Morgunblaðið - 19.01.2004, Page 11
MINNSTAÐUR | VESTURLAND
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 11
Innritun stendur nú yfir í símum 588-3630 og 588-3730, eða í skólanum að Síðumúla 17,
tölvupóstur: ol-gaukur@islandia.is Í boði er fjölbreytt nám með vönduðu námsefni fyrir
alla aldursflokka, bæði byrjendur og þá sem kunna eitthvað fyrir sér. Nánari upplýsingar
um skólann og námsleiðir er að fá á heimasíðunni: www.gitarskoli-olgauks.is eða í skól-
anum á innritunartíma, en innritað er alla virka daga kl.
14:00 til 17:00. Einnig sendum við upplýsingabækling
þeim sem þess óska.
INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17
Hægt
að fá leigða
HEIMAGÍTARA
kr. 3000 á önn
588-3630
588-3730
ww
w.g
itar
sko
li-o
lga
uks
.is
Sendum vandaðan
upplýsingabækling
Heimasíða:
www.gitarskoli-olgauks.is
SÍÐASTA vika er gott dæmi um
mikla sveiflu í atvinnuástandinu á
Akranesi. Frá mánudegi til föstu-
dags fjölgaði atvinnulausum á
svæðinu úr 120 í 139. „Ég er hrædd
um að ástandið sé að versna þó-
nokkuð þessa dagana,“ segir Rakel
Óskarsdóttir. „Nú er að koma á
skrá fólk sem hefur verið í stöðugri
vinnu hjá stöðugum fyrirtækjum
sem ákveðið hafa að hagræða í
rekstri. En ein leiðin sem notuð er
til þess er einmitt að segja upp
fólki.“
Mest atvinnuleysi er hjá fólki á
aldrinum 20–30 ára. Alls voru 77
karlar og 62 konur atvinnulaus í lok
síðustu viku á Akranesi, eða sam-
tals 139, á meðan 224 voru án at-
vinnu á öllu Vesturlandi.
Tekið á með
Svæðisvinnumiðlun
„Okkur leist ekkert á blikuna í
fyrra þegar atvinnulausir voru
orðnir 150 talsins. Þá var ákveðið
að taka höndum saman með Svæð-
isvinnumiðlun á Vesturlandi, sem
hefur staðið fyrir sérstökum átaks-
verkefnum í mörg ár, og hrinda af
stað verkefninu Átak 50.
Markmiðið með því var að finna
vinnu fyrir 50 manns og fækka á
listanum niður í 100 manns. Gengið
var til samstarfs við 25 fyrirtæki og
25 stofnanir á Akranesi og fór
lengd verkefnisins eftir verkefnum.
Átakið byggðist á því að tryggja
fólki af atvinnuleysisskrá atvinnu
og fengu fyrirtækin og stofn-
anirnar endurgreiddan kostnað úr
atvinnuleysissjóði, sem jafnframt
þurfti að samþykkja ráðninguna.
Sett var skilyrði að hér væri ekki
um venjulegar sumarafleysingar að
ræða. Þær væru alveg fyrir utan
verkefnið. Óhætt er að segja að
verkefnið hafi tekist mjög vel.“
Rakel segir að yfirleitt sé stærsti
hópur atvinnulausra ungt fólk á
aldrinum 20–24 ára. Mest sé um
ófaglært fólk og einnig séu margar
ungar mæður atvinnulausar. Síð-
astliðið haust var gerð tilraun með
Menntasmiðju unga fólksins fyrir
fólk innan við tvítugt, sem hvorki
var í skóla né hafði atvinnu. Rakel
segir þá tilraun hafa gengið mjög
vel og hafi eflaust virkað hvetjandi
á þá sem tóku þátt í henni.
„Nú hefur Akraneskaupstaður
ákveðið að breyta vinnuskólanum
fyrir næsta sumar þannig að ald-
urshámarkið er hækkað upp í 17 ár.
Þá hefur verið í gangi sérstakt
átaksverkefni fyrir fólk á aldrinum
17–20 ára á sumrin. Við hvetjum at-
vinnulaust ungt fólk til að skrá sig á
atvinnuleysisskrá ef það hefur ekki
fengið vinnu fyrir sumarið.
Átaksverkefnið hefst svo ekki
fyrr en í júlí, enda hefur komið í ljós
að oft fækkar á listanum alveg fram
að þeim tíma. Þá er reynt að útvega
þeim sem enn eru atvinnulausir
vinnu sem hefur gengið mjög vel.
Öll þessi átaksverkefni eru auðvit-
að kostnaðarsöm fyrir bæj-
arfélagið, en svo sannarlega verðug
verkefni,“ segir Rakel.
Í nýlegri könnun um notkun
Hvalfjarðarganga kom í ljós að
fimmti hver bíll sem fór í gegnum
göngin var af Skaganum. Rakel
segir marga Skagamenn leita sér
að vinnu í Reykjavík og einnig sæki
margir þaðan skóla á höfuðborg-
arsvæðinu.
„Göngin eru að vissu leyti flösku-
háls og er mikill áhugi á að leitað
verði leiða til að lækka verðið í
göngunum. Mikið er um að fólk
hópi sig saman í bíla vegna þess hve
rútuferðir eru stopular og tíma-
setning þeirra hentar ekki öllum.
Það er því líklegt að mun stærra
hlutfall af þeim sem nota göngin
séu frá Akranesi.“
Uppbygging á mörgum sviðum
Rakel segir að þrátt fyrir að
þessa stundina sé atvinnuástand á
Akranesi ekki með besta móti sé
engin ástæða til svartsýni. „Fólk
hafði áhyggjur af því hvort sjáv-
arútvegsfyrirtækið Haraldur Böðv-
arsson yrði selt burt, en það fór sem
betur fer vel. Ég vona svo sann-
arlega að staðið verði við gefin lof-
orð og að fyrirtækið muni áfram
starfa á Akranesi. Margt fólk vinn-
ur hjá fyrirtækinu og annað er í
störfum því tengd.
Það eykur auðvitað ástæðu til
bjartsýni að fólki fjölgar í bænum
og víða er verið að byggja upp,
bæði íbúðarhúsnæði, leikskóla og
íþróttaaðstöðu svo eitthvað sé
nefnt. Það kom í ljós á atvinnuvega-
sýningunni í haust að hér eru mörg
og fjölbreytt fyrirtæki starfandi,
alls 200 þótt ekki hafi öll tekið þátt í
sýningunni, og það kom meira að
segja bæjarbúum sjálfum á óvart.
Sýningin var mikil lyftistöng og
eftir hana hefur orðið vart við meiri
samkennd og samstaða skapaðist
um að gera betur til dæmis í sam-
keppninni við höfuðborgarsvæðið.
Við þurfum auðvitað alltaf að vera
vakandi í sambandi við atvinnu-
málin og halda áfram að hrinda af
stað átaksverkefnum til að bæta
ástandið þegar svo ber undir.
Einnig þurfum við að benda fyr-
irtækjum á möguleikana á að taka
þátt í sérstökum verkefnum. Núna
eru 24 í svokölluðum sérstökum
verkefnum og 3 í starfsþjálfun, alls
27 manns sem njóta sérstakra úr-
ræða.“
Sveiflukennt atvinnuástand á Akranesi en uppbygging á mörgum sviðum
Engin ástæða til svartsýni
Morgunblaðið/Ásdís
Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
Rakel Óskarsdóttir
asdish@mbl.is
Atvinnuástand á Akra-
nesi hefur verið mjög
sveiflukennt á síðustu
árum. Þrátt fyrir það
ríkir bjartsýni hjá
Skagamönnum. Ásdís
Haraldsdóttir ræddi við
Rakel Óskarsdóttur,
markaðs- og atvinnu-
fulltrúa Akraneskaup-
staðar.
Borgarnes | Sigurður Guðni Sig-
urðsson á Akranesi er Vestlend-
ingur ársins 2003. Sigurður er
framkvæmdastjóri Skagans og
formaður markaðsráðs Akraness
en á báðum stöðum voru mikil
umsvif á síðasta ári sem skiluðu
góðum árangri. Það réð öðru
fremur úrslitum í valinu að þessu
sinni.
Héraðsblaðið Skessuhorn
stendur fyrir vali á Vestlendingi
ársins og er tilgangurinn að
vekja athygli á því sem vel er
gert á Vesturlandi og sýna virð-
ingarvott þeim sem skarað hafa
fram úr með einum eða öðrum
hætti á liðnu ári. Þetta var í
sjötta sinn og líkt og á síðasta ári
var óskað var eftir tilnefningum
frá lesendum Skessuhorns. Síðan
fékk sérstök dómnefnd það hlut-
verk að velja úr tilnefningum þá
tíu aðila sem að hennar mati
væru best að heiðrinum komnir.
Valið úr 10 manna hópi
Úr þessum tíu manna hópi
valdi dómnefndin síðan þrjá verð-
launahafa og raðaði þeim í sæti.
Í öðru sæti að þessu sinni varð
Jón Oddur Halldórsson, ungur
frjálsíþróttamaður frá Hellis-
sandi. Jón Oddur var, ásamt
Kristínu Rós Hákonardóttur, val-
inn íþróttamaður ársins úr röðum
fatlaðra. Hann sigraði í 100 og
200 metra hlaupi, bæði á Evr-
ópumeistaramóti fatlaðra í frjáls-
um íþróttum og á opna breska
meistaramótinu. Þá sigraði hann
í þeim greinum sem hann keppti í
á Íslandsmóti ÍF innanhúss.
Í þriðja sæti varð Magnús B.
Jónsson rektor Landbúnaðarhá-
skólans á Hvanneyri. Stöðug upp-
bygging hefur verið á Hvanneyri
undanfarin ár undir stjórn Magn-
úsar. Nýjar háskóladeildir hafa
skilað auknum fjölda nemenda og
hvergi á Vesturlandi hefur verið
jafnstöðug fjölgun íbúa síðustu
árin og á Hvanneyri. Þá stendur
nú yfir bygging nýs kennslufjóss
á Hvanneyri, auk nemendagarða
og einnig er unnið að því að auka
og efla rannsóknarstarf við skól-
ann. Eins og staðan er í dag lítur
því út fyrir að skólinn og stað-
urinn í heild eigi enn eftir að efl-
ast á næstu árum.
Aðrir af tíu efstu í valinu að
þessu sinni voru, í stafrófsröð:
Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri
Grundarfjarðar sem verið hefur í
framlínunni í undirbúningi að
stofnun Fjölbrautaskóla á Snæ-
fellsnesi. Flosi Ólafsson, Borg-
arfirði, leikari og metsöluhöf-
ufundur m.m. Garðar
Gunnlaugsson, knattspyrnumaður
með ÍA, og herra Ísland 2003.
Guðsteinn Einarsson, kaupfélags-
stjóri KB. Kolbrún Ýr Kristjáns-
dóttir, sundkona á Akranesi. Þor-
grímur Guðbjartsson, bóndi og
mjólkurfræðingur á Erpsstöðum.
Þórarinn Ingi Tómasson, nemi á
Akranesi, sem bjargaði ungu
barni frá drukknun í Eyjafirð-
inum í desember.
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Sigurður Guðni Sigurðsson, Vest-
lendingur ársins 2003.
Framkvæmdastjóri
Skagans valinn
maður ársins
Búðardalur | Sú nýjung hefur ver-
ið tekin upp á Hjúkrunarheim-
ilinu Fellsenda að vera með leik-
fimitíma fyrir heimilismenn, sem
eru 17 talsins, einu sinni í viku.
Kunna heimilismenn vel að meta
þessa nýbreytni og bíða spenntir
eftir hverjum tíma sem íþrótta-
kennarinn í Búðardal Einar Jón
Geirsson sem sér um. Hjúkr-
unarheimilið hefur verið starf-
andi frá 1967 og telst til fjöl-
mennari vinnustaða í Dalabyggð
en alls vinna þar 18 manns.
Hjúkrunarforstjóri á Fellsenda er
Helga Guðnadóttir.
Morgunblaðið/Helga Ágústsdóttir
Á Fellsenda