Morgunblaðið - 23.12.2003, Page 64

Morgunblaðið - 23.12.2003, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. LÍKUR eru á því að jólasnjórinn falli í kvöld eða nótt, aðfaranótt aðfangadags. Veður- fræðingur á Veðurstofu Íslands segir útlit fyrir að jörð verði hvít um mestallt eða allt land á aðfangadagskvöld og jóladag, það sé helst suðvestanlands sem snjó kunni að taka upp. Veðurstofan spáir frekar leiðinlegu veðri í dag, Þorláksmessu, hvassviðri og rigningu eða slyddu um allt land og að heldur bæti í vindinn í kvöld. Þorsteinn Jónsson veður- fræðingur reiknar með að jörð verði hvít um allt land á aðfangadagsmorgun eftir slyddu og él og jafnvel snjókomu á norðanverðu landinu. Þokkalega hlýtt verður við suður- ströndina en veður fer síðan kólnandi. Á jóladag og annan í jólum verður nokkuð kalt í veðri og spáð éljum um norðanvert landið og víðar. Morgunblaðið/Jim Smart Jólasnjórinn gæti fallið í nótt RÚMLEGA fimm þúsund miðar hafa verið seldir í forsölu fyrir kvikmynd- ina Hilmir snýr aftur, lokamynd- ina í Hringa- dróttinssögu-þríleiknum. Þegar er uppselt á myndina í lúx- ussal Smárabíós á flestar sýningar fram í miðjan janúarmánuð. Myndin verður sýnd í sjö kvikmyndahúsum á landinu, í tíu sýningarsölum. Rúmlega 5.000 miðar þegar seldir  Hilmir/59 EFTIR stutt frí mætir mynda- söguhetjan Ferd- inand aftur í vinnuna á síðum Morgunblaðsins í dag. Að þessu sinni birtist Ferdinand á nýjum stað, á dagbókarsíðunni þar sem jafn- framt er að finna Velvakanda, Vík- verja og Staksteina. Eftir breytingu á myndasögum Morgunblaðsins var augljóst af við- brögðum lesenda, sérstaklega þeirra sem fylgst hafa lengi með Ferdin- and, að hans var sárt saknað. Hann fær því áfram sinn daglega sess í blaðinu. Af myndasögum, sem áður birtust í blaðinu, halda Smáfólk og Grettir jafnframt áfram göngu sinni, þótt ekki verði það daglega. Ferdinand á nýjum stað  Ferdinand/52 KONA á tíræðisaldri lést á sunnudag af völdum mikilla brunasára sem hún hlaut þegar kviknaði í fötum hennar í reykherbergi á hjúkrunarheim- ili fyrir eldri borgara á miðvikudag. Konan átti við heilabilun að stríða og var í hjólastól, og hafði hún verið keyrð í reykher- bergið í hjólastólnum og skilin eftir með logandi sígarettu. Starfsfólk sem fylgdist með konunni frá dyrum reykherbergisins, sá skyndilega eld loga í fötum hennar. Hún fékk mikil brunasár á lærin og niður á ökkla og var flutt á gjörgæslu, en lést á sunnudag af völdum sáranna. Lögregla var strax kölluð til og rannsakar hún slysið, en vill ekki gefa frekari upplýsingar að svo komnu máli. Dóttir konunnar segir að varhugavert sé að skilja gamalt heilabilað fólk eitt eftir með log- andi sígarettu. Hún segir að móðir sín hafi auk þess séð mjög illa. Hún fékk ekki að hafa eldfæri en einhverjir íbúar fengu það, og svo geti það vil bara reyna að koma í veg fyrir að þetta komi fyrir annað gamalt fólk.“ Forsvarsmenn hjúkrunarheimilisins þar sem óhappið varð segja það mjög miður að svona skyldi fara. Farið hefur verið yfir atburðarásina og talið að viðbrögð og vinnulag hafi verið rétt svo hér sé um ófyrirsjáanlegt óhapp að ræða. Fylgst var með konunni allan tímann í gegnum gler í hurðinni á reykherberginu, að sögn for- svarsmanna heimilisins. Svo virðist sem glóð hafi fallið á læri konunnar og kviknað hafi strax í. Óvenjulegt er að kvikni svo hratt í sem raunin varð, en starfsfólk varð eldsins vart strax og slökkti hann. Í reykherberginu eru eldvarnar- svuntur sem reynt er að nota, en forsvarsmaður heimilisins segir að oft sé erfitt að fá fólk til að hafa þær. Hann segir að vinnulagi verði ekki breytt í kjölfar óhappsins, enda líti menn svo á að allt hafi verið gert rétt í þessu tilviki og að um hörmulegt óhapp hafi verið að ræða. komið fyrir að einhver skilji eftir eldspýtur í reykherberginu. Vill benda á þessa hættu „Eini tilgangur minn með því að tala um þetta mál er að koma á framfæri þessari aðvörun. Þarna er hætta þegar heilabilað og jafnvel hálf- blint fólk eins og mamma gamla er sett eitt fram á reykstofu til að reykja. Þarna er verið að fara með eld, og hún var missandi sígarettuna í tíma og ótíma, sem sást á brunablettum á fötunum hennar. Ég vil benda á að það er hættulegt að hafa fólk í svona ástandi eitt á reykstofu og umhugs- unarvert í hvernig fötum fólkið er. Einnig er umhugsunarefni hvort ekki ætti að nota meira eldvarnarsvuntur sem ættu að vera til staðar í reykherberginu,“ segir dóttir konunnar. Hún vill þó taka fram að hún áfellist engan vegna þessa slyss, þetta hafi verið óhapp. „Ég Kviknaði í fötum konu í reykherbergi á hjúkrunarheimili Lést af völdum brunasára JÓLATRÉ eru orðin torfundin á höfuðborgar- svæðinu, enda er framboðið mun minna í ár en í fyrra þegar offramboð var af jólatrjám. Nokkrir markaðir voru enn að selja jólatré í gærkvöldi þótt úrvalið af jólatrjám væri orðið nokkru minna en gott þætti. Á Landakotstúni er að finna jólatréssöluna Landakot, sem selur jólatré til styrktar krabba- meinssjúkum börnum. Þar var í gærkvöldi að finna ágætis úrval af fallegum jólatrjám. Þau Soffía Pálsdóttir sálfræðinemi, Sigurður Veigar Bjarnason hjá Iceland Refund og dóttir þeirra Þórdís Halldóra voru að kaupa sér jólatré þegar blaðamann bar að garði og sögðu það ekki seinna vænna, enda hefðu þau heyrt í fréttum að jólatré væru að verða uppseld á höfuðborgar- svæðinu. Fjölskyldan ætlaði að skreyta jólatréð í gærkvöldi og setja hangiketið í pottinn á morgun. „Við vorum samt orðin frekar stressuð,“ segir Sig- urður, „það var svo mikið til í fyrra að maður bjóst ekki við því að það myndi verða skortur á trjám í ár.“ Soffía er sammála. „Við vorum bara heppin að leggja af stað núna, maður veit ekki hvort það verður nokkuð eftir á morgun.“ Morgunblaðið/Þorkell Jólatrén víða að seljast upp UMTALSVERT vatnstjón varð í gærkvöldi í nýjum húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls þegar neysluvatnslögn í lagna- stokki fór að leka með þeim afleiðingum að kalt vatn flæddi um matsal á jarðhæð hússins. Lekinn uppgötvaðist tiltölulega fljótt og var skjótt brugðist við. Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins fór á vettvang með sérhæfðan búnað til að hreinsa upp vatnið og tók um klukku- stund að ljúka aðgerðum. Á parketlögðu gólfi matsalarins náði vatnshæðin einum senti- metra og var óttast um dýr listaverk í matsaln- um. Tjónið hefur ekki verið metið að fullu en ljóst þykir að það sé umtalsvert. Vatnstjón í húsakynnum OR ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ LJÓST er að samheldni og samfélagsleg ábyrgð nokkurra borgara í Vesturbæ urðu til þess að tæplega tvítugur piltur komst í hendur lögreglu eftir að hann gerði fólsku- lega tilraun til ráns í gærkvöldi. Hann réðst til atlögu við konu á áttræðisaldri við Mela- búðina og reyndi að hrifsa af henni veskið. Konan lét sig ekki en þá greip pilturinn til þess ráðs að slá hana. Fólk sem var nærstatt tók sig til og handtók piltinn að borgaraleg- um hætti og gætti þess að hann slyppi ekki á meðan lögreglan var á leiðinni. Var piltinum stungið í fangageymslu fyrir tilraun til ráns. Þá henti öllu alvarlegra atvik aðra aldraða konu á Suðurgötu í gær, þegar afturhluti strætisvagns rakst í hana og ýtti henni út í skurð þegar hann tók beygju rétt eftir að hún hafði farið út úr vagninum. Hún var flutt á slysadeild með sjúkrabifreið með rifbeins- brot. Reyndi að ræna aldraða konu MARKAÐSVIRÐI Pharmaco hf. jókst um 9,3 milljarða króna í gær og er nú 118,6 milljarðar króna. Markaðsvirði Pharmaco um síð- ustu áramót nam 41,9 milljörðum króna og hefur því aukist um 183,1% á árinu. Hlutdeild félags- ins af heildarmarkaðsvirði fyrir- tækja á Aðallista Kauphallar Ís- lands er 21,2% og hefur ríflega tvöfaldast frá áramótum. Gengi bréfa félagsins hækkaði um 8,55% í 62 viðskiptum í gær. Verð bréfanna fór úr 38,6 krónum núna orðið rúmar 200 milljónir að nafnvirði í okkur sjálfum sem er í kringum 7 prósent. Við höfum sagt að við viljum eiga þessi bréf þegar við förum á markað í Lond- on til að geta fjölgað þeim bréfum sem við ætlum að bjóða á mark- aðnum þar,“ sagði Róbert í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Nafnvirði hlutabréfanna sem viðskipti voru með í gær nemur 42,5 milljónum króna og markaðs- virði ríflega 1.767 milljónum króna. á hlut við lok viðskipta á föstudag í 41,9 krónur á hlut við lokun mark- aða í gær. Viðskipti með bréf Pharmaco námu rúmlega 15% við- skipta í Kauphöll Íslands í gær. Eigin bréf keypt Að sögn Róberts Wessmann, forstjóra Pharmaco, eru kaup Pharmaco á eigin bréfum stærst- ur hluti viðskipta gærdagsins. „Við keyptum líklega í kringum 1,5 prósent í félaginu. Við höfum verið að kaupa eigin bréf og eigum Verðmætið hefur nær þrefaldast á árinu Markaðsvirði Pharmaco jókst um 9,3 milljarða í gær ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.