Morgunblaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Alltaf ód‡rast á netinu
Breytanlegur farseðill!
Verð á mann frá 19.500 kr.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
IC
E
22
35
0
10
/2
00
3
TILRÆÐI Í BAGDAD
Að minnsta kosti tuttugu biðu
bana í sprengjutilræði í Bagdad í
Írak í gær og meira en sextíu særð-
ust. Flestir hinna látnu voru Írakar.
Bifreið, sem hlaðin var sprengiefni,
var ekið að höfuðstöðvum Banda-
ríkjahers í borginni og þar sprengdi
bílstjórinn sig og bifreiðina í loft upp
með fyrrgreindum afleiðingum. Um
er að ræða eitt mannskæðasta til-
ræðið í Bagdad frá lokum stríðsins í
Írak sl. vor.
Aldraðir á Vatnsenda
Kópavogsbær hefur tekið frá lóð í
Vatnsendalandi fyrir öldrunarþorp á
vegum Hrafnistu. Sótt hefur verið
um leyfi heilbrigðisráðherra til að
byggja þar 60 til 90 rýma hjúkr-
unarheimili fyrir aldraða með fullum
stuðningi bæjarráðs Kópavogs en
hugmyndin er að bjóða upp á ýmsa
valmöguleika fyrir eldra fólk, svo
sem íbúðir í fjölbýlishúsum, litlar
íbúðir í einbýlishúsum og raðhúsum
og fjölbreytta þjónustu.
Tjón vegna flogakasts
Ökumaður jeppa fékk flogakast
undir stýri þegar hann var á leið yfir
gatnamót Kringlumýrarbrautar og
Miklubrautar á laugardagskvöld.
Missti hann stjórn á jeppanum með
þeim afleiðingum að umtalsvert tjón
hlaust af. Ekki urðu slys á fólki en
sjö kyrrstæðar bifreiðir skemmdust
á bifreiðastæði við Stigahlíð þar sem
jeppinn stöðvaðist.
Demókratar velja
Fyrstu forkosningar demókrata
vegna forsetakosninganna í Banda-
ríkjunum í haust fara fram í Iowa í
dag. Kannanir sýna að öldungadeild-
arþingmaðurinn John Kerry hefur
nú tekið forystu en aðrir, sem gætu
blandað sér í baráttuna í Iowa, eru
Howard Dean, fyrrverandi rík-
isstjóri í Vermont, öldungadeild-
arþingmaðurinn John Edwards og
fulltrúadeildarþingmaðurinn Rich-
ard Gephardt.
Aðgerðir bitna á sjúklingum
Fyrirhugaðar aðgerðir á Land-
spítala – háskólasjúkrahúsi draga úr
þjónustu og gæðum hennar og bitna
á sjúklingum, að mati Sigurðar Guð-
mundssonar landlæknis. Hann
gagnrýnir ýmsa þætti aðgerðanna
og telur aðra til bóta en segist hafa
mestar áhyggjur af samdrætti í
stoðþjónustu og miklum samdrætti í
kennslu og rannsóknum.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Myndasögur 32
Vesturland 11 Dagbók 34/35
Erlent 12 Kirkjustarf 35
Listir 14/16 Þjónusta 35
Daglegt líf 17 Leikhús 36
Umræðan 18/21 Fólk 36/41
Forystugrein 22 Bíó 38/41
Minningar 24/29 Ljósvakar 42
Bréf 32 Veður 43
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@-
mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@-
mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport-
@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur
tekið til rannsóknar tildrög slyss við
Stigahlíð á laugardagskvöld þegar
ökumaður jeppa fékk flogakast und-
ir stýri. Missti hann stjórn á jepp-
anum með þeim afleiðingum að um-
talsvert tjón hlaust af. Ekki urðu
slys á fólki en sjö kyrrstæðar bifreið-
ir skemmdust á bifreiðastæði við
Stigahlíð þar sem jeppinn stöðvaðist.
Óhappið varð um klukkan 19, öku-
maðurinn var á leið yfir gatnamót
Kringlumýrarbrautar og Miklu-
brautar þegar hann fékk skyndilega
flog. Fór jeppinn í gegnum vegrið á
umferðareyju á Miklubraut, yfir
syðri akreinar Miklubrautar upp á
grasblett. Þaðan fór jeppinn yfir
gangstétt, lenti á fjórum trjám og
endaði för sína að lokum á bílastæði
við Stigahlíð 34–36 þar sem hann
hafnaði að lokum á sjö kyrrstæðum
bifreiðum. Bílstjórinn var fluttur á
slysadeild en bifreið hans var dregin
á brott með dráttarbíl. Mikil mildi
þykir að ekki hlaust af slys á fólki.
Geir Jón Þórisson yfirlögreglu-
þjónn segir mál af þessu tagi mjög
fátíð en lögreglan hafi nú tekið til
rannsóknar umrætt atvik. Að fengnu
læknisfræðiáliti verði málið skoðað
út frá umferðarlögum og réttar-
farslögum og metið hvort um veik-
indi eða gáleysi hafi verið að ræða.
Ökuréttindin voru í lagi
Samkvæmt 44. grein umferðar-
laga skal ökumaður vera líkamlega
og andlega fær um að stjórna öku-
tæki því, sem hann fer með og má
enginn stjórna ökutæki ef hann er
ófær um það m.a. vegna veikinda.
Meðal þeirra skilyrða sem sett eru
fyrir veitingu ökuréttinda er lækn-
isvottorð sem segir til um hvort við-
komandi sé hæfur til að aksturs.
Þess skal getið að lögreglan hefur
staðfest við Morgunblaðið að öku-
maður jeppans í umrætt sinn var
með ökuréttindi í lagi.
Mildi þykir að ekki hlutust af alvarleg slys er ökumaður fékk flogakast
Jeppinn sést lengst til hægri ásamt fimm af sjö bílum sem urðu á vegi hans áður en ökuferðinni lauk.
Skemmdi sjö kyrrstæða
bíla og ók niður tré
HJÁLMAR Vilhjálmsson, fiskifræð-
ingur hjá Hafrannsóknastofnun,
segir að ekki sé víst að sterk og þétt
loðnuganga sé út af austanverðu
Norðurlandi, þó að vart hafi orðið við
töluvert af loðnu á svæðinu, en finn-
ist nóg af henni geri hann tillögu um
að veiðibanninu verði aflétt.
Í liðinni viku ákvað sjávarútvegs-
ráðherra að tillögu Hafrannsókna-
stofnunar að loðnuveiðar yrðu stöðv-
aðar í tvær vikur eða þangað til
stærð stofnsins hefði verið mæld á
ný. Að frumkvæði LÍÚ fengu 16
loðnuskip leyfi til að halda áfram
leitinni í fjórum hópum og um
helgina fann fyrsti hópurinn, Guð-
mundur Ólafur ÓF, Hákon ÞH,
Baldvin Þorsteinsson EA, og Svanur
RE, eitthvað af loðnu út af Norð-
austurlandi. Annar leitarhópurinn,
Grindvíkingur GK, Faxi RE, Þor-
steinn EA og Vilhelm Þorsteinsson
EA, ætlaði út í gærkvöldi og Hjálm-
ar gerir ráð fyrir að vera kominn á
svæðið á hafrannsóknaskipinu Árna
Friðrikssyni um hádegið í dag.
Stefna fyrir Langanes
„Við stefnum fyrir Langanes,
byrjum þar og vinnum vestur eftir,“
segir Hjálmar. „Það virðist vera eitt-
hvað af loðnu þarna á töluvert löngu
stykki út af austanverðu Norður-
landi, en ég veit ekki hvað er mikið
þarna fyrr en ég hef skoðað það.“
Veiðibannið var sett á til 29. jan-
úar. Hjálmar segir að finnist ekki
loðna umfram þau 400.000 tonn sem
veiðireglan segi að eigi að skilja eftir
verði gerð tillaga um áframhaldandi
veiðibann. „Ef við mælum eitthvað
meira og helst eitthvað verulega
meira þá verður veiðibannið bara
fellt úr gildi,“ segir hann.
Aflétta veiði-
banni strax finn-
ist næg loðna
DANSKI herinn tilkynnti í gær að
sprengikúlurnar, sem danskir og ís-
lenskir vopnasérfræðingar fundu í
Suður-Írak fyrir rúmri viku, hefðu
ekki innihaldið eiturefni. Þetta er
niðurstaða rannsókna sem gerðar
voru á sprengikúlunum á rannsókn-
arstofnun í Idaho-ríki í Bandaríkj-
unum. Staðfesta þær niðurstöðu
bandarískra vopnasérfræðinga í
Írak sem rannsökuðu sprengikúl-
urnar snemma í síðustu viku.
Ekki liggur fyrir hvers vegna
vettvangskönnun á sprengikúlunum
36, sem Íslendingarnir Adrian King
og Jónas Þorvaldsson fundu 9. jan-
úar sl., gaf upphaflega til kynna að
þær innihéldu sinnepsgas, að því er
fram kom í yfirlýsingu danska hers-
ins.
Engin eiturefni í
sprengikúlunum
Kaupmannahöfn. AP.
AUKNING varð í allri verslun í
desember síðastliðnum, miðað við
desember 2002, samkvæmt upp-
lýsingum sem Samtök verslunar
og þjónustu (SVÞ) hafa sent frá
sér.
SVÞ og IMG gefa út smásölu-
vísitölu sem reiknuð er út eftir
upplýsingum sem berast frá smá-
sölum og ÁTVR. Salan er reiknuð
á föstu verðlagi þannig að verð-
lagsbreytingar eiga ekki að raska
samanburði.
Sýnir smásöluvísitalan að sala á
dagvöru hefur verið 4,85% meiri í
nýliðnum desembermánuði en í
sama mánuði á síðasta ári. Sala á
áfengi jókst einnig, um tæp 3,1%,
og sala lyfjaverslana um 9,2%.
Eftir 6. desember, þegar marg-
ar verslanir nýttu sér heimildir til
að hefja nýtt greiðslukortatíma-
bil, komst skriður á jólaversl-
unina, samkvæmt upplýsingum
SVÞ sem segir að jólainnkaup hafi
dreifst meira en áður hafi þekkst.
Veruleg aukning hafi verið í veltu
síðustu þrjá mánuði ársins. Þrjá
mánuðina þar á undan hafi hins
vegar verið lítil aukning í dagvöru
og samdráttur í sölu á áfengi og
lyfjum.
Aukning varð í allri
verslun í desember