Morgunblaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 54
ÍÞRÓTTIR 54 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ STEFÁN Þórðarson framherji úrvals- deildarliðs ÍA í knattspyrnu hefur end- urnýjað samning sinn við bikarmeist- arana og er því samningsbundin félaginu út næsta keppnistímabil. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. Stefán lék með ÍA á síðustu leiktíð eftir að hafa leikið með enska liðinu Stoke City um skeið. Stefán er fæddur árið 1975 og skoraði sjö mörk í fimmtán leikjum sl. sumar en alls hefur hann skorað 19 mörk í 53 leikjum í efstu deild með ÍA. Stefán lék sem atvinnumaður með Öster í Sví- þjóð, Brann í Noregi, Kongsvinger í Nor- egi, Uerdingen í Þýskalandi og nú síðast Stoke City. Hann hefur leikið fimm A-landsleiki og einnig með yngri landsliðum Íslands. Stefán Þórðar- son samdi á ný við ÍA Eftirtaldir urðu í tíu efstu sætun-um í kjöri Samtaka íþrótta- fréttamanna árið 2003, en nöfn þeirra eru birt í stafrófsröð: Ásthild- ur Helgadóttir, knattspyrnukona hjá Malmö í Svíþjóð, Eiður Smári Guð- johnsen, knattspyrnumaður hjá Chelsea í Englandi, Hermann Hreið- arsson, knattspyrnumaður hjá Charlton í Englandi, Jón Arnar Magnússon, frjálsíþróttamaður úr Breiðabliki, Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleiksmaður hjá Dallas Mavericks í Bandaríkjunum, Karen Björk Björgvinsdóttir, danskona úr dansdeild ÍR, Ólafur Stefánsson, handknattleiksmaður hjá Ciudad Real á Spáni, Ragnhildur Sigurðar- dóttir, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, Þórey Edda Elísdóttir, frjálsíþróttamaður úr FH, og Örn Arnarson, sundmaður úr Íþrótta- bandalagi Reykjanesbæjar. Sex þessara íþróttamanna voru einnig á lista yfir tíu efstu á síðasta ári, þ.e. Ásthildur, Eiður Smári, Jón Arnar, Jón Arnór, Ólafur og Örn. Ólafur var þá kjörinn Íþróttamaður ársins 2002 í fyrsta sinn á ferlinum. Þetta er jafnframt annað árið í röð sem bræður eru í hópi tíu efstu manna, þ.e. Jón Arnór og Ólafur. Leynileg atkvæðagreiðsla Tuttugu og einn félagsmaður er nú í Samtökum íþróttafréttamanna frá Morgunblaðinu, DV, Frétta- blaðinu, Ríkisútvarpinu (útvarpi og sjónvarpi) og Íslenska útvarpsfélag- inu (Stöð 2, Bylgjunni og Sýn). At- kvæðagreiðslan er leynileg og fer þannig fram að hver félagsmaður SÍ setur saman lista með nöfnum tíu íþróttamanna og setur listann síðan í umslag sem stjórn SÍ sér um að safna saman. Talið er hjá Sýslu- manninum í Reykjavík þar sem nið- urstaðan og atkvæðaseðlar eru inn- siglaðir fram að þeim degi sem niðurstaðan er gerð heyrinkunnug. Efsti maður hvers lista fær 20 stig, sá sem er í öðru sæti 15 stig, þriðja sætið gefur 10 stig, fjórða sætið 8 o.s.frv. eins og getið er nánar um í reglugerð SÍ um kjörið. Í hófinu á Grand hóteli Reykjavík 30. desember verða ofangreindir tíu íþróttamenn í kjörinu heiðraðir með veglegri bókagjöf frá Eddu miðlun, peningagjöf frá Íslandsbanka og þrír efstu menn fá jafnframt bikar til eignar og flugmiða frá Icelandair. Þá fær Íþróttamaður ársins til varð- veislu í eitt ár styttuna glæsilegu sem fylgt hefur nafnbótinni frá upp- hafi. Helstu styrktaraðilar SÍ vegna kjörsins að þessu sinni eru Edda miðlun, Íslandsbanki og Icelandair. Íþróttamenn sérsambanda ÍSÍ fá einnig viðurkenningu Hófið á Grand hóteli Reykjavík á fimmtudaginn, þar sem útnefningin fer fram, hefst kl. 19.35. Það fer að hluta til fram í beinni samsendingu á RÚV og Sýn sem byrjar kl. 20.45, en um stundarfjórðungi síðar liggur niðurstaðan fyrir. SÍ og Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, standa sameiginlega að hófinu í tengslum við kjörið því áður en Íþróttamaður ársins 2003 verður krýndur afhendir ÍSÍ viðurkenning- ar til íþróttakarla og -kvenna hjá sérsamböndum sínum og hefst sá hluti hófsins kl. 18.45. Þetta verður í níunda sinn sem SÍ og ÍSÍ standa að sameiginlegri hátíð fyrir íþróttafólk og íþróttaforystu þar sem krýning Íþróttamanns ársins hjá SÍ er há- punkturinn. Kynnt hefur verið hverjir urðu í tíu efstu sætum í kjöri Íþróttamanns ársins 2003 Jón Arnar Magnússon Þórey Edda Elísdóttir Hermann Hreiðarsson Ragnhildur Sigurðardóttir Jón Arnór Stefánsson Ólafur Stefánsson Ásthildur Helgadóttir Örn Arnarson Karen Björk Björgvinsdóttir Eiður Smári Guðjohnsen Hver hreppir hnossið? NÖFN þeirra tíu íþróttamanna sem urðu efstir í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2003 voru birt í gær- kvöldi. Kjörinu verður lýst í hófi á Grand hóteli Reykjavík þriðjudag- inn 30. desember næstkomandi og verður það í 48. sinn sem Sam- tök íþróttafréttamanna, SÍ, standa að kjörinu síðan þau voru stofnuð árið 1956. TÉKKNESKI knatt- spyrnumaðurinn Pavel Nedved, 31 árs, miðvall- arleikmaður Juventus, var í gær útnefndur Knattspyrnumaður árs- ins 2003 í Evrópu. Það er franska knattspyrnu- blaðið France Football sem sér um útnefn- inguna og fær Nedved Gullboltann. Nedved, sem var útnefndur knatt- spyrnumaður ársins í Tékklandi í sl. viku, er fyrsti Tékkinn til að vera kjörinn knattsspyrn- umaður Evrópu síðan 1962 er miðvörðurinn sterki Josef Masopust, Dukla Prag, var útnefndur. Nedved fékk 190 akvæði, en síðan komu Thierry Henry (Arsenal) með 128 atkvæði, Paolo Maldini (AC Milan) 123, Andriy Shevchenko (AC Milan) 67, Zinedine Zidane (Real Madrid) 64, Ruud van Nis- telrooij (Manchester United) 61, Raúl González (Real Madrid) 32, Roberto Carlos (Real Madrid) 27, Gianluigi Buffon (Juventus) 19 og David Beckham (Manchester United og Real Madrid) með 17 at- kvæði. Pavel Nedved er þriðji leikmaður ítalska liðsins Juventus sem hefur verið útnefndur Knatt- spyrnumaður Evrópu síðan 1993. 1993: R. Baggio, Juventus 1994: Stoitchkov, Barcelona 1995: Weah, AC Milan 1996: Sammer, Dortmund 1997: Ronaldo, Inter 1998: Zidan, Juventus 1999: Rivaldo, Barcelona 2000: Figo, Real Madrid 2001: Owen, Liverpool 2002: Ronaldo, Real Madrid Tékkinn Pavel Nedved útnefndur Knattspyrnumaður ársins í Evrópu Pavel Nedved FÓLK  SÆNSKI kylfingurinn Annika Sörenstam hefur verið útnefnd kylf- ingur ársins í Evrópu, af evrópskum íþróttafréttamönnum. Sörenstam, sem er 33 ára, er fyrst kvenna til að hljóta þennan titil síðan Alison Nicholas varð þess heiðurs aðnjót- andi árið 1997. Sörenstam vann sex mót og varð á árinu fyrst kvenna til að taka þátt í PGA-karlamóti síðan 1945. Þá varð hún efst á peningalista kvenna þriðja árið í röð og var kosin LPGA-leikmaður ársins í sjötta sinn.  ÞRJÚ Íslandsmet féllu á jólamóti Sundfélags Hafnarfjarðar sem hald- ið var í Sundhöll Hafnarfjarðar um nýliðna helgi. Sundsveit sveina setti tvö Íslandsmet, í 4x100 m fjórsundi og 4x100 m flugsundi. Sveitina skip- uðu: Dagur Páll Friðriksson í bak- sundi, Atli Páll Helgason í bringu- sundi, Árni Guðnason í flugsundi og Orri Freyr Guðmundsson í skrið- sundi. Þeir syntu fjórsundið á tím- anum 5:36.02. Sömu sveinar settu síðan Íslandssveinamet í flugsundi á tímanum 5:59.56.  STÚLKNASVEIT SH setti stúlknamet í 4x50 m flugsundi á tím- anum 2:08.40. Sveitina skipuðu þær Ólöf Lára Halldórsdóttir, Kristín Vala Þrastardóttir, Ingibjörg Ólafs- dóttir og Anja Ríkey Jakobsdóttir. Þá synti Ragnheiður Ragnarsdóttir 50m skriðsund á 26:56 sekúndum og náði þar með lágmarki inn á EM 50.  SHOLA Ameobi, framherji New- castle, kinnbeinsbrotnaði í leiknum við Charlton á laugardaginn. Sir Bobby Robson segir að Ameobi missi af næstu sex leikjum liðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.