞÓ AÐ MINNSTU VANDAMÁL KOMA UPP ... OG FARÐU NÚ VARLEGA, EKKI ÞIGGJA SALGÆTI AF NOKRUM MANNI. EN HVURSLAGS, HVAÐ ER NÚ ÞETTA? VARIÐ YÐUR OFURSTI! ÞETTA ER ... ÉG HÉLT AÐ ÞETTA GÆTI KOMIÐ SÉR VEL ... EF VÉLIN YRÐI FYRIR SKEMMDUM Á LEIÐINNI ... Á LEIÐINNI ... YFIR ERMASUNDIÐ ... KRAKK! HÚN MISSTI TÖNN! ÞETTA VERÐUM VIÐ AÐ HALDA UPP Á, ÉG SÆKI ÓSKA KÓRÓNUNA NÚ ERT ÞÚ PRINS- ESSAN OG MÁTT ÓSKA ÞÉR EILÍFA VINÁTTU EINHVERS ... HMM.. HM.. JÁ VELDU NÚ... JÁ HVER ER NÚ SÁ HEPPNI ... SNIFF... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG vil endilega svara greininni hans Gunnlaugs um blaðburðarstörf svona út af því ég er nú fyrrverandi blaðberi hjá Fréttablaðinu. Ég skil nú alveg að þú viljir kenna barninu þínu um gildi peninga og að bera virðingu fyrir vinnu sinni. Mér finnst þetta vera mjög sniðugt hjá foreldr- um að leyfa börnum aðeins að svitna fyrir launum sínum en ekki láta þau halda að peningar vaxi á trjám eða í buddunni hennar mömmu. En því miður er ekki mikið um atvinnu fyrir börn og unglinga. Því kjósa margir blaðburðastörf. Ég bar út fyrir Fréttablaðið fyrir tveim árum síðan. í einu orði var þessi reynsla fyrir mig Helvíti. Ég réð ekki við það að vakna kl 6 á morgnana til að bera út 260 blöð í blokkir og raðhús. Þetta var alltof þungt fyrir 14 ára ungling að bera, og ekki bætti það þyngdina þegar auglýsingabæklingarnir komu. Suma morgna langaði mig bara að henda þessum bæklingum beinustu leið í ruslatunnuna. Ég lét mig hafa þetta í mánuð eða svo áður en ég sagði upp. Launin voru alltof lág, einhverjar skitnar 1000 krónur á dag. Starfsfólkið hjá Fréttablaðinu var ekki lengi að skamma mann þeg- ar því bárust kvartanir úr hverfínu. Þetta var fyrir neðan allar hellur og ég var ekki lengi að hætta hjá blaðinu því mér fannst þetta ekki borga sig. Gunnlaugur, þú og sonur þinn vinnið hjá Fréttablaðinu. Þið eigið ekki að sætta ykkur við þennan dónaskap sem Fréttablaðið sýnir ykkur með slæmum launum og auka- þyngd. Ég veit þú vilt kenna barninu þínu ábyrgð, en Fréttablaðið er ekki leiðin. Að mínu mati er þessi vinna mannskemmandi og allir blaðberar Fréttablaðsins ættu að hætta í dag! SIGNÝ SIGMUNDARDÓTTIR, Rjúpufelli 4, 111 Reykjavík. Af hverju hættirðu ekki að bera út blöðin? Frá Signýju Sigmundardóttur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.